Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 51 1 i 1 I ; í ; I l I J i 1 i j j i 4 Í i i i VILBORG ÓLAFSDÓTTIR _|_YiIborg Ólafs- | dóttir var fædd í Holtahólum á Mýrum í Hornafirði 24. mars 1911. Hún lést í Skjólgarði á Höfn 26. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin í Holta- hólum, Anna Páls- dóttir, f. 16.3. 1888, d. 14.11. 1974, og Ólafur Einarsson, f. 26.2. 1885, d. 25.3. 1952. Vilborg var elst átta systkina. Hin voru: Páll, f. 22.3. 1912, d. 1982; Guðrún, f. 8.1. 1914, Einar, f. 17.1.1915, d. 1952; Rósa, f. 31.3. 1917, d. 1995; Ásta, f. 30.5. 1921, d. 1995, Anna, f. 29.3. 1925, d. 1989; Sigríður, f. 13.12. 1928. Eiginmaður Vilborgar var Steingrímur Sigurðsson, kaup- Vilborg Ólafsdóttir var fædd og uppalin á Mýram, á bænum Holta- hólum i miðri sveit. Fjallahringur- inn er víður frá því sjónarhomi, svipuð fjarlægð virðist til fjallanna í þremur áttum og skaparinn hefur gætt þess að þau væru af marg- breytilegri lögun og litrófinu til skila haldið, jöklamir gefa hvíta litinn. í suðri er opið haf þaðan sem löngum heyrist „öldufalla eimur“. Sveitimar þarna eystra vom af- skekktar þangað til samgöngur nú- tímans bættu úr á miðri þessari öld. Sýslan öll var í greipum erfiðustu vatnsfalla landsins, Vatnajökull að baki en nærri hafnlaus strönd fram undan. Fólkið vandist því að þurfa að búa að sínu, vera gætið og hógvært í umgengni sinni við náttúruöflin en líka íhugult og ráðagott. Vilborg var af Homfirðingum komin í báðar ættir. Hún bar nafn maður á Höfn, f. 16.1. 1903, d. 26.4. 1995. Hann var son- ur hjónanna í Árna- nesi í Nesjum, Sig- urðar Péturssonar landpósts og Sigríð- ar Steingrímsdóttur. Vilborg og Stein- grímur giftust 1933 og bjuggu um árabil í Árnanesi í Nesjum en fluttu á Höfn 1945 þar sem Steingrímur setti á fót verslun sem hann rak nærri til æviloka. Þau eign- uðust eina dóttur, Sigríði. Maður hennar er Snorri Bjarnason frá Viðborðsseli á Mýrum og eiga þau tvo syni, Steingrím og Bjarna. Útför Vilborgar fór fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 31. janúar. ömmu sinnar, Vilborgar Hálfdanar- dóttur frá Odda á Mýrum, sem varð ung ekkja en bjó samt góðu búi í Holtum á Mýmm á sinni tíð. Margt í fari Vilborgar, Boggu eins og kunnugir nefndu hana alltaf, kom ágætlega heim við það sem sumir hafa talið einkenna ýmsa Skaftfell- inga. Ljúfmennska hennar til orðs og æðis fór ekki milli mála. Spaug- semi hennar var græskulaus og féll vel að gamansemi Steingríms bónda hennar, en hann lagði sig eftir að góma fleygar setningar og skringi- leg atvik og sagði vel frá. Bogga var skynsöm og kunni á ýmsu skil, var t.d. fróð um ættir. Hún hafði gaman af hestum, enda var hún alin upp við hestamennsku, því Ólafur í Holtahól- um átti góða hesta og ekki þarf að taka fram að nóg var af gæðingum í Ámanesi þegar hún var orðin hús- freyja á þeim stað sem þekktur er iyrir hestakyn, enda átti hún sjálf þekktan gæðing, Heming. Snyrtimennska og smekkvísi Boggu naut sín vel á heimilinu þar sem öllu var vel skipað án íburðar. Nú eru margir fagrir garðar heima við húsin á Höfn en um miðja öldina munaði um brautryðjenduma. Garð- ur Boggu var ekki stór en hann gladdi augað því að blóm og trjá- gróður þreifst hið besta í umsjá hennar. Eitt höfuðeinkenni sem margir hljóta að minnast hjá Boggu er hve hún var góð heim að sækja, veitul og gestrisin. Margir komu á heimili hennar þegar hún var kaupmanns- frú á Höfn. Frændur og vinir sem komu í kaupstað áttu þar vísan griðastað og ýmsir sem komu í búð- ina litu við á efri hæðinni til að heimsækja húsmóðurina. í minn- ingu minni sem þetta rita og dvaldi oft sem bam hjá þeim hjónum að bíða eftir flugi suður var endalaus gestagangur hjá Boggu og öllum var tekið með blíðu. Stundum vildi teygjast úr dvölinni hjá gestum og gangandi, einkum fyrr á árum með- an flugið var stopulla en núna. Þá var allt gert til að stytta gestunum stundirnar og bæði voru hjónin vís til að dekra böm meira en víst er að krakkar hafi gott af! Einum ungum frænda líkaði svo vel vistin hjá Boggu og Steina að hann kaus að láta þau ala sig upp að miklu leyti og ánægjan af þeim samvistum var jöfn frá báðum hliðum. Á tímum hringvegar og brúa fóm margir um hlaðið en höfðu líklega nokkuð hrað- ara á hæli en forðum. En verra þótti Boggu ef skyldmenni á ferð gátu ekki þegið gistingu hjá henni. Á yngri áram var Vilborg glæsi- leg kona og hélt reisn og virðuleik fram á elliár. Allra seinustu árin var ellin henni þungbær en þá dvaldist hún á Skjólgarði þar sem þau hjón- in létust með fárra ára millibili. Hér skal að lokum þakka vináttu og velgjörning Boggu og Stein- gríms við mig og mitt fólk fyrr og síðai’. Dóttur þeirra og fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðjur. Bjarni Ólafsson. +Óskar Árnason var fæddur 23. september 1923. Hann lést 1. febrúar síðastliðinn. Foreld- ar hans voru þau Árni Magnússon út- vegsbóndi, Landa- koti, Sandgerði, f. 1886, d. 1966, og Sig- ríður Júlíana Magn- úsdóttir, f. 1887, d. 1961. Árni Magnús- son var ættaður úr Mýrdal undir Eyja- Ijölliun, af kunnri ætt sbr. bók eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli, „Áfi og Amma“. Foreldrar hans voru þau Vilborg Berentsdóttir og Magnús Eyjólfsson. Þau fluttu til Sangerðis arið 1886. Sigríður var fædd á Örlygshöfn við Pat- reksfjörð. Foreldrar hennar voru þau Bergljót Gunnlaugsdóttir og Magnús Einarsson af svokallaðri Kollsvíkurætt. Hálfsystkinin eru Sveinbjörg, sem er elst, býr í Reykjavík, móðir hennar var Halla Pálsdóttir, þá Magnea Vil- borg, lést 1933, Sigurbjörn, lést 1987, og Arnar Eyjólfur, drukkn- aði 1940. Móðir þeirra var Arn- dís, hún lést 1918 úr Spönsku veikinni. Alsystkinin eru Bergljót, lést á fyrsta ári. Ásta, búsett í Kefiavík. Einar, lést árið Kallið var komið. Það vissi ég ekki þegar ég vaknaði snemma að morgni 1. febrúar sl. og fór í vinn- una. Það var ekki fyrr en mamma hringdi í mig og sagði: „Kolla mín, hann pabbi þinn er dáinn.“ Hann pabbi, þessi stóri góði pabbi minn dáinn. Minningarnar flugu um hug- ann. Mér varð hugsað til bemskuár- 1996, Sigríður, lést 1989. Yngstur var Árni sem lést árið 1993. Maki Óskars er Anna Þorkelína Sig- urðardóttir frá Sauð- árkróki. Börn þeirra eru: 1) Hjördís Ósk, f. 15.6. 1954, maki Per Beck, búsett í Noregi. 2) Sigurlína, f. 21.7. 1955, maki Þórólfur Ágústsson, búsett í Hafnafirði. 3) Anna Sigríður, f. 3.3. 1958, maki Sveinn Þorkelsson, búsett í Sand- gerði, og 4) Árni Arnar, f. 14.9. 1959, búsettur í Reykjarík. Fóstudóttir Óskars og dóttir Önnu er Kolbrún Leifsdóttir, f. 17.9. 1949, maki Erlingur Björns- son, búsett í Sandgerði. Óskar vann við eigin útgerð á árunum 1948 til 1966. Hann starfaði við bifreiðastjórn á Búr- felli á árunum 1967-1969 og var vélstjóri á Gísla Áma frá árinu 1970 til 1973 er hann lagði grunn að eigin fiskvinnslufyrirtæki, Rækjuvinnslu Óskar Árnasonar sem hann rak fram til ársins 1990. Útför Óskars fer frain frá Ilvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. anna, en þriggja ára kom ég fyrst með mömmu í Landakot í Sand- gerði, þar sem hún gerðist ráðs- kona. Þar kynntist hún Óskari og þau giftu sig í maí 1958. Hann gekk mér í föður stað og alla tíð hefur hann verið minn yndislegi pabbi, og alltaf viljað allt fyrir mig gera. Við bjuggum í Landakoti fyrstu árin, en þá bjuggu þar einnig afi og amma og Ámi, bróðir pabba og hans fjöl- skylda. Eg eignaðist mín góðu systkini og barnahópurinn í Landa- koti stækkaði. Oft var þröng á þingi, en þessi ár era í minningunni yndislegur og ógleymanlegur tími. Árið 1966 fluttum við í nýtt hús að Norðurgötu 11, þar sem mamma og pabbi hafa búið síðan. Elsku pabbi minn, ég kveð þig núna, en ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og þá klárar þú að segja mér frá gömlu góðu dögunum, þeim skemmtilegu atburðum sem gerðust endur fyrir löngu. Ég bið góðan Guð að geyma þig og þakka þér öll góðu árin sem við áttum saman. Elsku mamma, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Ég veit að trú þín er sterk og það hjálpar þér á kom- andi áram. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Kolbrún. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan út- för hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. OSKAR ÁRNASON + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og iangamma, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR, Sogavegi 150, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 28. janúar. Útförin hetur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elísabet Lárusdóttir, Eyjólfur Lárusson, Hildur Ólafsdóttir, Bára Lárusdóttir, Helgi Steinar Karlsson, Lára Lárusdóttir, Fred Dunham, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn, VALGEIR ÞORVALDSSON, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 26. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd vina og vandamanna, Rafn Valgeirsson. + Elskulegur bróðir okkar, HAUKUR GUÐJÓN STEINDÓRSSON, lést í Kaliforníu sunnudaginn 25. janúar 1998. Óskar Steindórsson, Kristrún J. Steindórsdóttir, Ingi Steindórsson. + GUÐMUNDUR EINARSSON frá Klettsbúð, Hellissandi, lést að morgni föstudagsins 6. febrúar. Vinir og vandamenn. + JÓHANNES EINARSSON frá Skarðshömrum, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 22. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, EMMU KRISTÍNAR GUÐNADÓTTUR, Löngumýri, Skeiðum. Ágúst Eirfksson, Albert Ágústsson, Jóhanna Guðmundsdóttir, Guðni Þór Ágústsson, Jóna Sigurðardóttir, Ragnheiður Ágústsdóttir, Friðrik Friðriksson, Eiríkur Ágústsson, Erla Gunnarsdóttir, Magnús Ágústsson, Rannveig Árnadóttir, Kristín Ágústsdóttir, Stefán Muggur Jónsson, Móeiður Ágústsdóttir, Eggert Guðlaugsson, Kjartan Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Við þökkum innilega alla aðstoð og alúð sýnda okkur við fráfall föður okkar, INGA SIGURÐSSONAR. Inger Smith, Dagný Burke og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.