Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ ÚR ÓLÍKLEGUSTU stöðum ber- ast manni fregnir, sem verða tilefni — til að halda lífi í opinberri umræðu um hvað sé réttlátt og sanngjamt og raunar hvað verjandi í úthlutun án endurgjalds á þeim einkaleyfishagn- aði, sem réttur hefur verið þeim, sem á árunum 1981-1983 voru skrif- aðir fyrir útgerð hér í landinu. Æði- margir þeirra eru raunar gengnir fyrir stapa, svo að það eru erfingjar þeirra, sem eiga í hlut. Tilefni þessa pistils á upphaf sitt í heitum potti á sundstað á höfuðborg- arsvæðinu, þar sem ein kona segir annarri frá langri heimsreisu, sem þau hjónin höfðu farið í. Fyrir lá, að þetta var milljónafyrirtæki. Svona eins og til skýringar á öllu saman sagði konan frá því, að þau hjónin hefðu nefnilega verið að fá 300 millj- óna króna kvótaarf (eða -arð, - ekki heyrðist hvort) og fundist það tilefni til að gera eitthvað fyrir sig. Það hefur komið fram fyrr í skrif- um mínum um þessi efni, að ég áfellist ekki það fólk, sem stjómvöld ríkisins ákveða að gera svo vel við. Ég hef hins vegar kallað eftir hneykslun og fyrirlitningu á viðhorf- um þeirra manna, sem standa fyrir þessari ráðstöfun verðmæta, einka- leyfishagnaðar, sem stjómvöld hafa með ákvörðunum sínum búið til og ^ virðast ætla sér til frambúðar að gefa einstaklingum og fyrirtækjum. Að vísu hef ég með sjálfum mér dregið í efa, að nokkrir þeirra þing- manna, sem á sínum tíma leiddu þessi firn í lög, hafi þá gert sér minnstu grein fyrir því, hvað af þeirri ákvörðun mundi leiða í braski, siðspill- ingu til sjávarins, byggðaröskun, ótilunn- inni eignatilfærslu og sóun, - allt undh’ sauð- argæru markmiða um hagræðingu í sjávarút- veginum. Og réttlæti! Maður spyr sig nú bara, - hvað er það, í þessu samhengi? Á ekki þjóð- in auðlindina að lögum? Þessar 300 milljónir, sem urðu kveikjan að þessum skrifum, era að- eins örlítið brot af þeim milljörðum króna, sem útvegurinn í landinu hefur verið og er að greiða þessi misserin sem endurgjald fyrir afnot af auðlindunum í hafinu við ísland. Það er ekki eigandi þessarar auð- lindar, sem fær endurgjaldið, heldur konan í heita pottinum og bóndi hennar og ótal fleiri, sem eins stend- ur á um, án þess að hafa til þess unn- ið á nokkurn veg. Hvað er þessum hjónum gefið? Við skulum fyrst skoða, hvað þetta þýðir fyrir þessi ágætu hjón. Þau geta fyrirhafnar- og áhættulaust orðið sér úti um eignarskattslausa ávöxtun þessara fjármuna með um 16 milljóna króna árstekjum. Þetta eru fjármagnstekjur og því ekki skattlagðar nema með 10% tekju- skatti. Þessi lakasti kostur þeirra til ávöxtunar gefur þeim þannig yfir 13 milljóna króna ráðstöfunartekjur á ári héðan í frá, en ótal möguleikar standa þeim opnir til betri ávöxtunar. Þessi kjör er vert að bera saman við elli- eða örorkulíf- eyrisþega, sem hefur lægstu greiðslur og vogar sér að vinna sér inn lítilræði til viðbótar eða hefur slíkar tekjur úr lífeyrissjóði. Hann getur tapað bótum sem svarar öllu því, sem hann vinnur sér inn, en má almennt þakka fyr- ir, ef hann heldur eftir 40% af viðbótartekjun- um, sem er sambærileg tala við þau 90%, sem eignafólkið hér að ofan heldur eftir. Hér er að sönnu um að ræða tvennar aðstæður, sem ekki era alls kostar sambærilegar án alls konar fyrirvara, en þær era staðreyndir í samfélaginu samtímis og því full ástæða til, fyrir þá, sem bera ábyrgð á samfélagslegu réttlæti, að íhuga þær í samhengi. En hver borgar brúsann? Næst skulum við skoða, hverjir greiða þessum hjónum þessa fjár- muni að öllum líkindum. Samkvæmt því, sem opinberlega er látið í veðri vaka, kaupir útgerðin þetta sjálf í hagræðingarskyni. Þvi er sem sagt haldið fram, að það sé hagræðing fyrir útgerðina 1 landinu, að svona fjármunir velti út úr henni. Hitt mun sanni nær, að meginhluta slíltra við- skipta stundi fyrirtæki, sem sækja sér til þess fjármagn á hlutabréfa- markað. Það era þess vegna nýju hluthafarnir í útgerðarfyrirtækjun- um, sem eru látnir greiða fyrir að- ganginn að auðlindinni fullu verði. Þannig mun að óbreyttu á nokkram áratugum fullt andvirði aðgangsins að auðlindinni smám saman verða greitt afkomendum þeirra, sem vora skrifaðir fyrir útgerð 1981-1983. Þá verður bvo komið, að engin útgerð verður stunduð á íslandi, sem ekki hefur greitt upphaflega kvótann fullu verði og verður að bera fullan þunga þess í rekstri sinum. En það eina, sem við það er að athuga, er, að andvirðið var ekki greitt eiganda auðlindai-innar. Og svo undarlegt sem það er, - á þessu eru ráðherrar og þingmenn tveggja stærstu stjórn- málaflokkanna og einhver hluti Al- þýðubandalags tilbúnir til að bera ábyrgð, þvert ofan í afgerandi meiri- hluta þjóðarinnar. Leiðir þetta til aukinnar hag- kvæmni (útgerð? Svo snúið sé aftur að því samfé- lagslega óréttlæti, sem 300 milljóna króna sagan ber vott um, er þvi hald- ið fram af talsmönnum núverandi kvótakerfis óbreytts, að það muni leiða til þess, að þeir, sem best gera út, muni þegar upp er staðið hafa keypt upp hina, sem síður standa sig í því efni. Þetta er alrangt, því að æðimargir þeirra, sem best og ódýr- ast gera út, era keyptir út úr rekstri og bátar þeirra úreltir, því að þeir hafa ekki bolmagn til að keppa við þá, sem mesta fjármuni hafa. Það sorglegasta við þessa stöðu er, að margir þessir ólánsömu menn sjá sínum persónulegu hagsmunum best borgið með að selja báta sína og kvótann þar með og láta úrelda þá. Margir þeirra gera þetta með óbragð í munni, því þeir vita sem er, að þeir eru með þessu að taka vinn- una frá honum Jóni í næsta húsi, sem verið hefur félagi þeirra og vin- ur um áratugi. Fyrirkomulagið leiðir menn út í að nýta fjárhagslega að- stöðu, sem þeim er búin til, en fórna hagsmunum náungans. Þeir, sem geta leigt út kvóta á siðlausu verði til manna í neyð eða boðið út hlutafé að vild, eru þeir, sem geta keypt hag- kvæma útgerð út af markaðnum og þar með vinnuna frá mörgum af hin- um dreifðu byggðum landsins. Um leið dæmir fyrirkomulagið einstakar byggðir til þrenginga, sem era sök þeirra, sem ábyrgð bera á fyrir- komulaginu. Það hefur hvorki neitt með hagkvæma útgerð né hag- kvæma sókn að gera. Það er brask- hagnaður kaupandans og seljandans, sem ræður ferðinni, og þegar upp er staðið líða þjóðarbúið og byggðirnar fyrir. Skammsýni stjórnmálamanna undir leiðsögn þröngsýnna útvegs- manna á þessu sviði er orðin þjóðinni afardýr og á enn eftir að kosta mikið af þeim afrakstri, sem ætti að geta verið af auðlindinni, ef skynsamlega væri að staðið. Hverjir geta leynt óhagkvæmni í rekstrinum? Önnur hlið á þeirri kenningu, að þeir eignist kvótann, sem best gera út, er verð skoðunar. Sannleikurinn er sá, að við aðstæður dagsins, með- an einhverjir era nægilega staðfastir í að reyna að afla fisks, þótt þeir eigi ekki nógan kvóta, geta þau útgerðar- fyrirtæki, sem mestan kvóta eiga, og þess vegna leigt hann frá sér á því fáránlega verði, sem tíðkast hefur, Það er braskhagnaður kaupandans og seljand- ans, sem ræður ferð- inni, segir Jón Sigurðs- son og þegar upp er staðið líða þjóðarbúið og byggðirnar fyrir. lengst og best leynt því, ef þau sækja fiskinn með of miklum tilkostnaði. Þau geta nýtt kvótaleiguna til að greiða niður þá starfseini, á sjó eða í landi, sem þau stunda og þess vegna sýnt afkomu, sem er ekki í neinu samræmi við þeirra raunverulega kostnað ellegar hagkvæmni rekstr- ar. Og í samkeppninni við fiskvinnslu í landi án útgerðar, sem ekki á kost á slíkum niðurgreiðslum af almannafé, verða þau alltaf með óviðunandi for- gjöf. Sú forgjöf hefur raunar víða einnig verið i formi lágs fiskverðs frá útgerð til eigin vinnslu, sem átök sjó- manna og útvegsmanna snúast um þessar vikurnar. Veiðileyfagjald, já eða nei Undanfarnar vikur og mánuði hafa bæði stjórnmálamenn og fjöl- miðlar rætt þessi mál af þeirri kunn- uglegu grunnfærni, að hér sé ein- ungis um að ræða spurninguna um veiðileyfagjald eða ekki. Báðar sjón- varpsstöðvarnar gerðu sig sekar um þetta á sama kvöldinu undir ein- hverju hanaslagsefni um málið að kalla eftir því, að almenningur svar- aði þessari einfóldu spurningu sím- leiðis, hvort menn séu með eða móti veiðileyfagjaldi. Út úr því komu ein- hverjar prósentur, sem enginn man, og þar með var málið afgreitt. í huga þess, sem þetta skrifar, lækkaði gengið á báðum stöðvum hlutfalls- lega jafnmikið þetta kvöld. Formað- ur Sjálfstæðisflokksins fór eiginlega eins að í yfirlýsingu eftir einhvern fund í miðstjórnarapparati flokksins. Miklu flóknara mál Málið er svo miklu flóknara en þetta. Almenningur í landinu sœttir sig ekkert við það óréttlæti og þá eignatilfærslu, sem núverandi flsk- veiðistjórnunarkerfi leiðir af sér. Hún sættir sig heldur ekki við þann innbyggða galla á kerfinu, að ógnar- legu magni af fiski sé keriisins vegna fleygt í sjóinn aftur. Óréttlætið, braskið og sóunin, sem núverandi fiskveiðistjórnunarkerfl fylgir, sýður í fólki um allt land. Það þekkir dæm- in næst sér og er bálreitt. Samtökin um þjóðareign hafa mik- inn hljómgrunn meðal fólks, þótt margir treysti sér ekki til opinbers stuðnings við þau vegna þess, sem framámenn þeirra verða glögglega varh' við og kalla verður beina eða DEILAN ER EKKI EINFÖLD SPURNING UM VEIÐILEYFAGJALD Jón Sigurðsson óbeina skoðanakúgun. Mönnum finnst þeir hætta starfsframa sínum og jafnvel starfi, ef þeir úttala sig op- inberlega. Hér þarf til að koma þjóðarsátt Lausn á þessu gríðarlega pólitíska vandamáli verður ekki fundin, nema mjög stór hluti þeirra 60-75% þjóð- arinnar, sem eru ósátt við núverandi ástand, sætti sig við niðurstöðuna. Það þarf þess vegna alvörastjóm- málamenn til að ráða fram úr vand- anum. Það verður ekki gert með því að þegja um hann og hann er ekki veiðileyfagjald, - já eða nei. Og þá er eftir spurning um grund- vallaratriði. Næst verður varpað fram viðbótarefni til umhugsunai'. Það hefur ekki verið að ráði í um- ræðu fjölmiðla, að til eru hérlendis fiskifræðingar og aðrir náttúrufræð- ingar, sem draga í efa sjálfan grunn- inn undir núverandi fiskveiðistjórn- unarkerfi. Þeir telja sig hafa góðan fræðilegan grunn undir því, að sá uppgangur í þorskstofninum, sem nú á sér stað, hafi sáralítið, ef nokkuð, með friðun að ráði fiskifræðinga að gera, en sé náttúrulegt fyrirbæri, sem fyrst og fremst ræðst af um- hverfisaðstæðum, eins og hrunið, sem nú er að verða í Barentshafi og fyrr við Nýfundnaland og Grænland. Éinn þessara fræðimanna spáði því hrani þorskstofnsins, sem nú er að verða í Barentshafi, fyrir einum 4 eða 6 árum. Þetta hran verður nú þrátt fyrir fiskveiðistjórnun í fullu samræmi við hefðbundna ráðgjöf fiskifræðinga þar í samráði við okkar menn, sem alþjóðlega fjalla um mál- ið. Þegar fjölmiðlar leita skýringa er því svarað með einhverju muldri um rangar mælingar og að reiknilíkön fræðanna séu í sífelldri þróun. Er ekki öllu líklegra, að fískifræðingur- inn, sem spáði þessu hruni fyrir 4-5 árum, þegar ekkert annað en hans kenningar bentu til þess, hafi eitt- hvað meira en lítið til síns máls? Reiknilíkön reikna því aðeins rétt, að grannforsendurnar, sem þau era smíðuð utan um, standist. í Barents- hafínu virðist komið áþreifanlega á daginn, að þær gera það ekki. Þær gerðu það heldur ekki við Nýfundna- land fyrir æðimörgum árum og hvers vegna skyldu þær fremur gera það hér og nú? Aðferðafræðin er öld- ungis ein og hin sama. Einsýni Hafrannsóknastofnunar Þessi viðhorf til fræðanna era al- gerlega útlæg ger úr Hafrannsókna- stofnun og þeim klúbbi sérfræðinga, sem hún vinnur með. Víða um heim og hérlendis, eins og fram hefur komið, eru skv. mínum upplýsingum stofnvistfræðingar, líffræðingar og aðrir náttúrufræðingar, sem telja að- komu eins og þá, sem Hafrannsókna- stofnun byggir alla sína ráðgjöf á, vera ýmist gallaða, hæpna eða jafn- vel ranga í grundvallaratriðum. Séu kenningar þessara utangarðsnátt- úrufræðinga réttar gætum við þessi árin ekki aðeins verið að friða þorsk okkur til stórskaða, sem svarar tfl jafnvel yfir 200 þús. tonna á ári, heldur gætum við verið að dýpka næstu þorsklægð, sem örugglega mun koma, miklu meh'a en þyrfti að verða. Freisting þessara utangarðs fiski- og náttúrufræðinga er að segja ekk- ert og í rauninni gera þeir það. Þeim hefur með skýrum boðum og eftir ýmsum leiðum verið gerð grein fyrir, að þeim sé betra að hafa sig ekki 1 frammi. í rauninni bíða þeir þess, að á sannist, eins og þeir telja fullvíst, og eins og er að gerast i Barentshaf- inu, að þorskstofninum við ísland fari að hnigna, sem orðið gæti eftir 1-3 ár eða síðar eftir árferði, vegna þess, að svæðið sé ofsetið eða ofbeitt, svo notað sé hugtak, sem menn þekkja betur. Þetta gerist þrátt fyrir stranga kvótasetningu skv. njörvuð- um reglum um, hversu mikið af stofninum megi veiða, og að nokkru vegna hennar og vegna smáflsksfrið- unar umfram það sem uppeldissvæð- in geti borið. Kenningin felur raunar í sér, að við aðstæður dagsins náist hámarksafrakstur af þorskstofnin- um með því að veiða hann nógu grimmilega. Sem fræðimenn biða þeh- þess spenntir, hvaða skýringar flskifræðingar Hafró munu gefa á þeirri þróun, sem þeir sjá framund- an, úr því að í öllu hefur verið farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.