Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 15 Um eitt hundrað ljósmyndir á sýningu í fþróttahöllinni á Akureyri Bestu blaðaljós- myndirnar til sýnis ARLEG sýning Blaðamannafé- lags íslands og Blaðaljósmynd- arafélags íslands á bestu blaða- ljósmyndum nýliðins árs er kom- in til Akureyrar og verður opin í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, frá kl. 13-21 báða dag- ana, i anddyri íþróttahallarinnar. Alls eru um eitt hundrað ljós- myndir á sýningunni að þessu sinni, sem dómnefnd valdi af þeim nær fimm hundruðum mynda sem bárust. Efnisflokk- arnir eru almennar fréttir, íþróttir, daglegt líf, portrait, myndsyrpur, skop og feature. Það er ALKA, Ahugaljós- myndaklúbbur Akureyrar sem stendur fyrir því að fá sýninguna norður. . V BESTA blaðamynd síðasta árs, Hundur á Grænlandi, eftir Ragnar Axelsson, er á meðal mynda á sýningunni. Strætisvagnar Akureyrar Aætlunar- ferðir í Hlíðarfjall FRAMKVÆMDANEFND Akur- eyrarbæjar hefur samþykkt að gerð verði tilraun í tvo mánuði, frá 15. febrúar næstkomandi til 15. apríl um áætlunarferðir á vegum Stræt- isvagna Akureyrar í Hlíðarfjall. Famar verða fjórar ferðir á virk- um dögum, kl. 14.30,15.30,16.30 og 18.30 og þrjár ferðir um helgar, kl. 13.30, 14.30 og 16.30. Áætlað er að kostnaður við þessar ferðir nemi 239 þúsund krónum á þessu tíma- bili, 146.500 krónur fyrir hvom mánuð, en frá því dragast þær tekj- ur sem inn kunna að koma. Leggur framkvæmdanefndin til að íþrótta- og tómstundaráð greiði Strætis- vögnum Akureyrar kostnað sem af þessu leiðir. .....------- Dagur og Ak- sjón í samstarf Tónleikar til styrkt- ar minningarsjóði TÓNLEIKAR til styrktar Minn- ingarsjóði Þorgerðar S. Eiríks- dóttur verða haldnir á morgun, sunnudaginn 8. febrúar kl. 17 í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Efnisskráin er að vanda fjöl- breytt og hafa nemendur á efri stigum og kennarar Tónlistar- skólans á Akureyri flutninginn með höndum, en þeir efna árlega til tónleika til ágóða fyrir sjóð- inn. Tekjur hans hafa einkum verið af þessu tónleikahaldi, sölu minningarkorta og þá hefur sjóðurinn fengið góðar gjaflr, stórar og smáar. Alls hafa rúm- lega 40 nemendur skólans notið styrkja úr sjóðnum frá því farið var að veita úr honum. Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist á Akureyri 20. janúar 1954 og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 1971. Þótti hún efnilegur píanóleikari og var nýkomin til Lundúna til að hefja framhalds- nám þegar hún lést af slysförum 2. febrúar 1972. Aðstandendur hennar stofnuðu minningarsjóð ásamt Tónlistarfélagi Akureyr- ar, Tónlistarskólanum og kenn- urum við skólann, en markmið hans er að styrkja efnilega nem- endur sem lokið hafa burtfarar- prófi frá skólanum til framhalds- náms. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis en tekið er við framlög- um í styrktarsjóðinn. Morgunblaðið/Kristján Á BÓKASAFNI Háskólans á Akureyri verður m.a. hægt að kynnast Netinu. Á myndinni eru þeir Axel og Jóhann, nemar í sjávarútvegseild að skoða gögn á Netinu. Opið hús Háskólans á Akureyri HÁSKÓLINN á Akureyri verður með opið hús í húsakynnum há- skólans á Sólborg í dag, laugar- daginn 7. febrúar, frá kl. 11 til 17. Þar munu deildir háskólans, heilbrigðis-, kennara-, rekstrar-, og sjávarútvegsdeild kynna náms- framboð sitt. Samstarfsstofnanir háskólans, s.s. Rannsóknastofnun flskiðnaðarins, Iðntæknistofnun, Hafrannsóknastofnun og Rann- sóknastofnun landbúnaðarins auk Rannsóknastofnunar Háskólans kynna starfsemi sína og þá verður kynning á alþjóðastarfi háskólans og Sumarliáskólanum á Akureyri. Á bókasafni háskólans gefst gestum kostur á að kynna sér Netið. Ræðukeppni framhaldsskól- anna á Akureyri og framhalds- skóla í Reykjavík verður haldin í gagnvirku sjónvarpi kl. 11 fyrir hádegi og geta gestir fylgst með henni. Hljómsveitin 200.000 nagl- bitar leika f sundlauginni á Sól- borg kl. 12, 14 og 16. Bæjarstjórn ætlar að styrkja framboð Leiðindi kring- um auglýsingar JAKOB Björnsson bæjarstjóri segir ofureðlilegt að bæjarfélagið styrki þá sem vilja vinna að mál- efnum bæjarins og bjóða fram lista fyi-ir kosningar við að koma mál- stað sínum á framfæri. Bæjar- stjórn Akureyrar samþykkti til- lögu hans um að veija 600 þúsund krónum úr bæjarsjóði til að styðja framboð til bæjarstjórnarkosninga í vor. í tillögunni kemur fram að bær- inn muni ekki greiða sérstaklega fyrir auglýsingar sem kunna að birtast í blöðum sem stuðnings- menn framboðslistanna gefa út. Má deila um upphæðina „Við höfum áður greitt fyrir aug- lýsingar og flokkarnir talið sig koma misjafnlega út úr því, sumir fengið meira en aðrir og oft skap- ast leiðindi í kringum þessar aug- lýsingar," sagði Jakob. Hann sagði að vissulega mætti deila um upp- hæðina og eins hvort þetta væri hin eina sanna leið til að styrkja framboðin, en um tilraun væri að ræða og yrði hún metin að loknum kosningum. Bæjarfulltrúar sem til máls tóku um styrkinn voru flestir sammála um ágæti hans utan Gísli Bragi Hjartarsson, Alþýðuflokki, sem óttaðist að ýmsir hópar sem vildu sælga sér pening gætu með þess- um hætti haft bæinn að féþúfu. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að áður hefði sá háttur verið hafður á að auglýsing- ar frá bænum hefðu verið klipptar út, birtar í flokksmálgögnunum og bænum sendur reikningur fyrir, sem ekki væri sérlega smekklegt. Heimir Ingimarsson, Alþýðu- bandalagi, sagði styrkina af hinu góða, þetta væri sanngjamari og auðveldari leið en var þegar útgáfa blaðanna var styrkt með auglýs- ingum. Helgar- potturinn HELGARPOTTURINN er heiti á nýjum þætti sem verður á dagskrá hjá bæjarsjónvarpinu Aksjón á laugardögum kl. 17. Dagur og Ak- sjón hafa tekið höndum saman um þennan sjónvarpsþátt en efni hans verður úr bæjarlífmu á Akureyri. Hann verður klukkustundar langur, fléttað verður saman innslögum úr bæjarlífi og umræðum um málefni líðandi stundar. Ritstjórn Dags sér um umræðuþáttinn en Aksjón um framleiðslu innslaga og útsendingu. Fyrsti þátturinn verður í dag, laugardaginn 7. febrúar og eru við- mælendur þau Jakob Bjömsson bæjarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir. Stjórnandi þessa þáttar er Stefán Jón Hafstein ritstjóri. -----♦-#-+-- Aglowfundur AGLOW, Ki-istilegt félag kvenna, heldur fundur í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22 á Akureyri næstkom- andi mánudagskvöld kl. 20. Vitnis- burðir, fjölbreyttur söngur og kaffi- hlaðborð, en þátttökugjald er 300 krónur. Allar konur hjartanlega vel- komnar. AKUREYRARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Safnaðarheimili kl. 11 á morgun, sunnudag. Kaffisopi og fræðsla fyrir foreldra í fundarsal. Séra Þórhallur Heim- isson og séra Guðný Hallgrims- dóttir spjalla um hjónabandið. Guðsþjónusta kl. 14, vænst er þátttöku fermingarbama og for- eldra þeirra. Séra Guðný Hall- grimsdóttir prédikar. Fundur æskulýðsfélagsins kl. 17, hjóna- námskeið í Safnaðarheimili kl. 15.30 til 20.30. Biblíulestur í Safn- aðarheimili kl. 20.30, Guðmundur Guðmundsson hefur umsjón með samverunni. Mömmumorgunn í Safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudagsmorgun, Guðfinna Nývarðsdóttir heilsuvemdarhjúkr- unarfræðingur fjallar um þroska bama. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRPRESTAKALL: Kirkju- skóli bamanna kl. 13 í dag, laug- ardag, litrikt og skemmtilegt efni. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sínum. Messa verður kl. 14 á sunnudag. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17 sama dag. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera frá 12 til 13 á miðvikudag, léttur Messur málsverður á vægu verði í safn- aðarsal að helgistund lokinni. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11, almenn sam- koma kl. 17, Guðmundur Ómar Guðmundsson talar, unglinga- samkoma kl. 20. Heimilasam- bandið kl. 15 á mánudag, krakka- klúbbur kl. 17 á miðvikudag, bæn og lofgjörð kl. 17.30 á fimmtu- dag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Kirkjukvöld verður í Stærri-Ár- skógskirkju á sunnudagskvöld kl. 21. Ræðumaður Pétur Pétursson læknir, Ama Ýrr Sigurðardóttir guðfræðingur flytur hugleiðingu, Kór Stærri-Árskógskirkju flytur hluta úr kantötunni „Heill, þér himneska orð“ undir stjóm Guð- mundar Þorsteinssonar við und- irleik Guðjóns Pálssonar. Kaffi- veitingar í umsjá kórsins að at- höfn lokinni. Fundur verður í æskulýðsfélaginu „Gull og ger- semar“ í Árskógi á mánudags- kvöld kl. 19.30. Sunnudagaskóli verður í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun. HÚSAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Miðhvammi kl. 10.30 á morgun, brúum kynslóðabilið, fjölmennum ungir sem aldnir. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14, fermingarbörn aðstoða, vænst þátttöku foreldra fermingarbama. Helgistund í Miðhvammi kl. 16. Organisti Pálína Skúladóttir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 14 á mprgun, ræðumaður Tómas Ibsen, krakkakirkja fyrir 6-12 ára böm og barnapössun fyrir böm að 5 ára aldri á meðan. Bænastund á þriðjudag og fimmtudag kl. 14. Krakkaklúbbur kl. 17.15 til 18.30 á miðvikudag. Biblíulestur kl. 20.30 á miðvikudag, morgun- bænastund kl. 6-7 á föstudag, unglingasamkoma um kvöldið kl. 20.30. Vonarli'nan; 462 1210, upp- örvunarorð úr Biblíunni. KFUM og K: Almenn samkoma kl. 20.30 á sunnudag, ræðumað- ur Guðmundur Ómar Guðmunds- son. Fundur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag fyrir drengi og stúlkur 8-12 ára. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun í Safnaðarheimili. Mömmumorgnar í safnaðarheimili alla miðviku- daga frá kl. 10 tíl 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.