Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM Nýir ferðaþættir Þjóð með flökkublóð FERÐALÖG eru ein af ástríðum íslensku þjóð- arinnar. Við erum stöðugt á flandri um all- an heim og flest okkar - Jferðast reglulega til útlanda. Fyrir nokkru var á dagskrá Sjónvarpsins þáttaröð um ferðalög til erlendra stórborga undir yfirskriftinni „Veisla í farangrinum" og á sunnu- dagskvöld verður sýndur fyrsti þátt- ur í nýrri fjögurra þátta syrpu með sama nafni. Stjórnandi þáttanna er sem fyiT Sigmar B. Hauksson og heimsækir hann nú nýja áfanga- staði. Sigmar hitti blaðamann á Hótel Borg á dögunum og sagði far- ir sínar. Ferðafíkn íslendinga Miðað við hversu vænt okkur Is- lendingum þykir um landið okkar erum við alltaf í undarlegum spreng ...að komast í burtu frá því. Þar sem við erum öðrum þjóðum ferðaglaðari ættu þættirnir að vera vænlegir til vinsælda, en í þeim verður fjallað um fjórar borgir í þremur heimsálf- um: Edinborg, Barselóna, Boston og Sri Lanka. „Eg held að flökkueðli Islendinga sé ástæða þess hve vinsælar ferða- sögur hafa alla tíð verið hér,“ segir Sigmar. „Menn hafa alltaf getað ferðast í huganum, með ímyndunar- aflinu. Sjónvarpið er sá miðill sem kemst næst þessum krafti, enda hefur kvikmyndinni verið lýst sem tilbúnum draumi. Eg veit ekki hvers vegna Islendingar eru svona miklir ferðamenn. Kannski erum við bara flakkarar að eðlisfari. Við erum jú þjóðflokkur sem lagði af stað frá upptökum Volgu einhvern tímann í grárri forneskju og héldum áfram þar til við stóðum föst á þess- ari eyju og kannski höfum við enn þörf fyrir að halda ferðinni áfram. En ísland hefur sterk tök á okkur og flestir sem fara koma aftur. Islendingar eru í það minnsta vanir að ferðast og eitt af því sem við hugsuðum um við gerð þáttanna var einmitt það. Til dæmis hugsuð- um við okkur að þeir sem ættu eftir að heimsækja viðkomandi borgir ríiyndu njóta ferðarinnar betur ef þeir vissu hvað þeir ættu í vændum. Jafnframt þurftum að gera ráð fyrir að margir hefðu komið til einhverra þessara staða og þurftum því að leit- ast við að lýsa hliðum sem eru á ein- hvern hátt óvenjulegar." Veisla í farangrinum Ferðalýsingar eru ein elsta þekkta grein bókmennta. Sjón- Pakistanskar vörur Rýmingar- sala v/flutnings Háholtl 14, Mosfellsbæ (anaar algandl, áður Karatchl, Ármfila). Síðir leðurfrakkar, silkisatínrúmföt, kínasilki, kasmír ullarmottur, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið virka daga frá kl.13-19 og frá kl. 12-16 í dag, laugardag. Veriö velkomin. Sími 566 6898 (á kvöldin). varpsmiðillinn hefur smám saman verið að taka yfir í lýsingum fjar- lægra furðuslóða og nú eru ferða- sögur sjaldséðar á prenti. Titill þátt- anna vísar í eina af þekktari skáld- sögum Emests Hemingways og hef- ur þýðing félaga hans og óskabarns þjóðarinnar, Halldórs Laxness, ekki þótt skemma fyrir. Sigmar nefndi þættina eftir þessari bók vegna ein- lægrar aðdáunar á lýsingum hennar af París. „Eg finn lyktina af borginni þegar ég les þessa sögu. Hemingway náði einhvern veginn að draga fram kjarna Parísarborgar og það er þetta sem ég er að leitast við að gera í þáttunum. Hver borg hefur hefur eitthvað alveg sérstakt við sig. Stundum er það staðurinn, stundum þjóðin sem býr þar, en oftast ein- hvers konar samspil þarna á milli. Það eru til tvær gerðir af ferða- bókmenntum. Annars vegar eru upptalningar staðreynda, fagbækur notaðar sem uppflettirit. Þessi teg- und heldur ennþá velli í svipuðu formi og hún hefur alltaf gert. Hin tegundin er lýsing höfundar á upp- lifun sinni af þeim stöðum sem hann ferðast um. Þessi tegund er að þró- ast frá bókinn yfir í aðra miðla eins og sjónvarp og kvikmyndir. í þátt- unum er leitast við að miðla ákveð- inni stemmningu eða tilfínningu fyr- ir þeim stöðum sem heimsóttir eru. Þeir eiga því ýmislegt sameiginlegt með þessari bókmenntategund sem skáldsaga Hemingways tilheyrir og mér fínnst skara fram úr. Hver borg á sér ákveðin tákn sem segja mikið um hennar innsta eðli. Táknin eru jafn mörg og mismunandi eins og borgirnar sjálfar. Það er okkar verk að finna táknin og lesa úr þeim. Viðsjárverður miðill Umbreyting ferðasögunnar úr texta yfír í sjónvarp er á margan hátt dæmigerð fyrir þróun nútíma- menningar. Sjónvarpið er gríðar- lega öflugur miðill með ýmsa kosti, en varla færri galla. Myndræn lýs- ing í sjónvarpi gefur sig út fyrir að vera hlutlausasta gerð lýsingar, þ.e. sannleikur. Fólki er eðlilegt að trúa sjónvarpsmyndinni, þess vegna er svo auðvelt ljúga með henni. „Þegar borg er lýst í þætti sem þessum," segir Sigmar, „eru stað- reyndir og sögulegar upplýsingar eins og ártöl og annað slíkt, óhjá- kvæmilega sniðgengnar. Heilli stór- borg er lýst í hálftíma þætti sem er sendur út einu sinni auk þess sem markmiðið er að túlka anda borgar- innar sem er í eðli sínu tímalaus. Til að gera sagnfræðilega þætti þarf meiri tíma auk þess sem fólk verður helst að geta horft aftur á efnið ef það missir af einhverju. Slíkt efni hæfir betur sölumyndböndum en sjónvarpsútsendingum. GUÐMUNDUR HAUKUR LEIKUR FYRiR DANSI Cata&na Mamraborfi 11, sími 554 2166 % ^DANSHUSIÐ Artún Vagnhöfða 11, sími 567 4090 og 898 4160, fax 567 4092. >sv \ KÍÓÍb Gömlu og nýju dansarnir í kvöld Hiísið opnað kl. 22.30 ► WOODY Allen og Soon-Yi eiga ekki von á bami. Að minnsta kosti er það nýjasta yfirlýsing talsmanns hjónanna sem dagblaðið USA Today birti. Sá orðrómur kom upp fyrir nokkmm vikum að hin 27 ára gamla eiginkona Allens væri þunguð en talsmaður hjónanna, Leslee Dart, segir slíkar getgátur rangar. „Hringið í mig eftir níu mánuði og þið munið sjá,“ sagði Dart. „Ef þið prentið að hún sé ólétt verður skömmin ykkar.“ Að sögn Dart snæddi hún kvöldverð með Allen hjónunum fyrir nokkrum dögum og var matarsmekkur Soon-Yi alls ekki undarlegur eins og títt er með þungaðar konur. Aðspurð sagðist Dart ekki hafa hugmynd um hvort Woody og Soon-Yi væru að reyna að eignast bam. Sigmar B. Hauksson Morgunblaðið/Ásdís 1 Séð yfir Sri Lanka. 2 Á markaði í Kandy. 3 Með sekkjapípur í Edinborg. Eins er sjónarhorn okkar ákaf- lega mismunandi eftir borgum. Sumar þekkjum við t.d. mjög vel en aðrar erum við að heimsækja í fyrsta skipti. Þá verður að byrja á að kynnast staðnum sem best á örfá- um dögum og komast að því hvaða upplifun á að koma til skila í þættin- um. Ef ég fjallaði um borg sem ég gerþekkti, eins og París t.d., gæti ég ákveðið fyrirfram hvað ég ætlaði að gera og svo framkvæmt það á mjög skömmum tíma. Þegar ókunnir staðir eiga í hlut er aftur á móti ekki hægt að gera áætlanir. Þegar við fórum til Sri Lanka hafði eng- inn úr hópnum minnstu hugmynd um hvernig borgin væri fyrr en þangað var komið. Maður lýtur ákveðnum lögmál- um þegar maður vinnur við sjón- varpsmiðilinn og hann getur verið harður húsbóndi. Við höfum í höndunum tæki sem hægt er að nota til að koma á framfæri ísmeygilegri lygi jafnt sem ísköldum sannleika, allt eftir því hvernig með það er farið. Texti sem fylgir mynd getur t.d alger- lega breytt upplifun áhorfenda án þess að þeir átti sig á því að at- hygli þeirra stjórnist af öðru en því sem þeir sjá. Þannig virðist skermurinn sýna hlutlausan sann- leik, en röddin sem fylgir ræður ferðinni og segir til um hvað skipti máli. Því verður maður stöðugt að vera sér þess meðvitandi hvað mað- ur er að gera og hvaða takmörkum sjónarhorn manns er háð. Það má ekki gleyma afli miðilsins. Fólk með ofnæmi getur fengið köst við að sjá ofnæmisvaldinn í sjónvarpinu. Hann er ekki allur þar sem han er séður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.