Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til fram- __ kvæmdaslj órnar VSI ÞAKKA sent bréf til mín vegna stöðu verkfallsmála. Eg kýs að svara því í Mbl. Fyrirtæki mitt sagði sig úr Sam- tökum fiskvinnslustöðva (SF) á síð- asta ári. Astæður úrsagnar voru aðallega þær að hagsmunir útgerð- arinnar voru allt of oft að þvælast á borðum SF. Skilaboð um hagsmuni fisk- vinnslu verða óskýr þegar svo er. I bréfi sem ég fékk segir réttilega að sam- tök útvegsmanna ann- ist ekki kaup á fiski. Það er rétt. Útvegs- menn selja hins vegar fisk. Þegar seljendur fisks fara undan í flæmingi við að ræða bætt fyrirkomulag á sölu á eigin vöru, er þá ekki eitthvað orðið skrýtið í hagsmuna- gæslunni? Fiskvinnslufyrir- tæki á að geta greitt a.m.k. 70 kr./kg fyrir slægðan þorsk með haus með meðalvigtinni 2-2,5 kg og reksturinn skilað hagnaði. Það sem raskar í reynd mest sam- keppnisstöðu fiskvinnslu í landi er það sama og nú er undirrót verk- fallsins - kvótabraskið. Þeir sem telja sig gæta hagsmuna fisk- vinnslunnar eiga að gera það Yrði kvótabraski hætt telur Kristinn Péturs- son, að verð á aflaheim- ildum gæti lækkað, því arðsemin af braskinu myndi minnka. hreint og beint án íhlutunar út- gerðarsjónarmiða. Þegar formað- ur LIÚ segist vera að gæta hags- muna fiskvinnslunnar er kominn tími til að vara sig. Fái ráðherrar þjóðarinnar lélegar eða loðnar upplýsingar um hagsmuni fisk- vinnslu sem sjálfstæðrar iðngrein- ar - án þess að það sé beint mein- ingin - erum við tæplega að fara rétt að. Mikilvægt er fyrir þjóðina alla að hagsmuna fiskvinnslu sé sérstaklega vel gætt. Á það skal minnt að hagsmunir fiskvinnslu, iðnaðar og þjónustugreina eru samofnir og hafa verið skrifaðar um það margar góðar ritgerðir sem VSÍ hefur eflaust aðgang að. Kvótabrask er það réttilega kall- að þegar útgerðarfyrirtæki fénýtir aflaheimildir til þess að raska (svíkja?) gildandi samningsbundnu fyrirkomulagi um skiptingu þeirra verðmæta sem veiðiskip kemur með að landi. Kvótabrask er það nefnt þegar fiskvinnsla með útgerð (í eigu sama aðila) fénýtir aflaheimildir til þess að þvinga niður fiskverð hjá þriðja aðila (leiguliða) til þess að fá ódýr- ari fisk til vinnslu en keppinautur sem ekki á útgerð. Slík þvingun í viðskiptum á grundvelli forréttinda og einokunar er afskaplega hæpið brask í dag með vísan í gildandi samkeppnislög. Einnig gagnvart ákvæðum stjómarskrár um at- vinnuréttindi, eignarréttindi og jafnréttisreglu, gagnvart eiganda fiskvinnslu sem ekki rekur útgerð. Vísast í álitsgerð Við- ars Más Matthíasson- ar um réttindi eiganda fiskvinnsluhúsnæðis (dagsett 15. des. ‘97). Breytir það vart nokkru hvort hann á útgerð eða ekki þar sem ekki finnast sérá- kvæði í stjórnarskrá lýðveldisins um út- valda. Minna má á, að stefna stjómvalda og atvinnulífs er frjáls samkeppni á grund- velli jafnréttis. Sam- keppni á jafnréttis- grundvelli er sogð eiga að tryggja að best reknu fyrirtækin skili hagnaði. Þannig á hagvöxtur að verða sem mestur til bættra lífskjara allra landsmanna en ekki bara fáma út- valinna. Hef ég misskilið þetta? Hagnaður af fyrirtækjarekstri sem fenginn er eingöngu á grundvelli mismununar og óréttis (kvóta- brasks) hlýtur að draga úr hag- vexti til lengri tíma litið, þar sem það afskræmir heilbrigða. frjálsa samkeppni. Misrétti og brask lítils hluta útgerðarmanna er tæplega farsælt - hvorki almennum aðildar- félögum VSÍ eða þjóðinni - til lengri tíma litið. Stjómkerfi fiskveiða var sett á til þess að stjóma fiskveiðum, en ekki til að auka hagnað með braski á grundvelli forréttinda og einok- unar. Brask með veiðiheimildir kyndir nú umræðuna rauðglóandi um veiðileyfagjald. Enginn styður í reynd veiðileyfagjald dyggilegar en þeir sem vilja viðhalda þessu ógeðfellda brasld í skjóli forrétt- inda. Viðhalda þannig neikvæðri umræðu um útgerðarmenn og grafa eigin gröf hægt og hljótt. Varpa ég því þeirri spumingu fram hvort viririlega séu til einhverjir svo skammtímablindir að þeir vilji ekki auka veiðiheimildir í þorski því þá lækki verð á veiðiheimildum. Möguleikar á meiri gróða af kvóta- braski væm í uppnámi ef viður- kennt yrði að veiðiþol þorskstofns- ins væri 50-70% meira en gefið er upp í dag ...? íhlutun útgerðar- manna í málefni Hafró með „gjöf ‘ á rannsóknarskipi og „viðurkenn- ingum“ er ógeðfelld íhlutun í mál- efni stofnunarinnar. Flest þarf nú að ráðskast með! Að leiguverð á veiðiheimildum skuli vera hærra en hægt er að greiða fyrir slægðan fisk úr sjó lýs- ir vel hverslags öngstræti við emm fastir í. Að engin umræða fari fram um það er út af fyrir sig rannsókn- arefni. Spákaupmennska byggð á braski virðist ráða ferðinni. Yrði kvótabraski með öllu hætt myndi varf nokkuð annað gerast en að verð á aflaheimildum myndi lækka, þar sem arðsemin af brask- inu myndi minnka. Ekkert annað myndi gerast sem skiptir máli. Þetta á einnig við um að fisk- vinnslu með útgerð yrði bannað með öllu að fénýta aflaheimildir til þess að hafa áhrif á fiskverð. Enda stenst slíkt tæplega samkeppnislög eða jafnréttisákvæði stjómarskrár. Slíkt brask og mismunun eyðilegg- ur möguleika best reknu fisk- vinnslufyrirtækja til þess að stunda með hagnaði heilbrigða frjálsa samkeppni á jafnréttis- gnmdvelli. Verði haldið svona áfram mun fiskvinnsla staðna og fiskverð lækka síðar. Bátar gætu áfram leigt aflaheimildir eins og þeir vildu, þó bannað yrði að fénýta aflaheimildir til þess að níðast á sjómönnum og fiskvinnslu án út- gerðar. Um þetta snýst þetta verk- fall 95%. Ætlar hinn þögli meiri- hluti útgerðarmanna að láta örfáa braskara og yfirgang forystu- manna eyðileggja mannorð útgerð- armanna meira en þegar er orðið? í núverandi fiskveiðistjórnkerfi er að öllum líkindum fleygt a.m.k. 70 þúsund tonnum af afla í sjóinn aftur. Þar fara forgörðum verð- mæti fyrir allt að 10 milljarða á ári. Vaxandi sjófrysting veldur því að tugir þúsunda tonna fara forgörð- um af hausum, beingörðum og inn- yflum (m.a. lifur og hrogn). Þessi verðmæti myndu nýtast í landi til verðmætasköpunar. Bara flutning- urinn nemur þúsundum tonna fyrir utan verðmætin. Atvinnurekstri landvinnslu (og iðnaðar) er teflt j tvísýnu með þessari þróun. VSI getur tæplega verið skoðanalaust og ábyrgðarlaust í svona mikil- vægu málefni með því að vera í strútsmerkinu. Það eru fleiri hags- munasamtök í VSI en nokkrir út- gerðarmenn með þrönga sérhags- muni. Fjöldi útgerðarmanna sem ég þekki eru valinkunnir heiðurs- menn sem vilja ekki sjá þetta brask. Þau verðmæti sem fara for- görðum í verkfallinu eru bara brot af þeim verðmætum sem árlega glatast í núverandi stjórnkerfi fisk- veiða og skal þá ekki gert lítið úr tjóni af verkfallinu. Væru sóknar- dagar í stað aflamarks þá yrði tæp- lega nokkru hent nema einhverju verðlausu. Þá mætti auka afla- heimildir strax um sama magn og hent er í dag. Sjálfvirkt togararall væri þá orðið allt árið og mæling á stærð fiskistofna því stanslaus alla daga. Breyting á stærð fiskistofna kæmi þá fyrr í ljós og hægt að fjölga eða fækka sóknardögum miklu fyiT og stjórnkerfið yrði hagkvæmara. Sóknardaga mætti framselja. Eða millifæra. Það er ekkert hagkvæmt við það að rass- skellast um allan sjó í leit að ein- hverju öðru en þorski með tilheyr- andi olíusóun og tímasóun eins og stór hluti togaraflotans hefur þurft að gera undanfarin ár. Það eru allir alltaf að forðast þorsk á fullri ferð og reyna að veiða „eitthvað annað“. Eg skil ekki þessa blindu og þver- móðsku. Afturhaldssemi og ímynd- aðir eða þröngir sérhagsmunir virðast því miður koma í veg fyi'ir að eðlileg umræða eigi sér stað um lagfæringar. Enginn má hafa skoð- un nema formaður LIU leggi blessun sína yfir hana! Viðkomandi er þá hundeltur með öllum ráðum. Sjávarútvegsráðherra landsins er mikill vandi á höndum. Ekki efast ég um vilja hans og annarra ráð- herra til þess að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Bréf mitt endurspeglar hags- muni fiskverkunar án útgerðar. Eg veit að ég gæti hagsmuna margra annarra í leiðinni. Það veldur mér gleði og ánægju. Frjáls samkeppni á grundvelli jafnréttis lengi lifi! Höfundur er fiskverkandi á Bakkafirði. ÍSLENSKT MAL GOTT bréf hef ég þegið frá Lúxemborg og birti það eins og það leggur sig. Höfundur er Run- ólfur Sigurðsson: „Kæri Gísli. Sennilega lesa fáir Moggann betur en Islendingar erlendis og á það einnig við um gömul blöð. Mig minnir að fárast hafi verið í þættinum um orðið aðili. í les- endabéfi í Mogganum frá í októ- ber sl. er kvartað yfir lélegri fréttamennsku á Stöð 2 vegna einhvers trúarrugls, og er í því sambandi nefnt orðið aðildaraðili sem mér finnst öllu verra. Nú, í Mogganum 31.12. skiptu svo og svo mörg verðbréf um hendur, en hafa verðbréf hendur? Á leið minni frá Islandi leit ég á auglýsingaskjá í Leifsstöð. Þar stendur LEIFSTÖÐ. Undajifarið hef ég heyrt ung- linga á íslandi segja: spáðu í því. Annars er hér allt gott að frétta, nema hvað hún Þórunn mín hefur áhyggjur af þolmynd- inni, sbr. „það var sagt mér“, sem heyrist æ oftar, auk þess sem hún telur að viðtengingarháttur- inn sé ýmist ónotaður eða ofnot- aður, t.d. „ef þetta sé erfitt". Ættum við kannski að láta tunguna fljóta og finna sinn far- veg líkt og peningamennirnir segja um aurana? Kveðja frá Moseldal. P.s. Er rétt að segja: Ég sakna þess að sjá hann ekki? Eins: Hvað er orðið af gamla góða ís- lenska orðinu vinnukona, sem auk þess að fara vel í munni felur í sér verklýsingu? Hvers vegna hefur franska orðskrípið „Au pa- ir“, sem fer illa í munni og enginn skilur, fest sig í sessi hjá okkur.“ Umsjónarmanni þykir vænt um, þegar íslendingar erlendis láta sér annt um móðurmálið. Skal nú reynt að víkja að flestum efnisatriðum í bréfi Runólfs, en þó ekki alltaf í sömu röð og hjá honum: a) Um orðið aðili vísa ég til dæm- is til síðasta þáttar (938). b) Auðvitað er kauðalegt að tala um að verðbréf skipti um hendur. Líklega erlend áhrif. c) Stöðin mun heita Leifsstöð (eignarfallssamsetning), og þá skal fara rétt með nafnið. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 939. þáttur Annað mál er hitt, að stofn- samsetningin „Leifstöð“ er mál- fræðilega gild. d) Hóti betra er að spá í eitthvað en spá í einhverju. e) Þolmyndin „það var sagt mér“ er ekki röng, þó fallegra væri að segja mér var sagt. Þetta bygg- ist á því að sögnin að segja stýrir bæði þolfalli (það) og þágufalli (mér). Aftur á móti er rangt að segja: „það var barið mig“, vegna þess að berja stýrir í þessu sam- bandi aðeins þolfalli. Rétt væri: Eg var barinn. f) Áhyggjur Þórunnar vegna við- tengingarháttarins eru hins veg- ar fullkomlega réttmætar. Hann lætur mjög undan síga, og væri óskaplegt tjón, ef hann hyrfi. Takið eftir hvað orðmyndin hyrfi er falleg. Hitt er líka rétt, að við- tengingarháttur á ekki heima í „ef-setningum“ í nútíð, „ef hann sé“, fyrir ef hann er. g) „Ég sakna þess að sjá hann ekki“ er ekki gott. Betra væri: Mér leiðist (þykir vont) að sjá hann ekki. h) Orðið vinnukona hefur ekki þótt fínt og vísar auk þess til gamalla samfélagshátta. Heitið er á lesendur að finna eitthvað nýtt og gott í staðinn fyrir „Au pair“. i) Við eigum ekki að láta „tung- una fljóta“. Á henni má ekki verða gengisfall. En hvernig væri annars að láta próf. Jón G. Frið- jónsson svara spurningunni, eins og hann gerir í Lesbók 3. janúar: „Tungumál breytast í tímans rás og málkennd og málvenja ræður hvaða breytingar ná að festa rætur. Sjálfum finnst mér rétt að sýna íhaldssemi í málfars- legum efnum. Óþarft er að taka öllum breytingum tveim höndum. Besti kosturinn er þó að mínu mati sá að reyna að skýra breyt- ingarnar og tefla fram dæmum, málnotendur kveða síðan upp sinn dóm.“ ★ I framhaldi af því sem sagði í þætti 937, er þessa að geta: I Flugorðasafni (ritstjóri Jónína Margrét Guðnadóttir) er að finna orðið flugrekandi (flt. flugrekendur) og nýyrði eftir Þórð Örn Sigurðsson, flugvernd (e. aviation security), en það er skilgreint: „varúðarráðstafanir, einkum á flugvöllum, í því skyni að vernda almenningsflug gegn ólögmætum afskiptum, svo sem flugránum og sprengjuhótun- um.“ Þá er þar m.a. að finna annað nýyrði Þ.Ö.S., minna þekkt, flug- vallarvirkt (e. facilitation), skil- greint: „Hvers kyns þjónusta sem viðkemur afgreiðslu flugvéla og farþega á flugvöllum, einkum millilandaflugvöllum, s.s. viðgerð- ir og áfylling eldsneytis, tollaf- greiðsla, vegabréfaskoðun o.s./rv.“ Áburð og ljós og aðra virkt/ enginn til þeirra sparði, sagði skáldið. ★ Einhver vitlausasta bók um Island er eftir Dithmar Blefken nokkurn, sem sagðist hafa verið hér 1563. Islendingar launuðu honum því, að yrkja um hann níð. Þetta er ein vísan: Dithmar dári réttur, Dithmar lyga pyttur, Dithmar dreggja pottur, Dithmar frjósi og svitni, Dithmar drussi sléttur, Dithmar innan slitni, Dithmar drafni og rotni, Dithmar eigi rythmum. (Höfi ókunnur; dróttkvætt.) ★ Salómon sunnan sendir: Þeir kölluðu ‘ann klaufa á dröfn, en Kolbeinn minn paufar við Sjöfn uppiálandi, þótt illt þar af standi, - og í annarra Raufarhöfn. ★ Skilríkir menn höfðu skrifað í minnisbók: „Viðmælandi í útvarpi kl. 7.36 30. jan. 1998 sagði: Guð varð að senda sérstakan aðila ...“ Umsjónarmaður hafði hingað til trúað að Kristur slyppi við að verða aðili, en engu virðist að treysta í þessu efni. Áuk þess sást umsjónarmanni yfir tvær villur í næstsíðasta þætti. Skakksettum varð „stakk- settum" í vísu sr. Jóns á Bægisá, og vegna galla í handriti varð sögnin að rypta að „reypta“. Beðist er velvirðingar á þessu. Kristinn Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.