Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 49 ferðar. í sjoppunni í Skarði var snaggaralegur maður að afgreiða „gos í gosinu“. Sagðist vera bróðir Dúnu í Hvammi og hreppstjóri sveitarinnar. Kona sín, hún Dóra, væri nú af sjálfu Sæmundarkyninu eins og hann afi minn í Tryggvaskála og væri ég því guð- velkominn að Skarði dag og nótt, hvenær sem væri ársins. Gekk það eftir og nú var ég lagstur uppá Landsveitina alla. Sæmundarkynið eða Lækjar- botnaættin sór sig í sveitina og reyndist ættrækin í meira lagi. Blásið var til ættarmóts og undir- búningsfundur haldinn á Borginni. Þá sá ég Kára frænda minn fyrst. Kraftmikinn, hugumstóran, dríf- andi og skemmtilegan. Nákvæm- lega eins og Sæmundur í bankan- um, Runólfur í Blossa og allar þess- ar elskur, sem komu þessu öUu af stað. 30 ár af ættarmótum eru nefnilega vægast sagt meiriháttar. Yngsti bróðir Kára, Haraldur hjá SH, var uppeldisbróðir mömmu og voru þau bræðrabörn. Þórður sterki, faðir þeirra, lést frá öllum barnahópnum sínum rúmlega fer- tugur og var yngsta bamið Þórunn skírt við kistu fóður síns, en Halli sendur austur í Tryggvaskála. Mamma þeirra, Katrín Pálsdóttir, bað Reykjavíkurborg um styrk til þess að taka kostgangara og fram- fleyta barnahópnum sínum þannig. Slíkt flokkaðist þó undir ölmusu og hefði kostað hana kosningaréttinn. Katrín stofnaði frekar nýjan flokk, vann kosningarnar og var reyndar farin að stjóma höfuðborginni sjálf með nöfnum sínum nokkru seinna. Kári var tekinn úr skóla og hjálp- aði nú mömmu sinni við að koma systkinum sínum til manns. Dreif sig svo í rafvirkjanám seinna og reyndar vélstjóranám líka og öðlað- ist tvöföld réttindi. Átti svo meira að segja fínustu bílana í Hafnar- firði, þegar fjölskyldan bjó á Stekk. Kári fékk Sverri Sæmundsson til þess að taka saman niðjatal okkar Lækbytninga og gaf rafhitun í Skarðskirkju svo hægt var að kaupa nýtt orgel. Síðan var kirkjan máluð og hafin mikil skógrækt í Skarðsfjalli í samvinnu við Land- P'æðsluna. Alltaf hlýddu Lækbytn- ingar kalli ættarlaukanna í þörf störf, svo ekki sé minnst á öll ætt- armótin. Það síðasta í sumar, þegar 600 manns mættu á Laugarlandi. Kári hafði mikla unum af hestum og hrossarækt, og ósjaldan sást bfll koma með hestakerru í togi heim að Skarði til fundar við Guðna hreppstjóra um bestu stóðhesta landsins fyrir hryssumar í kerrunni. Sá, sem þekkir sanna ást, verður öðrum eftirlæti og fordæmi. Þórður sterki og Katrín borgarfulltrúi elskuðu barnahópinn sinn stóra af öllu hjarta og þótt örlögin yrðu mótdræg og Þórður létist á besta aldri og þrjú barnanna í frum- bemsku, þá tókst Katrínu að koma hinum níu til manns og þroska. Kára þótti undurvænt um foreldra sína og hjálpaði móður sinni við uppeldi systkinanna. Ást hans á konu sinni og bömum var líka öll- um augljós og oft undurrómantísk í tjaldútilegu á ættarmótum í sveit- inni sinni fögm. Allur niðjahópur- inn dáði hann og fylgdi honum í hví- vetna. Hann var foringinn og for- dæmið, sem smitaði svo yfir til ætt- mennanna. Dulmagn sveitarinnar birtist í mörgu, t.d. ættrækni og hláturmildi í góðum hóp. Sveitin er líka vett- vangur félagsskaparins við yndis- lega ferfætlinga, þar sem ungur drengur er kominn með hundinn sinn út í hestagirðingu, þegar ör- lögin era hörð og veröldin öll er hranin yfir hann. Þá veit guð al- máttugur að blíða snoppunnar og tryggðin í hundsauganu er líka upprisan og lífið. Eg votta eftirlifandi eiginkonu mína dýpstu samúð, sem og börn- unum og barnabörnunum, ættingj- um og vinum öllum. Guð ástar og gleði leggi Kára frænda minn sér að hjarta. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Alltaf fjölgar tryggum og traustum vinum mínum, utan fjöl- skyldunnar, sem hverfa mér sjón- um af þessu tilverustigi, yfir móð- una miklu og nú síðast Kári Þórð- arson. Það fer að verða hálf ein- manalegt hérna megin grafar, ef þessi þróun heldur áfram. Liðin eru hartnær 45 ár síðan leiðir okkar Kára lágu saman, kynntist honum fyrst fyrir tilstilli bróður míns Árna, en þeir voru um árabil samherjar (makkerar) í Bridgefélagi Hafnarfjarðar. En eftir að Kári var skipaður rafveitu- stjóri á Suðumesjum og flutti með fjölskyldu sína til Keflavíkur og settist að á Kirkjuvegi 5 þar í bæ, efldist vinátta okkar hratt og ör- ugglega. Brátt urðum við heima- gangar hvor hjá öðrum, ef svo má að orði komast. Kári hafði mörg áhugamál og var einn af frumkvöðlum Hitaveitu Suðurnesja, en í tómstundum hafði hann yndi af að fletta spilum og segja má, að þau hafi átt drýgstan þátt í að treysta og viðhalda okkar löngu vináttu. Tveir einir gátum við áður fyrr setið tímunum saman og spilað piquet, allt að átta til tíu tíma í lotu, en er við gerðumst „gamlir“, fannst okkur nóg að sitja við þessa skemmtun okkar í eina til tvær stundir í senn. Elskulegar eiginkonur okkar sýndu okkur ein- stakt umburðarlyndi á þessum stundum og veittu vel í mat og drykkjum. Skaphöfn Kára var einstök, hann stóð fast á skoðunum sínum um menn og málefni, en átti erfitt með að kyngja því, ef hann hafði á röngu að standa, sem að mínu mati kom ekki oft fyrir. Við ræddum eiginlega aldrei um æskudaga okk- ar og var sem hann vildi gleyma allri fátæktinni, sem hann ólst upp við og vera má að þess vegna hafi hann haft vilja og metnað til að slíkt henti ekki hans eigin fjöl- skyldu síðar á ævinni. Með dugn- aði og útsjónarsemi, tókst honum að búa sinni fjölskyldu annað og betra hlutskipti en það, sem hann sjálfur ólst upp við í æsku. Þau Knstín og Kári eignuðust átta böm, sem öll fengu góða menntun og komust vel til manns. Kristín studdi alla tíð vel við bakið á manni sínum og lét alltaf að vilja hans í einu og öllu, eftir því sem ég best veit. Síðustu árin átti vinur minn við erfið veikindi að stríða, fótamein, sem erfitt var að ráða bót á. Hann var ýmist heima eða á sjúkrahúsi og reyndi ég að heimsækja hann eins oft og kostur var. Virtist hann lifna allur við er ég birtist og er hann var heima við, tókum við að hans ósk gjarnan í spil, þótt hann væri svo máttfarinn, að hann gat vart haldið á spilunum með góðu móti. Einnig heimsótti ég hann oft í sjúkrahúsið, en í stað þess að taka í spil þar, ræddum við saman og gerði ég allt hvað ég gat, til að hughreysta hann og stappa í hann stálinu, þótt það bæri ekki tilætlaðan árangur, er fram í sótti. En er ég kom til hans tveim dögum fyrir andlátið, gat ég ekki setið við rúm hans nema í tíu mínútur, hafði þá á tilfinningunni, að „lokaspretturinn“ væri hafinn og treysti mér ekki til að horfa upp á, hvernig fyrir honum var komið. Margt og mikið væri hægt að rita um Kára Þórðarson, en vegna rúmleysis í blaðinu, verða þessi fá- tæklegu orð mín að duga. Meðan ég enn stend uppréttur, mun ég ætíð eiga margar góðar minningar um samverustundir okkar, sem alla tíð vora friðsamar og skemmtilegar. Að lokum votta ég aðstandend- um Kára mína dýpstu samúð og þakka þeim fyrir mikinn og góðan hlýhug í minn garð, sér í lagi Kristínu, sem umgekkst mig ávallt sem einn af fjölskyldumeðlimun- um. Megi vinur minn hvíla í friði um ókomin ár og aldir. Sigurgeir Þorvaldsson, Keflavík. + Helga Óskars- dóttir var fædd á Heijólfsstöðum í Laxárdal í Skaga- firði 22. janúar 1901. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 27. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Hallgrímsdóttir og Óskar Þorsteinsson er síðast bjuggu í Kjartansstaðakoti á Langholti. Helga var næstelst ellefu systkina sem til aldurs komust, en þau voru: Laufey, f. 2. júlí 1898, húsfreyja á Snæfellsnesi, látin. Steingrím- ur, f. 1. maí 1903, lengstum bóndi á Páfastöðum á Lang- holti, látinn. Petrea, f. 30. júní 1904, húsfreyja á Hóli í Sæ- mundarhlíð. Sigurður, f. 6. júlí 1905, bóndi í Krossanesi í Vall- hólmi, látinn. Ingibjörg, f. 20. desember 1906, látin. Margrét, f. 1. júlí 1908, látin. Vilhjálmur, f. 18. október 1910, síðast bú- settur á Sauðárkróki. Skafti, f. 12. september 1912, bóndi á Kjartansstöðum á Langholti, látinn. Ármann, f. 1. janúar 1914, bóndi á Kjartansstöðum. Guttormur, f. 29. desember 1916, fyrrum gjaldkeri KS á Sauðárkróki. Uppeldisbróðir Helgu er Ragnar Örn, f. 7. októ- ber 1921, húsasmiður í Reykja- vík. Helga stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi í tvo vetur. Um aðra skólagöngu var ekki að ræða. Svo ótal margt kemur upp hug- ann þegar rifja á upp samskipti sem ná jafn langt aftur og minni mitt hrekkur til. Hún amma mín var alltaf til staðar og mér þótti svo ósköp vænt um hana. Sem lítill ömmustrákur í sveit velti ég þessu ekkert fyrir mér, ég var ömmu minni stundum erfiður og fannst hún hafa ýmsar áhyggjur af mér og athafnasemi minni sem vora mesti óþarfi. Hún vildi alltaf að ég væri með húfu á hausnum. Ég vildi aldrei vera með húfu. Samt vissi ég að hún hafði misst lítinn dreng úr heila- himnubólgu. En strákurinn ég, velti samhenginu þarna á milli ekkert fýrir sér og skildi það ekki. Löngu síðar, þegar ég var sjálfur orðinn faðir, skildi ég samhengið mætavel og sé eftir því að hafa ekki sett húf- una á mig oftar. I minningunni um ömmu mína verður alltaf sumar og líklega hefur hún amma haft meiri áhrif á uppeldi mitt en ég get gert mér grein fýrir í fljótu bragði. Allt voru það góð áhrif. Amma kenndi mér bænir sem reyndust haldbesta vörnin gegn myrkfælninni sem fylgdi mér fram á unglingsár. Ég sé fyrir mér mynd af ömmu að mjólka hana Gránu sína í blárósóttan bolla og rétta litlum dreng spenvolga mjólkina. Þetta var ekki einstakt tilfelli, ekki smökkun borgarbarnsins á sveitamjólk með tilheyrandi grettum, heldur hluti af daglegu bauki okkar ömmu minnar sumar eftir sumar á áranum milli 1960 og 70. Amma var fædd um aldamótin og bjó í Skagafirði alla tíð. Hún var húsmóðir, móðir og amma á ramm- íslenska vísu alla sína löngu ævi og rækti það hlutverk eins og svo margar aðrar konur af sömu kyn- slóð, hávaðalaust. Hún var mann- eskja sem bar ekki áhyggjur sínar á torg og aldrei varð ég var við að henni yrði skapbrátt eða lægi illt orð til nokkurs manns. Tilfinningalegt ríkidæmi sitt kaus hún að sýna í væntumþykju sinni og stöðugri vak- andi umsjón með börnum sínum, bamabörnum og ekki síst barna- barnabörnum. Amma hélt andlegu og líkamlegu þreki sínu vel fram yfir nírætt og settist ekki að á Dvalarheimili aldr- Árið 1925 giftist Helga Margeiri Jónssyni, f. 15. október 1889, d. 1. mars 1943, kenn- ara og bónda á Ög- mundarstöðum í Skagafirði. For- eldrar hans voru Jón Björnsson bóndi á Ögmundar- stöðum og Kristín Steinsdóttir. Helga og Margeir eignuð- ust fimm börn. Þau eru: Hróðmar, bóndi á Ögmundar- stöðum og fyrrum skólastjóri í Staðarhreppi, kvæntur Asdisi Björnsdóttur. Jón Helgi, sem lést árið 1932 á fjórða ári. Mar- grét Eybjörg, félagsráðgjafi og deildarsfjóri, gift Siguijóni Björnssyni prófessor. Jón Krist- vin, sagnfræðingur og skjala- vörður á Þjóðskjalasafni ís- lands. Sigríður, húsfreyja í Reykjavík, gift Þorsteini Sig- urðssyni blikksmið. Sonur Mar- geirs af fyrra hjónabandi og uppeldissonur Helgu var Frið- rik Lúther, skólastjóri á Sauð- árkróki. Hann er nú látinn. Eft- irlifandi kona hans er Alda Ell- ertsdóttir. Helga hélt áfram búskap á Ög- mundarstöðum eftir lát manns síns uns sonur hennar og tengdadóttir tóku við búi. Helga tók mikinn þátt í starfi Kvenfélags Staðarhrepps og var heiðursfélagi þess. Utför Helgu verður gerð frá Reynistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. aðra á Sauðárkróki fýrr en líkamlegt þrek hennar leyfði ekki annað fyrir fáeinum árum. Hún hélt andlegu þreki og hafði fótavist nánast fram á síðasta dag. Innst inni trúði ég því að hún yrði elsta kona á íslandi. Sjálf talaði hún um að þetta væri orðinn hár aldur og kannski alveg nægileg jarðvist. Ég bið ömmu mína að hvíla í friði og ganga á guðs vegum. Hávar Sigurjónsson. í dag verður amma mín elskuleg til grafar borin. Hún hafði lifað í níu- tíu og sjö ár þegar hún hvarf frá okkur á friðsælan og átakalausan hátt. Ég veit að nú hefur hún sam- einast foreldram sínum, eiginmanni og litla syninum sem hún missti. Amma mín fæddist ári eftir alda- mótin og hafði lifað ólíka tíma. Hún hafði alltaf sérstakt dálæti á þeim stað, Hamarsgerði í Lýtingsstaða- hreppi, þar sem bernskuheimili hennar var. Síðast nú í sumar fór ég um þær slóðir og spjallaði um það við ömmu. Þá var staðurinn og um- hverfið svo lifandi í minningunni að hún gat sagt mér sögur af sér og systkinum sínum og lýst umhverfinu ljóslifandi. Það er erfitt fýrir nú- tímafólk að gera sér í hugarlund hvemig var að alast upp í lítilli torf- baðstofu með tíu systkinum. Þrátt fyrir lítil efni er ég viss um bernska ömmu minnar var hamingjusöm. Þannig talaði hún oft um uppvaxtar- árin og foreldrana sem henni þótti afar vænt um. I minningu ömmu minnar var samband þeirra ástríkt og það hefur bætt upp þröngan kost. Amma mín var alla ævi sína ákaf- lega nægjusöm kona og gerði litlar kröfur fýrir sjálfa sig. Hún var mjög trygglynd og henni lá aldrei illt orð til nokkurs manns. Ég trúi því að þessar dyggðir hafi verið í hávegum hafðar á bernskuheimilinu. Líf hennar mótaðist af hlutverk- inu sem móðir og amma. Þess fékk ég ríkulega notið. Þegar ég var þriggja ára gömul kom hún alla leið til Danmerkur til þess að gæta mín. Við rifjuðum oft upp þá sæludaga, sem hún mundi reyndar betur eftir en ég. Löngu seinna þegar hún var orðin áttræð heimsótti hún mig til MINNINGAR HELGA ÓSKARSDÓTTIR Danmerkur. Fleiri utanlandsferðir fór hún ekki um ævina. Þær urðu aftur á móti margar ferðirnar sem ég fór í Skagafjörðinn til þess að dvelja hjá henni sumarlangt. Mínar bestu bernskuminningar eru einmitt frá sveitadvölinni hjá ömmu minni. Á vorin hlakkaði ég alltaf mikið til að komast í sveitina. Á Ögmundar- stöðum var á þessum áram margt fólk og margir krakkar á sumrin. Þar var margt brallað og leikið sér. Sveitastörfin vora mannfrek og erfið á þessum áram og við krakkarnir tókum þátt í þeim. Það var dýrmæt reynsla að framlag okkar skipti máli og ég hef alla ævi búið að mörgu sem mér var kennt á þessum áram. Amma dekraði við mig á sinn hátt með umhyggju sinni og vemd. Dek- ur hennar var öðravísi en nú- tímakrakkar búa við. Hún keypti sér ekki frið með gjöfum eða sælgæti. Það var fólgið í návist hennar, hlýju faðmlagi, hlustun og þátttöku 1 lífi mínu. Af þessu gat hún gefið enda- laust. Amma kenndi mér bænir og vers þegar ég var hjá henni á sumr- in. Hún miðlaði mér af trú sinni og trausti á Jesú Krist. Mér hefur alltaf fundist ég eiga henni barnatrúna að þakka. Þegar ég var lítil var mesta til- hlökkunin að fá jólapakkann frá ömmu. Nokkur ár í röð sendi hún okkur systkinunum flónelsnáttfót sem hún saumaði á okkur. Það var sérstök lykt af þeim sem minnti á ömmu og okkur þótti góð. Þetta var lykt af tólgarsápu sem hún bjó til og notaði alla tíð. Þó hún væri ekki íhaldssöm sá hún enga ástæðu til að hætta gömlum siðum ef þeir vora góðir. Kannski var það sápunni að þakka að hún hafði alla ævi tandur- hreina og dúnmjúka húð þótt hún hefði aldrei komist í snertingu við nútíma snyrtivörar og krem. Hún hafði mikla ánægju af börn- um og þau vora miklu fleiri en ég, barnabörnin sem fengu að njóta ást- ríkis hennar. Á seinni árum bættust langömmubörnin í hópinn og langa- langömmubörnin. Hún þreyttist aldrei á því að fá börnin í heimsókn, heyra fréttir af þeim og skoða myndir af þeim. Okkur þótti öllum ákaflega vænt um hana og minning- in um góða, ástríka ömmu mun lifa með okkur alla tíð. Jafnvel yngstu börnin sem kynntust henni íýrst þegar hún var orðin háöldruð eiga minningu um blíða og örláta langömmu. Blessuð sé minning hennar. Helga Siguijónsdóttir. Helga dáin! - Minningarnar frá Ögmundarstöðum streyma fram frá þeim sumram sem ég var þar í sveit. Fyrst með móður minni árs gamall og síðan var ég þai' allt til 12 ára ald- urs. Þannig var Helga mér sem önn- ur móðir, „sveitamamman mín“. Með sínum blíðu orðum gat hún alltaf bent á rétta leið og hún hafði lag á að stjórna, án þess að mikið bæri á, allt var gert með góðvild og virðingu. Hún var alltaf vinur manns, hafði alltaf tíma, ef eitthvað lá manni á hjarta og mér finnst sumrin með henni í Skagafirði alveg yndislegur tími. Það var alltaf nóg að gera frá morgni til kvölds. Ég var viss um að einhver fýlgdist með og passaði upp á þó ég væri úti á túni eða niður á engjum. Ég fann líka umhyggju hennar fyrir börnum sín- um og hvernig hún fylgdist með þeim, hugsaði um þau og talaði um þau við mig. Stundum þegar við voram inni fann ég þennan kærleika hennar sem ég veit að kemur bara frá hreinu hjarta, mikilli Guðstrú, auð- mýkt og virðingu fyrir öllu sem lifir. Dæmi um það var að ég fékk að fara með Siggu frænku út í „gamla bæ“ að skoða fugl, líklega vængbrotna lóu, sem hún hafði sett á spelkur og búið um í kassa. Ég þakka Helgu af heilum hug fyrir sumrin á Ógmundarstöðum. Hún var mikill Skagfirðingur í besta skilningi þess orðs. Ég vil votta frændfólki mínu og aðstandendum hennar samúð mína og virðingu. Guð blessi ykkur öll. Kristján Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.