Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 25 ERLENT Reuters Flugvöllur í nafni Reagans Washington. Reuters. BANDARIKJAÞING samþykkti á miðvikudag að Þjóðarflugvöllurinn í Washington yrði kenndur við Ron- ald Reagan, íyrrverandi Banda- ríkjaforseta. Oldungadeildin samþykkti frum- varp um að breyta nafni flugvaUar- ins í Þjóðarflugvöll Ronalds Reag- ans í Washington með 76 atkvæðum gegn 22. Fulltrúadeildin samþykkti svipað frumvarp með 240 atkvæðum gegn 186 en ekki var hægt að leggja frumvörpin strax fyrir Bill Clinton Bandaríkjaforseta til staðfestingar þar sem í frumvarpi fulltrúadeildar- innar var orðinu Washington sleppt. Reagan 87 ára FlugvöUurinn var opnaður árið 1941 og er í eigu alríkisins en borg- aryfirvöld sjá um rekstur hans. Stuðningsmenn nafnbreytingarinn- ar kappkostuðu að knýja frumvörp- in í gegn fyrir 87 ára aftnæli Reag- ans í gær. „Okkur Ronnie er sýndur mikUl sómi,“ sagði eigin- kona Reagans, Nancy. Reagan, sem er með Ronald Reagan Alzheimer-sjúk- dóminn, hélt upp á afmælið með starfsfólki sínu á skrifstofu sinni og síðan með fjölskyldu sinni. Þeir sem studdu nafnbreytinguna sögðu að með henni væri verið að þakka Reagan fyrir störf hans í þágu Bandaríkjanna. Herzog í ROMAN Herzog, forseti Þýzka- lands, sést hér ásamt fríðu föru- neyti heimsækja minnismerki um fallna, þýzka hermenn í nágrenni Kharkiv í Úkraínu, þar sem Ukraínu þrettán þúsund hermenn í þýzka hernum féllu í bardögum í heims- styijöldinni síðari. Herzog lauk þriggja daga opinberri heimsókn til Ukraínu í gær. Loftræstikerfi flugvéla talin bera smit London. The Daily Telegraph. FLUGFARÞEGAR eiga á hættu að smitast af sjúkdómum, jafnvel banvænum, sem berast með loft- ræstikerfum flugvéla, samkvæmt niðurstöðum kannana sem Tel- egraph og breska sjónvarpsstöðin Channel 4 hafa gert. 011 flugfélög og breska loftferða- eftirlitið hafa hingað til neitað því að loft í farþegarými geti borið smit. Fullyrt er að farþegum sé ekki meiri hætta búin í flugvélum en á skrifstofum eða öðrum opin- berum stöðum. I þeim tilfellum er farþegar hafí veikst hafí „nálægð“ við aðra farþega verið orsökin, fremur en loftræstingin. A fímmtudaginn greindi Channel 4 frá tveim skoskum konum er flugu með belgíska flugfélaginu Sa- bena frá Brussel til New York á síðasta ári. Rhoda Macdonald og Anita Cox höfðu ekki hugmynd um að nokkur hætta væri á ferðum fyrr en flugfélagið hafði samband við þær einum og hálfum mánuði síðar. En þær komust að raun um að þær höfðu smitast af berklum af konu sem sat 15 sætaröðum frá þeim. Macdonald og Cox hlutu læknis- meðferð og eru heilar heilsu vegna þess hve snemma sýkingin greind- ist. I desember sl. fullyrti flugmaður hjá British Airways að sum flugfé- lög spöruðu ferskt loft í flugvélum vegna mikils kostnaðar. í staðinn væri loftinu í farþegarýminu, með öllum þeim örverum og sýklum sem í því væru, dælt aftur inn eftir að það færi í gegnum loftræstikerfið. Flugmálayfirvöld mæla með því að um 50% lofts í farþegarými sé ferskt, og kveðst British Airways fara að þeim tilmælum. John Spengler, prófessor í umhvei’fis- heilbrigðismálum við Harvardhá- skóla, hefur rannsakað loft í flug- vélum og tekur undir með flug- manninum. Spengler segir eina helstu ástæðu þess að fólk veikist um borð í flugvélum vera þá að farþegahóp- amir séu mjög sundurleitir, fólkið sé frá öllum heimshornum. „Fólk sem er allt af sama svæði verður ónæmt fyrir sýklum þaðan, en þeg- ar um er að ræða „óþekktan" sýkil getur hann valdið smitað stóran hóp fólks sem ekki sé ónæmt fyrir honum. Fyrir hálfum mánuði var greint frá því að 72 farþegar í flugvél Britannia flugfélagsins frá Birmingham til Tórínó veiktust, og nú hefur komið í ljós að 105 farþeg- ar veiktust í þessari sömu vél dag- inn áður. Flugfélagið hefur tekið vélina úr umferð og verður hún hreinsuð hátt og lágt. Verðhrun í UTSOLULOK 350KR. Pardus Frjálst val úr þessum tegundum. Eitt verð 350KR.* Á meðan birgðir endast. Prófkjör Sjálfstœðisflokksins Við undirrituð hvetjum Kópavogsbúa til þess að styðja Ármann Kr. Ólafsson í Kosningaskrifstofa Hamraborg 20 Símar: 564 2375 • 564 2378 564 2391 • 564 2392 í Kópavogi í dag 7. febrúar 1998 Kristinn Kristinsson Gústav Bergman Sverrisson Byggingameistari Bakari Kristín Líndal Sigurjón Sigurðsson Kennari Varaformaður HK Harald Snœhólm Soffía I. Guðmundsdóttir Flugstjóri MarkaðsfuUtrúi Einar Þorvarðarson Srnna Svanþórsdóttir Handknattleiksþjálfari Húsmóðir Ágúst Friðgeirsson Þóroddur Ottesen Amarson Húsasmíðameistari Viðskiptafræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.