Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGABDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KÁRI ÞÓRÐARSON + Kári Þórðarson, fyrrverandi raf- veitustjóri í Kefla- vík, fæddist á Króktúni í Land- _ sveit 3. nóvember 1911. Hann andað- ist í Sjúkrahúsi Keflavíkur föstu- daginn 30. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru — - hjónin Katrín Páls- dóttir fyrrv. bæjar- fulltrúi í Reykjavík, f. 9. júni 1889 í Fróðholtshól, Rangárvallasýslu, d. 26. desem- ber 1952, og Þórður Þórðarson bóndi í Króktúni og síðar gest- gjafi í Tryggvaskála á Selfossi, f. 12. apríl 1882 í Fellsmúla, d. 20. júní 1925. Katrín og Þórður voru systrabörn, bæði af svo- kallaðri Lækjarbotnaætt. Börn þeirra voru: 1) Guðrún, f. 21. ágúst 1908, dó sex ára. 2) Sæ- mundur, f. 16. sept. 1909, kvæntur Bergrósu Jónsdóttur, bæði látin. 3) Kári, f. 3. nóv. 1911, d. 30. jan. 1998, kvæntur Kristínu Elínu Thedórsdóttur. 4) Margrét, f. 14. mars 1913, gift Guðjóni Jónssyni, bæði lát- in. 5) Þóra, f. 21. apríl 1914, lát- "v in. 6) Gunnar, f. 7. júlí 1915, dó þriggja vikna gamall. 7) Guð- rún, f. 14. okt. 1916, gift Þor- grími Friðrikssyni, bæði látin. 8) Elín, f. 28. nóv. 1917, dó tæp- lega þriggja ára gömul. 9) Hlíf, f. 9. sept. 1919, dó 24 ára göm- ul. 10) Elín, f. 28. mars 1922, látin, var gift Gunnari Helga- syni. 11) Haraldur, f. 16. sept. 1923, látinn, var kvæntur Ingi- björgu Kristjánsdóttur. 12) Þór- unn, f. 15. maí 1925, ein systk- ina eftir á Iífi. Hún var gift Odd Didriksen, sem er látinn. Kári nam rafvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi 1932. Meistari hans var Júlíus Björnsson. Kári lauk minnaprófí vélstjóra 1935, raf- magnsdeild Vélskólans 1937, fékk lágspennuréttindi 1937, meistararéttindi 1941 og há- spennuréttindi 1952. Kári starfaði við iðn sína, rak eigið raftækjafyrirtæki, EKKÓ, í Hafnarfírði í mörg ár en raf- ' veitusljóri í Keflavík varð hann 1958 og þar til hann lét af störfum sökum aldurs 1982. Hann sat í stjórn Rafvirkj afélags Reykjavíkur 1933- 1934, var formaður þess 1935-37 og formaður stjórnar rafveitna á Suður- nesjum 1968-1981. Kári var einn af stofnendum Bridgefélags Hafn- arfjarðar, formað- ur þess um skeið og var meðlimur bæði í Oddfellow og Rotary. Kári kvæntist 24. febr. 1934 Kristínu Elínu Theodórsdóttur, f. 10. sept. 1914 á Brávöllum á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Stein- unn Þórðardóttir frá Mýrum, Villingaholtshreppi, og Theo- dór Jónsson frá Álfsstöðum á Skeiðum. Börn Kára og Kristín- ar eru: 1) Katrín, f. 9. ágúst 1933, gpft Eiríki Svavari Eiríks- syni. Þeirra börn eru: Guðbjörg Kristín, gift og á eitt barn; Steinunn, gift og á þrjú börn; Þóra, gift og á þijú börn. 2) Theodóra Steinunn, f. 31. mars 1935, gift Guðmundi Haukssyni er lést 1996. Þeirra börn eru: Kári, var kvæntur og á þijú börn; Haukur, kvæntur og á tvo syni; Sævar, kvæntur og á tvær dætur. Sigrún, í sambúð og á tvo syni. 3) Elín, f. 23. júlí 1942, gift Hilmari Braga Jónssyni. Þeirra börn eru: Jón Kári, á tvo syni; Gyða Björk, á einn son. 4) Hlíf, f. 28. október 1943, var gift Sigurði Kristinssyni. Þeirra börn: Jóhann, kvæntur og á tvö börn; Kristín; Margrét Sif, í sambúð og á eitt barn. 5) Þór- unn, f. 1. júlí 1947, var gift Ro- bert van Laecke. Þeirra synir: David Thor og Daniel Ray. 6) Kristín Rut, f. 21. desember 1950, gift Scott Klempan. Þeirra dætur: Karitas og Lilja. 7) Þórður, f. 1. aprfl 1955, kvæntur Hólmfríði Sigtryggs- dóttur. Þeirra börn eru: Kári, Freyr og Elma. 8) Theodór, f. 4. júní 1957, kvæntur Láru Bjarnadóttur. Þeirra dóttir Erla Thelma. Sonur Theodórs með Hildi Hilmarsdóttur er Tryggvi. Hann á einn son. Kári verður kvaddur frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi minn er látinn eftir löng og erfið veikindi. Það kom í minn hlut að fá að halda í stóru hendurnar á honum síðustu mínút- umar sem hann lifði og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Mamma hafði nýlega yfirgefið sjúkrastofuna svo að við, maðurinn minn og ég, vorum ein eftir hjá pabba. Þrátt fyrir að við vissum að hverju dró, kom kallið snöggt og óviðbúið fannst mér. Dauðinn er sár þrátt .^feiTÍr að um öldung sé að ræða, okk- ur þótti svo afar, afar vænt um hann. Pabbi var svo sannarlega ekki allra. Hann hafði stórt skap en líka stórt hjarta. Hann var ráðríkur en afar tilfinningaríkur. Það erfiðasta sem hann lenti í var að þurfa að bera vini sína til grafar. Hann skarst þó ekki undan því en við vissum hvernig honum leið. Síðustu - árin einangraði hann sig töluvert. Vildi ekki taka þátt í félagsstarfi aldraðra, af því að, eins og hann ^.. Stiálfur komst að orði: „Eg er svo ráðríkur að ég verð farinn að skipa fyrir fyrr en varir.“ Mamma tók þátt í öllu sem hún hafði áhuga á en hann sat heima og lagði kapal. Hann sat þó stoltur á áhorfenda- bekkjunum þegar mamma tók þátt í kóramótum, oft fremur af vilja en mætti. Ekkert var of gott fyrir konuna hans pabba. Hann bar mömmu á örmum sér alla ævi, tilbað hana og það fór ekki fram hjá neinum hversu mikið honum þótti vænt um hana og okkur bömin þeirra. Hann lagði á sig ómælda vinnu til þess að okkur skorti ekkert og var hörku- duglegur. Hann hafði sjálfur misst föður sinn 14 ára gamall og þurfti þá að hætta í skóla til þess að hjálpa mömmu sinni sem stóð ein uppi með níu böm, það elsta tæp- lega 16 ára og yngsta mánaðargam- alt. Minningamar streyma fram. Pabbi með mömmu í fanginu svíf- andi í dansi við lagið „þeirra“. Bamabömin í aftursætinu á bílnum hans afa fóru hjá sér þegar afi setti spóluna með „Edelweiss" í tækið í bílnum og seildist eftir hendinni á ömmu. Sólarbamið pabbi, kaffi- brúnn á kroppinn í fráflakandi skræpóttri skyrtu, nýkominn frá Hawai. Eintölin inni á skrifstofunni hans pabba þegar pabbi þurfti að ræða um eitthvað sem okkur einum kom við. Pólitík var aldrei rædd, þar reyndi hann aldrei að hafa áhrif á okkur, allavega ekki mig. Til þess var ég of lík honum, sagði hann, og væri því vís til þess að breyta þver- öfugt við hans ráðleggingar. Pabbi sem læknir þegar höfuð eða útlimir duttu af dúkkunum okkar. Þrátt fyrir annir gaf hann sér tíma til að að gera við og vitja sjúklingsins kvölds og morgna þar til brúðunni batnaði. Pabbi undir stýri á Bu- icknum sem fyrst hét Blakkur, síð- an Skjóni og síðast Gráni hjá gár- ungunum á Hjalteyri. Buickinn hans pabba var 1941 módel og flott- asti bíllinn í Hafnarfirði eftir stríð en pabbi átti hann lengi og endur- nýjaði meira að segja á honum boddíið einu sinni. Setti á hann 1949 módel. Eg varð skelfingu lost- in þegar pabbi sagðist ætla að láta ferma Buickinn með mér og ég lof- aði sjálfri mér að taka ekki bílpróf fyrr en pabbi væri búinn að selja bílinn (drusluna) og við það stóð ég. Seinna eignaðist pabbi grænan Saab og síðast átti hann BMW. Pabbi þótti glanni og fór ekki vel með bílana sína en hann var örugg- ur bílstjóri og margar minningar eru bundnar við bílana hans og ferðalög í honum. A hverju vori um leið og skólan- um lauk var ekið norður, helst í ein- um áfanga og við frædd um nöfnin á hverjum einast bæ á leiðinni. Stundum var þó stoppað hjá Sæma frænda á Blönduósi. Pabbi starfaði sem vélstjóri við síldarverksmiðj- una á Hjalteyri á hverju sumri eða þangað til sfldin hvarf fyiir Norð- urlandi. „Kemur Kári með Stínu og stelpumar," barst um eyrina þegar við ókum hásyngjandi eftir bugð- óttum veginum sem lá niður á Hjalteyri. Bræður mínir voru ekki fæddir þá svo að þeir misstu af þessum yndislegu sumrum við norðan. Mér finnst að engin börn hafi átt yndislegri æsku en við syst- umar, sólbjörtu sumrin fyrir norð- an og veturna í Hafnarfirði við leik á Simbatúni, Urðarstíg og Hverfis- götunni. Við komum heim í Hafnar- fjörð á haustin kaffibrúnar af sól og töluðum bara norðlensku, sögðum „pillltar“, „mjólllk" og „sperglar" með áherslu á téin og káin og löng ell. Seinna keypti pabbi Stekk við Astjöm því honum fannst umferðin á Hverfísgötunni og Reykjavíkur- veginum orðinn ógnvekjandi. Þar bjuggum við í tíu yndisleg ár í ná- lægð við ævintýralegt hraunið og tjörnina okkar iðandi af lífi, flór- goðum og jaðrakan. A veturna fyllt- ist tjörnin af krökkum á skautum. Það voru ófáir lítrarnir af kakói sem mamma þurfti að laga handa skólasystkinum og vinum okkar barnanna. Fyrir þessa yndislegu æsku vil ég nú þakka pabba mín- um. Hann var besti pabbi í heimi. Barnabörnin kynntust honum ekki eins og ég man hann á yngri ámm, vegna þess að eftir því sem hann eltist meir varð hann tilfinn- ingaríkari og þá harðnaði skrápur- inn. Honum var mikið umhugað um að börnin hans og barnabörn lærðu góða siði, borðsiði sem og aðra siði, kynnu sig eins og kallað var og væru kurteis en hann tók ekkert mikið utan um eða tjáði bamabörn- unum, langafabörnunum, tengda- bömum eða okkur börnunum til- finningar sínar á seinni árum, en þeim mun meira talaði hann um mömmu og sínar tilfinningar til hennar. En hann var stoltur af stóra hópnum sínum og montinn þegar okkur vegnaði vel. Þetta vissum við og virtum og núna þegar þú, elsku pabbi minn, ert kominn til allra systldna þinna sem farin em á undan þér og foreldra þinna, Katrínar ömmu og Þórðar afa, munum við sjá um að mamma verði ekki ein og við munum umvefja hana ást okkar eins og þú alltaf gerðir og gæta hennar vel. Eg kveð þig með bæninni sem Steinunn amma fór með á hverju kvöldi við rúmstokkinn okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur, mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S.E.) Elín Káradóttir. Fyrstu kynni mín af Kára voru þegar ég hóf nám í rafvirkjun 1. október 1931 hjá Júlíusi Björnssyni rafvirkjameistara í Austurstræti (12) þar sem klúbburinn Óðal er í dag. Þá var Kári þar í námi ásamt fleiri nemum mismunandi langt komnum í náminu. Eg kynntist ekki Kára neitt að ráði fyrst í stað þar sem hann var á lokastigi í sínu námi og að því loknu fór hann að vinna hér og þar sem rafvirkja- sveinn svo leiðir okkar skildu að miklu leyti í bfli. Hann vann mikið m.a. við Sfldarverksmiðjuna á Hjalteyri á þessu tímabili, lfldega fyrst sumarið 1937, eftir að hafa lokið prófi frá rafmagnsdeild Vél- skólans, og er nánar vikið að því síðar. Þá starfrækti Kári sitt eigið fyrirtæki, rak rafmagnsverkstæði og verslun í Hafnarfirði, tók m.a. þátt í verktakafyrirtæki á Keflavík- urflugvelli. Kári er svo ráðinn raf- veitustjóri hjá Rafveitu Keflavíkur 1. aprfl 1958 og gegndi því starfi til ársins 1982 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Við Kári áttum mikil samskipti á þessum árum, hann sem rafveitustjóri fyrir Raf- veitu Keflavíkur o.fl. sveitarfélög á Suðurnesjum, ég undirritaður sem rekstrarstjóri Rafmagnsveitna rík- isins, RARIK, sem byggði og rak aðalfutningskerfið frá Sogsvirkjun til rafveitnanna sex í þéttbýlisstöð- unum á Suðumesjum. Við reyndum að sjálfsögðu hvor um sig að gegna skyldum okkar við fyrirtækin sem við störfuðum fyrir og létum ekki náinn vina- og kunn- ingsskap hafa þar áhrif á. Kom fyr- ir að hart var deilt. Gat það verið óþægileg staða þegar vinir áttu að leysa málið svo að báðir aðilar gætu við unað. Avallt enduðu slíkar upp- ákomur með sátt og samlyndi. Það var þá og er enn sú skoðun nokkuð almenn að þar sem ríkið er annars vegar, eigi það að bera byrðarnar. Sveitarfélögin sum hver voru illa stödd fjárhagslega og gripu jafnvel til tekna rafveitnanna til annarra þarfa en rafveiturekstursins og reyndist þá oft erfitt fyrir rafveitu- stjórana að standa við gerðar skuldbindingar um raforkuinn- kaupin. Að mínu mati var Kári dugmikill í sínu starfi sem rafveitustjóri. I ört vaxandi bæjarfélögum voru mikil umsvif hjá rafveitustjórum, nýlagn- ir og endurbætur í eldri bæjar- hverfum mjög fjárfrekir þættir. Raforkuþörfin óx hröðum skrefum, fískiðnaðurinn raforkufrekur, en þar fór einnig mikið fjármagn í uppbyggingu t.d. frystihúsanna og raforkuskuldir hlóðust upp og í ná- vígi kunningsskaparins þurfti raf- veitustjórinn oft að beita hörku við innheimtuna, oft var það erfitt þar sem sumir forstjórar fyrirtækjanna voru í stjóm bæjarmála. Rafveitu- stjórinn þótti þá oft harður í horn að taka í þessum efnum og „stór- kúnnum“ gekk illa að skilja að stór hluti teknanna fór í orkuinnkaupin hjá rafveitunum. A árinu 1935 var unnið ötullega að undirbúningi að stofnun raf- magnsdeildar við Vélskólann í Reykjavík, m.a. fyrir forgöngu Jak- obs Gíslasonar, rafmagnseftirlits- stjóra. Rættist svo úr þessu máli að ákveðið var með samþykki ráð- herra að rafmagnsdeild Vélskólans tæki til starfa 1. október 1935 og að aðgang að henni hefðu vélstjórar sem lokið hefðu vélstjóranámi með eins vetrar námi í rafmagnsdeild- inni en rafvirkjar, sem lokið hefðu rafvirkjanámi, tveggja ára námi í rafmagnsdeildinni. Fyrra árið með námi í þeim fræðum sem vélstjórar höfðu lokið við s.s. vélfræði, stærð- fræði, efna- og eðlisfræði auk ís- lensku og eitthvað í málum o.þ.h. Seinna árið yrði svo sameiginlegt með vélstjórum þar sem höfuð- áherslan yrði lögð á rafmagnsfræði, bóklega og verklega. Jakob Gísla- son var ráðinn yfírkennari raf- magnsdeildar. Leitaði hann allmik- ið til mín um þetta mál vegna kunn- ugleika míns á rafvirkjastéttinni. Menn höfðu nokkrar áhyggjur af því að ekki yrðu nægar umsóknir frá rafvirkjum að deildinni þar sem hún gæfi engin viðbótarréttindi í faginu. Ef fáar umsóknir bærust væri hætta á að ekki yrði af stofnun hennar í bili a.m.k. Eg hvatti mjög rafvirkjafélaga mína til að sækja um nám í deildinni þennan fyrsta vetur 1935-36 og þar á meðal Kára. Svo margir sóttu um skólavist að kennsla hófst strax um haustið. Svo vildi til að við Kári höfðum mikið samflot í náminu þennan vet- ur, kannski ekki hvað síst vegna lít- ils næðis hjá Kára til heimavinnu, lítið húsnæði og tvö ung börn. Eg hafði hins vegar all rúmgott her- bergi og gott næði. Júlíus Steingrímsson var einnig allmikið með okkur þennan fyrri veturinn, góður málamaður. Síðari veturinn vorum við Kári meðal raf- virkjanna sem héldu náminu áfram, í bili a.m.k. Þar kynntumst við vél- stjórunum. Einn þeiira þekkti Kári eitthvað frá Hjalteyrarárum sínum, sá hét Jón Einarsson. Hann slóst í hópinn að lesa með okkur, geysi- lega duglegur námsmaður og góður félagi. Við útskrifuðumst 12 um vorið 1937 bæði rafvirkjar og vélstjórar. Hópurinn dreifðist svo til starfa í ýmsar áttir. Af þessum tólf manna hópi vorum við Kári einir eftir af hópnum fyrir nokkrum árum. Rafvirkjanemarnir hjá Júlíusi Bjömssyni um og kringum 1930 voru níu samtals. Við höfum haldið hópinn og komið saman af og til í gegnum árin, þ.e.a.s. átta af okkur níu, einn félaginn lést fyrir allmörg- um ámm. Við hinir átta komum síð- ast allir saman fyrir tveimur til þremur árum, en nú hefur ellin og dauðinn höggvið skarð í hópinn, tveir látnir á síðustu tveimur mán- uðum og heilsunni hrakað hjá öðr- um. Þessi samhygð okkar félaga í 60- 70 ár á lífsferli okkar hefur verið okkur ómetanleg í lífsins ólgusjó, þótt erfitt væri að ná okkur öllum saman samtímis, nema þá helst við merkisafmæli og þess háttar. Kári átti ýmis áhugamál í gegn- um tímans rás. Þau hjón, Kári og Stína, ferðuðust allmikið erlendis hin síðari ár. Fyrr á áram ferðuð- ust þau mildð innanlands með tjald- vagninn sem eins konar sumarbú- stað á hjólum. Nutum við hjónin oft samvista með þeim í slíkum ferðum oft í tjaldi, en höfðum sameiginlegt húsaskjól í tjaldvagninum til eldun- ar og ef veður gerðust válynd. Att- um við hjónin margar yndislegar stundir með þeim hjónum Kára og Stínu bæði heima og heiman. Minn- isstæðar eru hinar mörgu ferðir sem við áttum með þeim og öðrum félögum í sumarferðum ársfunda SIR, Sambands íslenskra rafveitna. Kári var oft hrókur alls fagnaðar undii- slíkum kringumstæðum. Kári hafði mikinn áhuga á hesta- mennsku og golfíþrótt á tímabfli ævi sinnar og ávallt kappsamur í hverju þvf verki sem hann tók sér fyrir hendur hvort sem það var í starfi eða leik. Kári var tilfinninga- ríkur og skapmikill þegar svo bar undir en sérlega góður félagi, hjálpsamur og greiðvikinn enda átti hann ekki langt að sækja þá eigin- leika. Heilsu hans fór að hraka hin síðari ár og sér í lagi hina síðustu mánuði, sem hann lifði. Það vildi svo til að síðasta daginn sem hann lifði heimsótti ég hann á sjúkrahúsið og kvaddi hann hinstu kveðju. Fáeinum stundum síðar var hann allur. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki til þín, Stína mín, og þinnar stóra fjölskyldu. Guðjón Guðmundsson. Sárt saknaði ég sveitarinnar minnar, þegar ég hafði lokið námi 1967. Fólkið góða í Grímsnesinu, þá löngu hætt búskap og Blakkur, Skolur, Vaskur og Tryggur gengn- ir. Hyrna mín og Grása líka, meira segja Branda hætt að mjálma eftir fiski á gangstéttarhellunni. Eg ákvað þá að kynnast frænd- fólki mínu í Landsveitinni, sveitinni hennar mömmu. Gerði mér ferð upp að Hvammi, var þar tekið með kostum og kynjum, enda legið uppá því heimili síðan. I Heklugosinu 1970 fékk ég lánaðan gæðing að ríða uppað eldstöðvunum, enda vegirnir nánast tepptir vegna um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.