Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 45
SKOÐUN
að þeirra ráðum. Hafrannsókna-
stofnun er í mjög sérstakri aðstöðu
tO að úrskurða sjálf um sínar eigin
gerðir og ágæti þeirra. Úr sögunni
eru ótal dæmi þess, að þekkingu
dagar uppi og reynist röng. Ábyrgð
Hafrannsóknastofnunar er því mikil
að blása á sjónarmið fræðimanna,
sem benda á, að hlutimir gætu hæg-
lega verið öðruvísi. Eftir því sem
best er vitað vogar enginn fískilræð-
ingur hjá Hafró sér að hafa slíkar
skoðanir. Slík eindrægni í stórum
hópi vísindamanna er svo fáheyrð, að
það kallar á skýringu. Svo hlaupið sé
aftur í söguna, þá er ekki alveg víst,
að jörðin sé flöt. Kaldhæðnin í stöð-
unni er fjarstæðukennd. Hafró,
stjómmálamenn og forysta LIÚ
trúa, að stækkun þorskstofnsins sé
vegna friðunar, en utangarðsmenn
telja friðun ekki ráðandi í því efni.
Að þeirra mati hrakar stofninum
nema hann verði veiddur meira, og
raunar hvort sem er, eftir náttúra-
fari. Verði hann hins vegar veiddur
meira og honum hrakar telja Hafró-
menn það gerast vegna ofveiði. Við
þessar aðstæður er erfitt að sjá til
botns í málinu.
Hvað gæti þetta kostað?
Hafi Hafró og allt fiskifræðinga-
umhverfið, sem stjórnað hefur stofn-
stærðarmati og fiskveiðiráðgjöf við
Norður-Atlantshaf undanfama ára-
tugi, rangt fyrir sér um þetta grand-
vallaratriði blasa við bæði skelfilegir
og gleðilegir hlutir: Islendingar
hefðu undanfarin ár farið á mis við
tugmilljarða króna verðmæti af
þorski upp úr sjó, stækkun þorsk-
stofnsins hefði hreint ekkert eða
sáralítið með kvótasetningu og
aflasamdrátt að gera, þorskstofhinn
við ísland væri stórlega vanmetinn
og það skynsamlegasta, sem við
gerðum, væri að leyfa óheftar þorsk-
veiðar, að minnsta kosti í 1-2 ár, til
að freista þess að veiða sem mest af
honum áður en hann færi að horast
og drepast og draga þannig úr næstu
niðursveiflu. Það mundi að vísu gufa
upp talsvert af eignum úr efnahags-
reikningum ýmissa útgerðarfyrir-
tækja, sem harðast hafa fram gengið
í kvótakaupum. Verðmæti skipa
mundi hins vegar aukast, sem og
tekjur af fiskveiðum, jafnframt þvf
sem dragast mundu saman tekjur
hjá þeim, sem mest hafa hagnast á
kvótabraski, en þjóðarbúið mundi
væntanlega hagnast mikið. Tímann,
sem þannig fengist, mætti nýta til að
móta viðunandi og skilvirkt fiskveiði-
stjómunarkerfi.
Sýn hins óháða leikmanns
í þessum löngu skrifum hefur
skrifarinn sem óháður leikmaður
reynt að draga saman ýmis mikils-
verð atriði, sem tengjast vandamál-
um fiskveiðistjómunar. Réttlæti og
ranglæti við úthlutun stórfellds
einkaleyfishagnaðar skipa þar stór-
an sess, sem og sóun í fiskveiðunum,
byggðaröskun og efasemdir um, að
hin opinbera hagkvæmnismarkmið
séu að nást. Loks var varpað fram
spurningunni um, hvort undirstaðan
undir allri saman aðferðafræðinni sé
nægilega traust. Það hljómar óneit-
anlega annarlega fyrir okkur, heila-
þvegna friðunarsinna, að við gerum
best með að veiða miklu meiri þorsk
en við geram og hætta þessu ragli að
friða smáfisk. Skv. kenningum utan-
garðsmannanna ver það stofninn
best í niðursveiflunni að veiða hann
sem mest, enda á í hlut fiskur, sem
hefur ekki nóg að éta. Utangarðs-
mennimir benda á, að þetta var
einmitt gert um áratuga skeið fyrr á
öldinni með harðvítugri sókn, sem
sannarlega skilaði miklu meiri
þorskafla af íslandsmiðum en von
telst í eftir langvarandi friðun eftir
reiknilíkönunum. Lengst af þessum
tíma veiddu Bretar aðallega smáfisk
undan norður- og austursfröndinni í
miklu magni, þar sem núna er skv.
mínum upplýsingum sáralítið veitt.
Hverju á maður að trúa með alger-
lega andstæð rök í huga sér?
Klípa stjórnmálamannanna er
skelfileg. Hún kann að snúast um
tugi eða jafnvel hundrað milljarða
króna verðmæti til þjóðarbúsins,
sem hefur í góðri trú verið fórnað
fyrir ekkert, búið til viðbótarhvata til
byggðaröskunar og óréttlæti kvóta-
brasksins, sem klofið hefur þjóðina.
Þeir vai-pa sinni ábyrgð á bak fiski-
fræðinganna með því að setja reglur,
sem binda aflamark með prósentu-
reikningi við niðurstöður þeirra.
Eins og þetta mál horfir við mér er
það rangt að meðhöndla það eins og
það sé fiskifræði, heldur er það
stjórnmál. Og stjómmálaleg við-
fangsefni era til að ræða þau og ráða
þeim opinskátt til lykta. Það gengur
ekki, að stjómmálamenn reyni að
skýla sér bak við fískifræðinga í svo
mikilsverðum málum.
Er að undra, þótt manni, eins og
skrifara þessarar greinar, verði eilít-
ið ómótt, þegar öflugustu fjölmiðlar
og helstu framámenn í forystu þjóð-
félagsins láta eins og spurningin um
afrakstur og afgjald af auðlindinni,
auðlindarleiguna, sem ég hef nefnt
svo í fyrri skrifum, sé einungis
spuming um eitthvert lítilræði af
veiðileyfagjaldi, já eða nei?
Höfundur er fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri og einn af hvata-
mönnum til stofnunar Samtaka um
þjóðareign.
Kosningaskrifstofa
Hamraborg 7 (2.h.) Kóp.
Opiö frá 12 - 22
Heitt á könnunni
Prófkjör S j á I f s t æ ð i s f I o k k s i rt s i Kópavogi 1998
Halla Halldórsdóttir
forseti bæjarstjórnar
Kópavogs
Kjósum reynda
J konu íQsætió
Stuöningsfólk
Blað allra landsmanna!
kjarni málsins!
SIÐASTI DAGUR
Traustar og vandaðar vörur
á sanngjörnu verði...sem þolir allan samanburð.
Við vekjum athygli hestamanna
á vaxandi vöruúrvali í reiðtygjum, skeifum, verkfærum og fatnaði.
Hnakkar
Fluguhnakkur........ 52.600,-
Hnakkur með öllu
nema ístöðum........ 17.000,-
Stallmúlar frá........ 300,-
Stangir..............2.800,-
Gjarðir 14 strengja... 900,-
Gjarðir 7 strengja.... 500,-
ístaðsólar frá....... 1.200,-
Reiðarfrá............ 1.200,-
Fléttaðir leðurtaumar..... 1.100,-
Hnakktöskur, úr leðri.... 4.800,-
Tökumúll..............1.400,-
Teymingagjarðir.......2.200,-
Pískar frá............. 500,-
Sérstakt tilboð
Höfuðleður með öllu,
(Beisli, nasamúll, mél og fléttaður
taumur).............. 3.000,-
FODUR
VTTAMÍN
&
XSTEINEFNI^É
> Racing Mineral“ 20 kg
Saltsteinar.2 kg
Saltsteinar..10 kg
Bíótín...... 1 ltr
Bíótín.... 5 ltr
Fóðurlýsi. 5 ltr
Graskögglar.33,3 kg
Tttboð —'-‘SáSfA
Fatnaðui
Úlpurfrá. 4.600,-
Reiðbuxur frá. 3.500,-
JSkórfrá.. 4.100,-
^ÍKBFUR
Pottaðar með sköflum..... 900,-
Ópottaðar með sköflum... 800,-
Hófraspur................800,
Stýringar í miklu úrvali vVjT?
Hjólbörur Ws
Einstakt tilboð
85 ltr frá..4.800,- bæði plast og stál
90 ltr.....6.300,- stálbörur
100 ltr...5.800,- plastbörur
R búðin*Laugavegi 164
Sími 551 1125 • 552 4355 • Fax 552 4339
Básamottur ísoxioosm... 4.500,-
Lengdur afgreiðslutími
Fimmtudagur 5. kl. 8:00-19:00
Föstudagur 6. kl. 8:00-19:00
Laugardagur 7. kl. 9:00-17:00
Kaffí og kex frá Frón bíða ykkar.
Næg bílastæði fyrir framan húsið
og inni í vöruafgreiðslu vestan
megin hússins.