Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 47 , ur skólans væri sem mestur og að ] vandað væri til starfseminnar í hví- ( vetna. Þó svo að hann væri hættur störf- um í skólanefnd þýddi það ekki að hann væri hættur að láta sig skólann varða. Hann fylgdist grannt með öllu starfí, mætti manna fyrstur á tón- leika til að sitja á góðum stað og var óhræddur við að hafa skoðun á því f sem flutt var og þegar slíkur heims- borgari sem Sigurður var hafði skoð- i un á hlutunum hlustuðu menn grannt ( eftir. Tónlistarskóli Rangæinga þakkar fyrir ómetanleg störf, við vottum eiginkonu og fjölskyldu Sig- urðar okkar dýpstu samóð. Agnes Löve skólastjóri. Þögn. Sérstæð óráðin þögn lifnar smátt og smátt eins og blóm á vor- , degi. Þögnin lifnar vegna llfsins ' sjálfs, vegna þess að þú, þessi furðu- | vera, byrjar að skynja, skynja unað j tilveru sem þama hefur alltaf verið, en margar agnir þurfa að raðast rétt á réttu augnabliki þannig að þú, þetta skrítna þú, fáir hennar notið. Hefurðu setið gæðing að sumri upp til fjalla þar sem þessi sérstæða þögn lifnar, þú, hrossið, náttúran verður eitt undur í sköpunarverkinu, þú, hrossið, taumhaldið, tölttakturinn og náttúran leysist upp, verður einn ( söngur með almættinu og þér finnst j þú hafa fundið um hvað lífíð snýst. Hjá Sigurði Haraldssyni voru ( þessi „tengsl við veruleikann" af- skaplega sterk í hans daglega lífi og gerðu hann þróttmikinn elskulegan mann með ærslafengið skopskyn. Ég veit ekki hvort mér tekst að að finna fleiri orð sem lýsa þér eitthvað betur, þér, sem tókst að láta þögnina lifna. Það var sama hvort þú straukst hrossi um vanga eða tókst í hönd á | manni, þræðir hins skiljanlega og óskiljanlega, hins jarðneska og yfir- ' náttúrlega lágu þar á milli í böndum ( veruleikans. Og ætli það hafi ekki verið hin sömu bönd sem bundu þig svo aftur móður jörð og fegurð henn- ar frá fjöru til fjalla. Ég var einn þeirra lánsömu manna sem kynntist þér, Sigurður, og þykist þvi skilja og jafnvel geta tekið þátt í söknuði þeim og harmi sem nú hvílir yfir eiginkonu, ástvinum og afkom- endum, sem hvert hefur fengið í arf ' brot af þeirri margslungnu fjölhæfni { sem í bóndanum frá Kirkjubæ bjó og j hvílir nú í þessari sérstæðu þögn. Rótaryklúbbur Rangæinga þakkar þér þín fjölmörgu störf, sem þú inntir af hendi fyrir klúbbinn af þinni al- kunnu hæversku og óeigingimi. Benedikt Árnason, Tjaldhólum. Einn fremsti hrossaræktarmaður Islands hefur kvatt þessa jarðvist. ( Sigurður Haraldsson, sem kenndur j hefur verið við Kirkjubæ á Rangár- völlum, þar sem hann rak hrossarækt- ( arbú í tæp þrjátíu ár, er til grafar bor- inn í dag. Ég vil minnast hans með nokkrum orðum og sérstaklega þakka það mikla framlag sem hann innti af hendi til að viðhalda þeim menningar- arfi sem íslenski hesturinn er. Með Sigurði er genginn sá maður sem á meiri þátt í því en flestir aðrir að íslenski hesturinn hefur á seinni j árum orðið meir og meir almennings- eign. Hann á líka mestan þáttinn í því ' að skapa það umhverfi sem til þurfti ( að koma, svo keppni á íslenskum hestum yrði eftirsóknarverð. Fyrir löngu er hann landsþekktur fyrir þessi störf og hans þekkti hrossa- stofti, Kirkjubæjarhrossin, er þekkt- ur um allan heim þar sem íslensk hross hafa numið land. Það var árið 1967 sem Sigurður tók við hrossabú- inu í Kirkjubæ. Þar hafði allmörgum árum áður verið stofnað hrossarækt- ' arbú þar sem eingöngu skyldu rækt- j uð rauðblesótt hross. Það var mikið j vandaverk að taka við og framkvæma ' þessa hugsjón þeirra bræðra Egg- erts og Stefáns Jónssona frá Nauta- búi. Það gerði Sigurður sér strax ljóst. En Sigurður var þannig gerður að hann grundaði ákvarðanir sínar vel og ögrandi verkefni fannst honum gaman að fást við. Hann var búinn góðri menntun og mikilli reynslu er hann hóf þetta verk. Hestum hafði ( hann unnað frá blautu bamsbeini og . var umhugað að gera veg hestsins sem mestan. En hann hafði ákveðnar ( skoðanir á því í hvaða farveg sú ræktun skyldi falla. Blesótta kynið í Kirkjubæ höfðaði því vel til hans. Fín bygging, mikil mýkt og góður reið- vilji sem með góðu geðslagi þjónaði knapanum þó svo kröfumar væru misjafnar. Engum ræktanda hefur til þessa tekist að skapa jafn samstæð hross og Sigurði heppnaðist. Þó vom honum þrengri skorður settar en flestum öðram því kynbótahross sem notuð vora í Kirkjubæ urðu að vera blesótt. Þetta var þrotlaust starf svo sem ræktun er alla jafna. En til slíkra hluta hafði Sigurður mikla þol- inmæði. Hann hafði yfírgripsmikla þekkingu og þetta var á margan hátt vísindalegt starf byggt á mikilli fræðimennsku. Þekking hans kom greinilega fram þegar menn fóra að festa í sessi regl- ur fyrir gæðingakeppni og síðar íþróttakeppni. Þá var til Sigurðar leitað og hann er aðalhöfundur þess kerfis sem enn í dag er við lýði. Yngri mennimir gengu beinlínis í skóla til hans. Það er ómetanlegt fyrir hvem þann sem fæst við ræktun að þekkja granninn og hafa á valdi sínu þau undirstöðuatriði sem hyggja þarf að þegar verið er að skapa til frambúðar. En þótt Sigurður ræki þetta stóra bú í Kirkjubæ, en folaldshryssur vora iðulega 35 til 40, sinnti hann öðram störfum einnig. Hann var við kennslu og skólastjóm um 30 ára skeið. Hann var kjörinn stjórnandi. Hann sinnti einnig fjölda félagsmála og var eftirsóttur hvarvetna þar sem hann starfaði. Heima í sveit sinni Vestur-Eyjafjöllum var hann formað- ur ungmennafélagsins og lét þá m.a. mikið til sín taka á sviði leiklistar. Þá varð hann formaður hestamannafé- lagsins Geysis í Rangárvallasýslu. Árið 1962 flytur hann norður í Hóla í Hjaltadal sem bústjóri og kennari. Hann var gamall Hólasveinn og þótti alltaf vænt um þann stað. Ég hygg að hefði ætlan hans ræst að fara til framhaldsnáms í búvísindum hefði kennsla og visindastörf á sviði land- búnaðar orðið hans starfsvettvangur, til þess var hann kjörinn. En ytri að- stæður hömluðu því, m.a. síðari heimsstyrjöldin sem þá var hafin. Á Hólum var Sigurður í fimm ár. Hann varð fljótlega eftir að hann kom norður orðinn formaður í Hrossaræktarsambandi Norður- lands. Eftir að hann fór út í sjálf- stæðan rekstur beitti hann sér fyrir stofnun hagsmunafélags hrossa- bænda sem nú heitir Félag hrossa- bænda og var formaður þess fyrstu árin. Hann sat í fjölmörg ár í stjóm Landssambands hestamannafélaga og var ritari stjórnar í sex ár. Hann var einn af stofnendum tímaritsins Eiðfaxa og var formaður útgáfu- stjómar. Öll þessi verk voru unnin í sjálfboðavinnu og nærri má geta hvort ekki hefur á stundum verið erfitt að komast að heiman frá stóra búi; Ég kynntist Sigurði fyrst fyrir röskum 30 áram. Þá heimsótti hann hestamannafélagið Grana á Húsavík og flutti þar erindi. Síðan hefur kunningsskapur okkar haldist. Eftir að ég kom til Reykjavíkur varð sam- gangur okkar meiri. Ég sat með hon- um í stjóm LH og naut samvistanna. Það var lærdómsríkt að fylgjast með honum. Hann var ekki einn þeirra sem sífellt var í ræðustóli. En þegar hann tók til máls var eftir því tekið. Hann var afarsnjall ræðumaður, mál- ið kynngimagnað en um leið fágað, sannfæringarkrafturinn mikill. Ræð- ur hans virtust alltaf hæfilega langar og hnitmiðaðar að allri byggingu. Þær vora nánast eins og kennsluefni, svo gott vald hafði hann á málinu. Eins var það um ritað mál. Maðurinn var gagnmenntaður. Sigurður skip- aði sér jafnan í forystusveit nýrra verkefna. Hann sat þar ekld langan tíma eftir að verkefnin voru komin á legg heldur tókst á við ný viðfangs- efni. Þó missti hann aldrei sjónar á markmiðum sínum í hrossarækt. Þar hvikaði hann ekki né lét tískusveiflur hafa áhrif á sitt starf. Hugsjón hans var ekki að rækta hross peninganna vegna. Hann vissi sem var að færu menn að elta uppi tískusveiflur og eltast við topphestaræktun vikju þau markmið, að rækta fagra gæðinga sem þjónað gætu jafnt bömum sem hörðustu keppnismönnum. Auð- hyggja eða skyndigróði var fjarri honum. Sigurður var skapmikill en agaður maður. Oft dáðist ég að sjálfsaga hans sem samfara miklum vitsmun- um skópu mörgum málum farsæla lausn. Það verður aldrei of þakkað að hestamenn skyldu hafa slíkum manni á að skipa. Fyrir nokkrum árum seldi hann ræktunina í Kirkjubæ í hendur sona sinna. Hann var afskaplega sáttur við þau starfslok sín. En það er til merkis um mikinn sjálfsaga að eftir að Sigurður lét af starfi sem ræktandi í Kirkjubæ varaðist hann að hafa nokkur áhrif á gerðir sona sinna. Þeir vora teknir við og þeir bára ábyrgðina. Hann treysti þeim. Sigurður og Evelin keyptu Komvelli við Hvolsvöll þegar þau fluttu frá Kirkjubæ. Þar leið þeim vel og þar var gott að koma. Margar hlýjar minningar á ég þaðan. Sigurður var mikill húmoristi og hafði gott næmi fyrir því skoplega í umhverfinu. Það hafa margir afkomenda hans erft í ríkum mæli. Sigurður hlaut marga viðurkenn- ingu fyrir störf sín. Hann hlaut gull- merki LH, heiðursviðurkenningu Fé- lags tamningamanna og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu. En mesta umbunin var sú þegar Kirkjubæjar- hross sköraðu fram úr á sýningar- völlum. Þau vora um árabil í fremstu röð í gæðingakeppnum og á öllum kynbótasýningum komu fram úrvals hryssur. Enn í dag era Kirkjubæjar- hross með hæsta dóm fyrir sköpulag allra hrossa á íslandi. Það var ánægjulegt að Sigurður skyldi lifa þá stund þegar uppáhalds hryssan hans, Rauðhetta frá Kirkjubæ, fékk hæst- an dóm kynbótahrossa á landsmótinu fyrir fjóram áram. Ekkert hross hef- ur hlotið betri dóm. Hún er sýnis- horn þess sem Sigurður keppti að og tókst að skapa. í þessum fátæklegu orðum er ekki minnst á iðnaðarmanninn Sigurð Haraldsson en hann hlaut meistara- réttindi í húsasmíði og síðar heiður- sviðurkenningu iðnaðarmanna. Von- antli gera aðrir menn þeim þætti skil. Ég vil að endingu fyrir hönd okkar sem unnum íslenska hestinum færa Sigurði alúðarþakkir fyrir óeigin- gjamt starf í okkar þágu um leið og við Ingibjörg vottum eiginkonu, bömum, tengdabömum og öðrum ættingjum Sigurðar innilega samúð. Kári Amórsson. Með Sigurði í Kirkjubæ er genginn merkur hestamaður og hrossarækt- andi. Allir unnendur íslenska hests- ins eiga honum þökk að gjalda, svo mjög sem störf hans tengdust ís- lenska hestinum, hvort sem var í þágu ræktunar eða félagsmála. Sig- urður ræktaði fegurstu hross lands- ins, Kirkjubæjarstofninn sem sett hefur mikinn svip á íslenska hrossa- kynið síðari hluta þessarar aldar. Vissulega var búið að leggja grann að ræktun þessara fógra hrossa um tveggja áratuga skeið þegar hann tók við búinu árið 1967. En Sigurður hafði brennandi áhuga, þekkingu og innsæi á hvern hátt væri helst að ná endanlegum árangri og honum tókst það. Þau era ófá verðlaunahrossin sem komið hafa frá Kirkjubæ síðustu áratugina eða eru ættuð þaðan. Hann eignaðist marga gæðinga um ævina sem hann hafði yndi af og kunni mæta vel að ná fram þeim kostum sem í þeim bjuggu. Sigurður var mikill félagsmála- maður enda tók hann meðal annars ríkulegan þátt í félagsmálum hesta- manna og var þar kjörinn til tránað- arstarfa á mörgum sviðum. Hann var einn af stofnendum tímaritsins Eið- faxa fyrir rúmum tveimur áratugum og sat í stjórn blaðsins og ritnefnd um árabil. Þai- lagði hann gjörva hönd á gott málefni með skrifum sín- um um stærsta hugðarefni sitt, ís- lenska hestinn. Ég hafði kynnst Sigurði nokkuð þegar hann var húsasmiður fyrir um íjóram áratugum en kynni okkar og vinátta jukust mjög þegar við lögðum lið saman, ásamt mörgu góðu fólki, að gefa út Eiðfaxa. Fyrir allar þær góðu samverustundir, sem og aðrar um sameiginlegt áhugamál okkar, hestamennskuna, ber að þakka. Guð blessi minningu Sigurðar Haralds- sonar. Eftirlifandi eiginkonu hans, bömum sem og öðram ásvinum votta ég samúð mína. Sigurður Sigmundsson. Kveðja frá Hestamanna- félaginu Geysi Við fráfall Sigurðar frá Kirkjubæ höfum við Geysismenn misst traust- an félaga sem vildi hag félagsins sem mestan. Hann trúði því að ef við stæðum saman gætum við komið miklu í verk. Sigurður gekk í Hestamannafélag- ið Geysi 1954 og var kjörinn ritari sama ár, hann lét verkin tala, hann flutti ekki aðeins tillögur en vann jafnan að því að þeim yrði framfylgt. Árið 1955 ákvað Landssamband hestamanna að fjórðungsmót yrði haldið á Suðurlandi. Sigurður var kjörinn til að vinna að því og hóf hann ásamt félögum sínum uppbygg- ingu félagssvæðis okkar á Gadd- staðaflötum sem hann stóð að af mik- illi hugsjón og elju. Þar á meðal var uppbygging hringvallar, félagsheim- ilis og ekki síst hönnun hans á hring- velli með skábraut þar sem margur kostagripurinn hefur fengið að njóta sín. Sigurður var hvatamaður þess að menn öfluðu sér faglegrar þekkingar við tamningar og þjálfun og vann öt- ullega að því að félagið byggði upp tamningastöð sem hann rak um ára- bil. Árið 1959 er Sigurður kosinn for- maður og gegndi því starfi til ársins 1962. Þá að loknu Landsmóti að Skógarhólum setur Sigurður hross sín upp á bíl og flytur ásamt fjöl- skyldu sinni að Hólum í Hjaltadal þar sem hann dvelur til ársins 1967 er hann kaupir Kirkjubæjarbúið og tekur við ræktun hrossastofnsins sem hefur sannað kosti sína. Sigurður hefur gegnt mörgum tránaðarstörfum fyrir félagið, meðal annars verið tvisvar sinnum formað- ur og til hans var jafnan leitað þegar mikið lá við. Geysisfélagar votta börnum Sig- urðar, Evelyn og fjölskyldunni allri innilega samúð. Minning lifir um góðan félaga. Helga Fjóla Guðnadóttir, formaður Geysis. Þrátt fyrir það að íslenski hestur- inn hafi að allra áliti átt hina merk- ustu vegferð með þjóðinni bjuggust flestir við að sögu hans væri lokið um miðja öldina þegar vélvæðingu var rutt til ráms í landbúnaðinum. Hins vegar bar svo við þegar merki hests- ins var að falla að fram á sjónarsviðið kom einarður flokkur manna sem hóf merki hestsins hátt á loft á ný. Þessir menn höfðu ekki einungis unun af hestamennsku heldur af öllu þvi sem viðvék íslenska hestinum, þ.m.t. hlut- deild hans í þjóðmenningunni. Nú eru þessir brautryðjendur að hverfa af sjónarsviðinu einn af öðr- um. Einn þeirra var Sigurður Har- aldsson bóndi og hrossaræktarmaður í Kirkjubæ. Sigurður hefur lokið miklu ævistarfi fyrir íslenska hesta- mennsku og hrossarækt. Bæði sem forystumaður á félagsmálasviðinu og með ræktun hins stórmerka hrossa- stofns sem kenndur er við Kirkjubæ auk þess sem Sigurður átti drjúgan þátt í endurreisn Hrossaræktarbús ríkisins á Hólum í Hjaltadal en hann var ráðsmaður skólabúsins þar um skeið. Fyrir þessi störf öll hlaut Sig- urður margvíslegan og verðskuldað- an sóma. Sigurður Haraldsson lagði gjöiya hönd á starfsemi Búnaðarfélags ís- lands (nú Bændasamtaka íslands) í hrossarækt. Bæði sem ræktandi hins einstaka hrossastofns og um leið ein- hver umsvifamesti hrossabóndi landsins um langt skeið en einnig sem félagsmálamaður en Sigurður sat um nokkurt árabil í þáverandi sýninganefnd BÍ og LH. Sigurður miðlaði að auki af reynslu sinni og þekkingu á fundum sem samtökin stóðu að enda var honum einkar sýnt um að tjá sig í ræðu og riti. Bændasamtök íslands vilja hér með koma á framfæri þakklæti fyrir störf Sigurðar Haraldssonar að hrossarækt og votta fjölskyldu hans hina dýpstu samúð. Kristinn Hugason hrossa- ræktarráðunautur. Afi minn er látinn og söknuður minn er mikill. En dauðinn er hluti af lífinu og ég gleðst yfir kynnum okk- ar. Hann var mér fyrirmynd og kenndi mér mikið, um lífið og sjálfið sem ekki verður ritað I bækur. Sem barn kom afi mér alltaf fyrir sjónir sem höfðingi. Nokkurs konar ímynd hins íslenska fornkappa sem við lærðum um í skóla. Þessa sterka íslenska minnis sem samanstendur af gáfum, víðsýni og virðuleika. Hann hafði líka mikla kímnigáfu, svokallað- an íslenskan „gálgahúmor“. Hann var okkur börnunum því eins og dyi^jr inn í fortíðina. Ég tók strax eftir því að böm og fullorðnir bára mikla virðingu fyrir honum. Hann var þögull maður og ekki þekktur fyrir orðagjálfur. Hrós hans var þvi eftirsóknarvert og lif- andi hvatning þess að bjóða lífinu birginn. Olíkt mörgum kynntist ég honum aldrei sem hestamanni, heldur sem vini. í vetur byrjuðum við að skrifast á og náðum strax saman. Þótt okkur skildu tæpir sex áratugir gátum við talað um allt því við skildum hvor annan. Bréfin hans vora ekki löng en- — þau voru undurhlý og snilldarlega skrifuð. Á milli línanna stóð jafn- framt miklu meira en í bréfinu sjálfu. Hann hafði skemmtilegt stílbragð og ríkan orðaforða. í síðasta bréfinu sem ég fékk frá honum beitti hann fyrir sér fomstíl, mér og sjálfum sér til skemmtunar. Þegar hann var ung- ur fór hann í skóla langt frá heimili sínu og foreldram. Hann sagði mér að þá hefði hann stundum fengið heimþrá. Þá hefði ekkert jafnast á við undurhlýjar fyrirbænir foður hans sem komu með hverri póstferð. Á sama hátt, mörgum árum síðar, jafnaðist ekkert á við fyrirbænir afa hingað til mín. Bréfin hans era minn fjársjóður sem mun ætíð minna mig á mann sem ég virði og elska. Elsku*.. afí, ég kveð þig með þessu litla Ijóðí' mínu. Frá iífsins gleði og glaumi gengur burt í draumi þögul sál um kvöld. I salarkynnum seima, sálu munu geyma æðri máttarvöld. Um mann af kappakyni, kvæði í kveðjuskyni semja mun í sjóð. Frá bróður þels og vini, þínum sonarsyni, tár í bundið þoð. Davíð Guðjónsson. Það var sumarið 1976 sem ég kynntist afa á Kirkjubæ, þá tíu ára gamall. Fjölskyldan hafði verið á ferð í kringum landið og var komið við á Kirkjubæ í leiðinni. Segja má að á þeirri stundu hafi maður smitast af hestabakteríunni þó að ég hafi áður farið á reiðskóla að V-Geldingaholti og m.a. gortað af því að eiga afa sem ætti nú miklu fleiri hesta en vora á þeim bæ! Hjá afa eignaðist ég minn fyrsta hest, Gjafar, undan Þætti og Práð^j^ mikinn sómahest. Mér er sérstak: lega minnisstætt þegar Gjafar var tekinn inn folaldsveturinn. Þá sendi afi mér bréf og sagði mér að sá bles- ótti (að sjálfsögðu!) væri kominn inn og lýsti því fyrir mér hve prúður hann væri. Bréfið tek ég upp enn í dag og les, mér til skemmtunar. Lík- lega hefur þetta verið upphafið að hestamennsku fjölskyldu minnar í Keflavík. Haustið 1980 byggði pabbi hesthús er tók 6 hesta og í dag eig- um við 12 hesta hús (það bætist sí- fellt við!). Sumrin 1977-1979 dvaldist ég í sveit hjá afa, mislengi í einu, og undi mér við heyskap og hestamennsku. Þó að afi segði oft ekki mikið við strákinn þá tók maður vel eftir öllnj j sem frá honum kom og enn í dag sit- ur það í manni. Því þótti mér mikið koma til er afi leit við í Keflavík vorið eftir að Gjafar var tekinn á hús ásamt tveimur öðrum, til að athuga með gripinn og sjá hvort stráksi hefði eitthvað lært. Þrátt fyrir að sambandið við afa hafi minnkað með árunum og þá sér- staklega eftir að hann flutti frá Kirkjubæ, hef ég aldrei gleymt sam- vistunum við hann og mun vafalaust ætíð búa að öllu því sem ég lærði af honum. Þótti mér mjög vænt um að hann og kona hans skyldu koma bráðkaup mitt síðasta sumar, en það var síðasta skiptið sem ég sá hann. Ég mun alltaf hugsa með hlýhug til afa míns og á ég honum mikið að þakka. Við systkinin úr Keflavík ber- um þér, Eve, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi Guð blessa þig og styrkja á þessari raunastundu. Hlynur Steinn Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.