Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ I _ Vill opna milli N- og S-Kóreu SON Song Pil, sendiherra Norður-Kóreu í Moskvu, skýrði frá því í viðtali við Tass-frétta- stofuna, að N-Kóreustjóm hefði hug á að opna víggirðinguna, sem skilur að Kóreuríkin, á nokkrum stöðum og koma þar fyrir hliðum eins og var með Berlínarmúrinn á sínum tíma. Sagði hann, að það gæti orðið upphafíð að því að fjarlægja hana alveg. Hann bjóst þó við, að þetta gæti tekið sinn tíma. N-kóreskur sendimaðm-, sem starfaði við Matvælastofnun Sa- meinuu þjóðanna í Róm en er nú kominn til Seoul í S-Kóreu, sagði í gær, að hungursneyðin í N-Kóreu væri meiri en nokkru sinni áður og bömin stráféllu. Sagði hann, að til dæmis mætti sjá lík bama, sem soltið hefðu í hel, við aðaljámbrautarstöðina í Pyongyang. Jeltsín á páfafund BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, mun ganga á fund páfa og undirrita mikilvæga viðskipta- samninga í þriggja daga heim- sókn sinni á Italíu í næstu viku. Verður það fyrsta ut- anlandsferð hans frá því í desember er hann lét ýmis skringileg orð falla í Svíþjóð og lagðist síðan inn á heilsuhæli með flensu. Ekki er búist við, að Jeltsín bjóði páfa til Rússlands vegna andstöðu rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar. „Karlinn“ verður kona ÞÆR Melanie Rees og Susan Moore, liðsforingjar í breska sjóhernum, verða fyrstu kon- umar í 300 ára sögu sjóhersins til að gegna yfirmannsstöðu og þar með skipsstjóm. Eiga þær að taka við gæsluskipum á veg- um sjóhersins í næsta mánuði og gangast nú undir þjálfun í því skyni. Em þær báðar 26 ára gamlar. Flensan skæð öldruðum FRÁ því í desember hefur in- flúensa orðið 29 manns að bana á hjúkrunarheimili í Ziirich í Sviss. Er nýrri inflúensuveiru, sem gengur víða um heim, kennt um en læknar telja ekki ástæðu til að óttast, að ungu og hraustu fólki sé hætt. Segja þeir, að flensan sé raunar frek- ar væg en eins og áður mjög erfíð öldmðu fólki og sjúku. Fær að skoða gögn ASIF Ali Zardari, eiginmaður Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, vann nokkum sigur fyrir bresk- um dómstóli í gær þegar úr- skurðað var, að hann mætti skoða bréf frá Pakistanstjórn þar sem hann er sakaður um eiturlyfjaverslun. Zardari er í fangelsi í heimalandi sínu, m.a. vegna gmns um morð á mági sínu og spillingu, en hann segir, að ásakanirnar séu af pólitísk- um rótum mnnar. STUTT Saksóknari setur Lewinsky úrslitakosti Clinton kveðst aldrei íhuga afsögn Washington. Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði að hann myndi aldrei íhuga afsögn vegna hneykslismálsins, sem þyrlað var upp vegna meints ástar- sambands hans og lærlingsins Mon- icu Lewinsky. Komst hann svo að orði á blaðamannafundi í Hvíta hús- inu í gær. Þar neitaði hann því jafn- framt að hafa reynt að hafa áhrif á hvað ritari hans, Betty Currie, myndi af samskiptum sínum við Lewinsky, eins og blöðin Was- hington Post og New York Times héldu fram í gær. Talsmaður forset- ans sagði fréttir blaðanna „hauga- lygi“ og „leka“ sem rætur ætti að rekja til Kenneths Starr saksókn- ara. Paul Begala, ráðgjafi Clintons, krafðist þess í gær, að rannsókn yrði hafin á „glæpsamlegum leka úr rannsóknardómnum" því „einhverj- ir vilja forsetanum það illt að þeir ljúga og leka á degi hverjum.“ Að sögn New York Timesá Currie að hafa sagt við vitnaleiðslur hjá rann- sóknardómnum, að forsetinn hefði aldrei verið einn með Lewinsky í Hvíta húsinu og „ekki látið kynferð- islegar umleitanir hennar freista sín.“ Stark vildi fá svör um það frá Lewinsky í síðasta lagi í gær hvort hún væri tilbúin að svara beinum spurningum varðandi samband þeirra Clintons. Setti hann henni úrslitakosti þess efnis í fyrrakvöld þar sem hann sagðist ekki geta tek- ið afstöðu til þess hvort hún fengi friðhelgi fyrir ákæru um meinsæri nema hún féllist á að sitja fyrir svörum hjá rannsóknardómnum og jafnvel gangast undir lygamælis- próf. William Ginsburg, lögmaður Monicu Lewinsky, hefur neitað því að hann sé að reyna að semja við Kenneth Starr saksóknara um að Lewinsky verði veitt friðhelgi fyrir ákæru um meinsæri gegn því að hún beri vitni um samband sitt við Bill Clinton forseta. The Was- hington Post hafði skýrt frá því að Starr hefði hafnað skriflegri beiðni Lewinskys um friðhelgi. „Við erum ekki að semja um neitt á þessu stigi,“ sagði Ginsburg þegar hann var spurður um frétt The Washington Post. Heimildarmenn Reuters í Was- hington sögðu að aðstoðarmenn Starrs hefðu tilkynnt Ginsburg að saksóknarinn gæti ekki fallist á skriflegt tilboð Lewinskys um að hún bæri vitni gegn því að verða ekki sótt til saka fyrir meinsæri. Þeir sögðu þá ákvörðun Starrs að hafna tilboðinu vera „dæmigerða" í slíkum samningaviðræðum og lögðu áherslu á að þær gætu hafist á ný. Vijja yfirheyra Lewinsky The Washington Post skýrði frá því í gær að Lewinsky hefði viður- kennt í skriflegu tilboði sínu að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clinton. Svör hennar við því hvort Clinton og lögfræðingur hans hefðu hvatt hana til að bera ljúgvitni um sambandið hefðu hins vegar verið óskýr. Blaðið hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum að saksóknar- arnir hefðu einnig sagt Ginsburg að þeir vildu yfirheyra Lewinsky í næstu viku þar sem skriflega yfir- lýsingin væri ófullnægjandi. The Washington Post sagði að Ginsburg hefði rætt við Starr og að- stoðarmenn hans fyrr í vikunni til að freista þess að fá þá til að veita Lewinsky friðhelgi fyrir ákæru. Hann hefði þá veitt þeim ýtarlegri upplýsingar en Lewinsky gerði í skriflegri yfírlýsingu sinni. Blaðið bætti við að greinargerð Ginsburgs virtist í mótsögn við yfirlýsingu Lewinsky í nokkrum atriðum. Kenneth Stan- hefur stefnt sjón- varpsstöðinni WPEC á Flórída og gert henni skylt að afhenda mynd- bandsupptökur af dvöl Clintons á búgarði ástralska golfleikarans Gregs Normans í Flórída í mars í fyrra. Starr grunar að Lewinsky hafi verið þar samtímis en Norman brást reiður við ásökunum þess efn- is, sagði einungis fjórar konur hafa verið á landareigninni. „Kona mín, dóttir og tvær leyniþjónustukonur," sagði Norman og kvað það fárán- legan hugarburð að Lewinsky hefði verið þar. Vill ströng lög um friðhelgi London. The Daily Telegraph. STRÖNG lög um friðhelgi einkalífsins hefðu átt að geta komið í veg fyrir að fjölmiðlar greindu frá sambandi Robins Cooks, utanríkisráðherra Bretlands, og Gaynor Regan, að mati Irvines lávarðar, for- seta lávarðadeildar breska þingsins. Irvine leggur nú að eftir- litsráði fjölmiðla að það grípi til „forgangsbanns" þegar fjölmiðlar vilji rjúfa friðhelgi án þess að slíkt sé réttlætan- legt á þeim forsendum að al- menningur eigi rétt á upplýs- ingunum. Hertar reglur í þessum efnum myndu vera í samræmi við væntanlegt frumvarp ríkisstjórnarinnar til laga um mannréttindi, en í því eru ákvæði um friðhelgi. Fjölmiðlar æfir Breskir fjölmiðlar brugðust ókvæða við tilmælum lávarð- arins, og aðstoðarmenn Tonys Blairs, forsætisráðherra, tóku fram að ekki væri um að ræða stefnu stjórnarinnar. Lávarðurinn sagði mál Cooks og Regans gott dæmi um það sem hann ætti við. „Hvernig getur verið að al- mannahagur hafi verið í húfi í því máli?“ sagði hann. Það væri óviðunandi hvemig einkalíf utanríkisráðherrans hefði lent í brennidepli fjöl- miðla. Síðasta þingsetning Mandela Japanir bregðast við gagnrýni vegna kreppunnar í Asíu Sérstök sendinefnd til Indónesíu Djakarta, Tókýó. Reuters. NELSON Mandela, forseti Suður- Afríku, setti í gær þingið í Höfðaborg en það verður það síðasta fyrir almennar þingkosn- ingar á næsta ári. Þá ætlar hann sjálfur að setjast í helgan stein FLEST bendir til, að sett verði ný lög í Bretlandi um leyfilegt áfengis- magn í blóði ökumanna og hámarkið lækkað verulega. Nú má það vera 80 milligrömm á hverja 100 millilítra en lagt er til, að það verði 50. Það svar- ar oft til þess, að drukkinn hafi verið hálfur lítri af bjór. Jafnframt verður lögreglunni heimilað að stunda um- fangsmiklar öndunar- eða áfengis- mælingar fyrir utan krár og veit- ingastaði. Samkvæmt nýju lögunum fær lög- en hann verður áttræður í júlí. í ræðu sinni í gær lagði Mandela mikla áherslu á, að áfram yrði að sýna ábyrgð f fjármálum ríkisins og hrapa ekki að neinu í þeim efnum. reglan jafn mikið vald til að leita að drukknum ökumönnum og hún hefur nú við leit að vopnum og nýja áfeng- ishámarkið svarar eins og áður segir til þess, að drukkinn hafi verið hálfur bjórlítri eða tvö glös af léttu víni. Áhyggjur í derifbýlinu Ljóst er, að ekki munu allir verða jafn ánægðir með nýju reglurnar og sem dæmi má nefna, að sumir hafa áhyggjur af því, að þær muni kippa fótunum undan rekstri margra kráa JAPONSK stjórnvöld greindu frá því í gær að sérstök sendinefnd rík- isstjórnarinnar færi til Indónesíu síðar í þessum mánuði í því skyni að finna út úr því hvernig Japan geti aðstoðað frekar við endurreisn efnahagslífsins þar í landi. Með þessu eru Japanir, sterkasta efna- hagsveldi Asíu, að svara harðri gagnrýni sem beint hefur verið gegn þeim úr ýmsum áttum þess efnis að þeir gerðu ekki nóg til að bregðast við efnahagskreppunni í álfunni. „Þar sem leiðtogafundur sjö helztu iðnríkja heims er í nánd mun þessi sendinefnd geta veitt fjár- málaráðherranum og forsætisráð- herranum mikilvæga ráðgjöf um það í hverju aðstoð Japans gæti helzt falizt,“ sagði háttsettur emb- ættismaður í japanska fjármála- ráðuneytinu í gær. Búizt er við að kreppan í Asíu sums staðar á landsbyggðinni og jafnvel félagslífinu þar meira eða minna. John Prescott aðstoðarforsætisráð- herra sagði í fyrradag, að verið væri að skoða tveggja þrepa kerfi þar sem minna brotið varðaði sektum en það meira sviptingu ökuleyfis. Hins vegar er einnig til athugunar að hækka sektir, lengja sviptingartíma og þyngja fangelsisdóma. Er það stefna stjómarinnar, að Bretar taki forystu í baráttunni gegn ölvunarakstri. verði mjög ofarlega á baugi við- ræðna leiðtoga G7-hópsins svokall- aða, sem Japan, Bandaríkin, Bret- land, Þýzkaland, Frakkland, Ítalía og Kanada eiga aðild að, en þeir koma saman í Lundúnum 21. febrú- ar næstkomandi. Japanskir bankar og fjármála- stofnanir eiga stærstan hluta ógreiddra lána Indónesa. Af þeim 58,7 milljörðum bandaríkjadala sem bankar eiga útistandandi í Indónesíu er hlutur japanskra banka 23 milljarðar, eða 39%. Heildarskuldir Indónesa eru sam- kvæmt nýjustu tölum 137,4 millj- arðar dala, en þar af eru skuldir einkaaðila í landinu 74 milljarðar. En Japanir hafa orðið fyrir þungri gagnrýni margra Asíuþjóða og ekki síður Bandaríkjamanna fyr- ir að halda sig of mikið til hlés í að- gerðum til að bregðast við asísku efnahagskreppunni, einkum falli gjaldmiðla svæðisins. Ný gjaldþrotalög Athyglin beinist nú mjög að vand- ræðum Indónesa, en í gær tilkynntu stjómvöld þar að þau væm að und- irbúa setningu nýrra gjaldþrota- laga, en með því myndi Indónesíu- stjóm standa við eina meginskuld- bindinguna sem hún gekkst undir með samningum við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn nýlega. Með þessum samningi var Indónesum tryggð al- þjóðleg fjárhagsaðstoð að upphæð 43 milljarðar dala. Ríkisstjórnin greindi einnig frá því í gær að eins og horfur væru í efnahagslífinu liti út fyrir að tíundi hver hinna 90 milljóna vinnufærra manna í landinu yrði atvinnulaus fyrir árslok. Bretar herða baráttu gegn ölvunarakstri Hámarkið hálfur bjórlítri London. The Daily Telegraph. i i i i l I i ! i L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.