Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR LAUGARDAGUR 7. FEBRTJAR 1998 BÆRINN er í eðli sínu fyrst og fremst þjónustuaðili við íbúa sína og er sú þjónusta að mestu lögboðin. Tel ég líklegt að komandi sveitastj órnarkosning- ar hér í Reykjanesbæ muni að miklu leyti snúast um þetta hlut- verk bæjarins. Barnafólk Við þurfum að flýta einsetningu grunnskól- ans eftir mætti til að bæta alla aðstöðu. Jafnframt þarf líka að huga vandlega að inni- haldi námsins í samráði við skólafólk. Við þurfum að leita leiða í samein- ingu til að tryggja yngstu börnunum jafnt aðgengi að leikskólaþjónustu. í samvinnu við skóla, íþróttahreyf- ingu og aðra sem málið varðar, skul- um við efla allar vímuefnaforvarnir til muna og halda þeim öflugum til frambúðar. Við skulum marka bænum skýra stefnu í íþrótta- og æskulýðsmálum og gera framkvæmdaáætlun í sam- ráði við íþróttahreyf- inguna en þar er mik- illa úrbóta þörf, ekki síst í allri aðstöðu. Ger- um myndarlegt átak í íþróttamannvirkjum þegar framkvæmda- áætlun liggur fyrir. Við skulum þróa og skipuleggja enn betur þjónustu við eldri borg- ara í góðu samráði við þeirra félagasamtök. Hugum sérstaklega að allri forvarnarfræðslu og verjumst félagslegri einangrun eftir mætti. Pað er stefnt að því að málefni fatlaðra komi alfarið til okkar fljótlega og verður að hefja undir- búning þess strax svo vel takist til í þeim efnum. Tryggjum jafna stöðu þeirra og aðgengi í hvívetna. Umhverfísmál Við verðum að marka bænum skýra stefnu í umhverfísmálum, s.s. gatnagerð, opnum svæðum, frá- rennslismálum, sorphreinsun og skipulagi og enduruppbyggingu eldri hverfa bæjarins. Skilgreina þarf vel hvenær og hvernig settum markmiðum þar skuli náð. Höfum hugfast, að góð grunn- þjónusta er ein af helstu stoðum at- vinnulífsins í bænum, því þar vill unga fólkið vinna að öðru jöfnu sem þörfum fjölskyldunnar er best sinnt. Flestir sem að sveitarstjómar- málum starfa, sinna þessu samfara vinnu sinni, a.m.k utan Reykjavíkur. Til að árangur náist þarf að vinna vel og samviskusamlega að settum markmiðum. Mér er það ljóst af fyrri reynslu minni í þessum málum, að ég hef nægan tíma til þess, ann- ars hefði ég aldrei gefíð kost á mér. Mætum vel í prófkjör jafnaðar- og Góð grunnþjónusta, segir Kristmundur Ás- mundsson, er ein af helstu stoðum atvinnu- lífsins í bænum. félagshyggjufólks nú um helgina og gefum þessu hæfileikafólki sem í framboði er gott veganesti í kosn- ingaslaginn í vor. Höfundur er yfírlæknir heilsu- gæslusviðs Heilbrigðisstofnunar Suðiirnesja og tekur þátt íprófkjöri jafnaðar- og fólagshyggjufólks í Reykjanesbæ. Bætum þjónustu Kristmundur Ásmundsson. Styðjum Hauði Helgu í 3.-5. sætið Bæjarmálafélag Reykjanesbæjar Prófkjör Bæjar- málafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ fer fram núna á laugardag og sunnudag í Félagsbíói í Keflavík. Þetta er í fyrsta skipti sem sam- tök Alþýðufiokks, Al- þýðubandalags og óháðra snúa bökum saman og mynda sam- eiginlegan lista. Þetta er nýstárleg aðferð sem hefur það mark- mið að fella stjórn Ihalds- og Framsókn- arflokks í bæjarfélaginu. Margir frambjóðendur Margir frambærilegir einstak- lingar gefa kost á sér til þessa prófkjörs, alls 20 aðilar, 13 karl- menn og 7 konur. Margir karlmenn bítast um fyrstu sætin en aðeins þau tvö efstu gefa bindandi kosn- ingu. Minni slagur er um aftari sætin og sú hætta fyrir hendi að kjósendur raði konum í þau. En ein er sú kona sem stefnir ótrauð á eitt af efstu sætunum og það er Hauður Helga. Baráttumál Hauðar Hauður Helga gefur kost á sér í 3.-5. sætið. Hún er lærður rekstr- arfræðingur og hefur starfað í pólitík meira eða minna sl. 10 ár og hefur því töluverða reynslu. Þau baráttu- mál sem hún setur á oddinn eru málefni er snerta skólann og unglingana. Hún vill einsetinn skóla þar sem efld verði sálfræðiþjónusta við unglinga til að fyrirbyggja ýmis unglinga- vandamál. Að aukið verði stórlega allt forvarnastarf í fíkniefnum og það strax, og að auknir verði styrkir til íþróttahreyfingarinnar því hún sinnir að ákveðnu marld forvarna- starfí. Hún hefur bent á að hraða þurfi framkvæmdum í frárennslis- málum bæjarins og við endurnýjun Sæmundur Pétursson sorpeyðingarstöðvar. Fleiri mál gerir hún að baráttumálum sínum en þetta eru þau sem mér finnst markverðust. Nú blasir við að ákveðin endur- nýjun verður í hópi minnihlutans hér í Reykjanesbæ. Þrír reyndir bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér áfram og hætta eftir farsæl störf. Nú um helgina verður valin forystu- sveit hins nýja Bæjarmálafélags og mun sú sveit freista þess að ná Það er sjálfsagt mark- mið, segir Sæmundur Pétursson, að samfélag- inu sé stjórnað af kon- um jafnt sém körlum. meirihluta hér í sveitarstjómar- kosningunum í vor. Konu í öruggt sæti I síðasta prófkjöri Alþýðuflokks- ins var hlutfall kvenna lágt miðað við karlpeninginn. Setjum nú fyrir þann leka með því að styðja fram- bærilega konu í 3. til 5. sæti. Þetta er kostur sem þið bæjarbúar ættuð að huga að, því það er sjálfsagt markmið að samfélaginu sé stjórnað af konum jafnt sem körlum. Höfundur starfar hjá Hitaveitu Suð- urnesja. Kjósum Asdísi Olafs- dóttur í 2. sætið KRAFTMIKIL kjamorkukona tekur nú þátt í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Kópa- vogi, Ásdís Ólafsdóttir. Það var mér fagnaðar- eftii að frétta að Ásdís gæfi kost á sér, því mér hefur lengi fundist að hún ætti erindi í bæjar- stjórnina hér. Ásdís hefur mikla reynslu og fjölþætta, sem nýtist vel í því vandasama hlutverki sem er að vera fulltrúi bæjarbúa í bæjarstjórn- inni. Hún hefur lengi verið kennari á ýmsum skólastigum og að auki annast íþróttakennslu á öllum ald- ursstigum, tekið þátt í fjölbreyti- legu félags- og tómstundastarfi, ekki síst á vettvangi íþróttafélaga, auk margvíslegra annarra starfa um lengri og skemmri tíma. Ásdís hefur góða þekkingu á málefnum bæjarins, hún hefur verið fulltrúi í íþróttaráði, sinnt ýms- um öðrum trúnaðar- störfum og hefur góða þekkingu á málefnum skóla, æskulýðs- og forvamarstarfs. Kraft- ur, atorka, dugnaður eru allt orð sem koma í hugann þegar nafn Ás- dísar er nefnt. Hún gengur í verk af fítons- krafti og smitar um- hverfi sitt og sam- starfsfólk af þessum jákvæða starfsanda, og lætur mál ekki falla niður ókláruð! Ásdís falast eftir stuðningi okkar í 2. sæti listans í prófkjörinu 7. febr- úar. Eg skora á alla sem kjósa í prófkjörinu að veita Ásdísi stuðning í 2. sætið. Þannig styrkjum við möguleikana á góðum sigri Sjálf- Svava Björg Gísladóttir stæðisflokksins í bæjarstjórnar- kosningunum og styrkjum um leið hóp bæjarstjórnarfulltrúa okkar. Nú, þegar tveir af okkar ágætu bæjarstjómarmönnum hafa ákveðið að draga sig í hlé er vandfyllt þeirra skarð. Þó er aldrei svo að ekki komi maður í manns stað. Með því að kjósa Ásdísi Ólafsdóttur í 2. sætið fáum við í senn hressilega endur- nýjun á listanum og öfluga dugnað- arkonu í forystusveit bæjarstjórn- arinnar. Akkúrat það sem við þurf- Kraftur, atorka, dugnað- ur eru allt orð, segír Svava Björg Gísladóttir, sem koma í hugann þeg- ar nafn Asdísar er nefnt. um hér í Kópavogi til þess að tryggja áframhaldandi forystu Kópavogs í uppbyggingu höfuð- borgarsvæðisins og þjónustu við íbúana, undir styrkri handleiðslu sjálfstæðismanna. Höfundur er sjálfstæðismuður í Kópavogi. Fjölskyldan hornsteinn sam- félagsins FRAMBOÐ jafnað- ar- og félagshyggju- fólks í Reykjanesbæ byggist á hugsjónum um réttlátt samfélag byggt á viðurkenndum siðferðisgildum. Við viljum standa vörð um rétt allra til að þroskast og lifa mann- sæmandi lífi. í dögun nýrrar aldar er ljóst að mannauður hvers sam- félags ræður úrslitum um hvemig því reiðir af í síbreytilegri ver- öld. Því verður að huga að mannlífinu og leita leiða til að bæta það. I prófkjörinu nú um helgina gefst íbúum hér í Reykjanesbæ tækifæri til að raða upp fólki á framboðslista bæjarmálafélagsins. Við ryðjum brautina fyrir sameiginlegt framboð þeirra afla sem kenna sig við jöfnuð og félagshyggju. Litið er til okkar sem fyrirmyndar þess sameining- arafls, sem til verður fyrir næstu þingkosningar. Hjá okkur eru engir kvótar á flokka eða þess háttar tak- markanir á frelsi ykkar til að velja það fólk sem þið treystið. Leggja þai-f ríka áherslu á menntamál til að búa börnin okkar undir síbreytilegan heim á nýrri öld. Efla þarf skólastarf í bæjarfé- laginu og gera skólana samkeppnis- hæfa við það besta sem gerist í landinu. Hyggja þarf að endur- menntun og símenntun. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms án tillits til efnahags. Skólamál gmnnskól- ans snerta næstum alla bæjarbúa með einhverjum hætti. Eftir að þessi málaflokkur fluttist heim í hérað hefur ekki mikið gerst og fólk er að átta sig á hlutunum. Skipuritið í skólamálunum þarf að styrkja og kynna það vel. Eg tel það skilyrði að skólamálum verði gert hærra undir höfði á næsta kjörtímabili og að einn af bæjarfulltrúum meiri- hlutans verði formaður skólanefnd- ar gmnnskólans, því skólamála- stjóri þarf að hafa sterkan pólitísk- an stuðning til að geta gengið í þau umbótastörf sem fyiir liggja. Það er réttur allra manna að hafa atvinnu sem greiðir mannsæm- andi laun. Hvetja þarf til nýjunga í atvinnulífi u1 í bæjarfélaginu og það verður að vera tilbúið til að taka við nýjum atvinnutækifærum. At- vinnuuppbygging á svæðinu er forsenda blómlegrar byggðar. Reykjanesbær þarf að huga að því að efla sjálfstæði sitt sem at- vinnusvæði. Svæðið hér býður upp á mikla möguleika og þá ekki síst nálægðin við alþjóðlegan flugvöll. Fjölskyldan er sannanlega einn af homsteinum samfélagsins. Leita Við eigum að standa ' vörð, segir Theodór Magnússon, um rétt allra til að þroskast og lifa mannsæmandi lífí. skal leiða til að styrkja þessa gmnn- einingu. Tryggja þarf þeim aðgang að leikskólum sem þess óska. Fram- lag aldraðra til samfélagsins verði virt og þeim tryggt áhyggjulaust t ævikvöld. Bæta þarf umgengni um landið. Hreinsa verður fyrrverandi varnar- svæði til að gera þau hæf til notkun- ar fyrir bæjarfélagið. Fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um umgengni sem sómi er að. Reykjanesbær er stórt fyrirtæld og halda þarf vel utan um rekstur þess. Ég býð mig fram til að takast á við bæjarmálin og taka sæti í stjóm þess fyrirtækis sem hér um ræðir. Höfundur er einn af frambjóðend- um i prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ. Theodór Magnússon V arabæj arfulltrú- ann Helga Helga- son í 5. sætið ÞAÐ hefur vekið mikla athygli hve upp- bygging Kópavogs hef- ur verið ör um nokkurt árabil. Ekki leikur vafi á að bæjarfélag í jafn ömm vexti og Kópavogur hefur haft á að skipa í sinni framvarðasveit bæjarfulltrúum með þekkingu, áræði og þor. Góðir sjálfstæðis- menn hafa valist þar til forystu, verkin tala og áfram skal haldið bæj- arfélaginu og íbúum Kópavogs til góða. Þekking og reynsla Guðmundur Hallvarðsson Ég bið Kópavogsbúa um stuðning, segir Guðmundur Hallvarðs- son, við að kjósa at- hafnamanninn Helga Helgason í 5. sæti. þeirra eldri og áræði þeirra yngri fer vel saman og þannig þarf listi sjálfstæðismanna í Kópavogi að vera skip- aður við næstu sveitar- * stjórnakosningar og mun þá sigurstrang- legur verða. Ég bið Kópavogsbúa um stuðning við ungan athafnamann, Helga Helgason, sem hefur búið í Kópavogi sl. 33 ár. Helgi hefur starfað mikið að félagsmálum, var formaður mál- fundafélagsins Bald- urs, félags launþega sjálfstæðismanna í Kópavogi, for- j maður ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, í fulltrúaráði sjálfstæðis- manna, Húsnæðisnefnd Kópavogs 1991-1994 og nú í stjóm umhverfis- ráðs Kópavogs. Ég bið Kópavogsbúa um stuðning við Helga Helgason í 5. sæti nú í prófkjöri sjálfstæðismanna. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.