Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Kreditkorts hf. 74 milljónir króna í fyrra Möguleiki á er- lendri eignaraðild KREDITKORT hf., sem gefur út Eurocard greiðslukortin, skilaði um 74 milljóna króna hagnaði á síðast- liðnu ári, samanborið við 100 milljón- ir árið 1996. Arðsemi eigin fjár nam 11,2%. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í gær, kom fram að til greina kemur að fá erlenda aðila til liðs við fyrirtækið. Rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 4,7% milli ára og námu 511 milljónum í fyrra. Rekstrargjöld juk- ust um 14,4% milli ára og námu 460 milljónum. Á fundinum kom fram að minnk- andi hagnaður ætti rót sína að rekja til hækkunar á gjaldaliðum vegna aukinna umsvifa og fjárfestinga í framtíðarkorthöfum. Ragnar Önund- arson stjómarformaður sagði að fé- lagið skilaði nú svipuðum hagnaði og verið hefði að jafnaði um árabil og arðsemin væri góð. Hann sagði að til um- ræðu væri að fá erlenda aðild að félaginu þvi það myndi aðgreina það vel frá kej>pinauti þess, Visa Islandi. „Þetta kann að skipta máli gagnvart samkeppnisyf- irvöldum og víkja grun- semdum um einokun og samráð til hliðar. En e.t.v. er kjarni málsins varðandi erlend tengsl sá, að það mun reynast mikilvægt á næstu árum að eiga trausta banda- menn í hinni öru tækni- þróun sem er að verða í kortavið- skiptum. Okkar litla félag, með fímm starfsmenn í tölvumálum, gæti stað- ið höllum fæti á næstu árum án slíks. Ragnar Önundarson Ríkiskaup bjóða út 72 bfla Samið við Heklu um kaup á 30 bhum HEKLA hf. var hlutskarpasta fyrir- tækið í árlegu bflaútboði Rfldskaupa á samtals 72 bflum fyrir rfldsstofnan- ir nýverið. Atti Hekla lægsta tilboðið í kaup rfldsins á 30 bflum, en þar á eftir komu Ingvar Helgason með 22 bíla, Brimborg með 10 bfla, Suzuki bflar voru með 9 bfla og Bflheimar 1. Áætlaður heildarspamaður rfldsins vegna útboðsins er um 17,7 milljónir króna ef miðað er við listaverð um- boðanna. Ríkiskaup efhdu til forvals fyrir út- boðið, þar sem bflaumboðin sendu inn upplýsingar um þá bfla sem þau hugðust bjóða. Bflunum var síðan raðað í ákveðna flokka eftir stærð og eiginleikum og að því búnu send út forvalsgögn. Tekið var lægsta tilboði í hverjum flokki. Samkvæmt upplýsingum Rflds- kaupa voru dæmi um allt að 340 þús- und króna afslátt af einstökum teg- undum, en ekki fengust upplýsingar um hvaða umboð átti þar í hlut. Sjö bflaumboð tóku þátt í útboðinu, en tvö þeirra, P. Samúelsson hf. og Ræsir hf., seldu engan bfl til ríkisins að þessu sinni. Korthafarnir borga fyrir sig Ragnar sagði að nokkrir aðilar í verslun og þjónustu virtust stundum fá ofbirtu í augun vegna góðrar af- komu félagsins. í því sambandi væri rétt að benda á að rúmlega 2/3 af af- komu félagsins ættu uppruna sinn í öðru en greiðslukortaviðskiptum, þ.e. lánastarfsemi. „Og þriðjungur- inn tæpi sem eftir er, 24 mflljónir, er ekki tekinn allur af verslunar- og þjónustuaðilum, það er mikill mis- skilningur, korthafarnir borga líka fyrir sig, svipaðar fjárhæðir, með ár- gjöldum og þjónustugjöldum. ... Töl- ur í skýrslu Samkeppnisstofnunar styðja þá ályktun mína að ekki sé um oftöku álagningar að ræða hjá greiðslukorta- félögunum. Þær sýna einmitt að hérlendis hefur kostnaði við greiðslumiðlun verið haldið í skefjum." Ragnar fjallaði um þá skilmála sem lengi hafa verið í samningum greiðslukortafélaga við verslanir og þjónustu- aðila sem kveða á um að seljanda vöru sé óheim- ilt að hækka verð vöru sé korti framvísað við kaupin. Ragnar sagði að þetta gamla ákvæði væri barn síns tíma og hefðin hefði haldið því lifandi. „Slíkt ákvæði, sem víða hefur tíðkast, myndu menn ekki taka upp nú, en hefðin hefur haldið því lifandi. Ég tel ekki eftirsjá að þessu ákvæði, því virk samkeppni á markaði gæti leyst það af hólmi.“ Ragnar sagði að víst væri að sá kostnaður, sem verslanir og þjón- ustuaðilar hefðu tekið á sig með þessu gjaldi, væri fyrir löngu kominn út í verðlagið og því greiddi neytand- inn kostnaðinn en ekki kaupmaður- inn. „Afleiðing bannsins ætti að verða sú að kaupmenn veiti við- skiptavinum sínum staðgreiðsluaf- slátt, sé greitt með peningum. Ósanngjamt væri að hækka verðið, sé greitt með korti, þar sem þóknun kortafélaganna er nú þegar inni í verðinu. Þetta hygg ég að samkeppn- in hljóti að tryggja þegar frá líður. BENJAMIN Guðmundsson, framkvæmdastjóri Víkuráss, fer hér hönd- um um fyrstu borðin af íslenska spónaparketinu, Scandic Parket. Islenskt spónaparket aftur á markaðinn TRESMIÐJAN Víkurás í Reykja- nesbæ hefur á ný hafið framleiðslu á íslenska spónaparketinu, Scandic Parket, en framleiðsla þess hefur legið niðri frá því fyrirtækið brann fyrir um einu og hálfu ári, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. Scandic Parket er ætlað jafnt fyrir vinnustaði og heimili. Það kom fyrst á markaðinn hér á landi árið 1994 og náði strax umtals- verðri markaðshlutdeild. spónap- arketið er unnið úr OSB plötum sem fluttar eru inn frá Skotlandi. Verulegur virðisauki fæst af því að vinna spónaparket hér á landi og þessi framleiðsla er jafnframt mik- ilvægur þáttur í starfsemi Vík- uráss. Landsvirkjun býður út 1.250 milljóna kr. skuldabréf LANDSVIRKJUN hyggst efna til skuldabréfaútboðs að fjárhæð 1.250 milljónir króna til að nýta sér þá vaxtalækkun sem orðið hefur að undanfómu í skuldabréfum til langs tíma. Áformað er að sala bréfanna hefjist í næstu viku. @texti: Skuldabréfin bætast við bréf sem fyrir eru í opnum flokki Landsvirkjunar á Verðbréfaþingi ís- lands en Islandsbanki sér um virka viðskiptavakt þessara bréfa. Flokk- urinn var stofnaður í tengslum við skuldabréfaútgáfu fyrirtækisins sem nam einum milljarði króna og var gerð fyrir milligöngu íslandsbanka í september síðastliðnum. Sölutímabil verður einn mánuður og skal tilboðs- gjafí sölutryggja útgáfuna. Þá er gert ráð fyrir því að 625 milljónir króna greiðist til Landsvirkjunar eigi síðar en tveimur vikum frá út- gáfudegi og hinn hluti tilboðsfjár- hæðarinnar í síðasta lagi fjómm vik- um eftir útgáfudag. Tilboðið skal miðast við ávöxtun- arkröfu húsbréfa á sölutímabilinu en hún skal skilgreind sem hag- stæðasta kaupkrafa húsbréfa í flokki 96/2 þó að lágmarki 10 millj- ónir króna, á Verðbréfaþingi ís- lands á söludegi. Stefán Pétursson, deildarstjóri fjármáladeildar Landsvirkjunar, Nýtt frumvarp um vexti og verðtryggingu kynnt í ríkistjórn Dráttarvextir gefnir frjálsir LAGT er til að dráttarvextir verði gefnir frjálsir í nýju lagafrumvarpi um vexti, dráttarvexti og verðtryggingu sem kynnt hefur verið í rílds- stjóm. Gert er ráð fyrir að aðilar að samningi ákveði dráttarvexti sem álag ofan á samnings- vexti, þó þannig að dráttarvextir verði aldrei hærri en 10 prósentustig ofan á samningsvexti. Ekki þykir þó ástæða til að búast við að álagið verði almennt nálægt hámarki við núverandi vaxtastig, samkvæmt upplýsingum viðskipta- ráðuneytisins. Þessi breyting byggist á því sjónarmiði að eðli- legt verði að teljast að samningsbundið refsiálag bætist ofan á samningsvexti ef greiðslufall verð- ur hjá greiðanda. Dráttarvöxtum sé einmitt ætl- að að hafa vamaðaráhrif, þ.e. að hvetja skuldara til réttra efnda á skuldbindingum sínum. Það sé best gert með samningsbundnu álagi ofan á samningsvexti. í núgildandi kerfí geti samnings- bundnir vextir til ótraustra skuldara hins vegar verið hærri en dráttarvextir ákveðnir af Seðla- banka. Þá er lagt til að í þeim tilvikum, þar sem ekki er samið sérstaklega um dráttarvexti, verði farið eftir álagi ofan á samningsvexti sem Seðlabank- inn ákveður og birtir opinberlega. Er búist við að samningsaðilar muni líta mjög til viðmiðunará- lags Seðlabankans við ákvörðun dráttarvaxtaá- lags. Ef hvorki er samið um vexti né dráttarvexti, en áskilið er engu að síður að krafan beri vexti, eru dráttarvextir ákveðnir sem samtala viðmið- unarvaxta sem Seðlabankinn ákveður með hlið- sjón af lægstu vöxtum á markaði og viðmiðunar- álags Seðlabankans. Hvati til að semja um vexti í vaxtalagafrumvarpinu felst hvati fyrir aðila um að semja um ákveðna vexti sín á milli, en nota ekki í blindni almenna viðmiðun við vexti á markaðnum eins og nú tíðkast t.d. meðalvexti á nýjum almennum útlánum banka og sparisjóða eða hæstu vexti í bankakerfinu. Það hefur orðið æ erfiðara fyrir Seðlabankann að velja vogir til að reikna þessa vexti eftir því sem kjörvaxta- kerfi banka og sparisjóða hefur vaxið fiskur um hrygg. I öðru lagi hefur vægi lána í bankakerf- Samhliða endurreisn Víkuráss eftir brunann hefur timinn verið notaður til vöruþróunar. Hið nýja Scandic Parket er nokkuð frá- brugðið því gamla í útliti, en upp- bygging, rakaþol og styrkleiki eru hin sömu og fyrr. Þá er ekki leng- ur nauðsynlegt að lakka yfír spónaparketið að lagningu lokinni þar sem það er nú lakkað með svo- nefndu UV-lakki sem flestir stærsti parketframleiðendur í Evr- ópu nota. Húsasmiðjan hf. annast dreif- ingu á Scandic Parket hér á landi og fæst það í flestum bygginga- vöruverslunum um land allt. Jafn- framt er unnið að markaðssetn- ingu á Scandic Parket í Evrópu. segir að með útboðinu stefni fyrir- tækið að því að njóta góðs af þeirri vaxtalækkun sem orðin er á lang- tímabréfum á markaðnum. „Þá er útboðið einnig liður í þeirri stefnu að hækka hlut krónunnar í skuldasam- setningu fyrirtækisins en það dregur úr gengisáhættu til lengri tíma litið. Vaxtaumhverfið nú er Landsvirkjun afar hagstætt og við eigum von á góðum viðtökum fjárfesta, ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið hefur láns- hæfiseinkunnina AA+ vegna skuld- bindinga í íslenskum krónum frá matsfyrirtækinu Standard og Poor’s en það er sama einkunn og ríkið hef- ur í dag,“ segir Stefán. inu minnkað mjög frá því að vaxtalögin voru sett fyrir rúmum áratug og því þykir óeðlilegt að í vaxtalögum sé eingöngu miðað við vexti í bankakerfinu. í þriðja lagi eru við útreikning á meðalvöxtum notaðir allir vextir af skuldabréfa- lánum banka og sparisjóða, þ.e. lánum á lágum vöxtum til traustra aðila með góðar tryggingar og lánum á háum vöxtum til aðila með lakari tryggingar og allir vextir þar á milli. Þessir meðalvextir eru síðan notaðir í ríkum mæli í samningum manna á milli utan bankakerfisins án þess að tillit sé tekið til mismunandi að- stæðna lántakenda. í stað þess að birta meðalvexti og hæstu vexti í bankakerfinu er lagt til að Seðlabankinn birti lægstu vexti sem bankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum á útlánum hjá viðskiptabönk- um, sparisjóðum og öðrum lánastofnunum. Aðil- ar geta síðan notað þessa viðmiðun ef þeim sýnist svo og samið um álag ofan á lægstu vexti. Einnig er lagt til að þegar samningsaðilum láist að til- greina vexti verði miðað við þá vexti sem Seðla- bankinn birtir. RARIK sel- ur verk- stæði sitt RAFMAGNSVEITUR ríkis- ins (RARIK) hafa ákveðið að selja rafmagnsverkstæði fyr- irtækisins til einkaaðila. Tæki og búnaður verkstæðisins voru nýlega auglýst til sölu á vegum Ríkiskaupa, en um leið var óskað eftir tilboðum frá bjóðendum í tiltekna þjónustu við RARIK. Sex tilboð bárust í útboðinu og er nú unnið að því að yfir- fara þau hjá Ríkiskaupum. Að sögn Steinars Friðgeirssonar, framkvæmdastjóra tæknisviðs RARIK, er gert ráð fyrir að fyrirtækið kaupi þjónustu af nýjum rekstraraðila sem nem- ur um helmingi af starfsemi verkstæðisins undanfarin ár. Samningurinn verður til þriggja og hálfs árs, en gert er ráð fyrir að nýr aðili ráði til sín núverandi starfsmenn verkstæðisins sem voru 15 talsins um síðustu áramót. Hlutafjárút- boði Þor- björns lokið HLUTAFJÁRÚTBOÐI Þor- bjöms hf. í Grindavík lauk í síðustu viku og er búist við að félagið hljóti skráningu á Verðbréfaþingi á næstunni. Félagið bauð út samtals 30 milljónir króna að nafnvirði og seldust um 17% útboðsins til forkaupsréttarhafa, 30% bréfanna seldust á almennu sölutímabili, en 53% voru seld til tilboðsgjafa. Gengi bréf- anna í upphafi útboðsins var 7,57. í i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.