Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ í ÞÁ GÖHLU GOÐU DA.GA Porra- matur í trogum Tími þorrablóta stendur nú sem hæst en sú var tíðin að þorramatur var torfenginn, nema fyrir þá sem voru félagar í einhverju átthagafélagi. viðkomandi héruð, svo að ýmsir hafa ekki átt þess neinn kost að snæða það góðmeti, sem hér um ræðir. Hinn hugkvæmi veitingamaður í Nausti við Vesturgötu, Halldór Gröndal, hefur nú gert ráðstafanir til að hér verði bót á ráðin. Frá og með deginum í dag geta menn fengið þar í veitingahúsinu sér- staklega tilreidda íslenska máltíð, en þar sem allmikið þarf fyrir öll- um undirbúningi að hafa verður ekki unnt að selja matfong þessi nema keypt sé máltíð handa 3 saman hið fæsta. Maturinn verður reiddur fram í trogum. Hafa þau verið smíðuð sérstaklega fyrir veitingahúsið eft- ir trogi í Þjóðminjasafninu. í þeim verður margvíslegur matur og fær hver maður óskammtað. Ekki verður þess kostur að fá aska til að snæða úr.“ VINÞJONAR, sem á frönsku bera hið virðulega heiti sommeliers, eru áberandi á bestu veitingastöð- um heims. Þeir sjá um val á vínum staðanna og aðstoða viðskiptavini við val á vínum með mál- tíðinni. Sinna þeir yfirleitt ekki öðrum störfum sam- hliða þessu. Vínþjónastarfið er enda mikil kúnst ef rétt á að vera. Þeir verða að þekkja öll þau vín og alla þá rétti, sem boðið er upp á, og geta ráðlagt gestum í samræmi við tilefni, matarval, efnahag og annað, sem kann að hafa áhrif á vínval. 5flmTöK ipp vínpjóflft Thc Aisodalion of Icdandie Soramclier's Sælkerinn Aðild að al- þjóðasamtökunum segir Haraldur veita keppnisrétt í heimsmeistara- keppni á þriggja ára fresti auk þess að ómetanlegt sé að tengjast hinu al- þjóðlega upplýs- ingastreymi á þessu sviði. Það sem helst vakir fyrir okk- ur með stofnun samtakanna er að auka þekkingu þjóna á vínum, efla áhugann á vínþjónustu og bæta þjónustu við viðskiptavini. Félagar í samtökunum munu bera merki þeirra og ætlun okkar er að al- menningur eigi að geta treyst því FYRIR réttum fjörutíu árum birtist frétt í Morgunblaðinu þess efnis að Halldór Gröndal, þáver- andi veitingamaður í Naustinu, hefði ráðist í þá nýbreytni að gefa við- skiptavinum sínum kost á þorrablóti með íslenskum mat að gömlum hætti. Mælt- ist þessi nýjung vel fyrir og síðan hafa fleiri veitingahús tekið upp þennan sið á þess- um árstíma. I frétt Morgunblaðsins frá 6. febrúar 1958 segir meðal annars: „Nú á síðasta aldarfjórðungi hafa ýmis átthagafélög tekið upp þann sið að hafa þorrablót og láta bera þar á borð íslensk- an mat, verkaðan að fornum hætti: reyktan, súrsaðan og mork- inn. Matur sá, sem þama hefur verið á borðum, hefur verið tor- fenginn ella, og hefur það verið sælkerum bæjarins nokkurt áhyggjuefni. Má reyndar telja full- víst, að átthagafélag Stranda- manna og önnur slík samtök séu góður félagsskapur, en ekki er til þess ætlast, að þar komi aðrir en þeir, sem geta rakið ættir sínar í *,rr«W«* '>“«9 vaknað^aitur 9 farinn aí) eta - Vínþjónar Vínþjónar hafa til þessa ekki verið -----y-------------- til á Islandi. Steingrímur Sigur- geirsson komst að því að það gæti verið að breytast. Súrsuð svið- súrt slátur- súrs- aðir hrútspungar- hangikjöt- bringukoilar- hákarl- flatkök- ur- rúgbrauð- hveitibrauð- smjör- Óski menn eftir vín- föngum er mælt með ákavíti eða íslensku brennivíni og Egils-pilsner. Verð fyrir manninn: kr. 60. Meðal íslenskra þjóna hefur gætt aukins áhuga á því að efla vínþekkingu innan stéttarinnar og í fyrra var í fyrsta skipti haldin keppni um „vín- þjón ársins“. Þeir þrír efstu fóru síðan út til Svíþjóðar í norræna Elsass-keppni og komust allir íslensku þátttakendanna í úrslit. í lok nóvember á síð- asta ári voru svo stofn- uð sérstök vínþjóna- samtök. Haraldur Halldórsson, sem sigr- aði í keppninni um vínþjón ársins og unnið hefur að undirbúningi vín- þjónasamtakanna, segir að í kjölfar keppninnar í Svíþjóð hafi menn séð að Islendingar ættu fullt erindi í al- þjóðlegt samstarf á þessu sviði. Haft var samband við Alþjóðasam- band vínþjóna og fór islensk sendi- nefnd á fund í Lyon í Frakklandi í desember. Umsókn íslensku sam- takanna um aðild að þeim samtök- um verður tekin fyrir á ársfundi í Vínarborg í júní. að merkið sé trygging fyrir fag- legri og góðri ráðgjöf. Samtök af þessu tagi eru mjög virk á Norður- löndunum og höfum við sniðið okk- ar reglur að reglum norrænu sam- takanna. Félagai' í samtökunum munu skiptast í tvennt. Annars vegar fullgildir félagar, sem í öllum tilvikum eru starfandi þjónar, og hins vegar „vinir" sem hafa tillögu- rétt innan félagsins en ekki at- kvæðis- og keppnisrétt." Haraldur segir að stefnt verði að því að reyna að nýta erlenda gesti sem koma til landsins tii að flytja fyrirlestra og halda nám- skeið. Þegar sé búið að skipuleggja slíkan fyrirlestur í marsmánuði auk þess sem þá verði haldið undir- búningsnámskeið vegna Elsass- forkeppni. Þá verður í febrúar haldin forkeppni vegna heims- meistarakeppninnar í Vínarborg í júní. Þá stefnum við að því að taka þátt í Evrópumeistarkeppninni í Frakklandi í haust. Haraldur segir að þetta frum- kvæði hafi hlotið öflugan stuðning úr mörgum áttum. Hótel- og mat- vælaskólin hafi veitt ómetanlega aðstoð og aðstöðu auk þess sem innflutningsfyrirtæki og erlendir framleiðendur hafi sýnt stofhun samtakanna áhuga og boðið að veita þeim liðsinni. Nú þegar eru félagar í sam- tökunum um fimmtíu, þar af þrjá- tíu staifandi þjónar. Haraldur seg- ir aðspurður um skilyrðin fyrir að- ild að menn hafi komist að þeirri niðurstöðu að í upphafi væri rétt að setja ekki strangari skorður en það að félagar væru starfandi þjónar. „Þetta var talið nauðsynlegt á með- an samtökin væru að þróast. Hins vegar sé ég fyrir mér að í framtíð- inni verði gerðar kröfur um ákveðna þekkingu og reynslu hjá umsækjendum. Við vonum að þetta verði vítamínsprauta fyrir þjóna. Þróunin í vínmálum hefur verið gíf- urlega ör og þetta er tilraun til að beina viðbrögðum okkar fram; reiðslumanna inn á rétta braut. I framtíðinni gæti þetta leitt til að sérhæfðir vínþjónar störfuðu á ís- lenskum veitingastöðum og að tek- ið verði upp sérstakt vínþjóna- nám.“ Hvenær er kvíði sjúklegur? GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆDINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Allir eru kvíðnir ein- hvem tíma. En hvenær verður kvíðinn svo mikill að hann teljist sjúklegur og á hvem hátt er reynt að lækna hann? Svar: Það er rétt að flestir upplifa kvíða. Það er merki um heilbrigt tilfinningalíf að finna til kviða þegar ástæður gefa tilefni til. Að finna aldrei til kvíða bendir til til- finningasljóleika, sem er í sjálfu sér afbrigðilegra en að vera kvíð- inn undir vissum kringumstæð- um. Kvíði getur hins vegar vaxið manni yfir höfuð. Oft fara vamar- hættimir þá í gang. Afneitun og bæling em þeir algengustu og geta haft í för með sér að kvíði leiti út í spennu og líkamlegum einkennum eða tilfinningasveifl- um. Aðrir vamarhættir geta leitt til áráttu og þráhyggju eða ann- ars konar hugsýkiseinkenna. Kvíðinn getur þó oft leikið lausum hala og hann er fylgifiskur margra geðsjúkdóma, án þess að vera megineinkenni. Þannig fylgir mikill kvíði oft þunglyndi, meiri háttar geðveiki og vímuefnafíkn. Ein sér og án tengsla við aðra geðsjúkdóma er kvíðahugsýkin samt einn algengasti geðsjúkdóm- urinn. Almenn kvíðahugsýki, eða kvíðaröskun eins og farið er að nefna þetta ástand, er greind þeg- ar eftirfarandi skilmerki hjá sjúk- lingnum em fyrir hendi. I fyrsta lagi mikill kvíði og áhyggjur sem hafa þjáð hann flesta daga undanfama sex mán- uði og tengist öllu mögulegu í daglegu lífí, svo sem vinnunni eða skólanum, og hann á erfitt með að hafa stjóm á kvíðanum. í öðm lagi hefur kvíðinn í fór með sér a.m.k. þijú af eftirfarandi sex einkennum: 1) eirðarleysi, eða honum finnst hann vera eins og hengdur upp á þráð; 2) þreyta; 3) einbeitingarerfiðleikar og hugs- anastíflur; 4) pirringur; 5) vöðva- spenna; 6) svefntruflanir. í þriðja lagi valda kvíðinn, áhyggjurnar og einkennin sem þeim fylgja vemlegri vanlíðan og skertri hæfni til vinnu og félags- lífs eða til að njóta sín almennt í daglegu lífi. Einkenni kvíðaröskunar eru að sjálfsögðu misjafnlega sterk og hafa staðið í mislangan tíma. Stundum er hægt að ráða bót á þeim á skömmum tíma, en hjá öðram geta þau orðið mjög þrá- lát. Margar aðferðir eru notaðar til þess að ráða bót á kvíða, bæði af sálfræðingum og geðlæknum. Sumar þeirra tilheyra fremur sál- fræðilegri meðferð en aðrar nota eingöngu geðlæknar. Hér verða taldar nokkrar aðferðir við lækn- ingu á kvíða. 1) Samtalsmeðferð gefur oft góða raun, einkum hjá vel greindu fólki sem hefur gott inn- sæi í eigið sálarlíf. Eitt út af fyrir sig bætir það oftast líðanina að geta talað um vandamál sín og fundið fyrir samúð og skilningi. Samtalsmeðferð beinist þó eink- um að því hjálpa sjúklingnum til að öðlast skilning á orsökum og undirrót kvíðans, sem gerir hann færari um að takast á við hann. 2) Hugræn meðferð hefur reynst vel við bæði þunglyndi og kvíða. Þá er sjúklingnum hjálpað til að skoða tilfinningar sínar og hugsanir í raunsæju ljósi og máta þær við vemleikann. Kvíði af þessu tagi er í eðli sínu óraunsær og með því að draga hann fram í dagsljósið og mynda ný hugsana- tengsl er hægt að aftengja hann ef svo má að orði komast. 3) Kvíðastjómun. Sálfræðingar hafa haldið námskeið fyrir fólk sem vill læra aðferðir til þess að ná tökum á kvíða sínum og hafa þau gefið góðan árangur fyrir marga. Námskeiðin felast bæði í fræðslu um kvíða, orsök hans og eðli, og aðferðum til þess að minnka hann, svo sem spennu- slökun og hagnýt ráð til þess að bregðast við kvíðanum þegar hann vaknar. 4) Róandi lyf em líklega al- gengasta aðferðin til að takast á við kvíða. Hún er oft fljótvirk og árangursrík og getur rofið þann vítahring sem sjúklingurinn er í, þannig að hann nái varanlegum tökum á kvíða sínum og þurfi ekki lyfjameðferð nema um skamman tíma. Stundum nægir það þó ekki og sjúklingurinn þarf lengri með- ferð. Þá er æskilegt að beita sam- hliða öðram aðferðum eins og þeim sem lýst var hér á undan. Heilaskurður (lobotomia) er að- gerð sem stundum var beitt á ár- um áður við alvarlegum geðsjúk- dómum, ekki síst þegar um mjög mikinn og þrálátan kvíða var að ræða, sem gerði sjúklinginn óstarfhæfan til lengri tíma og aðrar aðferðir dugðu ekki við. Þá var gerð skurðaðgerð sem rauf tengslin á milli undirstúkunnar og framheilans. Þessi tengsl era forsenda þess að menn upplifi geðshræringar. Þegar þau em rofin er kvíðinn í raun tekinn burt. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að þar með er sjúk- lingurinn að miklu leyti sviptur þeim þætti mannlegs sálarlífs sem kvíði og aðrar geðshræring- ar eru hverjum heilbrigðum manni. Þótt nýjar og betri að- ferðir við heilaskurð hafi dregið verulega úr þessum afleiðingum, er aðgerðin þó afar sjaldgæf í dag. Meðferð við kvíða þarf að velja með tilliti til sjúklingsins og hvers eðlis og hversu mikill kvíði hans er, og mismunandi aðferðir geta átt við eftir því hver á í hlut. 0Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sálfræðinginn um það sem þeim liggur á hjurta. Tekið er á möti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Viku- lok, Fax: 569 1222. Ennfremur símbréf merkt: Gylfi Ásmundsson, Fax: 5601720.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.