Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR/PROFKJOR
Okkar Kópavogur
- áfram skal halda
og gera betur
Og
alltaf
PROFKJOR
kosningar eru
tímabil uppgjörs og
endurmats. Tími er til
staðar til að leiðrétta
áttavitann. Afram skal
halda á réttum braut-
- um og láta af öðrum.
Mikið hefur verið
gert í Kópavogi undan-
farin ár, m.a. nánast
allar gömlu götumar
endurbyggðar, nýtísku
iþróttahús tekin í notk-
un, leikskólum fjölgað,
mikið byggt af góðum
húsum og almennt
mikil gróska. Það ætti
að takast að lækka
Birgir Ómar
Haraldsson
skuldir bæjarins verulega á næstu
árum og ætti það verkefni að skipa
jafn veglegan sess og önnur atriði.
Nú er eflaust rétti tíminn að undir-
búa sig undur niðursveifluna sem
kemur eins og hún hefur alltaf gert
.Ail þess.
Asýnd bæjarins hefur snöggtum
batnað og hefur orðið mikil andlits-
lyfting á bænum. Það er mikil bót
frá fyrri áram þegar A-flokkarnir
réðu ríkjum. Áfram
skal halda á þessari
braut og gera bæinn
vinalegan og hlýlegan
fyrir sína íbúa.
Mörg fyrirtæki hafa
flutt í bæinn og efla at-
vinnutækifæri bæjar-
búa. Þeir sem aka um
Reykjanesbrautina sjá
hvert stórhýsið af öðru
rísa undir starfsemi
stórfyrirtækja. Starf-
semi þeirra mun
styrkja bæinn okkar
verulega um ókomin
ár.
Bæjarbúar hafa orð-
ið varir við aukna þjón-
ustu og er nú svo komið að óvíða er
eins góð þjónusta eins og í Kópa-
vogi. Aukið þjónustustig er hluti af
auknum kröfum, sérstaklega yngra
fólks, sem vinnur mun meira en
fyrri kynslóðir og hefur takmark-
aðri möguleika á aukastörfum
a.m.k. á meðan á mestu fjárfesting-
unni stendur, sem er fyrsta íbúðin
eða húsið.
Skólar verða einsetnir tiltölulega
fljótt í Kópavogi. Lögð hefur verið
rækt við skólana undanfarin ár og
áfram verður haldið á þeirri braut.
Góð grunnmenntun er gulls ígildi og
nauðsynlegt að efla gæði skólanna.
Samhliða eflingu skólanna er
nauðsynlegt að efla forvarnarstarf.
Ekkert er meiri sóun en þegar ung-
ir og efnilegir unglingar ánetjast
fíkniefnum. Slíkt er óviðunandi.
Forvarnarstarf hefur verið eflt í
bænum og áfram verður haldið. Efl-
ing íþrótta og skátastarfs auk fé-
lagslegra þátta í skólum mun skila
sér á næstu árum.
Margir góðir einstaklingar era í
Vonast ég til, segir
Birgir Omar Har-
aldsson, að sem flest-
ir muni gefa Lárusi
P. Ragnarssyni at-
kvæði sitt til að skipa
5. sæti listans.
framboði í Kópavogi að þessu sinni.
Öllum er treystandi til að halda á
lofti mínum hjartans málum. Sér-
staklega vil ég þó vonast til að sem
flestir muni gefa Lárusi P. Ragn-
arssyni atkvæði sitt til að skipa 5.
sæti listans í væntanlegum sveitar-
stjórnarkosningum í vor. Honum er
treystandi til þess að vinna að ofan-
greindum markmiðum.
Höfundur er verkfræðingur.
Kjarnorka í Kópavogi -
kjósum Asdísi í bæjarstjórn
''A SÍÐUSTU tveim-
ur kjörtímabilum hefur
Kópavogsbær tekið al-
gjörum stakkaskiptum.
Uppbygging á öllum
sviðum. Verkin tala.
Bærinn hefur aldrei
verið blómlegri og fal-
legri. Uppbygging
íþróttamannvirkja hef-
ur verið hreint ótrúleg
og er fátt ánægjulegra.
Iþróttir era ekki fyrir
afmarkaða hópa heldur
eru íþróttir fyrir alla,
börn, konur og karla.
Almenningsíþróttirnar
J^lómstra, sundlaugin,
skíðasvæðið í Bláfjöll-
um, hlaupabrautir og
gönguleiðir í bænum. Nýjasta þrek-
virkið er þó án efa fullkomnustu
tennisvellir landsins, þrír gervi-
grasvellir utandyra á besta stað í
Kópavogsdal og tennishöll í eigu
einkaaðila, með sex fullkomnum
innivöllum. Einnig era aðrir tennis-
vellir utandyra á þremur stöðum
víðsvegar um bæinn. Innlendar
jafnt sem erlendar keppnir fara þar
fram, m.a. smáþjóðaleikarnir á sl.
ári. Ekkert kemur af engu. Óhætt
er að segja að sá fítonskraftur sem
ráðið hefur för við þessa hröðu upp-
byggingu mannvirkjanna og vöxt
j^ssarar fjölskylduvænu íþróttar
sé að mestu leyti að þakka kjarn-
orkukonunni Ásdísi Ólafsdóttur,
sem er íþróttakennari hér í bæ. Ás-
dís hefur átt sæti í íþróttaráði si.
tvö kjörtímabil. Hún sá um vinsæl-
an og vandaðan íþróttaskóla fyrir
börn á leikskólaldri í íþróttahúsi
Snælandsskóla og var frumkvöðull
á því sviði. Seinna bættust fleiri í
hópinn. Hún hefur stýrt foreldra-
leikfími í íþróttahúsum bæjarins,
góðri og vinsælli leikfími. Hún var
JóhannaH.
Oddsdóttir
einn af stofnendum
Tennisfélags Kópavogs
og fyrsti heiðursfélagi
þess félags. Ásdís hefur
unnið með litlu bömun-
um, unglingunum og
foreldrunum og einnig
brugðið sér í göngu af
og til með hinum hressu
og síungu félögum í
Hana-nú-hópnum.
Óhætt er að segja að
henni hafi tekist að
brúa kynslóðabilið með
störfum sínum í þágu
almenningsíþrótta hér í
bæ.
Hún hefur verið eini
kvenkynsfulltrúinn í
íþróttaráði og hvatt aðr-
ar konur til dáða á ýmsum sviðum.
Þetta eins og allt annað sem þessi
kjarnorkukona tekur sér fyrir
Kópavogsbær hefur
tekið algjörum
stakkaskiptum á
síðustu árum. Jóhanna
H. Oddsdóttir þakkar
það ekki síst starfi
Asdísar Olafsdóttur.
hendur gerir hún með einstökum
krafti og heilindum. Ásdís hefur
sýnt áhuga á fleiri málaflokkum en
íþróttum. Skólamál, skipulagsmál,
atvinnuuppbygging og hagur aldr-
aðra eru henni einnig hugleikin. Ás-
dís gefur nú kost á sér í bæjarstjórn
og stefnir ótrauð á 2. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins. Hún er ham-
hleypa til ailra verka, fyigin sér,
áræðin og sjálfstæð.
Þann sjöunda febrúar næstkom-
andi heldur Sjálfstæðisflokkurinn í
Kópavogi prófkjör sitt. Nýtt kjör-
tímabil er í sjónmáli. Ég hvet alla
Kópavogsbúa sem vilja kröftuga
konu með víðtæka reynslu á sviði
íþrótta- og skólamála, með raunsæj-
ar og jéttsýnar hugmyndir, til að
kjósa Ásdísi.
Látum mannlegar auðlindir ekki
ónýttar, Ásdísi í 2. sætið!
Höfundur er flugfreyja.
Leikskólinn -
réttur allra
KOPAVOGUR hefur
lagt mikla áherslu á að
ráða fagmenntað fólk í
allar stöður leikskóla-
kennara og stendur
einna best allra sveitar-
félaga hvað það varðar.
Það er hins vegar langt
frá því að allar stöður
séu skipaðar uppeldis-
menntuðu fólki og það
eru margir ófaglærðir,
sem vinna á leikskólun-
um. Því tel ég rétt að
komið verði á fót
menntun fyrir aðstoð-
arfólk. Um yrði að
ræða skóla fyrir fólk
sem hefur unnið á leik-
Sigurður
Konráðsson
skólum og þekkir því starfið. Ekki
yrðu gerðar kröfur um stúdents-
próf. Hugsanlega gæti fólk stundað
skólann samhliða hlutastarfi. Með
þessu fengist starfsfólk sem hefði
góðar forsendur til að starfa á leik-
skóla undir faglegri forystu leik-
skólakennara. Leikskólinn er að
sjálfsögðu uppeldisstofnun. En
hann er líka vistun fyrir börnin
meðan foreldrar era í vinnu eða
námi. Starfsdagar leikskólakenn-
ara hafa skapað mörgum foreldrum
vanda. Á sama hátt og dægradvölin
við grunnskólana er starfrækt alla
daga er rétt að leikskólinn sé opinn
alla daga. Skipulagsvinna, endur-
menntun og annað sem framkvæmt
hefur verið á starfsdögum leikskóla
verður að leysast með öðrum hætti.
Þá er einnig æskilegt að opnunar-
tími verði sveigjanlegri, til að mæta
betur þörfum fólks, sem vinnur
hálfan daginn.
Nýr leikskóli, Arnarsmári, var
opnaður í byrjun þessa árs. I vor
verður tekinn í notkun leikskóli í
Lindahverfi. Þá verða leikskólar
sem Kópavogur rekur orðnir tólf,
þar sem hátt á fjórtánda hundruð
börn njóta vistunar. Þrátt fyrir
þetta verður ekki hægt að taka við
öllum börnum sem óskað er eftir
vistun fyrir. Þegar biðlistar eru
skoðaðir nánar kemur í ljós að það
eru fyrst og fremst yngstu börnin,
það er þau sem eru eins
eða tveggja ára, sem
bíða. Til að bregðast við
þessu kemur ýmislegt
til greina. I fyrsta lagi
er rétt að hækka fram-
lag vegna barna á
einkareknum leikskól-
um. Þetta framlag
verður nú frá 1. febrúar
hækkað úr átta þúsund
í tólf þúsund krónur
fyrir 8-9 stunda vistun.
Þessi hækkun er spor í
rétta átt, en ekki nægj-
anleg. Framlagið þarf
að vera það hátt að
einkareknir leikskólar
geti keppt á jafnréttis-
grandvelli við leikskóla bæjarins. I
öðru lagi tel ég rétt að taka upp
beinar greiðslur vegna barna sem
ekki nýta leikskóla. Með þessu vil
s
Eg legg til, segir Sig-
urður Konráðsson, að
komið verði á fót
menntun fyrir aðstoð-
arfólk á leikskólum.
ég gefa fólki val. Ef þetta verður til
þess að þeir foreldrar, sem þess
óska, geta verið meira með bömum
sínum, þá er það hið besta mál.
Einhverjir myndu nýta sér þjón-
ustu dagmæðra og því þyrfti þessi
greiðsla að brúa bilið sem er á milli
gjaldskrár leikskólanna og dag-
mæðra. Ég sé þó fyrir mér að þetta
væri fyrst og fremst lausn fyrir
yngstu börnin. Öllum börnum er
hollt að vera á leikskóla, en ég held
að það skipti ekki máli þótt þau
byrji ekki fyrr en t.d. þriggja ára.
Með því að útrýma biðlistum er
hægt að afnema þann mismun sem
felst í því að sum börn hafi forgang
fram yfir önnur.
Höfundur er kerfisfræðingur og
stefnir á 5. til 6. sæti f prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, sem
fram fer 7. febrúar nk.
Nýir tímar í Kópavogi
í sambandi við neytendur
frá morgni til kvölds!
-kjarni málsins!
Sjálfstæðisflokkur
og Framsóknarflokk-
ur tóku við meirihluta-
forastu í bæjarstjórn
Kópavogs eftir bæjar-
stj órnarkosningamar
1991. Þá lauk löngu
tímabili stöðnunar í
bænum og hafist var
handa við uppbygg-
ingu á öllum sviðum.
Kópavogsbúar lögðu
loks af stað í ferðina til
móts við nýja tíma, í
stað þess að sitja og
bíða eftir því að eitt-
hvað gott gerðist.
Breytingin
á bænum
Stefnubreytingin var ekki auð-
velt verk. Nauðsynlegt var að bæj-
arbúum fjölgaði verulega og laða
þurfti fyrirtæki í bæinn til að
leggja grann að auknum tekjum.
Þjónusta sveitarfélaga kostar pen-
inga og þeir peningar koma aðeins
frá vinnandi fólki og atvinnu-
rekstri. Veigamikill þáttur í stefnu-
breytingunni var því að auka fram-
boð af byggingarhæfum lóðum
bæði fyrir íbúðir og atvinnurekst-
ur. Svo þurfti að fá atvinnulífið til
samstarfs um uppbygginguna.
Loks kemur sá þáttur stefnubreyt-
ingarinnar, sem nú stendur sem
hæst, að búa til umgjörð fyrir sí-
fellt auðugra mannlíf, á grunni sem
ekki sligast undan yfirbygging-
Sigurrós
Þorgrímsdóttir
Mínar áherslur
Ég hef fengið tæki-
færi til að taka þátt í
þessu starfi, sem vara-
bæjarfulltrúi og for-
maður Atvinnumála-
nefndar Kópavogs. Ég
hef unnið samkvæmt
þeirri skoðun minni að
hlutverk sveitarfélaga
í atvinnulífinu sé að
liðka til og greiða götu
þeirra sem takast vilja
á við atvinnurekstur.
Atvinnumálanefnd
hefur í minni for-
mannstíð einbeitt sér
að frumþjónustu við
minni íýi’irtæki og ein-
staklinga, kynningarstarfi, átaks-
verkefnum og sýningarhaldi.
Matur og umhverfi
Flestir bæir og þorp á íslandi
tengjast matvælaframleiðslu,
framframleiðslu fisks. Kópavogur
á öðravísi möguleika. Við höfum
Hótel- og matvælaskólann og
Ferðamálaskólann í Kópavogi, auk
fjölda annarra fyrirtækja í úr-
vinnslu matvæla. Ég vil byggja upp
ímynd Kópavogs sem matvælabæj-
ar og tengja þessu skólastarfi.
Þetta á að gera með því að efla
skólastarfið og bæta við brautum á
háskólastigi. Stóru matvælasýning-
arnar, sem haldnar eru í Kópavogi
annað hvert ár, vil ég gera aiþjóð-
legar og stefna að fyrstu alþjóðlegu
Kópavogur verður ekki
matvælabær í fremstu
röð, segir Sigurrós
Þorgrímsdóttir, nema
umhverfí og umgengni
sé til fyrirmyndar
matvælasýningunni árið 2000. Með
þeirri sýningu á að flétta saman
áherslur á mat, ferðaþjónustu og
umhverfi. Ég vil að sýningarhald
verði öflugt í Kópavogi framtíðar-
innar.
Kópavogur verður ekki mat-
vælabær í fremstu röð nema um-
hverfi og umgengni sé til fyrir-
myndar. Islendingar era dálítið á
eftir þeim bestu í flokkun, með-
höndlun og endurvinnslu á sorpi,
en á næstunni mun ég leggja fram
tiliögur um ýtarlega skoðun á end-
urvinnslumöguleikum á sorpi í
samvinnu við erlent stórfyrirtæki.
Ef Kópavogsbúar vilja trúa mér
fyrir sæti í bæjarstjórn á næsta
kjörtímabili mun ég halda áfram á
sömu braut og áður og leggja meg-
ináherslu á að skapa sem best skil-
yrði fyrir atvinnuuppbyggingu í
bænum.
Höfundur er stjórnmálafneðingur
og gefur kost á sér i 3. sæti í próf-
kjöri Sjálfstæðisfiokksins í Kópa-
vogi.