Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMI RETTUR FYRIR ALLA HÆSTIRÉTTUR hefur kveðið upp þann dóm að ís- lenska ríkinu hafí ekki verið heimilt að synja ríkis- starfsmanni um að fá greidd laun í mánaðarlöngu fæðing- arorlofí er hann tók haustið 1995. Eiginkona mannsins var einnig ríkisstarfsmaður og í umsókn hans um greiðslur í fæðingarorlofí kom fram að hún hygðist afsala sér rétti til fæðingarorlofsgreiðslna þennan mánuð. I úrskurði Hæstaréttar segir að sú ákvörðun ríkisins að hafna beiðni mannsins samrýmist ekki þeirri grein stjórn- arskrárinnar, þar sem segir að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Þá stríði ákvörðunin gegn ákvæðum jafnréttislaga um að greiða skuli körlum og konum jöfn laun og að þau skuli njóta sömu kjara í hvívetna. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra segir í Morgun- blaðinu í gær að dómur Hæstaréttar virðist einungis ná til karla í störfum hjá ríkinu, sem jafnframt séu kvæntir ríkis- starfsmönnum. Svo virðist sem réttur karlsins sé afleiddur af rétti konunnar. „Þessi staða knýr auðvitað á um það að réttur foreldra til fæðingarorlofs sé samræmdur burtséð frá því hver er vinnuveitandinn. Slík samræming hefur nokkrum sinnum verið reynd en aldrei skilað árangri,“ segir fjármálaráðherra ennfremur. Niðurstaða Hæstaréttar sýnir glögglega fram á hversu brýnt er orðið að samræma reglur um fæðingarorlof. Akveðið skref var tekið í lok síðasta árs er tekin var ákvörðun um að karlar ættu rétt á tveggja vikna fæðingar- orlofí. Það fær hins vegar ekki staðist til lengdar að réttur hjóna til að skipta hinu lögbundna sex mánaða fæðingaror- lofí á milli sín skuli ráðast af því hvort konan sé ríkisstarfs- maður eða ekki. Vilji menn tryggja jafnfrétti í reynd hlýtur réttur karla til fæðingarorlofs að vera almennur og óháður starfí eigin- konu. Það verður vart búið við það til lengdar að ríkis- starfsmenn í hjónabandi skuli eiga annan rétt og meiri í þessum efnum en hjón á hinum almenna vinnumarkaði eða fólk í „blönduðu“ hjónabandi, þar sem annað hjóna starfar hjá ríkinu en hitt hjá einkafyrirtæki. Úrskurðurinn hlýtur að auki að vekja upp þá spurningu hvort rök Hæstaréttar nái ekki jafnframt til þeirra tilvika, þar sem fyrirtæki hafa samið við starfsfólk um að konur fái greidd laun í fæðingarorlofí. Dómsniðurstaðan hlýtur að varða veginn til þess, að greiðslur í fæðingarorlofi verði óháðar kyni starfsmanns. Auðvitað er langeðlilegast að greiðslur af þessu tagi verði samræmdar á öllum vinnu- markaðnum og þá án þess að dregið verði úr þeim rétti sem þegar er íýrir hendi. SAMEINING í FLÓA KOSIÐ VERÐUR í dag um sameiningu fjögurra sveit- arfélaga í vestanverðum Flóanum, Selfoss, Eyrar- bakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps. A þessu svæði búa nær 5.500 manns og samþykki íbúarnir sameininguna verður nýja sveitarfélagið sjöunda stærsta sveitarfélag landsins og það þriðja stærsta á landsbyggð- inni. Augljóst er, að stærra og öflugra sveitarfélag getur veitt íbúunum miklu betri þjónustu en þau geta hvert í sínu lagi, enda er það aðalforsendan fyrir sameiningu. Tíu manna sameiningarnefnd frá sveitarfélögunum fjór- um kannaði kost og löst sameiningar og var niðurstaðan sú, að hún væri í alla staði hagkvæm. Nýtt, sameinað sveit- arfélag verður fjárhagslega öflugt og með getu til að ráðast í framkvæmdir. Fjárhagsstaða núverandi sveitarfélaga er ójöfn, Selfoss og Sandvíkurhreppur búa við góðan fjárhag, en Stokkseyrarhreppur og Eyrarbakkahreppur hafa átt í erfiðleikum vegna fjárfestinga í atvinnurekstri fyrr á ár- um. Sameiningarnefndin er bjartsýn á niðurstöðu kosning- anna í dag, en vitað er um talsverða andstöðu, þótt á mis- munandi forsendum sé. Nokkurrar óánægju gætir um þá fjóra valkosti, sem íbúum eru gefnir um nafn á nýja sveit- arfélaginu, Arborg, Árbyggð, Flóinn eða Flóabyggð. Astæðulaust er að láta nafngiftina ráða afstöðu til samein- ingar, því íbúarnir geta knúið fram atkvæðagreiðslu síðar um nafnið geti þeir ekki sætt sig við niðurstöðuna. Höfuðmálið fyrir íbúa þessara sveitarfélaga er það, að svæðið verði fýsilegt til búsetu og þeir geti fengið þá þjón- ustu, sem gerð er krafa til nú á dögum. K ÁRI Stefánsson er 48 ára og var prófessor við Har- vard-háskóla í Bandaríkj- unum þegar hann ákvað að stofna fyrirtæki hér á landi. Hann útvegaði 12 milljónir dala, um 850 milljónir króna, hjá erlendum áhættufjárfestum og 22. nóvember 1996 tók Islensk erfðagreining til starfa. Starfsmenn voru þá 20, núna Fleiri starfsmenn og stærra hús í framhaldi af þessum stóra samningi verður starfsfólki Is- lenskrar erfðagreiningar fjölgað á næstu mánuðum og fyrirtækið ætl- ar að stækka við sig á Lynghálsi 1, þar sem það er til húsa. Ákveðið hefur verið að bjóða út hlutafé í Islenskri erfðagreiningu, en ekki er búið að skilgreina ná- kvæmlega hve mikil hlutafjáraukn- ingin verður. Fyrirtækið fundaði með hópi íslenskra fagfjárfesta í september í íyrra, en að sögn Kára og Hannesar hófust samningavið- ræður við Hoffmann-LaRoche um svipað leyti. „Þær tóku allan okkar tíma, svo að hlutafjáraukningu var frestað. Fjárfestar sýndu fyrirtæk- inu mikinn áhuga, en við töldum ekki skynsamlegt að ráðast í hluta- fjáraukningu strax. Núna stöndum við enn betur að vígi en síðastliðið haust, svo biðin kom sér ekki illa.“ Ætlunin er að íslenskir fjárfestar og frumkvöðlar fyrirtæk- isins muni eiga 52% hlut í fyrirtækinu og erlendir fjárfestar 48%. Kári og Hannes segjast vonast til að fyrirtækið fari á al- þjóðlegan hlutabréfamarkað með tímanum. „Við höfum helst horft til London og New York, þar sem LJOÐAGERI LYNGHALS eru þeir um hundrað og næsta haust verða þeir að líkindum um 200. Ör vöxtur fyrirtækisins strax í byrjun leiddi til þess að Kári sagði stöðu sinni við Harvard upp í apríl á síðasta ári. Það þótti mörgum hið mesta glapræði, enda leitun að betra starfí fyrir læknismenntaðan mann sem vann að rannsóknum. Kári segir hins vegar að það sé miklu meira spennandi að vinna við sömu rannsóknir og skapa verð- mæti um leið, sem tryggi grundvöll frekari rannsókna. Hannes Smárason er hægi’i hönd Kára og gekk til liðs við hann í byrj- un síðasta árs. Hann er þrítugur, lauk verkfræðinámi við Massachu- setts Institute of Technology og síð- an framhaldsnámi til MSc-gráðu í stjórnunarfræði. Hannes starfaði hjá bandaríska ráðgjafarfyrirtæk- inu McKinsey & Company áður en hann flutti heim. Svissneska lyfjafyrirtækið Hoff- mann-LaRoche er tilbúið að greiða 15 milljarða á næstu 5 árum fyrir rannsóknarstarf Islenskrar erfða- greiningar. Samstarf fyrirtækjanna lýtur að rannsóknum á tólf sjúk- dómum, fjórum hjartasjúkdómum, fjórum á sviði geðrænna og tauga- sjúkdóma og fjórum ónæmissjúk- dómum. íslensk erfðagreining fær jafnframt hlutdeild í tekjum af sölu þeirra lyfja og greiningaraðferða sem fundin verða upp. „Þetta er eins konar verktakasamningur. Við vinnum náið með þeim og fáum hluta umsaminnar upphæðar til að fjármagna rannsóknir okkar og hluta þegar ákveðnum áföngum er lokið,“ segja Kári og Hannes og ef- ast ekki um að áætlanir fyrirtækis- ins gangi eftir. „Lyfjafyrirtækið var líka sannfært um að við gætum staðið við okkar hlut, annars hefði þessi samningur aldrei náðst.“ Fyrirtækið íslensk erfðagreining hefurað- eins starfað í rúma 14 mánuði, en þegar náð umtalsverðum árangri. Fyrir viku tókust millj- arða samningar við er- lendan lyfjaframleið- anda sem jafnast á við „einn skammt af góðær- isloðnu“ svo vísað sé til forsætisráðherra. í við- tali við Ragnhildi Sverr- isdóttur segja Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, og Hann- es Smárason, fram- kvæmdastjóri fjármála- og þróunarsviðs, að fyrirtækið eigi enn eftir að eflast. íslenskur meirihluti fyrst í stað mest reynsla hefur fengist á við- skipti með hlutabréf í líftækniiðn- aði. Við viljum halda meirihlutanum núna íslenskum, á meðan við byggj- um fyrirtækið upp, en ef fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað verður ekki hægt að ráða eignarhaldi. Það er ástæðulaust að líta eingöngu til þess fjármagns sem þegar er í um- ferð hér á landi, heldur reyna að fá aukið fjármagn til landsins. Með því að fara á hlutabréfamarkað dregst fyrirtækið vonandi inn í hringiðu al- HANNES Smárason, framkvæmdast Ienskrar erfðagreiningar, og Kári S þjóðlegra viðskipta. Við getum þá bent á þetta íslenska íýrirtæki, sem er byggt upp af íslendingum og al- íslenskt í eðli sínu. Hafi erlendir fjárfestar, sem leita fjárfestinga um allan heim, áhuga á Islenskri erfða- greiningu, þá skilar eignaraðild þeirra fjármagni tO landsins. Svo hljótum við jaíhframt að velta fyrir okkur að skrá fyriríækið á markaði hér.“ Þegar stai-fsfólki íslenskrar erfðagreiningar hefur verið fjölgað getur fyrirtækið enn bætt við sig verkefnum. „Samningurinn við Hoffmann-LaRoche skapar mikla vinnu, en við eigum í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki. Áhugi lyfja- fyrirtækja á íslenskri erfðagrein- ingu var ekki lítill fyrir samninginn við Hoffmann-LaRoche, en hann hefur margfaldast núna. Það á nefnilega við um stóru lyfjafyrir- tækin: „Þegar ein beljan mígur ..." Ekki leitað eftir styrkjum I grein í bandaríska fréttatíma- ritinu Time í september á síðasta ári var fjallað um Islenska erfða- greiningu. Greinarhöfundur fjallaði um fjárfestingar í líftækni, sem hann sagði hafa aukist að undan- fórnu, eftir að stjórnvöld hafi, seint og um síðir, gert sér grein fyrir þeim hagnaði sem af slíkri starf- semi mætti hafa. í nokkrum löndum séu nú boðnir styrkir, skattaívilnan- ________ ir og reglugerðarbreyt- ingar gerðar tO þess að auðvelda þetta starf. Hannes og Kári segja aðspurðir, að þetta sé ekki raunin hér á landi. verið að ræða, enda höfum við ekki sóst eftir henni.“ Hannes segir að stjómvöld ættu að fliuga að styðja fyrirtæki sem starfa á nýjum sviðum. „Ivflnanir geta verið með ýmsu móti. Irar hafa greitt fýrirtækjum ákveðinn styrk fyrir hvern hámenntaðan starfs- mann sem flytur tfl landsins, líkt og margir okkar starfsmanna hafa gert gagngert til að starfa hjá Is- lenskri erfðagreiningu. Ástralir bjóða þeim, sem fjárfesta í nýjum iðnaði, að fá mótframlag á fjárfest- ingu sína frá viðkomandi fylki. Þetta eru einfaldar aðferðir, en miklu áhrifaríkari en að veita illa stöddum fyrirtækjum styrki; íyrir- tækjum sem sum hver hafa fyrir löngu sannað að þau geta ekki stað- ið undir sér.“ Islensk erfðagreining hefur ekki leitað eftir stuðningi af þessu tagi, en Hannes segir að stjómvöld ættu að átta sig á við hvað íslensk fyrh- tæki eigi að etja í keppni við erlend fyrirtæki um að laða tfl sín fjár- festa. Flytja inn fólk Kári segir að fyrirtækið hafi þó fengið mjög góða aðhlynningu frá fólki innan stjórnkerfisins og nefnir til dæmis Ólaf Ragnar Grímsson forseta, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Finn Ingólfsson iðnaðarráð- herra og Halldór Kristjánsson ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytis- ins, Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra og Geir H. Haarde formann þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. „Þetta fólk hefur veitt okkur mikinn móralskan stuðning og aðstoð við að leysa ýmsar póli- tískar flækjur. Um fjárhagslega fyrirgreiðslu hefur hins vegar ekki íslensk erfðagreining ræður ekki eingöngu í rúnir erfðaefnis, heldur fæst einnig við innflutning. Fyrir- tækið flytur inn fólk, vel menntaða Islendinga sem margir hefðu ekki snúið heim nema vegna atvinnutil- boðs frá fyrirtækinu. „Við höfum fengið marga góða starfsmenn frá útlöndum, en einnig innanlands. Fyrirtækið skapar þannig mikla at- vinnu og ástæða er tO að benda á að stærsti hluti greiðslu frá Hoffmann- LaRoche fer í launagreiðslur, þetta starfsfólk greiðir auðvitað sína skatta og launin fara í neyslu.“ Starfsfólkið mun njóta góðs af velgengni fyrirtækisins með öðmm hætti en beinum launagreiðslum, því ákveðið hefur verið að bjóða því kauprétt á hlutabréfum í íyrirtæk- inu. Islensk erfðagreining lánar starfsfólkinu fyrir andvirði bréf- anna og það lán þarf ekki að greiða til baka fyrr en starfsfólkið selur hlutabréfin á ný. Þetta fyrirkomulag tíðkast víða erlendis, tO dæmis í Bandaríkjun- um. „Það skapar auðvitað mikla samheldni á vinnustaðnum. Um leið sjá menn skýrar en ella hvernig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.