Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigurður Haralds- son, b. í Kirkjubæ, Rangárvallahreppi, Rangárvallasýslu, fæddist 20. apríl 1919 á Tjörnuni í Vestur- Eyjafjallahreppi, Rangárvallasýslu. Hann lézt á Sjúkra- húsi Suðurlands 28. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Haraldur Jónsson b. á Tjörnum og síðar í Miðey, Austur-Land- eyjahreppi, Rangár- vallasýslu, d. 1974, og fyrri konu hans, Sig- ríðar Tómasdóttur, d. 1926, bæði ættuð undan Eyjafjöllum. Sigurð- ur var einn þriggja barna foreldra sinna. Systur hans, Bergþóra og Guðrún, eru báðar látnar. Sigríður átti tvö börn af fyrra hjónabandi, Sigpáði Bergsteinsdóttur og Berg- stein Bergsteinsson. Systkini Sig- urðar, samfeðra, eru Sigurður Eh', kaupmaður í Reykjavík, Ólafur, trésmíðameistari í Hafnarfirði, Sigríður, húsfreyja á Búðarhóli í A-Landeyjum, Sigurveig, hús- freyja í Reykjavík, Grétar, bóndi í Miðey í A-Landeyjum, og Jónheið- ur, sem lézt ung. Síðari kona Har- aldar var Járngerður Jónsdóttir. Sonur Sigurðar með Sigurbjörtu Kristjánsdóttur er Kristján, f. jan- úar 1942, trésmiðameistari í Keflavík, kvæntur Ingunni Guð- bjartsdóttur. Þeirra börn eru Sig- urbjört, Iris og Hlynur. Sigurður var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Una Huld Guðmundsdóttir, dóttir Guðmund- ar Jóhannssonar, verkamanns í Hafnarfirði, og konu hans Júhönu Guðmundsdóttur. Þeirra börn eru: 1) Haraldur, f. 5. júni' 1942, auglýs- ingastjóri hjá Eiðfaxa, kvæntur Ragnhildi Ólafsdóttur, skrifstofu- manni. Þeirra dætur eru Ólöf Una og Helga Dögg. Haraldur á Jó- hönnu Báru. 2) Valgarður, f. 14. maí 1943, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, kvæntur Ehsabetu Kristjánsdóttur, húsmóður. Þeirra synir eru Kristján, Pétur og Sig- urður. 3) Hermóður, f. 26. septem- ber 1945, prentsmiður í Reykjavík, fráskilinn. Hans börn eru, Inga Huld, Hávarr og Bergljót. 4) Þór- hallur, f. 20. janúar 1947, skemmtikraftur í Reykjavík, kvæntur Sigfríði Rut Thorarensen. Synir Þórhallar af fyrra hjóna- bandi eru Marteinn Böðvar, Ivar Öm og Þórhallur. Sigurður og Una Huld skildu. Önnur kona Sigurðar var Sig- ríður Ágústsdóttir, dóttir Ágústar Kristjánssonar, b. á Snotru í A- Landeyjum, og konu hans Guð- bjargar Guðjónsdóttur, húsfreyju. Þeirra böm em: 1) Guðjón, f. 7. febrúar 1954, trésmíðameistari á Hellu, kvæntur Guðbjörgu Óskars- dóttur, umboðsmanni VIS á Hellu. í dag er til moldar borinn frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum Sigurður Jónsson Haraldsson frá Tjömum, en þangað átti æskuheimili hans ldrkjusókn. Og þar liggja faðir hans og móðir, eða kannske frekar tvær mæður, því átta ára gamall missti hann móður sína. Og þó hann taiaði ekki oft um það, fann ég ákveð- ið tómarúm í sál hans frá þessum tíma. En faðir okkar eignaðist aðra konu, móður okkar yngri systkin- anna sem kom honum í móður stað eins og hægt var. Þau voru ákaflega góðir vinir eins og fram kom í skrif- um hans við andlát hennar. Ungur fór hann í bændaskólann á Hólum og útskrifaðist með hæstu einkunn. Og langaði til að læra meira, en út í heimi geisaði styrjöld svo af því gat ekki orðið. Þá kom hann heim með nýjan blæ í búskap- inn. Eftir á efast ég ekki um að hug- ur hans stóð þá til að gerast bóndi. Hann talaði um betri kindur og hross og silkigljáandi kýr, og svo prufaði hann líka svínarækt. En fljótlega eignaðist hann fjöiskyldu, á Tjömum var ung kaupakona úr Hafnarfirði, og þau urðu hrifin hvort af öðru, og saman fluttu þau vestur yfir fjall þar Þeirra börn eru, Hall- dór, Davíð, Andri og Sandra. 2) Sigríður, f. 24. september 1955, bankafulltrúi í Reykjavík, gift Ingvari Elíassyni, verksljóra hjá ISAL. Þeirra börn eru Hildur Sjöfn, Da- víð Örn og Sigríður Sara. 3) Guðbjörg, f. 2. nóvember 1958, nemi í Keflavík, gift EHert Eiríkssyni, bæjarstjóra í Iteykjanesbæ. Þau eiga dótturina Guð- björgu Ósk. Guðbjörg á Sigurð, Unu Björk og Pál af fýrra hjónabandi. 4) Ágúst, f. 31. október 1964, doktor í búQárerfðafræði, kvæntur Unni Óskarsdóttur, leikskólakennara. Þeirra börn eru Hjörvar og Assa. Fyrir átti hann soninn Elvar. Sig- urður og Sigríður skildu. Þriðja og eftirlifandi kona Sig- urðar er Eveline Haraldsson, sjúkranuddari. Stjúpbörn Sigurð- ar og börn Eveline eru Ulf Denn- er, lög^fræðingpir í Þýzkalandi, Nils Denner, verkfræðingur í Þýzka- landi og Ann-Linda Denner, sjúkraþjálfari í Stykkishólmi. Sigurður ólst upp undir Eyja- Qöllum. Hann var við nám í Bún- aðarskólanum á Hólum í Hjaltadal 1937-1939, útskrifaður búfræðing- ur. I iðnskólanum í Hafnarfirði 1943-1947. Byggingarmeistari 1950 og hefur auk þess sótt nokk- ur kennaranámskeið. Sigurður var kennari í Barnaskóla Vestur-Eyja- fjalla 1939-1940, Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1962-1967, skólastjóri á Strönd á Rangárvöll- um 1967-1972 og kennari við Gagnfræðaskólann á Hellu 1973- 1986. Hann var byggingarmeistari í Reykjavík og í Rangárvallasýslu 1950-1962, bústjóri á Ilólum í Hjaltadal 1962-1967 og til skamms tíma bóndi í Kirkjubæ á Rangár- völlum. Sigurður var formaður nemendafélags Hólaskóla 1938- 1939, Ungmennafélagsins Trausta undir Vestur-Eyjafjöllum 1939- 1941, Hestamannafélagsins Geysis á RangárvöIIum 1957-1962, Hrossaræktarsambands Norður- Iands 1964-1966, Hagsmunafélags hrossabænda frá stofnun 1975- 1978. Hann var ritari Landssam- bands hestamanna 1979-1985, hreppsnefndarmaður í Rangár- vallahreppi 1970-1978, forseti Rot- ary-klúbbs Rangæinga 1978-1979 og formaður útgáfustjórnar Eið- faxa 1977-1980. Sigurður hlaut gullmerki Landssambands hesta- mannafélaga árið 1989 og Félags tamningamanna árið 1990. Hann var sæmdur riddarkrossi Hinnar íslenzku fálkaorðu árið 1991. Útför Sigurðar fer fram frá Stóra-Dalskirkju undir Vestur- EyjafjöIIum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sem hann lærði húsasmíði. Svo komu þau aftur að Tjörnum til að búa. Þá var Markarfljótið í öllu sínu veldi báðumegin við bæinn, og fjölskyldan flúði eftir hálft annað ár. Svo slitu hjónin sambandi sínu, og hann kom austur að Miðey til að byggja nýtt íbúðarhús hjá föður sínum. Synir þeirra eru fjórir og auk þess átti hann einn son áður. Okkur heima var vel Ijóst hve mikið allt þetta fékk á hann. Jafnframt því að vera skap- heitur, sem hann fór vel með, þá var hann mjög næmur og viðkvæmur til- finningamaður, sem hann faldi bak við oft fá orð við daglegt amstur. Þegar húsið í Miðey var búið, tóku við fleiri hús í héraðinu. Fjós, félags- heimili, kaupfélagshús og skóli með meiru. Nú var hann kominn í hið fagra Rangárhérað til að vera, utan hann fór heim að Hólum stuttan tíma. I sveitinni kynntist hann ungri fallegri stúlku, sem varð konan hans. Þau eignuðust fjögur börn, margt áttu þau sameiginlegt, og oft voru gleðistundir, en þau voru samt ólík hvort öðru, og seinna skildu leiðir. Á þessum árum áttu sér stað mestu breytingar sem orðið hafa í landbúnaði á íslandi. Hesturinn sem verið hafði manninum svo nátengdur og nauðsynlegur í alla staði, var að breyta um hlutverk, úr vinnudýri í tómstunda- og gleðigjafa fyrir svo marga. Á æskuheimilinu var hestur- inn í hávegum hafður, töluverður spölur á næstu bæi og yfir ár að fara, sem stundum voru vatnsmiklar. Og þá var oft þrek og þor hestsins sem bjargaði manninum. Þeir sem ólust upp með hann sem nauðsynlegan förunaut, og líka sem unaðsgjafa og gæðing, urðu tengdir honum ákaf- lega sterkum böndum. Sigurður tal- aði á mannfundum af sinni alkunnu mælsku fyrir því að hlutverki hests- ins væri alls ekki lokið gagnvart manninum, en nú hæfist nýr kapituli og betri fyrir báða aðila. Hann lagði mikla áherslu á mál sitt sem vissu- lega gekk eftir, alveg eins og hann hafði sagt fyrir. Enda helgaði hann sig alfarið þessu starfi, og mér er nær að halda að hann hafi fórnað miklu fyrir áhugamál sitt. Af framan- sögðu má vera ljóst að hann gat haft góða afkomu af meistararéttindum sínum, en áhuginn var við annað. Hann stóð fyrir með fleirum að byggja fyrstu tamningastöðina í hér- aðinu og vann þar við tamningar, sem var alveg nýtt hér. Þegar kynbótabúið í Kirkjubæ var til sölu ákvað hann að taka þar við starfi. Og mér finnst að hans verði lengst minnst fyrir brautryðjanda- starf við hrossarækt og mótun svo margskonar í sambandi við skipu- lagningu fyrir hrossasýningar og hrossadóma. Og samfylgdin með hestunum sveik hann ekki. Það verð- ur manni ljóst þegar hugsað er til gæðinga hans eins og Rauðhettu, sem ég leyfi mér að segja að er ein af allra bestu reiðhrossum sem Island hefur fóstrað, og þar komu líka í Ijós þjálfunarhæfileikar hans. Þá ber að nefna hinn stórkostlega hvíta gæðing hans Dag. Knapinn og gæðingurinn voru eitt, hver einasta hreyfing hestsins var samspil við manninn. Tilþrif hestsins ósk í huga mannsins. Svo þurfti hann að fá auka vinnu- afl, og þá kom Eveline sem hafði áhuga á hestum. Á milli þeirra þróað- ist kærleikur sem þau ákváðu að staðfesta með hjónabandi. Hún reyndist honum góður félagi og vin- ur. Studdi hann vel þegar ellin færð- ist yfir. Það var svo gaman að sjá þau og hitta saman. Enda finnst mér táknrænt mat hans á sambúð þeirra, þegar hann á liðnu ári leitaði um allt land að hvítum hesti handa henni. Það bar henni, í sama lit og Dag. Og þegar því var lokið og kominn nýárs- dagur nýs árs bað hann Eveline að aka með sig austur undir Eyjafjöll á æskuslóðimar, í síðasta sinn. Svo liðu fáir dagar, og hann var fluttur á Sjúkrahús Suðurlands. Og einn dag sat ég stutta stund við sjúkrabeð bróður míns án þess að ná, að mér fannst, sambandi við hann. Þó var ég aldrei viss, ég fann hann kreisti hönd mína en kannski var ekki ákveðin meining í handtakinu, ólíkt sem var, því aldrei þurfti neinn að efast um meiningu þessa manns meðan hann hafði mátt til að tjá. Og nú sat ég bara og horfði á þetta stíl- hreina andlit, þennan sterka svip ættarinnar þar sem einbeitnin lýsti sér í hverjum drætti. Hannes hinn írski á Lambafelli um 1600, sá mikli ættfaðir, var varla sterkari á sínum sjúkrabeði. I sinni mestu eymd átti þessi maður sína persónutöfra. En kannski var ég ekki alveg réttur dómari, ef hann er annars nokkur til, á nokkuð. Bara í fullri einlægni frá mér sjálfum get ég sagt þér sem lest þessar línur, og mig langar til þess, svo oft hreifst ég af hæfileikum hans. Ailt sem hann sá og heyrði mundi hann svo ótrúlega vel, og gat fært í svo hreinan og skýran búning þegar hann sagði frá, og hugmyndir sínar gat hann gert svo ljóslifandi í ræðum sínum. Það var nánast sama hvað hann tók sér fyrir hendur, meðal- mennska var ekki til. Hann skrifaði nýlega um aðdraganda og uppfærslu leikritsins Skuggasveins þar sem hann lék útilegumanninn. En gat ekki um að litla samkomuhúsið pötr- aði af raddstyrk hans, og áhorfend- um þótti ógnvænlegt afl Skugga- sveins. Tii margra ára á eftir reypdu ungir menn á þessum slóðum radd- styrk sinn með þvi að kveða. „Gekk ég norður kaldan Kjöl, kosta fárra átti völ.“ o.s.frv. Eitt kvöld fyrir löngu tók hann sögina sína milli hnjánna og fór að spila, enginn af heimilisfólkinu hafði séð hann gera það fyrr, en áhrif þessarar stundar man ég til enda. Þó ég vissi ekki hvort hann skynjaði mig þessa stund á sjúkrahúsinu, þá hafði hún svo mik- il áhrif á mig að ég fór að segja þér lesandi góður frá litlum hluta af Úfs- hlaupi mannsins, sem gat svo margt, en mat hestinn mest. Þar sem ég sit við rúm Sigurðar sé ég hvar maður- inn sem lá í sömu stofu, rís upp af sínu rúmi, kemur að rúmgaflinum til okkar og segir um leið. „Hann opnar stundum augun og horfir á mig, hann þekkir mig ekkert. En ég man eftir þessum víkingi þegar hann var að fást við hesta. „ En þó beinin hvíli í mold, trúum við að aftur munum við mætast hand- an við móðu sem hylur okkur sýn. Eins og við sjáum í hug okkar það sem var, gæti sál okkar vakað. Kæra Eveline og börnin hans, ykkur votta ég samúð mína. Grétar Haraldsson. Að kvöldi miðvikudags 28. janúar sl. andaðist sá landskunni hestamað- ur og hrossaræktandi Sigurður Har- aldsson, oftast kenndur við Kirkju- bæ, á sjúkrahúsinu á Selfossi eftir fárra vikna sjúkralegu. Sigurður fæddist árið 1919 á Tjörnum undir Eyjafjöllum og ólst þar upp við hestamennsku frá blautu barnsbeini. Faðir hans, Haraldur Jónsson, var hestamaður í besta lagi og af honum hefur sonurinn ábyggilega margt lært sem honum átti eftir að gagnast síðar . I búskap á Tjömum var hest- urinn þarfur þjónn og bærinn þannig staðsettur milii hvísla við ósa Mark- arfljóts að ófært var til annarra bæja nema ríða Fljótið. Sigurður hefur því snemma kynnst fjölbreytilegum kostum íslenska hestsins og lært að meta. Sigurður stundaði nám um tveggja ára skeið við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og var til þess tek- ið hve góður námsmaður hann var. Hann lauk þaðan prófi tvítugur að aldri. Eftir vistina á Hólum stóð hug- ur hans til framhaldsnáms við land- búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og hafði hann tryggt sér þar skóla- vist. Atvikin höguðu því hinsvegar svo að af því gat ekki orðið og hefur heimsstyrjöldin síðari eflaust valdið mestu þar um. Hann fluttist þess í stað til Reykjavíkur, lærði þar húsa- smíði og starfaði sem byggingar- meistari um ára bil við góðan orðstír. Eftir það lá leið hans enn á ný að Hólum í Hjaltadal. Hann hafði verið beðinn að taka þar við bústjóm. Þar átti hann farsælan feril sem ráðs- maður í mörg ár og sagðist seinna hafa átt erfitt með að slíta sig þaðan aftur þegar hann var hvattur til þess af stofnendum og velunnumm Kirkjubæjarbúsins að taka þar við. Treystu þeir engum eins vel og Sig- urði til að vinna að framgangi rækt- unarinnar þar. Sigurður brást heldur ekki því trausti eins og margsinnis hefur sannast með ótvíræðum hætti og ekki þarf að fjölyrða um. Nú hafa synir Sigurðar, Ágúst og Guðjón, tekið við búi af föður sínum eins og var hans vilji, því hjá þeim vissi hann það í góðum höndum. Sigurður var alla tíð mikill félags- málamaður og gegndi mörgum trún- aðarstörfum sem honum fómst af- burðavel úr hendi. Ekki síst eiga hestamenn honum mikið að þakka á þeim vettvangi. Þegar hann samdi á sínum tíma einkunnastiga fyrir gæð- ingadóma hafði skilningur manna á íslandi á því hve mikilvægur gæðing- urinn er þessari þjóð, mjög daprast og reiðmennsku farið aftur. Því merkilegra er þetta framtak Sigurð- ar og átti mikinn þátt í þeirri endur- reisn hestamennskunnar, sem við nú njótum ávaxtanna af. Sigurður hlaut margar viðurkenningai- fyrir störf sín sem vert var og má þar m.a. nefna: Gullmerki Landssambands iðnaðarmanna 1977, Landssambands hestamannafélaga 1989, Félags tamningamanna 1990 og riddara- kross Hinnar íslensku fálkaorðu 1991. En af öllum þeim viðurkenning- um sem honum hlotnaðist hygg ég þó, að vænst hafi honum þótt um við- brögð Rauðhettu við endurfundi þeirra á Hellumóti þegar hún að lok- inni verðlaunaafhendingu stakk höfði í fang hans. Fór þá hrifningarbylgja um áhorfendabrekkuna alla og ógleymanleg er þessi stund öllum er upplifðu. Fyrir mér vakti þetta atvik upp nær þrjátíu ára minningu. Við SIGURÐUR HARALDSSON höfðum komið ríðandi neðan úr Landeyjum og sprettum af reiðskjót- um okkar í Kirkjubæ, þeir skyldu njóta frelsis, Sigurður af Snældu sinni - dýrstyggu tryppi sem hann var að temja. Hrossin virtust í fyrstu frelsinu fegin en sem við hugðumst bera hnakka og beisli í hús kom Snælda óvænt til húsbónda síns og þáði stroku á snoppu og háls. Að því búnu þaut hún til hinna hrossanna fullviss þess, að nú væri fundi frestað. Já, mikið oft komu hrossin líka til hans í haganum til að heilsa honum með þessum hætti - örstutt snerting virtist nægja. Aldi-ei vissi ég til þess að hann gæfi hestum sinum brauð. Sníkjur voru honum ekki að skapi. Þegar ég kynntist Sigurði nafna mínum fyrst var ég algjör byrjandi í hestamennsku og leitaði til hans um kaup á hrossum fyrir sjálfan mig og nokkra nána vini en við höfðum þá ákveðið að hestamennska gæti verið ánægjulegt tómstundagaman. Hann tók mér ljúfmannlega og mér fannst hann þá og alla tíð síðan laus við ímjmd hestaprangarans - hann vakti strax með mér traust. Það kom líka á daginn að af honum höfðum við dyggan stuðning og góð ráð. Ekki lét hann þar sitja við orðin tóm, heldur heimsótti okkur nýliðana til Húsavík- ur, leiðbeindi okkur og hvatti. Hann kenndi mér jafnvel gegnum síma og bréf. Ég hef oft undrast það síðan, hversu þolinmóður fræðari hann var, því honum hlaut að þykja spumingar mínar fáránlegar stundum þó aldrei léti hann mig finna það. Atvikin höguðu því svo, að ég vann hjá honum við undirbúning Lands- móts hestamanna 1966 að Hólum. Vorið eftir vann ég þar einnig við sauðburð og ullarskráningu lamba. Þetta voru yndisleg vor. Seinna vorið fluttist hann að Kirkjubæ og fylgdi ég hrossum hans suður og dvaldist þá nokkurn tíma á heimili hans sem ég fann mig ætíð velkominn á. Með okkur og fjölskyldu hans tókst vin- átta sem aldrei bar skugga á. Sú vin- átta er mér ómetanleg. Heimsóknir mínar í Kirkjubæ urðu margar og ógleymanlegar em mér vornæturnar í haganum þegar farið var að huga að hryssum og bjóða nýfædd folöld vel- komin í heiminn. Við nánari kynni af Sigurði var mér ljóst hvílíkur hug- sjónamaður hann var, gæddur ríku fagurskyni og fádæma glöggskyggni á hross eins og hvað annað sem hann hefði tekið sér fyrir hendur. Fyrir honum var hrossarækt listgrein, sem bar að stunda með alúð og auðmýkt listamannsins. Samstæði hrossanna í Kirkjubæ bera vitni vönduðum smekk hans án undanláts. Hann var haldinn þekkingarþrá og óþreytandi í leit sinni að hverju því sem hann hugði til framfara og heilla íslenska hestinum. Vandvirkni hans og snilli í ræðu og riti þekkja flestir. En senni- lega vita færri hve ríkri kímnigáfu hann var gæddur. Grandvarleiki hans og heiðarleiki settu henni þó vissar skorður, en þá sjaldan hann gaf sér lausan tauminn og leyfði sér í fárra vina hópi að láta gamminn geisa höfðu fáir meiri yfirferð. Um leið og ég sendi eiginkonu hans og fjölskyldu mínar dýpstu samúðar- kveðjur, þakka ég langa samfylgd og leiðsögn. Hjartans þökk! Sigurður Hallmarsson. Kveðja frá Tónlistarskóla Rangæinga Menning - hvað þá list - í dreifbýli Islands er hvorki auðvelt mál né sjálfsagt. Það er í raun með ólíkind- um hvað fólk leggur á sig til að fara ekki á mis við þau lífsins gæði sem felast í því að stunda listnám út um byggðir landsins og það þarf einstakt og fórnfúst fólk til að styðja við bakið á slíkri starfsemi ef vel á til að takast. Tónlistarskóli Rangæinga hefur átt því láni að fagna að njóta stuðnings margra góðra manna og kvenna og einn af slíkum stuðningsmönnum var Sigurður Haraldsson. Hann var um 11 ára skeið formaður skólanefndar, á árum þar sem unnið var mikið og erfitt uppbyggingarstarf, ár sem skiptu sköpum fyrir framtíð skólans og þar með menningarlíf í sýslunni. Sigurður var mikill áhugamaður um hvers kyns uppeldi, hvort sem menn eða hestar áttu í hlut, og hafði ríkan skilning á því uppeldishlutverki sem tónlistarskólar hafa að gegna. Því var honum það kappsmál að veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.