Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjö ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 41 árs gamlan mann, Tryggva Sigfússon, í sjö ára fang- elsi fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás í Hafnarstræti í Reykja- vík aðfaranótt sunnudagsins 21. september síðastliðins. Maðurinn stakk tvær stúlkur með hnífi og hlaut önnur þeirra lífshættulega blæðingu af. Auk fangelsisvistarinnar var maðurinn dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 236 þúsund krón- ur fyrir miska, fatatjón og lögfræði- kostnað, en bótakröfu hinnar stúlkunnar var vísað frá dómi á þeirri forsendu að svo skammt sé liðið frá árásinni að ekki séu tök á að meta varanlegt líkamstjón henn- ar eða varanlegan miska. Þá þyki ekki fram komnar í málinu nægjan- legar upplýsingar til að dæma miskabætur. Ákærði og félagi hans, sem báðir voru drukknir, lentu í ýfingum við ungt par fyrir utan kaffihúsið Café au Lait í Hafnarstræti, og otaði maðurinn skyndilega hnífi að stúlkunni, sem er 17 ára, og stakk hann hana í kviðinn. Eftir árásina hljóp hann í burtu og skömmu síðar varð á vegi hans annað par og stakk hann stúlkuna, sem er tvítug, þannig að hnífsblaðið gekk inn í hjarta hennar. Var stúlkan við dauðans dyr þegar hún komst undir læknishendur, en parið komst að miðborgarstöð lögreglunnar í Toll- húsinu og elti maðurinn þau þangað með hnífinn á lofti. Lögreglumenn komu parinu undan og yfirbuguðu árásarmanninn. I gögnum héraðsdóms kemur ekki annað fram en að stúlkan sem maðurinn stakk fyrst hafi náð full- um líkamlegum bata eftir árásina að undanskildu öri eftir hnífstunguna, en óljóst sé hverjar langtimaafleið- ingar áverka á hjarta hinnar stúlkunnar kunni að verða. Sannað þykir að ákærði hafi veist að fyrri stúlkunni og stungið hana tilefnislaust og af ráðnum hug með hnífi í brjóstið, en hins vegar verði að teljast ósannað að með honum hafi búið ásetningur til þess að ráða stúlkunni bana. Með árásinni á seinni stúlkuna þykir sannað að maðurinn hafí stungið hana tilefnis- laust og af ráðnum hug í brjóstið þannig að hnífurinn gekk inn í hjartað svo stúlkan hlaut næstum bana af. Hafi maðurinn með þessu orðið sekur um tilraun til mann- dráps. Samverkandi áhrif áfengis og hræðsluviðbragða Fram kemur að ákærði hafi ekki hlotið refsingu áður. Hann sætti geðrannsókn og taldist vera sak- hæfur, en læknir telur líklegt að orsaka fyrir verknaði hans sé helst að leita í samverkandi áhrifum áfengis og hræðsluviðbragða við aðstæður sem hann hafi ekki ráðið fram úr. Telur læknirinn manninn hafa verið andlega miður sín þegar atburðimir gerðust og hann ekki fyllilega gert sér grein fyrir at- burðarásinni. í dómi héraðsdóms segir að ekki sé vitað hvað ákærða gekk til með atlögunum sem hafi verið alveg til- efnislausar og refsing hans þyki hæfilega ákveðin fangelsi í sjö ár, en til frádráttar kemur gæsluvarð- haldsvist frá 22. september síðast- liðnum. Auk þess að greiða annarri stúlkunni miskabætur, fatatjón og lögfræðikostnað, samtals 236 þús- und krónur, var maðurinn dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin saksóknaralaun í ríkis- sjóð, 75 þúsund krónur, og 250 þús- und krónur í réttargæslu- og málsvarnarlaun til verjanda síns. Sem fyrr segir var bótakröfu ann- arrar stúlkunnar vísað frá dómi. Dóminn kvað upp Pétur Guð- geirsson héraðsdómari ásamt með- dómendunum Helga I. Jónssyni og Sigurði T. Magnússyni héraðsdóm- urum. Mikið tjón í þrumu- veðri í Oræfum Sjö raf- magnsstaur- ar í spón SJÖ 12-14 metra háir rafmagns- staurar í Öræfum fóru í spón af völd- um eldinga í miklu þrumuveðri sem þar gekk yfir í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. Að sögn Freysteins Þórðarsonar, vélstjóra hjá Raf- magnsveitum ríkisins á Höfn, eyðilögðust auk þess m.a. þrír spennar í Öræfum, tveir við þjón- ustumiðstöðina í Skaftafelli og einn á Einholti á Mýrum. Viðgerð var ólok- ið í Öræfum í gærkvöldi, en viðgerð annars staðar lauk í gærmorgun. I Skaftafelli er sjónvarpsendur- varpsstöð fyrir öll Öræfin og stóð til að reyna að koma straumi á hana í gærkvöldi. Freysteinn sagði að skemmdir hefðu orðið á búnaði í millitengingu fyrir símstöð í Freys- nesi og hefði m.a. farsímakerfið orðið óvirkt af þeim sökum. „Þramuveðrið var alveg gífurlegt. Það glamraði hér leirtau i skápum og það var bjart sem á degi með köfl- um,“ sagði Freysteinn. Skurðgrafa inni í húsi EIGENDUR þessa gamla húss við Njálsgötu gripu til róttækra aðgerða við endurbætur á húsinu. Heilli gröfu var komið fyrir inni í húsinu og mokaði hún upp úr grunninum. Til að koma henni inn í húsið þurfti að opna hliðina á því og eins og nærri má geta vakti það athygli vegfarenda. Stefnt er að því að auka nýtingu á húsinu með því að dýpka grunninn og koma þar fyrir heilli hæð. Óformlegar viðræður um Schengen Spánverjar hindra samninga Á FUNDI æðstu embættismanna- nefndar ráðherraráðs Evrópusam- bandsins í Brussel í fyrradag hindr- aði fulltrúi Spánar að ákvörðun yrði tekin um það hvenær formlegar samningaviðræður um endurskoðun samstarfssamnings íslands og Nor- egs við Schengen-ríkin hæfust, en slík endurskoðun varð nauðsynleg eftir að ákveðið var á leiðtogafundi ESB í Amsterdam í júní í fyrra að sameina Schengen-samninginn stofnsáttmála ESB. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sagði spænski fulltrúinn ástæðuna vera þá, að ísland og Noregur viðurkenni skilríki sem gefin eru út í brezku nýlendunni Gíbraltar sem vegabréf. Spánn, sem hefur lengi átt í deilum við Bretland vegna nýlendunnar, neitar hins veg- ar að viðurkenna slík skilríki sem vegabréf. Ljóst þykir að hefði Spánn ekki hindrað viðræðumar nú hefði niður- staðan orðið sú að ákveðið hefði ver- ið hvenær formlegar samningavið- ræður við ísland og Noreg hæfust um Schengen-málið. Misskilningur Gunnar Snorri Gunnarsson, aðal- samningamaður Islands í Brussel, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi afstaða spænska fulltrúans væri byggð á misskilningi. Þótt ferðaskflríki Gíbraltarbúa væru tek- in gild sem slík þá jafngiltu þau ekki vegabréfum. „Við vonumst til að geta skýrt þetta nægilega út fyrir honum til að geta haldið áætlun,“ sagði Gunnar Snorri Gunnarsson. Formaður Alþýðubandalagsins um samfylkingu félagshyggjufólks Nauðsynlegt að kanna málið án fordóma Morgunblaðið/Þorkell MARGRÉT Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, setti miðstjórnarfund flokksins í gærkvöld með ræðu. FORMAÐUR Alþýðubandalags- ins, Margrét Frímannsdóttir, sagðist við upphaf miðstjómar- fundar flokksins í gærkvöld aldrei hafa fundið fyrir eins miklum áhuga innan flokksins og nú fyrir því að kanna til hlítar hvort taka eigi upp samstarf eða sameiginlegt framboð félagshyggjufólks fyrir kosningar til Alþingis 1999. Margrét sagði nauðsynlegt að kanna málið án fordóma og fyrir- íram gefinnar niðurstöðu en með hag vinstri hreyfingarinnar að leiðarljósi og að menn mættu ekki láta tilfinningar bera sig ofurliði. Sagði formaðurinn að samfylking, hvemig sem hún kynni að verða, yrði ekki keypt hvaða verði sem væri. „Sá formaður sem hér stend- ur er ekki ljóst og leynt að stefna að því að kljúfa flokkinn. Ég fylgi samþykktum sem gerðar hafa ver- ið. Eg held fram stefnu Alþýðu- bandalagsins sem er mér afar mik- ils virði, stefnu sem ég hef trú á, stefnu sem á skilið meira fylgi en hún hefur. Við eigum að leita leiða tfl þess að þessi stefna verði það afl sem til þarf til að breyta þvi þjóðfélagi sem við búum nú við,“ sagði Margrét undir lok ræðu sinnar. Formaðurinn sagði forystumenn Alþýðubandalagsins hafa átt nokkra fundi með forystufólki Al- þýðuflokks og Kvennalista vegna samstarfsmálanna og lýsti eftir því hjá miðstjórnarmönnum að þeir tjáðu sig um þau mál sem þeir helst vildu sjá í samstarfi þessara flokka. Margrét sagði afar sérkenni- lega mynd hafa verið dregna upp af fjölmiðlafólki, fulltrúum ann- arra flokka og jafnvel innan Al- þýðubandalagsins af viðræðum um samfylkingu félagshyggjufólks og um tillögur Alþýðubandalags- manna um auðlindir í sameign þjóðarinnar og gjaldtöku vegna nýtingar þeirra. Sagði hún auð- lindatillögurnar ekki gefa tilefni til að lýsa því að hugmyndin væri að leggja á milljarða skattlagn- ingu á sjávarútveginn eða lands- byggðina. I l I t I I \ i I I I í « i l 1 I I 1 I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.