Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 16
]
16 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
i I
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Félagsmiðstöð fyrir eldri en 16 ára
Laufin og spaðarn-
ir komin til að vera
Grindavík - Ný félagsmiðstöð
fyrir ungt fólk í Grindavík ber
hið undarlega nafn „Laufin og
spaðarnir". Þetta húsnæði er í
gömlu frystihúsi sem hætt hefur
vinnslu, Hraðfrystihúsi Grinda-
víkur.
Hrafnhildur Björgvinsdóttir
átti frumkvæði að þessum félags-
skap en hún fór að velta fyrir sér
hvað væri fyrir þennan aldurs-
hóp að gera og í hvaða hús hann
hefði að venda eftir sjálfsvíg son-
ar hennar, Hafliða Ottóssonar,
sem féll frá í desember 1996, þá
aðeins 18 ára að aldri. Var virki-
lega ekkert nema „pöbbinn" eða
göturnar sem þessi hópur gat
valið um.
„Hafiiði hafði átt í erfiðleikum
með áfengi. Ein af ástæðunum
fyrir áfengisnotkun krakkanna
var þetta aðstöðuleysi og því
langaði mig til þess að gera eitt-
hvað fyrir þennan aldurshóp,“
sagði Hrafnhildur.
Forvamastarf fyrir
gleymda hópinn
Hrafnhildur vonast til þess að
forvarnastarfið sem fari fram í
„Laufunum og spöðunum“ verði
öðram hvatning til að sinna þess-
um aldurshóp félagslega. „Mér
finnst eins og að þessi hópur hafí
gleymst alfarið hvað varðar fé-
lagsstarf án áfengis, en mark-
miðið með þessari starfsemi er
einmitt að halda uppi félagsstarfi
fyrir 16 ára og eldri án áfengis,"
sagði Hrafnhildur.
Hrafnhildur fékk í lið með sér
Sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur
og Hilmar Knútsson. Það var svo
fljótlega sem þetta húsnæði
fékkst endurgjaldslaust frá Fiski-
mjöl og Lýsi hf. Þau þijú eru
eins konar bakland félagsins en
unglingarnir sitja í stjórninni. Til
þess að koma þessu húsnæði í
nothæft ástand var ljóst að miklu
þurfti að breyta og mikið að
bæta. Akveðið var að standa fyr-
ir maraþonvinnu og reyna að
opna með einhverjum hætti.
Miklar efasemdir voru í gangi
um að þetta tækist á tilsettum
tíma þ.e. frá fímmtudegi til
sunnudags.
Otrúleg breyting
á stuttum tíma
Fjöllistamaðurinn Örn Ingi frá
Akureyri var fenginn til að
stjórna þessu maraþoni. Eftir
miklar breytingar og þrotlausa
vinnu var húsnæðið tekið í notk-
un sunnudaginn 14. desember
síðastliðinn og reyndar var það
þannig að unnið var nánast allan
sólarhringinn dagana fyrir opn-
unarhátiðina.
Þegar Hilmar Knútsson var
truflaður við vinnu sína í þessu
húsnæði þar sem hann var að
gera snyrtinguna klára fyrir
kaffihúsakvöld og spurður um
þetta undarlega nafn sagði hann:
„Nafnið er tilkomið vegna frasa
sem notaður var í gömlu ára-
mótaskaupi sem Hafliði Ottósson
og félagar héldu mikið uppá:
„Þegar laufin sofa liggja spað-
arnir andvaka“.“
Þegar Hilmar var spurður um
hvernig það hefði verið að stand-
setja þetta húsnæði sagði hann:
„Það var ótrúlegt að sjá breyt-
inguna sem varð á svona stuttum
tíma,“ og vildi koma á framfæri
þakklæti til allra sem lögðu mál-
efninu lið, bæði fyrirtækjum í
bænum, eins og Rafborg sem gaf
öll Ijósin, Kvenfélaginu, einstak-
lingum og nánast öllum fyrir-
tækjunum í bænum. Þá lagði
Grindavíkurbær málinu Iið með
góðu fjárframlagi.
„Við erum búin að vera í vand-
ræðum með miðstöðina en nú er
búið að ráða bót á vandræðunum
með hitann, en það ásamt því að
ekki var búið að ráða starfsmann
hefur haldið aftur af starfsem-
inni til þessa. Nýráðinn starfs-
maður heitir Ómar Enoksson,"
sagði Hilmar og benti á manninn
fyrir framan sig, sneri sér siðan
aftur að því að gera snyrtinguna
klára.
Það lá því beinast við að spyrja
Ómar um starfsemina og sagði
Ómar að einhverjir klúbbar væru
komnir á laggirnar m.a. Ieiklist-
ar-, blaða-, billjard-, ljóða-,
video-, borðtennis-, píluklúbbur
o.fl. „Þá verða ýmsar uppákom-
ur, eins og t.d. kaffihúsakvöld á
boðstólum, allt eftir áhuga
krakkanna sjálfra. Síðast þegar
kaffihúsakvöld var hér voru um
100 krakkar, það voru lesin ljóð,
gripið í gítar og ekki má gleyma
frábæru uppistandi," sagði Óm-
ar. „Þá fékk Hilmar Knútsson
forláta gulllitaðan hamar að gjöf |
sem viðurkenningu fyrir vel unn- j
in störf í þágu félagsmiðstöðvar- '
innar en umrædd viðurkenning
var einmitt aflient á fyrsta kaffi-
húsakvöldinu 28. janúar síðastlið-
inn. Það verður opið alla virka
daga frá 20-24 og um helgar frá
20-3 en hve lengi er opið verður
þó að þróast eftir þörf. Ég held
að þetta sé fyrsta félagsmiðstöð- ,
in fyrir þennan aldurshóp í land- '
inu,“ sagði Ómar og vonaðist til
að þessi starfsemi yrði öðrum
hvatning til að fara af stað.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
STARFSMENN Netag-eröarinnar gæddu sér á góðum veitingum.
Utibú Netagerðarinnar Ingélfs á Þérshöfn
Stærsta verkefninu fagnað
Þdrshöfn. ^
HÚS Netagerðarinnar og athafnasvæði.
Það var glatt á hjalla hjá Netagerð-
inni Ingólfi á Þórshöfn á dögunum
en þá gerðu starfsmenn sér daga-
mun með kaffi og kræsingum og
gestir voru viðstaddir. Tilefnið var
að Netagerðin afgreiddi nýja nót til
nótaskipsins Neptúnusar sem er í
eigu Skála ehf. á Þórshöfn. Þetta er
fyrsta nótin sem Netagerðin setur
upp frá grunni og stærsta verkefni
hennar á Þórshöfn til þessa.
Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. er
stærsti viðskiptavinur Netagerðar-
innar og eru nótaskipin Júpíter og
Neptúnus bæði þjónustuð þar. For-
svarsmönnum Hraðfiystistöðvar
Þórshafnar hf. var boðið að þiggja
veitingar í Netagerðinni af þessu
tilefni og sagði Jóhann A. Jónsson,
framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðv-
arinnar, að það væri mikill styrkur
fyrir byggðarlagið að Netagerðin
hefði stofnsett verkstæði hér á
staðnum.
Netagerðin Ingólfur á Þórshöfn
er útibú frá Vestmannaeyjum og
útibússtjóri er Ingi Freyr Ágústs-
son. Alls starfa 7 menn hjá Neta-
gerðinni sem er í tæplega 600 fer-
metra húsnæði og hýsir starfsemina
ágætlega, að sögn Inga Freys. Nýr
útibússtjóri tekur við Netagerðinni
á Þórshöfn fljótlega og er það Osk-
ar Pétur Friðriksson sem flytur
hingað með fjölskyldu sína. Ingi
Freyr hefur veitt útibúinu á Þórs-
höfn forstöðu frá því að starfsemin
hófst í júlí síðastliðnum en hyggst
færa sig um set til Namibíu og
vinna þar hjá fyrirtækinu Seaflower
sem er að 20% í eigu íslenskra sjáv-
arafurða og 80% í eigu namibískra
stjórnvalda. Þar er þjónusta við
togara og troll en Ingi Freyr tekur
við af íslendingi sem er að flytja
heim.
Næg verkefni hafa verið í Neta-
gerðinni á Þórshöfn og full þörf á
þessari þjónustu, „þó fyrr hefði ver-
Isafjarðarbær
Friðrik íþrétta-
maður ársins I
Isafirði - Körfuknatt-
leiksmaðurinn snjalli
hjá KFÍ, Friðrik E.
Stefánsson, var á
þriðjudagskvöld út-
nefndur Iþróttamaður
Isafjarðarbæjar fyrir
árið 1997. Útnefning
hans var kunngerð í
hófi sem bæjarstjórn
Isafjarðarbæjar,
fræðslunefnd bæjarins,
ásamt Iþróttabandalagi
Isfirðinga og HVI
efndu til í félagsheimil-
inu á Þingeyri. Fá-
mennt var á hófinu
enda tímasetningin ekki eins og
best verður á kosið. Auk Friðriks,
sem ekki gat verið viðstaddur út-
nefninguna vegna æfinga, fengu
átta aðrir íþróttamenn viðurkenn-
ingu fyrir árangur sinn og ástund-
un.
Iþróttamaður ísafjarðabæjar
fyrir árið 1997, Friðrik E. Stefáns-
Átak til
Flateyri - Helgina 16.-18. janúar
gekkst fræðslusambandið Símennt
fyrir tveggja daga námskeiði í Holti
í Önundarfirði. Að fræðslusamband-
inu Símennt standa Bændasamtök
íslands, Kvenfélagasamband ís-
lands og Ungmennafélag Islands.
Námskeiðið sóttu í kringum 20
manns. Fyrirlesarar á þessu nám-
skeiði voru Ingibjörg Stefánsdóttir
frá Iðntæknistofnun Islands, Hall-
dóra Gunnarsdóttir frá Ungmenna-
félagi Islands; Halldór Halldórsson,
framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfjarða, Guðmundur Ein-
arsson, forstöðumaður Farskóla
son, spilar með KFÍ.
Hann hefur náð frá-
bærum árangri með
liðinu og er ein helsta
ástæða iyrir velgengni
félagsins á liðnum ár-
um og þá kannski sér;
staklega á síðasta ári. I
lokahófi Körfuknatt- L
leikssambands íslands 1
sem haldið var í maí á
síðasta ári var hann
kjörinn efnilegasti
körfuknattleiksmaður
landsins og undirstrik-
aði sú útnefning hversu
miklum framförum
Friðrik tók á keppnistímabilinu.
Friðrik er fyrsti leikmaðurinn frá
Isafjarðarbæ sem valinn hefur ver-
ið í A-landslið í körfuknattleik og .
hefur hann verið bæjarfélaginu til í
mikils sóma. Friðrik, sem er aðeins |
21 árs, er frábær íþróttamaður og
býr yfir miklu keppnisskapi auk
þess sem hann er góður félagi.
athafna
Vestfjarða, og Dorothee Lubecki,
ferðamálafulltrúi Vestfjarða.
Markmið námskeiðsins er að auð-
velda fólki að koma auga á nýja at-
vinnumöguleika í nánasta umhverfi
sínu, efla sjálfstraust þess og gera
það færara um að skapa sér betri
framtíðarmöguleika í síbreytilegu
starfsumhverfi. Sérstök áhersla er
lögð á mikilvægi símenntunar og
fullorðinsfræðslu. Miklar og fjörug-
ar umræður sköpuðust á námskeið-
inu og var víða komið við hvað varð-
ar stöðu Vestfjarða í atvinnumögu-
leikum hvað varðar lífræna ræktun |
og umhverfisvænni ferðaþjónustu.