Morgunblaðið - 07.02.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 63
FOLK I FRETTUM
LAUGARDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA
Stöð 2 ►21.00 Nagandi óvissa (Fl-
irting with Disaster, ‘96) nefnist glæ-
ný sjónvarpsmynd sem er frumsýnd
hér. Segir í kynningu að þetta sé gam-
anmynd um „... fjölskyldulíf, kynlíf,
ást og önnur slysaleg atvik...“ Hinn
að öllu jöfnu rausnarlegi All Movie
Guide gefur aðeins ★%, sem er slæm-
ur fyrirboði...
Sýn ^21.00 Grái fiðringurinn (The
Seven Year Itch, ‘55). Sjá umfjöllun í
ramma.
Sjónvarpið ►21.15 Hafnabolti er vin-
sælust íþrótta í Bandaríkjunum og
hafa landsmenn átt margar fræknar
hetjur í þessum leik sem aldrei hefur
náð að festa sig í sessi hérlendis utan
róluvalla bernskunnai'. Þjóðaríþróttir
skapa þjóðhetjur, Hafnaboltahetjan
(The Babe, ‘92) fjallar um eina slíka;
hinn nafntogaða „Babe“ Ruth. Sá
vann ótalin afrek á blómaskeiði sínu,
utan vallar sem innan. Maðurinn vai'
óvenjuleg blanda afreksmanns sem
jafnframt var drykkfelldur vandræða-
gripur, óforbetranlegur kvennabósi,
einfeldningur og drengur góður sem
naut ómældrar lýðhylli. Allar þessar
hliðar nær John Goodman að sýna
áhorfandanum með afburðaleik sem
gerir myndina sannarlega þess virði
að taka hana upp á meðan horft er á
MM í myndinni að ofan. Með Kelly
McGillis. ★★★
Stöð 2 ^22 .35 Sýndarmennið
(Virtuosity, ‘95) er lítið meira en æfing
kvikmyndagerðarmanna með nýja
tölvutækni, sýndai'veruleika, sem síð-
an hefur verið notuð með mun betri
árangri. Myndin gerist að ári í Los
Angeles. Löggan Denzel Washington
eltist við skálkinn Sid (Russell
Crowe), illvígt sýndarmenni sem
sloppið hefur útúr tölvunni og inní
raunveruleikann. ★1/z
Sjónvarpið ►23.15 Danska myndin
Fíkniefnasalinn
(The Pusher, ‘95)
hefur rétt lokið
göngu sinni
hérlendis í kvik-
myndahúsi. Aðal-
persónan er eitur-
lyfjasali (Kim
Bodnia) í Kaup-
mannahöfn, sem á í erf-
iðleikum. Fær ★★V'2 hjá
A.S., Mbl.
Stöð 2 ►0.25^ Bandaríska
myndin Engin leið til baka (Point
of no Return, ‘93) er endurgerð
frönsku hasarmyndarinnar La
Femme Nikita, sem Besson gerði af
miklum sprengiki'afti 1990. John Bad-
ham er fyrir löngu heillum horfinn og
hefur engu við að bæta nema ensk-
unni, í góðri sögu af ungu glæpa-
kvendi (Bridget Fonda) sem fær ann-
að tækifæri sem morðvopn á vegum
hins opinbera. Með Anne Bancroft,
Gabriel Byrne og Harvey Keitel.
★★Vi2
Stöð 2 ►2.10 Afdrifarík ferð (White
Mile, ‘94) er lítt áhugaverð B-útgáfa af
Deliverance. Nú fer viðskiptajöfurinn
Alan Alda fyrii' hópi starfsmanna
sinna á gúmbáti niður grængolandi og
hvítfyssandi flúðir og fossa árinnar
Chalko. Lítið spennandi, Alda algjör-
lega misráðinn, sama máli gegnir um
Robert Loggia, Peter Gallagher og
aðra í áhöfn. Allir mjög utangátta. ★.
Sæbjörn Valdimarsson
MYNDBOND
Leitað að „þeim rétta“
Ast og aðrar hrakfarir
(Love and other catastrophes)
Camanmynd
★★
Framleiðandi: Stavros Andonis
Efthymiou. Kvikmyndataka: Justin
Brickle. Handrit: Yael Bergman og
Emma-Kate Croghan ásamt Helen
Bandis. Klipping: Ken Sallows. Leik-
stjórn: Emma-Kate Croghan.
MYND þessi skýrir frá hinum
margvíslegu vandræðum sem upp
spretta þegar ástin er annars vegar.
Söguhetjurnar Mia og Alice, sem
leigja saman íbúð, eru í leit að með-
leigjanda. Þær stöllur eru ólíkar að
eðlisfari; Alice er haldin fullkomnun-
aráráttu og alltaf að leita að „þeim
rétta“, en Mia er hrifin af kennaran-
um sínum og reynir eftir bestu getu
að vera nálægt hon-
um sem oftast.
I augum Alice er
.»sá rétti“ einn að-
alsjarmörinn í há-
skólanum, en hann
ber einmitt hið
ágæta nafn Ari. Ari
þessi er ógurlegt
merkikerti en
stuðlar þó að því
að Alice hittir
leyndan aðdáanda
sinn, Michael
nokkurn. Michael deilii' húsaskjóli
með nokki'um hasshausum sem
i’eykja allan daginn og vill ólmur
flýtja þaðan. Þegar Ari greinir hon-
um frá því að hann viti um tvær
stelpur sem vantar meðleigjanda
tekur atburðarásin stefnu sem verð-
ur ekki rakin
lengra að sinni...
Myndin gengur
út á að maður
skemmti sér. Það
er númer eitt, tvö
og þrjú. Og í raun
virkar það alveg
þó að sum atriðin
jaðri við fárán-
leika er þau reyna
að skapa aðstæð-
ur sem eiga að vera svo útúrfríkaðar
að maður getur ekki annað gert en
hlæja eins og vitlaus. Gott dæmi um
þetta er sagan um alnets-hakkarann.
Það er fáránleg tímasóun sem er
akkúrat ekkert fyndin.
Myndin ber þess reyndar vott að
fólkið sem gerði hana hafi ekki vitað
nákvæmlega hvað það var að gera.
Sumt er mjög óraunsætt og ófyndið.
Engu að síður er
leikstjómin ágæt og
myndatakan alveg sæmileg. Ekkert
meistaraverk, en í lagi að horfa á
hana. Gott að gefa þessari gætur ein-
hvern tímann...
Ari Eldjárn
Blað allra landsmanna!
Þegar M.M.
lyfti pils-
faldinum
lyn
Marilyn
Monroe í
frægu atriði
úr Gráa fiðr-
ingnum frá
árinu 1955.
Sýn ►21.00 Það er engin
spurning að Grái fiðring-
urinn (The Seven Year
Itch) er fyrir löngu orð-
in sígild, þó ekki sé
nema fyrir eitt fræg-
asta atriði kvikniynda-
sögunnar. Hvert
mannsbarn komið af
gelgjuskeiði kannast
við - þó ekki sé nema
af ljósmynd - er pilsfald-
ur þokkagyðjunnar Mari-
i Monroe lyftist í undur-
samlegar hæðir og berar
þessa Iíka ógleymanlegu fót-
leggi... Annað er ekki jafn eft-
irminnilegt og skiptir minna
máli, a.m.k. sögulega séð.
Annars er það sjálfur Billy
Wilder sem leikstýrir og skrifar
handrit bestu gamanmyndar
gyðjunnar sem skartar ekki að-
eins fógru útsýni heldur er hún
bráðfyndin á köflum og hér fær
Monroe tækifæri til að sanna að
hún hafí gamanleikhæfileika.
Monroe fer með hlutverk
munúðarlegs nágranna
grasekkjumannsins Toms Ewell,
sem reynir að hagnýta sér að-
stæðurnar þegar kona hans
bregður sér úr borginni. En hin
ljóshærða og dulítið bamalega
draumadís grasekkilsins lætur
ekki glepjast svo glatt. Myndin
er byggð á vinsælu Ieikriti eftir
George Axelrod og er af mörg-
um talin ein af bestu myndum
hinnar ógæfusömu leikkonu.
ÍFIMIFATIUAÐUR
m a r x]
arnafatnadur á tilbodi
Opid
■ í dag
kl. 10-16
REYSTI
SKEiFUNNI 19 - S.568-1717
F I Ö R Ð U R
- mióbœ Hafmrjjaröar