Morgunblaðið - 21.02.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Skátar halda
upp á afmæli
SKÁTAR í Skátafélaginu Klakki á
Akureyri ætla að halda upp á af-
mæli stofnanda skátahreyfmgarinn-
ar, Baden Powell, sunnudaginn 22.
febrúar nk. Dagskráin hefst kl.
10.00 með gönguferð á Vaðlaheiði
frá nýbyggðum skála félagsins, Val-
höll, sem er í landi Veigastaða.
Fyrir þá sem ekki ætla í þá
gönguferð, er önnur og léttari
gönguferð frá tjaldsvæðinu Húsa-
brekku kl. 13.00. Setning verður svo
við Valhöll kl. 14.00 og á eftir henni
hefst fjölbreytt útidagskrá. Má þar
nefna snjóþotukeppni og snjókarla-
gerð. Hjálparsveit skáta verður á
staðnum og ýmislegt annað.
Boðið verður upp á útikakó en
hver þarf að koma með sitt drykkj-
armál. Kl. 16.30 verða skátasöngvar
uppi á svefnloftinu í Valhöll og
standa til kl. 17.30 en þá lýkur dag-
skránni. Dagskráin er öllum opin og
án kostnaðar.
Sveitapiltsins draumur
SVEITAPILTSINS draumur er
heiti á fyrirlestri sem Haraldur Ing-
ólfsson heimspekingur flytur í
Deiglunni næstkomandi þriðjudags-
kvöld, 24. febrúar kl. 20.30, en und-
irtitill fyrirlestursins er „hvernig og
hvers vegna verður mikill heim-
spekingur úr íslenskum alþýðupilti
á nítjándu öld?“
Fyrirlesturinn er hugleiðing um
heimspeki Brynjúlfs Jónssonar frá
Minna-Núpi, aðstæður hans, ástæð-
ur, aðferðir og fleira.
Halaldur Ingólfsson lauk BA-
prófi í heimspeki frá Háskóla ís-
lands 1996 og skrifaði lokaritgerð
sína um Brynjúlf Jónsson frá
Minna-Núpi.
Allt áhugafólk um heimspeki er
velkomið og er aðgangur ókeypis.
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi.
Byggðavegur/Hrafnabjörg
Einholt/Langholt
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur.
Góður göngutúr borgar sig.
ptargtittMiifeib
Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
sími 461 1600
RÆSTIVAGNAR
Urvalið er hjá okkur
Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur
Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001
IBESTAI
Morgunblaðið/Kristján
JÓHANN Pétur Andersen framkvæmdastjóri Krossaness kynnir nýjan mengunarvarnarbúnað í
verksmiðjunni fyrir gestum.
Krossanes og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri
Samstarfssamningur
um umhverfísstjórnun
SAMNINGUR um faglega ráðgjöf
og rannsóknir er lúta að stefnumót-
un í umhverfísstjómun var undirrit-
aður í gær milli Krossaness hf. og
Rannsóknarstofnunar Háskólans á
Akureyri. Samningurinn gildir til
júnfloka árið 2000.
í fyrstu verður lögð áhersla á val á
búnaði til hreinsunar á útblæstri frá
Krossanesverksmiðjunni. Markmiðið
með þessum samstarfssamningi er
„að ná enn betri tökum á umhverfis-
málum Krossanesverksmiðjunnar
svo hún megi verða í fararbroddi
sambærilegra fyrirtækja þegar árið
2000,“ eins og segir í samningnum. í
því augnamiði verður aðgerðunum
einkum beint að fjórum sviðum;
ímynd, tækni, mælingum og gæða-
tryggingu.
Við undirritun samningsins í gær
var mengunarvamarbúnaður sem
tekinn var í notkun síðastliðið haust
kynntur sem og aðrar framkvæmdir,
en nefna má að þá var tekinn í notk-
un svartolíuketill, klæðning verk-
smiðjunnar var endumýjuð og
loftafsog frá ýmsum tækjum verk-
smiðjunnar var aukið veralega, en
allar þessar aðgerðir miða að því að
draga úr lyktarmengun frá verk-
smiðjunni.
Fitugildra sett upp
Til að draga úr mengun sjávar
hefur frárennslinu frá verksmiðju-
svæðinu verið tvískipt þannig að
rigningar- og leysingavatn fer í sér-
lögn til sjávar en allt skol- og þvotta-
vatn ásamt yfirfalli af tönkum og
blóðvatni úr beinaþró fer í sérstakan
safnbmnn. Keypt hefur verið fitu-
gildra af fullkominni gerð og á hana
verður dælt úr safnbrunninum og
mun hreinsun í gildmnni uppfylla
alla staðla til þess efnis sem fer frá
henni til sjávar. Uppsetningu fitu-
gildmnnar lýkur í næsta mánuði.
Forsvarmenn Krossaness leggja
ríka áherslu á að fullnýta hráefni
sem gengur af við vinnslu hjá öðmm
sjávarútvegsfyrirtækjum og væri að
öðram kosti hent. Verksmiðjan hafði
frumkvæði að því að vinnsla á rækju-
skel var hafin þar árið 1991 og hefur
Krossanes lagt rækjuvinnslum á
svæðinu til búnað til að skilja skelina
frá pillunarvatninu áður en það fer í
sjóinn. Pá framleiðir verksmiðjan
lýsi úr um 120 tonnum af lifur árlega
og tekur við 7-8 þúsund tonnum af
annars konar fiskúrgangi til bræðslu
frá fiskvinnslustöðvum á Eyjafjarð-
arsvæðinu. Ennfremur er í Krossa-
nesi búnaður til vinnslu loðnuhrogna
og verksmiðjan er stærsti hráefnis-
birgir fóðurvömfyrirtækja á Eyja-
fjarðarsvæðinu. Stendur hugur for-
svarsmanna verksmiðjunnar til þess
að auka enn frekar samstarf við fyr-
irtæki á svæðinu um fullnýtingu
sjávarfangs.
www.mbl.is/fasteignir