Morgunblaðið - 21.02.1998, Qupperneq 50
50 LAUGAKDAGUR 21. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Tf&gé&ÚltiNAÐ&Gfi NÝJtí> 1
'BLÖP/ZOMA 0MA iM>DA6A.. j
úSNi/m
)MNSf&HJ6llO
I dLÖÐfZOe ZMJ E&d )
\_Þe&TAe p/e/e j-ang-
líp'
o
o
Tommi og Jenni
Ljóska
Smáfólk
THAT'5 THE N
L0NELIE5T
50UNP IN THE
IÚ0RLP.. y
LIKE A TRAIN
WHI5TLE AT
MIDNI5HT.. J
OR A "
LONE CAN
OPENER..,
I HEARP THE C0V0TE5 H0WLIN5 AéAlN
LA5T NléHT, CHARLIE BROWN..
Ég heyrði sléttuúlfana góla aftur í
gærkvöldi, Kalli Bjarna.
Það er
einmanalegasta
hljóð í heimi.
Eins og
lestarflaut á
miðnætti.
Eða
einmana
dósahnifur.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fáum við
Akraborgina?
Frá Guðmiindi Gunnarssyni:
VIÐ Grafarvogsbúar höfum á und-
anfórnum árum ítrekað bent á að
þörf sé á, að auka afköst umferðar-
mannvirkja sem
liggja að Grafar-
vogi. Þessar
ábendingar hafa
borgaryfirvöld
látið sem vind um
eyru þjóta. Við
höfum merki þess
að borgaryfírvöld
hafí í raun verið á
öndverðri skoð-
un. Sett var upp
hringtorg á
helstu umferðaræðina úr Grafarvog-
inum, sem hefur tafíð umferð um-
talsvert. Til er undirbyggð tvöfoldun
á akbrautum frá Suðurlandsvegi að
Víkurvegi sem einungis þarf að mal-
bika, ekkert hefur verið gert til þess
að ljúka þeim vegi. Ekkert hefur
verið gert til þess að auka afköst
Víkurvegs og endurbyggja gatna-
mót við hann og Vesturlandsveg og
þannig mætti lengi telja.
Við Grafarvogsbúar fengum síð-
astliðið sumar enn eina sönnun þess
að borgaryfirvöld vilji ekki átta sig á
í hversu mikið óefni er komið, þá
beindu þau allri umferð af Vestur-
landsvegi í gegnum Grafarvog. Það
myndaðist fullkomið öngþveiti á öll-
um götum í Grafarvogi og fólk sat
innilokað í bflum sínum í allt að 3
klst. Þegar fréttamenn leituðu til
borgaryfirvalda með spurningar um
hverjum dytti svona lagað í hug, var
því svarað með útúrsnúningi og
skætingi. Það var svo á öðrum degi
öngþveitisins sem lögreglan tók af
skarið og lét opna Vesturlandsveg
aftur.
Neyðarástand
í Grafarvogi
Fyrir nokkru snjóaði í Reykjavík,
sem virtist koma borgarstjóra í
opna skjöldu. Þá skapaðist neyðar-
ástand í Grafarvogi, öll umferð sat
föst og nokkur þúsund Grafarvogs-
búa mættu 20-40 mín. of seint til
vinnu sinnar og nemendur í fram-
haldsskólum misstu af fyrstu
kennslustund. Þá loks rumskar
gatnamálstjóri og kemur fram í fjöl-
miðlum og segir, að það sé nú lík-
lega þörf á að taka í burtu hringtorg
af Gullinbrú og setja upp afkasta-
meiri gatnamót og tvöfalda aðreinar
að gatnamótunum. En það er nú svo
með embættismenn, það virðist ekki
skipta neinu máli hvort þeir stunda
sína vinna og þaðan af síður hvemig
þeir gera það. Afsökun borgarstjóra
er sú, að hún sé svo aum, að hún
þori ekki að gera neitt í þessu vegna
þess að Aiþingi leyfi henni það ekki.
Kattarþvottur af þessu tagi er nú-
verandi borgaryfirvöldum til minnk-
unar.
Borgaryfírvöld virðast nú loks
ætla að laga gatnamótin á Gullinbrú,
en greinilega er það gert með hang-
andi hendi og í mikilli fylu, eins og
komið hefur fram hjá þeim. Eg spyr,
hvað ætla þau að gera við umferðina
á meðan? Það má benda borgar-
stjóra á að nú í vor losnar Akraborg-
in, þá getur hún tekið upp áætlunar-
siglingar frá Gufunesi í Sundahöfn. I
sumar þegar búið verður að opna
jarðgöng undir Hvalfjörð verða Ak-
umesingar fljótari að skjótast í mið-
borg Reykjavíkur en við Grafar-
vogsbúar. A meðan aðrir landsmenn
fá sífellt betra vegakerfi þá siglir
borgarstjóri samgöngumálum 15
þús. Grafarvogsbúa, ekki inn í
næstu öld, heldur aftur til síðustu
aldar.
Með þessu háttarlagi hefur borg-
arstjóri valdið því að verðlag á hús-
næði í Grafarvogi hefur lækkað
samanborið við önnur nýbyggingar-
svæði á höfuðborgarsvæðinu. Hún
hefur valdið okkur og byggingarfyr-
irtækjum umtalsverðu fjárhagslegu
tjóni. Með leyfi; Er einhver undr-
andi á því að ungt fólk sæki frekar
um byggingarleyfi í öðmm bæjarfé-
lögum?
GUÐMUNDUR GUNNARSSON,
Fannafold 69, Reykjavík.
Menningarslys
Frá Ástríði Andersen:
TILEFNI þessa stutta pistils er
það, að þakka ágæta grein Olivers
Kentish í Morgunblaðinu 18. þ.m.
vegna útvarpsstöðvarinnar Klassík
FM 106,8.
Ég hafði lengi hugleitt að rita sjálf
eitthvað í svipuðum dúr, ekld síst er
ég las í blöðum hér ekki alls fyrir
löngu, að hætta væri á því að starf-
semi þessarar stórkostlegu stöðvar
væri hætta búin. Það yrði rneiri hátt-
ar mennningarslys ef slíkt myndi
gerast.
Ég persónulega hlusta mikið á
stöðina og hefi fræðst mikið af þeiri
hlustun. Er það þó ekki síst að þakka
frábæru starfi Halldórs Haraldsson-
ar. Skemmtilegt er líka samstarf
stöðvanna við bresku stöðina BBC,
fréttir þaðan, þættir um „tónskáld
mánaðarins", o.s.frv.
í öðrum löndum eru stöðvar sem
þessi reknar og hafa verið um langan
tíma til ómældrar ánægju og mikillar
þátttöku hlustenda. Mér er sérstak-
lega minnisstæð bandaríska stöðin í
New York, WQXR, sem að mínu
mati hafði algjöra sérstöðu og reynd-
ar líka ámóta stöðvar víða um heim.
Það orkar ekki tvímælis hve mikið
menningarstarf rekstur stöðvar eins
og Klassík FM 106,8 vinnur beint og
óbeint. Þetta er eina stöð okkar á
landinu, sem flytur klassíska tónlist
- og allan sólarhringinn meira að
segja.
Ef dæma má af virku tónlistar-
starfi og þátttöku í öllum greinum
tónlistar hér á landi nú, mætti ætla
að hlustendahópur stöðvanna væri
stór og fari stækkandi. Nægilegt
framboð er af léttvægari tónlist á
hinum mismunandi stöðvum, stund-
um að manni finnst einum of, en sitt
sýnist hverjum.
Að endingu þá er það einlæg ósk
mín og von, að framhald verði á
rekstri Klassíkur FM 106,8 og þakka
frábært starf þessarar menningar-
stöðvar. Megi stöðin þróast og
blómstra í allri sinni framtíð.
ÁSTRÍÐUR H. ANDERSEN,
Reynimel 51, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.