Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÉG skal grenja svo hátt að það heyrist alla Ieið til Kína ef þú lætur þetta átvagl hafa svo mikið sem eitt einasta þorskígildistonn af kvöta... Flugvél Islandsflugs í París-Dakar rallinu FLUGVÉL íslandsflugs á flugvelli í norðurhluta Afríku. SUMS staðar var hægt að fara inn í næsta bæ og skoða sig um eða komast á hðtel til að fara í sturtu. Lengst til vinstri er Sigurður Björnsson, þá tveir af læknaliðinu, bílstjórinn og síðan Ómar Eðvarðs- son og Jón Ólafsson. ATR-flugvél íslandsflugs var á dög- unum leigð í París-Dakar rallið, en á þeirri leið reyna með sér venjulegir bflar, trukkar og mótorhjól. Vélin fylgdi keppninni eftir í hálfan mánuð og var notuð sem bækistöð fyrir lækna og hjúkrunarlið keppninnar svo og til sjúkraflugs. ,J>eir spurðu hvort vélin væri ekki fáanleg í næstu keppni og helst með sömu áhöfn, af því að hún hefur kynnst vinnubrögðunum, en við gef- um kannski öðrum áhöfnum tæki- færi,“ sögðu þeir Jón Ólafsson flug- stjóri og Omar Eðvarðsson flugvirki í samtali við Morgunblaðið, en þriðji maður í áhöfn var Sigurður Bjöms- son flugmaður. Þeir sváfu flestar næt- ur í flugvélinni, þar sem það var talið öruggara, enda enga betri aðstöðu að hafa. Þeir komust mjög sjaldan í sturtu og sögðu verkefiiið líkara úti- legu en venjulegu flugverkefni. „Við flugum með lækna og hjúkr- unarfólk, alls 15 manns, og höfðum birgðir af lyfjum og öðrum nauðsyn- legum tækjum fyrir þau. Þar á með- al var sérstakt uppblásanlegt tjald sem sett var upp á hverri bækistöð og þar var eins konar slysavarðs- stofa,“ sögðu þeir tvímenningar. Keppninni var fylgt eftir allan tím- ann, byrjað í París og haldið suður að Miðjarðarhafi, tækin ferjuð yfir til Afríku og siðan farið um Marokkó, Vestur-Sahara, Máritaníu, Malí og endað í Senegal. Sjúkraflug til Kanaríeyja „Flugvellimir vom yfirleitt ekki annað en brautin og kannski lýsing og oftast var einhver kofi þar sem við gátum haft einhverja aðstöðu til að undirbúa næsta áfanga. A þessum stöðum reis upp um 1.200 manna þorp því auk okkar fylgdu 27 aðrar flugvélar og nokkrar þyrlur kepp- endum. Það vora tækni- og viðgerð- armenn, sjónvarpsfólk og stjórnend- ur,“ sagði Jón. Hann sagði að lækn- arnir hefðu yfirleitt haft þann hátt- inn á að fara inn í nálæga bæi, heim- sækja spítala ef hann fyrirfannst og gefa læknum eitthvað af lyfjum og reyna að vingast við þá. Það gat skipt máli ef til þess kæmi að þeir hefðu þurft að fá þar inni vegna að- gerðar á einhverjum sjúklingi. „Við fórum hins vegar sjaldnast inn í bæina,“ sögðu þeir Jón og Óm- ar. „Það kom fyrir og þá helst þegar við fylgdum læknaliðinu sem hafði stundum orðið sér úti um hótelher- bergi tfl að komast í sturtu. Þá hóp- aðist yfirleitt að okkur hópur betlara eða annarra sem vildu selja okkur einhvem vaming. Við fóram aldrei inn í þorpin án innfæddra fylgdar- manna sem við treystum og sums staðar var okkur ráðlagt að fara hvergi.“ Einn daginn urðu þeir félagar að fara sjúkraflug til Tenerife. „Þá höfðu einn eða tveir slasast illa og urðu að liggja, en alls vora 11 teknir með, menn vora handleggsbrotnir eða eitthvað álíka slasaðir og yfirleitt vora þetta mótorhjólakeppendurn- ir.“ Þá var skotið á bíla keppenda einn daginn í Malí og einum trukkn- um í keppninni var hreinlega rænt. Ribbaldar neyddu keppendur út úr bflnum, tóku hann traustataki og skildu þá eftir í eyðimörkinni. Þeir gátu gert vart við sig, enda era allir búnir góðum fjarskiptatækjum og yfirleitt fylgja þyrlurnar keppendum vel eftir ef eitthvað skyldi bregða út af. Þeir félagar sögðu aðbúnaðinn þokkalegan, svefnpokar héldu á þeim góðum hita í frosti og kulda sem gat verið að næturlagi en á dag- inn fór hitinn í um og yfir 35 gráður. „Við fengum alltaf nóg nýtt vatn og matur var sendur fyrir liðið frá Frakklandi svo að það væsti svo sem ekki um okkur.“ Ráðstefna um íþróttir á Grand hóteli Við viljum opna íþróttafélögin fyrir almenningi Reynir Ragnarsson * þróttabandalag Reykjavíkur heldur ráðstefnu undir heitinu íþróttir í upphafi nýrrar aldar á Grand hóteli í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 9.30. Kol- beinn Pálsson fram- kvæmdastjóri ÍBR flytur erindi nefnt íþróttaskóli í grunnskóla, Janus Guð- laugsson íþróttafræðingur fjallar um stefnumótun iþróttafélaga og íþrótta- námskrá IBR, Ragnar Þorsteinsson skólastjóri um íþróttaskóla frá sjón- arhóli grannskóla, Þráinn Hafsteinsson íþróttafræð- ingur um íþróttaskóla frá sjónarhóli íþróttafélags og þá verður fjallað um mikil- vægi íþrótta frá sjónarhóli foreldra. Að erindunum loknum fjalla Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn V. Oskarsdóttir fram- bjóðendur D- og R-lista um fram- tíðarsýn þeirra í íþróttum og verða pallborðsumræður að því búnu. Ráðstefnan er opin öllum. - Hvers konar ráðstefna er þetta? „Þarna gefst öllu áhugafólki um íþróttir tækifæri til þess að koma saman og taka þátt í um- ræðum um breytingar sem era að verða á almennu íþróttastarfi. Segja má að nú séu ákveðin tíma- mót í starfi íþróttafélaganna í Reykjavík þar sem þau era öll að ganga í gegnum skipulags- og stefnumótunarvinnu. Einnig er stefnt að því að félögin reki íþróttaskóla í hverju hverfi í tengslum við grannskólann og í því húsnæði sem nú er fyrir hendi. Slíkt starf hefur verið unn- ið í vetur í Breiðholtsskóla í sam- vinnu við IR og einnig er sam- starf hafið milli Grandaskóla og KR.“ - Fá félögin peninga til rekst- urs íþróttaskólanna? „Þau hafa gert það af sjálfsafla- fé en jafnframt með stuðningi frá íþróttabandalaginu. í framtíðinni er reiknað með því að borgin muni leggja fé til rekstursins og væntanlega foreldrarnir líka.“ - Hvað telja menn sig þurfa mikið fé til reksturs íþróttaskól- anna? „Menn telja kostnaðinn svipað- an og þann sem nú er lagður í æskulýðs- og tómstundastarf í skólum, sem er um 2.000 krónur á nemanda á ári, eða um 15 milljón- ir. Reikna má með að pakkinn kosti þetta en ekki er búið að ganga frá því hvernig við skiptum kostnaðinum." - Hvernig eru stefnumótunar- vinnunni háttað? „íþróttabandalagið hefur ráðið Janus Guðlaugsson, sem er fyrr- verandi námsstjóri í íþróttum í ráðuneyt- inu, til þess að gera íþróttanámskrá félag- anna í Reykjavík. Þar er verið að skilgreina hvernig fé- lögin eiga að starfa, fyrir hverja og hvernig þau eiga að ná mark- miðum sínum. Hugmyndin er sú að gera nokkurs konar handbók til þess að tryggja samfellu í starfinu." - íþróttakennsla mun þá vænt- anlega batna í kjölfarið, eða hvað? „Við erum vissir um það að hún eigi eftir að batna, þótt ekki væri nema vegna breytinga sem eru að verða á menntun íþrótta- kennara almennt. Eins er gert ráð fyrir því að samstarf gTunn- ► Reynir Ragnarsson fæddist í Reykjavík árið 1947. Hann lauk prófi frá Verslunarskóla íslands árið 1967. Að því loknu hóf hann nám f endurskoðun hjá Bárði Sigurðssyni endurskoðanda og starfaði jafnframt hjá ríkisskatt- stjóra til 1975 þegar hann fékk löggildingu í faginu. Sfðan þá hefur Reynir rekið skrifstofuna Þrep ehf. Hann er formaður íþróttabandalags Reykjavíkur, sem er heildarsamtök íþróttafé- laganna f Reykjavík. Reynir er kvæntur Halldóru Gfsladóttur kennara og eiga þau þrjú börn. skólanna og íþróttafélaganna gegnum íþróttaskólann verði til þess að breyta áherslum í íþróttakennslunni. Við viljum kenna allar íþróttir í skólunum, ekki bara boltaíþróttir, þannig að krakkarnir geti valið íþrótta- greinar á sínum forsendum. Það má hugsa sér að þau geti farið og kynnst hestamennsku hjá Fáki, heimsótt golfvöll að vori, eða skroppið í skautahöllina svo eitt- hvað sé nefnt. Markmiðið er líka að minnka áhersluna á íþrótt sem keppni eingöngu.“ - íþróttafélögin hljóta að sjá fyrir sér að fleiri muni stunda íþróttir innan þeirra vébanda með þessari breytingu, ekki satt? „Jú, markmið íþróttahreyfing- arinnar er að fá fleiri til þess að iðka íþróttir og við lítum svo á að með þessu móti getum við minnk- að brottfall sem oft verður úr íþróttum um 15 og 16 ára aldur. Þetta gerist sérstaklega hjá stúlk- um en einnig er mikið um það hjá strákunum." - Hvaða fleiri breytingar viljið þið sjá á starfsemi íþróttafélag- anna? „Að okkar áliti þarf að veita fé í innra starf félaganna. Búið er að byggja upp aðstöðu þótt eitthvað vanti auðvitað upp á en við viljum að borgaryfirvöld leggja meira fé til reksturs félaganna. Við lítum á það sem niðurgreiðslu á samfé- lagslegri þjónustu. Borgin hefur lagt til gríðarlega mikla fjármuni undanfarin ár í formi húsaleigu- styrks, um 230-240 milljónir króna, og við teljum þörf á að minnsta kosti 30-40 milljónum til viðbótar til þess að setja í félags- lega þáttinn. Einnig er það okkar trú að fleiri en bömin muni njóta góðs af þessum breytingum. Iþróttir og útivist era í tísku húna og við viljum reyna að skapa fólki aðstöðu til þess að iðka íþróttir í þessum húsum. Við viljum opna íþróttafélögin." íþróttir og útivist eru í tísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.