Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐJÓN ÓLAFSSON + Guðjón Ólafsson fæddist í Miðhús- um í Hrútafirði 18. júlí 1940. Hann lést á heimili sínu 21. febr- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Guðjónsson, bóndi í Miðhúsum og síðar í Bæ, og kona hans, Kristín B. Guð- bjartsdóttir. Systkini hans eru Laufey, f. 20.10. 1920, Guðrún, f. 16.7. 1927, og Þór- arinn, f. 15.10. 1943. Hinn 4. júlí 1965 kvæntist hann Elsu Gísladóttur frá Svalhöfða í Dalasýslu, f. 2.10. 1945, og hófu þau búskap á Valdasteinsstöðum 1966. Dætur þeirra eru: 1) Sigur- dís Erna, _ f. 29.4. 1965, gift Árna Karli Harðarsyni, f. 3.1. 1963. Dætur þeirra eru Elsa Margrét, f. 18.12. 1987, og Bylgja Sif, f. 12.1. 1990. 2) Ólöf Kristín, f. 4.1. 1967, maki Baldur Sæmundsson, f. 3.2. 1963. Dóttir þeirra er Særún Erla, f. 4.9. 1994. 3) Þórdís Edda, f. 10.10. 1977, maki Bjarki Björns- son, f. 7.4. 1976. Utför Guðjóns fer fram frá Prestbakkakirkju í Hrútafirði í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það eru fæst orðin sem lýsa því hversu mikið við söknum þín og hversu mikið okkur þykir vænt um þig. En við vitum að þú veist það þó að við fengjum ekki að kveðja þig eins og við vildum. Það var alltaf svo gott að tala við þig og við gátum ætíð leitað til þín, hvort sem okkur vantaði aðstoð, svör við spuming- um eða bara til þess að spjalla. Þú studdir alltaf við bakið á okkur, varst hreinskilinn og sagðir hvað þér fannst eftir að þú hafðir þaul- hugsað málið. Þú varst ætíð til staðar fyrir okkur öll og alla og vildir allt fyrir okkur og aðra gera. Maður þarf að leita vel og lengi til þess að finna jafn þolinmóðan, dug- legan, atorkusaman og hjálpsaman mann og þig. Við höfum alltaf litið upp til þín og munum alltaf gera. Elsku pabbi, þú hefur skipað stóran sess í okkar lífi og við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir okkur. Minningarnar um þig verða okkur efst í huga og hjarta um ókomin ár. Guð blessi þig, pabbi. M varst sem sól á vorsins degi björtum. I straumi lífsins glæddir með oss von. Með kveðju og þökk frá okkar döpru hjört- um, þú kæri faðir, Guðjón Olafsson. (B.S.) Erna, Ólöf, Edda, Árni, Baldur og Bjarki. Árið 1964 hófu ungu hjónin, Guð- jón og Elsa, búskap á Svalhöfða í Laxárdal í sambýli við foreldra hennar. Árið 1966 keyptu þau jörð- ina Valdasteinsstaði í Bæjarhreppi og hófu búskap þar, og hafa búið þar síðan. Mikið starf beið þeirra á Valda- steinsstöðum. Réðust þau í að byggja ný fjárhús fyrir um 400 fjár ásamt votheyshlöðu. Nokkrum ár- um síðar byggðu þau íbúðarhús. Ailar þessar byggingar voru vand- aðar og hugsaði Guðjón mikið um að haga hlutum á þann veg að öll vinnuaðstaða væri sem best. Auk þess að standa í þessum byggingaframkvæmdum vann Guð- jón að ræktun. Má segja að hann hafði ræktað hvem blett sem rækt- anlegur var næst bænum. Af þessu má sjá hvað hann var mikill fram- kvæmdamaður. Hann var mjög hagsýnn bóndi og mikill hirðumað- ur. Átti það bæði við vélakost og bú- stofn. Guðjón geymdi það ekki til morguns sem hægt var að gera í dag. Guðjón var einstaklega samvisku- samur og mátti hvergi vamm sitt vita, enda kom það vel í ljós í sam- bandi við þau opinberu störf sem honum voru falin. Hann sat í sveit- arstjórn Bæjarhrepps um 20 ára skeið og nú síðast sem oddviti. Að öðru leyti verður ekki getið hér þeirra trúnaðarstarfa sem honum voru falin. Það mun vera knapplega eitt og hálft ár síðan hann kenndi sér al- varlega þess sjúkleika sem varð honum að bana. Engin átti von á því að hann yrði kallaður svo skjótt burtu, ef til vill vegna þess að hann bar sig svo vel. Við sem þekktum hann best eigum því erfitt með að sætta okkur við að hann sé hoi-finn af sjónarsviðinu. Nú þegar við erum að kveðja ná- granna minn og vin er mér efst í huga sá góði drengur sem hann hafði að geyma, hversu velviljaður hann var sínu samferðafólki. Það var gott til hans að leita ef maður þurfti á greiða að halda. Eg minnist þess mikla samstarfs og samvinnu sem við áttum með þökk, þar bar aldrei skugga á. Ég votta eiginkonu, dætrum, tengdasonum og barnabörnum og öðrum aðstandendum innilega sam- úð. Ykkar missir er mikill, því er söknuður sár. Þið eigið minningu um góðan dreng, sem vildi öllum vel. Þökk sé honum íyrir allt. Jósep Rósinkarsson, Fjarðarhorni. +Arnbjörg Magn- úsdóttir fæddist á Siglufirði 18. mars — 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 16. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhanna Dan- fríður Hansdóttir og Magnús Oddsson. Arnbjörg ólst upp hjá móðursystur sinni, Önnu Hans- dóttur, og manni hennar Sigfúsi Vormssyni. Hálf- bróðir Arnbjargar var Baldvin Baldvinsson, f. 22. nóvember 1918, d. 30. maí 1987. Uppeldis- systir hennar var Lára Sigfús- dóttir, f. 7. október 1903, d. 16. febrúar 1971. Eiginmaður Arnbjargar var Engilbert Jóhannsson húsgagna- smiður, f. 26. júlí 1905, d. 8. janú- ar 1990, frá Brekku í Vest- mannaeyjum. Sonur þeirra er Friðþjófur Örn, f. 23. ágúst 1946. Hann á tvö börn og eina sljúp- dóttur. Fyrir átti Engilbert dótt- Nú þegar ég kveð þig, elsku mamma, og þú ert komin til Guðs og allra englanna, er margra ára sjúk- dómsstríði lokið. AUtaf varst þú meðvituð um útlit þitt og hugsun þín skýr. Þú fylgdist vel með öllu þínu fólki og oft leitaði hugur þinn til strákanna þinna sem voru á hafi úti. Manstu mamma þegar Aníta kom með Mola og þú lagðir hann við brjóst þér. Þú vildir ekki láta taka hann frá þér. Ég man hvað augu þín » glömpuðu af gleði, en þetta var að- eins fjórum dögum fyrir andlát þitt. urina Erlu, f. 12. febrúar 1934, gift Jóni ísdal, f. 15. maí 1936. Eiga þau fjögur börn. Áður átti Arn- björg tvær dætur: 1) Dana S. Arnar, f. 26. maí 1933, gift Stein- grími Felixsyni, f. 2. mars 1932. Eignuðust þau sex börn og eru fjögur þeirra á lífi í dag. 2) Sandra ís- leifsdóttir, f. 31. ágúst 1937, hennar maður var Vignir Sigurðsson, f. 20. des- ember 1933, d. 5. nóvember 1978. Eignuðust þau þrjú börn. Stjúpbörn Arnbjargar og Engil- berts eru: 1) Marý Kristín Coiner, f. 5. júlí 1943, gift Stein I. Henriksen, f. 10. janúar 1942. Eiga þau þrjá syni. 2) ísleifur Arnar Vignisson, f. 21. janúar 1954, kvæntur Huldu Ástvalds- dóttur, f. 9. maí 1965. Útför Arnbjargar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mamma mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Sandra. Hún amma er dáin eftir langa dvöl á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Það var hún mamma sem kom til okkar Huldu mánudagsmorguninn 16. febrúar síðastliðinn og sagði okkur þessa sorgarfrétt. Ég hafði verið hjá ömmu dag- inn áður og þá hafði hún verið mjög veik, en samt er maður alltaf jafn berskjaldaður og óvið- búinn þegar dauðinn ber að dyr- um. Elsku amma, mig langar að segja svo margt sem mér liggur á hjarta en þetta verður samt að vera stutt. Ég ólst upp hjá þér, amma mín, og Engla afa frá unga aldri. Ég held að ég hafi verið mik- ill dekurkrakki, þú varst gjafmild og lést allt eftir mér. Árið 1966 var stór stund er við fluttum að Illugagötu 15 í myndar- legt hús sem afi og Öddi höfðu byggt. Heimilið á Illó var mikið myndarheimili og þar var oft margt um manninn. Ömmu þótti alltaf gaman að hafa fínt í kringum sig. Blómarækt var hennar fag og átti hún margar fagrar inniplöntur. Hún var mikil myndarhúsmóðir, bakaði mikið og var alltaf gott að fá sér mjólk og heitt bakkelsi hjá henni. Einnig var hún amma mikill dýravinur og mátti ekkert aumt sjá. Eftir að amma veiktist og fór á spítala spurði hún mig oft hvort ég væri ekki búin að gefa fuglunum, því ég veit að þegar hún fór á spít- alann hafa þeir saknað hennar mik- ið. Þrátt fyrir að amma hafi verið mikið veik síðustu mánuðina hafði hún sterkt hjarta og hugsunin var alltaf skýr. Ég veit að ömmu líður vel núna því að hún er komin til Guðs. Engli afí hefur tekið á móti henni þar. Ég vil þakka starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja góða og hlýja um- önnun í veikindum hennar. Elsku amma, minning þín mun lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig, amma mín. Vertu guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) ísleifur Arnar Vignisson. ARNBJORG (ADDA) MAGNÚSDÓTTIR RAGNA SVA VARSDÓTTIR + Ragna Svavarsdóttir fæddist á Akureyri 5. desember 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 14. febrúar síðastlið- inn og fór útfor hennar fram frá Akraneskirkju 24. febrúar. Það var fyrir hart nær fjórum áratugum að Ragna og Skúli Ben. fluttu til Ólafsvíkur, hvar hann hafði ráðið sig til kennslu. Þau sett- ust að í næsta húsi við foreldra mína, Arngrím lækni og Þor- björgu. Þar hófst góð vinátta og samgangur. Ragna og Skúli bjuggu nokkur ár í Olafsvík. Á þeim árum stækk- aði barnahópurinn þeirra og voru börnin orðin átta árið sem þau fluttu suður á Akranes. Á Akra- nesi bjó Ragna síðan, þar til yfir lauk. Heilsuleysi Þorbjargar mömmu minnar varð til þess að hún mátti dvelja langdvölum á hinum og þessum spítölum, og þar á meðal á Akranesi. Þá var gott að eiga innhlaup í Stillholti 8, bæði fyrir hana og okkur er um hana vitjuðum. Þá var allt fyrir okkur gert með elskusemi og hlýju húsmóðurinnar og hennar fólks. Það er nú meðal annars þess vegna sem ég hripa þessar línur, því mér finnst að við eigum þar skuld að gjalda, sem ég veit þó að við fáum ekki greitt. Sama hjartahlýjan stóð dóttur okkar til boða þegar hún hóf nám í Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Hún gat komið í Stillholt nótt sem dag og haft þar gnótt góðra ráða og gæða heimilisins, sem gefið var eins og um eigin börn væri að ræða. Hjartans þakkir fyrir alla þá góðu aðstoð. Ragna var ekki heilsuhraust þegar árin liðu, vann ekki utan heimilisins en gerðist dagmamma margra Skagamanna og -kvenna sem nú eru orðin fullorðið fólk. Trúað gæti ég að það væri mynd- arlegur hópur, ef saman sæist. Þegar maður var sestur í eldhús- ki-ókinn með kaffið og meðlætið iyrir framan sig leið manni vel. Kannski vora þá nokkrir smákallar og -kellingar vappandi á gólfinu eða prílandi upp um dagmömmuna og æði mikið að starfa. Jafnt fyrir því hafði maður athygli gestgjafans lítt sldpta. Allt of snemma er nú þess- um stundum lokið, og söknuðurinn ríkir. Við minnumst ykkar, sem eftir standið, í bænum okkar. Við minn- umst yndislegrar, góðar konu, sem vildi okkur öllum svo vel, þar sem Ragna var. Blessuð sé minning hennar. Pálína, Jón og Jóna Kristín. Elsku besta amma Ragna. Við þökkum þér alla þá miklu hlýju og ástúð sem þú gafst okkur. Minningin um yndislega og ástríka ömmu mun ávallt lifa með okkur. Elsku amma, hvíl þú í friði og Guð blessi þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þeni tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt. (V. Briem.) Þín barnabörn. MAGNÚS MAGNÚSSON +Magnús Magnússon fæddist í Látalæti í Landsveit 14. ágúst 1909. Hann lést á Land- spitalanum 18. febrúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Fossvogskirlqu 27. febrúar. Magnús Magnússon hefur kvatt og verður nú lagður til hinstu hvíldar í Skarðskirkjugarði á Landi, þeirri sveit sem ól hann fyr- ir meira en áttatíu og átta árum. Það er löng dagleið að baki, sem spannar bróðurpart aldarinnar og gjörbreytt Island kvatt. Það var ekki mulið undir þennan dreng. Barn bláfátækra foreldra og hann var ekki gamall þegar hann þurfti að fara að vinna fyrir sér með sínum tveimur höndum og þannig var það upp frá því. Mögu- leikar á því að afla sér menntunar vora litlir og öragglega engir eftir að skollin var á kreppa á þriðja áratugnum. I mínum augum var Magnús þó síður en svo fulltrúi þrældóms og örbirgðar heldur þvert á móti margs þess besta í þeirri kynslóð sem öðrum fremur skóp ísland okkar daga. Fólks sem af dugnaði og nægjusemi sá sér og sínum farborða af myndarskap en byggði ekki lífsafkomu sína á kröf- um á hendur náunganum og samfé- laginu. Minningar mínar um Magnús eru jafn gamlar ævi minni. I bak- grunninum er vitanlega það mikla og góða samband sem ávallt hefur verið á milli fjölskyldu minnar og Bjallafólksins, sæmdarhjónanna Fríðu og Ingvars, afabróður míns, og afkomenda þeirra allra. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég tók að leggja í þær langferðir sem mér á þeim aldri fannst spölurinn neðan af Skeggjagötu upp í Einholt vera. í eldhúsinu fékk ég ekki bara smáköku og mjólkurglas heldur jafnframt þann skerf af gæðum og umhyggjusemi sem bundu barns- sálina ævilangri tryggð við Gauju og Magga. Allar samverastundim- ar austur á Bjalla; sumardagur við heyskap, löngu fyrir daga hey- bagga- og rúlluvéla, og Maggi á fullri ferð um allt tún; svaðilför á sömu slóðir að vetri til með pabba og Magga í árdaga sjónvarpsins, með tækið af Bjalla, sem ekki vildi vera í lagi. Og svo að leiðarlokum. Á nýliðnum aðfangadegi í heim- sókn í Einholtinu. Maggi að kjá framan í stelpu á öðru ári og löngu liðin bemska vitjar fóður hennar. Þannig þyrpast þær að minning- amar og að því er mér finnst allar góðar. Glaðsinna og greiðvikinn! Það era þau lýsingarorð sem fyrst koma upp í hugann, tengd Magnúsi Magnússyni. Því er hins vegar ekki að leyna að síðustu árin reyndust honum ábyggilega erfið að mörgu leyti, einkum eftir að hann hætti að geta farið ferða sinna af sjálfsdáð- um vegna fötlunar. Þá kom til kasta Gauju frænku, Ingvars sonar þeirra og fjölskyldu hans. Það hef- ur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeirri ósérhlífni, natni og um- hyggjusemi sem þau öll hafa sýnt Magnúsi eftir að heilsu hans fór að hraka og þannig gert ævikvöld hans eins léttbært og kostur var. Þá er komið að þessari síðustu kveðjustund. Ég trúi því raunar að vinur minn sé nú laus úr viðjum bæklunar og elli. Hann er sjálfsagt staddur í þeirri Landsveit sem bíð- ur „handan vatna“, kominn upp að Vatnagarði eða jafnvel Galtalæk og það stimir á austurfjöllin í heið- ríkjunni! Karl Axelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.