Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 37 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRUMKVÆÐI ÞINGNEFNDA MIKILVÆGUR þáttur í starfi Alþingis er eftirlit með framkvæmd laga og störfum stjórnsýslunnar. Tvær sérstakar stofnanir sinna eftirlitshlutverki á vegum þingsins, Ríkisendurskoðun og Umboðsmaður Alþingis. Nefndir þingsins fjalla um öll lagafrumvörp og ályktanir, skila áliti og bera fram breytingartillögur eftir atvikum. Löng hefð er fyrir því, að í tengslum við þá vinnu boði þingnefndir fulltrúa félaga, hagsmunasamtaka og starfs- menn ráðuneyta og stofnana til skrafs og ráðagerða. Þá berst nefndum fjöldi álitsgerða og ályktana um þingmál. Hlutverk þingnefnda hefur verið að breytast í fram- haldi af lögum um þingsköp frá 1991, sem sett voru í tengslum við afnám deildarskiptingar Alþingis. Þingskap- arlögin hafa að geyma það nýmæli, að nefndir geti tekið upp mál að eigin frumkvæði og án þess að þeim sé vísað til þeirra af þinginu. Örfá dæmi eru um það allra síðustu árin, að þingnefndir hafa sjálfar tekið upp mál til umfjöll- unar. Má þar nefna umfjöllun umhverfisnefndar um um- hverfisáhrif álverksmiðjunnar í Hvalfirði. En segja má, að þessi þáttur í störfum þingnefnda sé enn í mótun. Dæmi um þetta frumkvæði er sú ákvörðun efnahags- og viðskiptanefndar, að boða á sinn fund aðila er tengjast ógildingu Samkeppnisstofnunar á kaupum Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Auk forsvarsmanna þessara fyrirtækja og Samkeppnisstofnunar eru boðaðir á fund nefndarinnar fulltrúar stórmarkaða og Neytendasam- taka. Vill nefndin fá milliliðalaust upplýsingar um stöðu mála. Varaformaður nefndarinnar, Agúst Einarsson, seg- ir nefndina ekki vera að leggja neinn dóm á atburðarás- ina. En hún hafi komið að lagasetningunni um Samkeppn- isstofnun á sínum tíma, sem ætlað sé að tryggja sam- keppni og vernd neytenda. „Atburðarásin nú er sérstök,“ sagði Agúst, „vegna þess að kaupin virðast mynda einok- unaraðstöðu gagnvart stórmörkuðum, en þrátt fyrir það eru fjölmörg önnur fyrirtæki, sem framleiða og selja brauð.“ Það hlýtur að vera af hinu góða, að þingnefndir fylgist vel með lagaframkvæmd og leiti leiða til úrbóta sé hún ekki í samræmi við ætlan Alþingis eða einhverjir ófyrir- séðir annmarkar reynist á löggjöfinni. í þessu sambandi er ástæða til að hvetja þingnefndir til að fá til umfjöllunar reglugerðir, sem ráðherrum er heimilt að gefa út, til að ganga úr skugga um, að þær séu í samræmi við lögin, sem þær eiga að byggjast á. Dæmi eru um það, að svo hafi ekki verið. Einstaka sinnum síðustu árin hafa drög að reglugerðum fylgt lagafrumvörpum og því farið jafnhliða til umfjöllunar í þingnefnd. Þau vinnubrögð eru til fyrir- myndar. STÓRMARKAÐUR MEÐ RAFTÆKI IDAG verður opnaður í Smáranum í Kópavogi nýr stór- markaður með raftæki, ELKO. Stórmarkaður þessi er að erlendri fyrirmynd, Elkjöb, stærstu verzlunarkeðju Norðurlanda á sviði raftækja fyrir heimili. ELKO býðpr að sögn lægra vöruverð en hingað til hefur þekkzt á ís- landi og finni viðskiptavinur ELKO sömu vöruna ein- hvers staðar annars staðar á lægra verði, býðst verzlunin til að endurgreiða mismuninn. íslenzkir neytendur hafa reynslu af því, að samkeppni stórmarkaða í matvælasölu hefur leitt til lægra vöru- verðs. Nú er slík samkeppni augljóslega að verða til í sölu á raftækjum og mun það áreiðanlega leiða til um- talsverðra verðlækkana á næstu vikum og mánuðum á þessum vörum. Stórmarkaðir almennt hafa stuðlað að lækkuðu vöru- verði hér innanlands og því er fagnaðarefni, þegar þeir færa út kvíarnar og hefja verzlun á nýjum sviðum. Vel má vera, að slíkir verzlunarhættir eigi eftir að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum t.d. í verzlun með fatnað. Að vísu má segja, að bæði Hagkaup og fleiri aðilar hafi stigið skref í þá átt en þó tæpast í svo ríkum mæli að leitt hafi til jafn almennra og mikilla verðlækkana og gera má ráð fyrir á raftækjum. I n a ii 1 ERÐUST spænskir hægri- menn sekir um alvarlega aðför lýðræðinu fyrir þingkosn- ingarnar á Spáni í marsmánuði 1996 eða var um að ræða eðli- legt bandalag stjórnarandstöðuaflanna í frjálsu ríki? Þessi spurning hefur komist upp á homskákina í spænskri þjóðmála- umræðu á undanfömum vikum eftir að fymam ritstjóri spænska dagblaðsins ABC skýrði frá því að hann hefði átt fundi með ýmsum áhrifamönnum fyrir kosning- arnar 1996 til að samræma herferð gegn Felipe González, þáverandi forsætisráð- herra og leiðtoga Sósíalistaflokksins (PSOE). Gonzalez tapaði kosningunum naumlega eftir að hafa gegnt embætti for- sætisráðherra í tæp 14 ár og minnihluta- stjóm Þjóðarflokksins tók við valda- taumunum. Mikla athygli vakti á Spáni er Luis María Anson, fyrrum ritstjóri ABC og núverandi forstjóri Televisa-fyrirtækisins, skýrði frá því í viðtali við tímaritið Tiempo nú í febrú- armánuði að hann hefði átt fundi með öðr- um hægrisinnuðum fjölmiðlamönnum og áhrifamönnum í spænsku fjármálalífi í því skyni að binda enda á valdaferil González og Sósíalistaflokksins, sem hafði verið við völd á Spáni frá árinu 1982. í viðtali þessu sagði Anson að þessir menn hefðu ekki séð að unnt yrði að sigra González „með annars konar vopnum" í kosningunum. Hefðu þeir því komið saman til að samræma aðgerðir gegn íákisstjóm sósíalista, sem stóð þá mjög höllum fæti vegna fjölmargra alvai-- legra spillingarmála, sem upp höfðu komið í valdatíð hennar. Anson sagði að þessir menn hefðu ekki getað hugsað sér að González gerðist öllu þaulsetnari í stól for- sætisráðherra og hefði verið vísað til þess að einræðisherrann Francisco Franco hefði stjómað Spáni í 40 ár. I viðtalinu sagði Anson að nauðsynlegt hefði reynst „að stofna ríkinu í hættu“ til að binda enda á valdaferil González en út- skýrði þau orð sín ekki nánar. Þau hafa á hinn bóginn verið túlkuð á þann veg að að- gerðum þessum gæti hafa lyktað með ein- hvers konar valdaráni. Hafa verið settar fram getgátur um að þessar hugmyndir hafi beinst gegn sjálfu konungdæminu. Anson bætti hins vegar við að ekki hefði verið um „samsæri" að ræða heldur „að- gerð til að áreita og fella stjórnina". Vita- skuld hefði í þessu tilfelli verið um að ræða aðgerð af hálfu stjórnarandstöðuflokksins þ.e. Þjóðai'flokks Josés Marías Aznars, nú- verandi forsætisráðherra Spánar. Margt er óljóst um fundi þessa og An- son hefur ekki látið uppi hversu margir þeir voru og nákvæmlega hvernig þeir komust á. Yfirlýsingar hans eru sömuleiðis óljósar og á köflum misvísandi. Þetta hef- ur ekki orðið til að lægja öldurnar og hafa spænsk dagblöð haldið uppi harðri gagn- rýni allt eftir því hvora fylkinguna þau styðja í deilumáíi þessu. Þjóðþekktur andstæðingur sósialista Anson er þjóðþekktur maður á Spáni. Hann var sem ritstjóri einn ákafasti and- stæðingur Sósíalistaflokksins og skrifaði á ámm áður greinar um stjórnmál sem nú þættu undarlegar sumar hverjar og fjöll- uðu gjarnan um „hina sósíalísku hættu“ og samsæristilhneigingar marxískra undir- róðursafla. Anson hefur hins vegar notið virðingar fyrir framlag sitt til spænskrar fjöl- miðlunar og menningar. Þannig tók hann nýlega sæti í Hinni konunglegu spænsku akademíu (La Real Academia de la Lengua Espanyola) sem er æðsta viður- kenning sem menningarblys geta hlotið á Spáni. Samsæri eða rannsóknar- blaðamennska? Anson, sem var ritstjóri ABC, sem er til hægri í spænskum stjórnmálum, sagði í viðtalinu við Tiempo að fundirnir hefðu að öllu jöfnu verið haldnir á skrifstofu hans. Auk hans hefðu sótt þá þeir Pablo Sebasti- án, ritstjóri E1 Independiente, José Luis Guitérrez, ritstjóri Diaiio 16, Manuel Martín Ferrand, forstjóri Antena 3-sjón- varpsstöðvarinnar, Antonio Herrero, yfir- maður útvarpssviðs Antena 3 og Pedro J. Ramírez, ritstjóri stórblaðsins E1 Mundo. Taka ber fram að allir þessir menn hafa neitað því að nokkuð vafasamt hafi farið fram á fundum þessum. Nokkrir þeiri’a hafa látið að því liggja að Anson vilji af einhverjum ástæðum, t.a.m. vegna heldur dræms gengis sem ritstjóri ABC og for- stjóri Televisa, upphefja sjálfan sig og láta líta út fyrir að hann hafi verið þess megn- ugur að koma stjórn Sósíalistaflokksins Eðlilegt bandalag eða samsæri gegn lýðræðinu? Varð ekki sigraður „með öðrum vopnum frá. Dagblaðið E1 Mundo birti hinn 23. febrúar sérlega harðorðan leiðara þar sem blaðið neitaði því með öllu að hafa tekið þátt í einhvers konar „samsæri" gegn Felipe González. í þessari grein er látið að því liggja að yfirlýsingar Ansons séu blá- ber hugarburður. Blaðið hafi hins vegar á þessum árum birt ítarlegar greinar um hneykslismál þau sem Sósíalistaílokkurinn var flæktur í. Þar hefði verið um að ræða vandaða rannsóknarblaðamennsku, sem blaðið hafi innt af hendi til að gegna skyld- um sínum við iesendur. E1 Mundo neitar því á hinn bóginn ekki að fundir þessir hafi farið fram. „Sjálfsagðar aðgerðir" I viðtölum sem Anson hefur veitt eftir að málið komst í hámæli hefur hann breytt nokkuð framburði sínum. Nú gerir hann greinarmun á fundum sem hann átti með stjómendum annarra fjölmiðla og sjálfri herferðinni gegn stjórn González. Hann segir að á fyrmefndu fundunum hafi aldrei neinn fulltrúa Þjóðarflokksins verið við- staddur. Þar hafi menn einfaldlega komið saman til að fordæma þá „spillingu, vald- níðslu og glæpamennsku" sem stjóm sósí- alista hefði gerst sek um. González hafi ekki tapað kosningum sökum þessa þrýst- ings heldur vegna þeirrar stefnuskrár sem Þjóðarflokkurinn hafi boðið fram og vakið hafi „nýja von“ á meðal Spánverja. Sér- lega „hæfur og yfirvegaður“ leiðtogi flokksins, þ.e. José María Aznar, hafi náð að vinna traust þjóðarinnar auk þess sem ríkisstjórnin hafi gerst sek um margvísleg mistök fyrir kosningarnar 1996. „Aðgerð- ir“ stjórnai’flokksins hafi verið sjálfsagðar í frjálsu lýðræðisríki og viðteknar í öðrum löndum. Áður hafði Anson sagt að „aðgerðirnar" hefðu beinst að González persónulega. Stefnt hefði verið að því að draga athygl- ina að spillingarmálunum og gera forsæt- isráðherrann persónulega ábyrgan fyrir þeim með samræmdum áherslum í frétta- flutningi. González naut og nýtur enn gíf- urlegra vinsælda og þessir fulltrúar hægriaflanna sem komu saman á skrif- stofu Ansons komust, að hans sögn, að þeirri niðurstöðu að beina yrði herferðinni að persónu forsætisráðherrans því ella yi’ði hann ekki sigraður. Hlutur fjölmiðla lofaður Hvað svo sem Anson segir nú um ástæð- ur þess að Sósíalistaflokkurinn tapaði kosningunum 1996 virðist blaðið sem hann stýrði ekki hafa verið í vafa um hlut sinn og fjölmiðlanna þegar niðurstaða kosning- --------- anna lá fyrir. í grein sem birtist í ABC 20. mars 1996, 17 dögum eftir kosningamar, er hlutur blaðsins, COPE-útvarpsstöðv- ai’innar sem katólska kirkjan rekur og E1 Mundo í sigrinum á González gerður að sérstöku umfjöllunarefni. Segir þar orðrétt að þessi blöð hafi verið „á meðal helstu orsakavald- anna í ósigri González". Fullyrt er að „González hefði sigrað í þessum þingkosn- ingum líkt og hann gerði 1993“ hefðu fjöl- miðlar þessir ekki komið til skjalanna. Vert er að vekja athygli á að nafn forsæt- isráðherrans var nefnt sérstaklega en ekki flokksins. Ekki verður annað séð en ritstjórar E1 Mundo hafi verið á sama máh. I leiðara blaðsins daginn eftir ósigur sósíalista sagði m.a.: „Ekki leikur nokkur vafi á að sigur- inn er sigur Aznars og PP. En sigurinn er ekki aðeins þeirra. Það er alkunna að óger- legt hefði verið að vekja þau viðbrögð í þjóðfélaginu sem skiluðu þeirri niðurstöðu sem fékkst í gær ef ekki hefði komið til framlag tiltekinna fjölmiðla, sem komið hafa á framfæri upplýsingum um forkast- anleg vinnubrögð ríkisstjómar González." Er forsætisráðherrann „strengjabrúða"? Ráðherrar í ríkisstjórn Aznars og helstu talsmenn Þjóðarflokksins hafa fram til Fyrrum ritstjóri spænska dagblaðsins ABC hefur skýrt frá því að hægrisinn- aðir áhrifamenn í spænska fjölmiðla- og fjármálaheiminum hafi bundist sam- tökum um að fella ríkisstjórn Felipe González í þingkosningunum 1996. Nú- verandi ráðamenn á Spáni hafa verið bendlaðir við samblástur þennan sem - -f ———--------------------------- margir leggja að jöfnu við samsæri. Asgeir Sverrisson segir frá yfírlýsingum ritstjórans og þeim miklu viðbrögðum sem þær hafa kallað fram á Spáni. FELIPE González (t.h.) óskar leiðtoga Þjóðarflokksins, José Marfa Aznar, til hamingju eftir að hann hafði verið skipaður forsætisráðherra Spánar, 4. maí 1996. þessa neitað að tjá sig efnislega um full- yrðingar Ansons og lýst yfir því að málið sé flokknum með öllu óviðkomandi. Leið- togar Sósíalistaflokksins hafa krafist við- bragða og skýringa og hið sama hefur helsta dagblað Spánar, E1 País, sem löng- um hefur verið hliðhollt Sósíalistaflokkn- um, gert í leiðurum sínum. Afstaða Sósí- alistaflokksins er sú að ekki komi til álita að draga í efa sigur Þjóðarflokksins 1996 en almenningur eigi heimtingu á að vita hvað gerðist, hvort fulltrúar flokksins hafi tekið þátt í fundum þessum og hvort og þá hvemig þeh’ hafi launað fjölmiðlunum stuðninginn. Þá hafa sósíalistar hvatt Azn- ar forsætisráðherra til að birta yfirlýsingu um hlut sinn og flokksins sem hann stýrir. Sá grunur muni ella skjóta rótum í þjóðfé- laginu að forsætisráðherrann sé „aðeins strengjabrúða" í höndum þessara manna. Aðstoðarforsætisráðherra bendlaður við „samsærismennina" Anson hefur engai’ upplýsingar gefið um hlut Þjóðarflokksins í herferð þessari en sagt að augljóslega hafi verið um að ræða „aðgerðir af hálfu stjórnarandstöðu- flokksins." Anson hefur verið ki’afinn um nöfn þeirra fulltrúa Þjóðarflokksins sem þátt tóku í fundunum en við því hefur hann ekki orðið. Hins vegar hefur sósíalistinn Juan Car- los Rodríguez Ibarra, forseti sjálfsstjórn- arinnar í Extremadura, fullyrt að Francisco Álvarez Cascos, annar tveggja núverandi aðstoðarforsætisráðheri’a Spán- ar, hafi verið viðstaddur a.m.k. einn slíkan fund fjölmiðla- og fjármálamannanna hinn 4. júlí 1995. Þá skýrði sósíalistinn José Bono, forseti sjálfsstjórnarinnar í Castilla- La Mancha, frá því í síðustu viku að Ál- varez Cascos hefði átt fund með ritstjóra E1 Mundo fyrir kosningarnar. Bono hefur krafist þess að Álvarez Cascos upplýsi hvað fram fór á þessum fundum. Því hefur aðstoðarforsætisráðherrann neitað. „Allt hefur sinn tíma. Þegar rétta stundin renn- ur upp mun ég tala. Nú er ekki rétta stundin. Eg vísa til yfirlýsinga flokks míns,“ sagði Álvarez Cascos þegar þessar fullyrðingar voru bornar undir hann. Sósíalistaflokkurinn hefur löngum hald- ið því fram að hægrimenn á Spáni hafi gert með sér eins konar samsæri fyrir kosningarnar 1996. Yfirlýsingar Ansons hafa því ekki komið þeim á óvart. Á meðal þein-a manna sem Felipe González hafði sjálfur nefnt að borið hefðu ábyrgð á her- ferðinni, áður en Anson kom fram opinber- lega, var Francisco Álvarez Cascos, einn nánasti samstarfsmaður Aznars forsætis- ráðherra og einn valdamesti maður Spán- ar nú um stundir. Hófstillt viðbrögð González hefur lítt tjáð sig um málið, sagt að Anson hafi af einhverjum ástæðum séð ástæðu til að koma heiðarlega fram þótt enn hafi hann ekki skýrt þessa herför til að grafa undan ríkisstjórninni til fulln- ustu. Til hennar hafi þó greinilega verið blásið til að hafa áhrif á framgang lýðræð- isins. González segir að hann hafi sjálfur vitað af og vakið athygli á þessum sam- blæstri en menn hafi ekki verið tilbúnir að trúa honum. Á síðustu dögum hefur komið fram að Sósíalistaflokkurinn hyggst ekki fylgja málinu eftir af fullum þunga. Er það nokk- urt fráhvarf frá fyrstu viðbrögðum leið- toga flokksins, sem einkenndust af mikilli hörku. Þannig sagði Joaqíun Almunía, sem tók við embætti leiðtoga Sósíalistaflokks- ins í fyrra af González, að þetta „samsæri“ hægri manna mætti með réttu nefna „hall- arbyltingu." Hermt er að skoðanakannan- ir sem flokkurinn hefur látið gera sýni að mál þetta sé ekki ofarlega í huga almenn- ings. Þótt skýringa hafi verið krafist og þrýstingi beitt hafa ráðamenn Sósíalista- flokksins sýnilega komist að þeirri niður- stöðu að viturlegra sé að sýna hófsemi og stilla flokknum upp sem aflinu er standi vörð um lýðræðið í landinu. Joaquín Almunía hefur sagt að flokkurinn hyggist ekki „festa sig í stjómmálum hins liðna.“ Hann hefur og látið þau orð falla að sósí- alistar hafi tapað kosningunum 1996 vegna spillingarmálanna en ekki „vegna samsær- isins.“ Hatur á „kerfinu“ Mai-gir ráðamenn í röðum sósíalista eru hins vegar sannfærðir um hægrimenn hafi gerst sekir um raunverulegt samsæri fyrir kosningarnar. Þeir hafi talið gjörsamlega nauðsynlegt hagsmuna sinna vegna að knýja fram grundvallarbreytingar á Spáni og hafi verið tilbúnir til að hundsa reglur lýðræðisins í því skyni. Bent hefur verið á að árið 1994, ári eftir síðasta sigur González, komu út tvær bæk- ur annálaðra hægrimanna þar sem því var haldið fram að rétthugsandi menn þyrftu að vera tilbúnir að berjast fyrir grundvall- arbreytingum á Spáni m.a. á sjálfu stjórn- kerfinu. Mario nokkur Conde, þekktur bankamaður, sem settur hafði verið af sem yfirmaður Banesto-bankans og hefur nú verið dæmdur fyrir fjárdrátt og skjalafals, hélt því fram í bók sem hann ritaði þá og nefnist „Kerfið“ (E1 Sistema) að slíkar breytingar væru nauðsynlegar. I bók sinni neitaði Conde að kannast við mistök sín og spillingu en fullyrti aftur á móti að hann hefði orðið „fómarlamb kerfisins“ sem rétthugsandi mönnum bæri að berjast gegn því það leitaðist við „að hefta hið raunverulega frelsi.“ Annar þekktur hægrimaður og dálka- höfundur, Antonio García Trevijano, gekk lengra í bók sinni „E1 discurso de la República.“ Hann lýsti yfir því að stjórn- málastéttin á Spáni væri „óhæf valda- klíka." Tækist ekki að koma á nauðsynleg- um umbótum sköpuðust forsendur fyrir mun rótttækari aðgerðum til að koma valdastéttinni frá. Bækur þessara tveggja manna eru sumsé hafðar til marks um að áhrifamiklir menn á hægri vængnum á Spáni hafi á þessum tíma verið nánast örvæntingar- fullir og tilbúnir að ganga mjög langt til að koma á þeim breyt- ingum sem þeir töldu nauðsynlegar og þá til að tryggja hagsmuni sína. Rifjað heáir verið upp að ritstjórar E1 Mundo, ABC og Diario 16 voru viðstaddir þegar bók Gracía Trevijano var kynnt í útgáfuteiti. Skipulagði Conde aðförina? Raunai’ hefur Mario Conde verið bendl- aður við þá ákvörðun ritstjóranna að stilla saman strengi sína gegn Felipe González en Conde var á sínum tíma hluthafi í E1 Mundo og svarinn hatursmaður forsætis- ráðhen-ans. Dagblaðið E1 País kvaðst í síðustu viku hafa fyrir því heimildir að Anson hefði skýrt tveimur íyrrum ráðherrum Sósí- alistaflokksins frá því að Conde hefði verið „heilinn á bakvið" aðförina að González. Mun Anson hafa greint þeim José Barrionuevo og José Luis Corcuera, sem báðir gegndu embætti innanríkisráðherra í stjórnartíð sósíalista, frá þessu er þeir komu saman á veitingastað í Madrid í apr- íl í fyrra. Conde hafi skipulagt samblástur- inn árið 1994. Hann hafi þá verið búinn að öðlast sannfæringu íyrir því að stjórn- málastéttin á Spáni væri „ófær um að stjórna landinu" og þar ríkti ekki raun- verulegt lýðræði. Conde hafi sjálfur verið þeirrar skoðunar að leysa þyrfti upp flokkakerfið á Spáni líkt og gerst hafði á Italíu og því hafi ráðabrugg hans ekki að- eins miðað að því að koma Sósíalista- flokknum frá völdum. Lokatakmarkið hefði verið ný stjórnarskrá og hefði Anson sjálfur lesið slíkt plagg sem Antonio García Trevijano hefði samið. Þessar hug- myndir Conde kunna því að tengjast þeim orðum Ansons að nauðsjmlegt hafi reynst að „stofna ríkinu í hættu“ sem getið var hér að ofan. Lýðræðisástin Leggja ber áherslu á að fullyrðingar Luis María Anson hafa vakið svo sterk viðbrögð á Spáni vegna þess að mjög margir telja að þessir menn hafi gerst sek- ir um ólýðræðislegt athæfi. Hægi’imenn hafi blásið til herferðarinnar gegn Gonzá- lez til að þvinga fram niðurstöðu þeim hag- fellda í kosningunum. Ekki eru nema rétt rúm 20 ár frá því að valdaskeiði einræðis- herrans Francisco Francos lauk og full- yrða má að Spánverjum hefur tekist sér- lega vel að festa lýðræðið í sessi eftir þetta erfiða tímabil í sögu þjóðarinnar. Samblástur áhrifamanna á hægri vængn- um þykir því mörgum skýrt dæmi um að lýðræðisástin risti ekki djúpt í ákveðnum þjóðfélagshópum. Slíkar ásakanir hafa oft- ar en ekki tilvísun til Francisco Francos og katólsku kirkjunnar sem studdi einræð- isheiTann en þessum öflum er Þjóðar- flokkurinn sögulega tengdur. Alvara máls- ins felist í því að gnmsemdir hafi vaknað ’ " um að menn sem nú gegna æðstu embætt- um í samfélaginu hafi verið tilbúnir að grípa til samræmdra aðgerða í krafti að- gangs síns að áhrifamiklum fjölmiðlum til að hafa mótandi áhrif á afstöðu og við- brögð kjósenda. í forystugrein dagblaðsins El País hinn 22. þessa mánaðar sagði m.a. að yfirlýsingar Ansons kæmu ekki á óvart því lengi hefði verið vitað að efnt hefði verið til slíks sam- blásturs fyrir kosningamar 1996. Fengur sé á hinn bóginn að þessum upplýsingum því þær varpi ljósi á hvemig menn þessir hugs- 't"~ uðu á þessum tíma og hvemig þeim reynd- ist auðvelt að réttlæta ákvarðanir sínar. Þeim hafi þótt markmið sín háleit: „að forða Spánveijum fi’á þeim tilhneigingu sinni að kjósa mann sem ekki verðskuldaði þennan stuðning", eins og sagði í forystugreininni. Ogerlegt sé að ímynda sér að fjölmiðlamenn komi saman í þessu skyni í þróuðu lýðræðis- i-íki. Verði þetta því einnig að teljast áfall íyrir spænska blaðamennsku sem byggi trúnaðartraust sitt á því að vera sjálfstætt afl í þjóðfélaginu. Fjármagnið og fjölmiðlamir Þótt Sósíalistaflokkurinn hafi sýnilega ákveðið á síðustu dögum að sýna fulla still- ingu í máli þessu mun það ekki daga uppi. r Eftir standa fullyrðingar sem ekki hafa verið hraktar þess efnis að áhrifamiklir fjölmiðlamenn á hægri vængnum hafi blásið til samræmdrai’ herferðar gegn sitj- andi forsætisráðherra til að koma honum frá. Nákvæmlega hvernig núverandi ráða- menn á Spáni, sem þá voru í stjórnarand- stöðu, tengdust þessum samblæstri liggur ekki fýrir en orð Ansons er ekki unnt að skilja á annan veg en þann að Þjóðarflokksmenn hafi komið þar nærri með einum eða öðrum hætti. Reynist það rétt að Mario Conde hafi komið þar nálægt mun málið verða enn al- varlegra. Niðurstöðum kosninganna verður ekki breytt en upplýsingar um aðförina að González kunna að hafa mikil áhrif í fram- tíðinni og munu vafalaust verða til þess að auka enn á þá umræðu sem fram hefur farið á Spáni um tengsl fjölmiðla, fjár- magns og stjórnmálamanna. Hafa and- stæðingar Þjóðai-flokksins t.a.m. vænt Aznar forsætisráðherra og undirsáta hans um að hygla með lagabreytingum ákveðn- um fjölmiðlum sem séu ríkistjórninni þóknanlegir eða tengist beinlínis hags- munum ráðandi afla innan flokksins. Þá hafi bæði útvarp og þó sérstaklega ríkis- sjónvarpið á Spáni mátt þola milrinn þrýst- ing af hálfu núverandi ráðamanna. Líkt og í Bandaríkjunum þar sem Hill- ary Clinton forsetafrú hefur lýst yfir því að hægrimenn hafi blásið til ófrægingar- herferðar gegn eiginmanni hennar, má því ætla að kröfur magnist á Spáni um að gi’ipið verði til ráðstafana til að tryggja að stjórnmálaöfl víki ekki frá grundvallar- reglum lýðræðisskipulagsins í krafti fjár- t magns og aðgangs að fjölmiðlum. Örvænting sögð hafa ríkt í röðum hægrimanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.