Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4} Hvað ertu að skrifa, Ég er að senda Kalla Va- Ég gerði það ... mér þykir Magga? lentínusarkort þú getur mjög vænt um Kalla, hví ekki gert það ... hann skrifarðu ekki líka nafnið myndi halda að þér geðjað- mitt undir? ist að honum ... Ó, auðvitað! Spara sér að senda Valentínusarkort á minn kostnað! jWorjgíimMafotfo BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Þingsjána fyrr á morgnana Frá Kristni H. Gunnarssyni: HERRA forseti. Þar sem svo háttar til í dag að uppstytta er í þinghaldinu, Davíð er að lesa upp á Gula hananum og Þor- steinn er heima að leita að skýrsl- um, þá vil ég leyfa mér að kveðja mér hljóðs utan þingfundar og vekja athygli forseta og þjóðarinnar á því snilldarbragði forráðamanna Ríkisútvarpsins að setja Þingsjána á dagskrá nú í vetur árla laugar- dagsmorguns. Hefur þetta skilað þeim árangri að svokallað áhorf mælist eftir mínum heimildum að dæma 1-2% og er heldur sígandi. Ég lýsi aðdáun minni á þeirri skyn- semi að hafa barnaefnið á undan Þingsjánni en ekki öfugt. Þegar maður hugsar um það þá liggur þessi röð í augum uppi. Auðvitað vakna börnin fyrst og svo þeir sem búa til börnin. En eitt veldur mér samt áhyggj- um. Það eru eftir sem áður heldur margir sem horfa á Þingsjána. Þú veist að þegar góðu efni er deilt á of marga staði þá vill það lenda í úti- deyfu eins og Sverrir sagði og það má ekki gerast. Þingmenn hafa margt spaklegt til mála að leggja og svo verður um hnúta að binda að þeir haldi reisn sinni og virðingu. Svona efni getur aldrei verið fyrir fjöldann. Ég tek þó fram og bendi á að forráðamenn Sjónvarpsins hafa að mínu mati staðið sig afbragðsvel gegnum árin og hefur tekist að draga úr glápinu á Þingsjána veru- lega á örfáum árum. Mér telst til að um 25% landsmanna hafi horft á þáttinn þegar hann var á dagskrá að kvöldi dags. Það getur hver mað- ur séð að var alveg svakalegt og mátti ekki við svo búið standa. En betur má ef duga skal eða á skal að fjalli stemma eins og hafn- firska máltækið segir. Ég verð að skjóta því hér inn að mér finnst þessi máltæki dáldið skrýtin sem Guðmundur Árni hefur verið að kenna mér, en hvað um það. Tillaga min er sú að færa Þingsjána fram fyrir barnaefnið á laugardags- morgnana. Með því vinnst að úr áhorfendahópnum falla þeir sem ég hef sterklega grunaða um að hafa bara vaknað til þess að horfa á barnaefnið. Eftir standa bestu mennirnir, hinir árrisulu og verk- drjúgu synir þjóðarinnar, sem taka Skalla-Grím sér til fyrirmyndar, en hann kvað forðum: Mjök verðr ár, sás aura ísams meiðr at rísa váðir vidda bróður veðrseygja skal kveðja Ég vil svo að lokum þakka fyrir þennan frábæra skjáskafmiðaleik sem Sjónvarpið hefur tekið upp í stað þess að sýna frá þingfundum. Fleira var það ekki, herra forseti. KRISTINN H. GUNNARSSON, þingmaður Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Fagmenntaðar stéttir - Þrándur í Götu hverra? Frá Helgu Dögg Sverrisdóttur: EFTIR lestur greinar Bjargar Bjarnardóttur um stöðu leikskóla- kennara, sem nú reyna að fá lög- gildingu á starfsréttindi sín, gat ég vart orða bundist. Sú stétt sem ég tilheyri, sjúki-aliðar, hafa sama djöf- ul að draga. Ekki er enn séð fyrir endann á málefnum sjúki'aliða. Það sem kom mér á óvart í grein Bjarg- ar er andstaða sveitarfélaganna fyr- ir löggildingunni. Metnaður til handa framtíðarbörnum þessa lands er lítill hjá þeim, ef satt reynist. Er það ekki lágmarkskrafa foreldra sem eiga börn í leikskólum landsins að fagmenntaðir aðilar skipi hverja stöðu, sé þess kostur? Það hefði ég nú haldið. Hafi sveitarfélögin og stéttarfelög það vald að hið háa Al- þingi íslands stoppi frumvarp um löggildingu fagstétta er það ugg- vænleg staða. Þau ráðuneyti sem standa að menntun fagstétta eiga að hafa þor til að löggilda starfsett- vang þeirra sem nú þegar hafa ekki slíka löggildingu, s.s. sjúkraliðar og leikskólakennarar. Það er með öllu óviðunandi að bjóða upp á menntun sem gefur ekki öruggan starfsvett- vang að námi loknu. Starfsmannafé- lagið Sókn hefur sett sig í andstöðu bæði við leikskólakennara og sjúkraliða hvað þetta varðar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga barð- ist mjög á móti löggildingu starfs- vettvangs sjúkraliða, þ_eir virtust hræddir um sinn eigin. í sjálfu sér lýsir þessi andstaða þessara tveggja kvennafélaga þeim sjálfum. Sókn virðist ekki hafa metnað fyrir hönd sinna félagsmanna, þ.e.a.s. að hvetja, efla og styrkja þá til að afla sér menntunar á þeim sviðum sem þeir hafa starfað lengi við. Ég vil skora á Alþingi að skoða stöðu þeirra fagstétta sem ekki hafa lög- gild starfsréttindi og bæta úr henni. Avallt mun verða ágreiningur um málefni af þessu tagi, en sjálfsögð réttindi í kjölfar náms. Eg óska leikskólakennurum góðs gengis í baráttu sinni og styð kröfur þeirra eindregið. HELGA DÖGG SVERRISDÓTTIR, formaður Deildar sjúkraliða á NE. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.