Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 53
I I j I I í I I i ( i I i i I I I I i í I I 1 i I i I I MORGUNBLAÐIÐ__________ MINNINGAR STEFAN PÉTURSSON + Stefán Péturs- son fæddist í Reykjavík 9. aprfl 1926. Hann lést á Landspítalanum 18. febrúar síðastliðinn og fór útfbr hans fram frá Dómkirkj- unni 27. febrúar. Það hefur verið okkur Þórunni mikil ánægja að ganga stífluhringinn í El- liðaárdal, þar sem mannlífið og náttúran tengjast svo sterkum böndum. Skokkarar og hestamenn búa til byr á lognstilltum helgar- morgnum og gefa okkur göngufólk- inu takt til líkama og sálar. Þykkvi- bærinn var oftast endastaður okkar göngu, til fagurs heimilis Bryndísar og Stefáns. Umræður dagsins voru jafnan opnaðar með lýsingum af þeim hestum sem við Þórunn sáum á Vatnsveituveginum þann daginn og fylgdi þá jafnan umræða um hesta og hestamenn um góða stund. Stefán kunni ótal sögur af hesta- mönnum og hestaferðum sem hann sagði svo skemmtilega frá og gerði ljóslifandi, hann var sögumaður af Guðs náð. Stefán átti sjálfur marga gæðinga um ævina, þeirra síðastur var Flóki, brúnn borgfirskur alhliða gæðingur. Þá voru þær einnig nokkrar ferðirnar sem við Þórunn og Stefán áttum saman um helgar austur yfir Hellisheiði í Vallarkrók- inn til Arndísar frænku þeirra feðgina, þar sem við höfðum um nokkurra ára skeið hesta okkar í hagagöngu og nú síðustu árin upp í Landsveit. Stefán varð sífellt hrifn- ari af hinum fagra sunnlenska fjallahring beggja vegna við Heklu eftir því sem ferðimar urðu fleiri. Að eignast góða jörð þar sem fjöl- skyldan kæmi saman á sumardög- um og koma lítillega að ræktun ís- lenska gæðingsins var Stefáni hug- leikið. Ræktandi gerðist hann er hann leiddi gæðingshryssu sína Perlu til þekkts stóðhests og af- raksturinn rauðblesótt hryssa með allan gang og fyrirheit sem góð ætt- móðir. Stefán byggði ásamt Guðmundi bróður sínum gott hesthús uppi í Víðidal og fer fjöld- skylduhópurinn sífellt stækkandi sem sinnir þessari skemmtilegu íþrótt. Stefán var mikill áhugamaður um flestar íþróttir en þó skipaði fót- boltinn sérstakan sess í huga hans. Mikil og góð stemmning ríkti jafnan niður í Þykkvabæ þegar beinar lýsingar stór- leikja fóru fram. Stefán var sjálfur góður íþróttamaður á sínum yngri árum og átti ágætis feril í spretthlaupum. Annað áhuga- mál Stefáns var garðurinn við heim- ilið, hann lagði hart að sér við snyrt- ingu hans vitandi af líkamlegum verkjum er fylgdu þeim störfum. Veikindi Stefáns voru mikil og erfið sem hann tókst á við með aðdáunar- verðum hætti. Allt fram á síðasta dag er hann hafði meðvitund var hann gefandi af sér hlýju og skop- leg tilsvör. Það var í senn bæði auð- gandi og uppbyggjandi að vera í ná- vistum við hann: Minningin um Stefán tengdaföður minn mun lifa sterkt í huga mér um ókomna fram- tíð. Maður og hestur, þeir eru eitt fyiir utan hinn skammsýna, markaða baug. Þar finnst, hvemig æóum alls fjörs er veitt úr farvegi einum, frá sömu taug. Þeir eru báðir með eilífum sálum, þó andann þeir lofi á tveimur málum, - og saman þeir teyga í Ioftsins laug lífdrykk af morgunsins gullroðnu skálum. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Úr Fákum Einars Benediktssonar) Þormar Ingimarsson. GUÐJÓN HALLDÓRSSON + Guðjón Halldórsson fæddist í Reykjavík 5. júní 1915. Hann lést á Landakotsspítala 18. febrú- ar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 26. febr- úar. Mig setti hljóða þegar ég frétti lát Guðjóns Halldórssonar. Ég átti því láni að fagna að vinna fyrir Guð- jón á árunum 1966 til 1971 í Fisk- veiðasjóði íslands þar sem hann var skrifstofustjóri. Enn þann dag í dag, vitna ég í Guðjón sem hinn besta yfírmann, mann fullan af kær- leika og réttsýni, og alltaf trúr sín- um skoðunum. Guðjón var ekki maður hár í loftinu, en hann var stærsti maður sem ég hef haft þann heiður að hafa kynnst á lífsleiðinni. Kæri vinur, haf þú þökk fyrir alla þína velvild í minn garð, því verður aldrei gleymt. Guð geymi þig og varðveiti. Konu Guðjóns og börnum sendi ég mínar hjartanlegustu samúðaróskir. Meðan ég þjóð og ættjörð ann og íslenska tungu skrifa virði ég þá, sem virtu hann. Eg veit engan sannari og betri mann af öllum sem eftir lifa. (Davíð Stef.) Hrefna Lúðvígs, Kaliforníu. Þar sem góðir menn ganga, þar eru guðsvegir. Guðjón var ljúfur í viðmóti og vildi öllum gott gera. Guðjón var giftur systur minni, Hallbjörgu Eli- mundardóttur. Ég var svo lánsöm að eiga skjól hjá þeim þegar ég, 16 ára gömul, fór að heiman til að vinna fyrir mér og ætíð fór ég til þeirra ef eitthvað var að hjá mér. Þau voru vinir í raun. Bæði voru trygg heimahögunum og heimsóttu oft foreldra mína á Hellissandi. Sérstaklega gladdi Guðjón fóður minn þegar hann tók saman kirkjuritið, sem kallað var. Þannig stóð á að sumt fólk vildi flytja Ingjaldshólskirkju niður á Hellissand. Pabbi var mótfallinn því og bað Guðjón að kynna sér sögu Ingjaldshólskirkju. A þeim tíma, 1942, vissi fólk ekkert um sögu kirkjunnar. Þetta var mikið verk og vel unnið og Guðjón eyddi miklum tíma í ritun þess og gerði það með glöðu geði. Ég held að þetta hafí átt mikinn þátt í því að kirkjan var ekki flutt niður á Hellissand. Pabbi sagði að ljós í kirkjutuminum gæti verið leiðarljós fyrir sjómennina á hafi úti. Kæri Guðjón og Begga, að lokum ástarþakkir fyrir vináttu ykkar í minn garð og foreldra minna. Sannieikans andi, lát sannleikans Ijós þitt oss skína, send oss í myi'krunum himnesku geislana þína, sannleikans sói, sjálfs Guðs að hátignarstól lát þú oss leiðina sýna. (V. Briem) Svandís Elimundardóttir. LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 53 >«uWMléMaÍM«ðði N F INTERNATIONAL We have receíved a fen complBints abom NF Intemational of Derunark, tiit matcnai sent by Oiem is not in itne vviiit tlieir descripuons We have coniacted ihe Dawsh Philatelic Socieíy and NF Imemational are not mcmbers of this Society The Danish Society athise Lhal anvone cxperiencing dijöículúes vmh this compam should contact Amagcrfaelledvcj 56, ForbrugerstyTClsen, ÐK-2300 Copenhagen S,.Denmaik. vvliich is an ofiidal Govemnicnt departmem uhich, in thc past y«ars, have becn v,orkir.g or- csses cðHccming NF ijucmaíioná. 8E WARNEB. '~t*\ÍSáu BREZKT blað varar við skiptum við NF International. Frímerkj aviðskipti eru margslungin FRIMERKl Otrúlegt frfmerkja- efni f buði VARAST SKAL GYLLIBOÐ Er hér allt sem sýnist? Eða hvað? í SÍÐASTA þætti var rætt um viðskipti Norðmanna og Svía við danska firmað NF Intemational AS. Hér kemur svo niðurlag sögu þeirra af þeim viðskiptum í stuttu ágripi. Er hún rakin hér, svo að íslenzkir frímerkjasafnar- ar fái fréttir af viðskiptum ann- arra safnara við margnefnt fyrir- tæki. Loks verður vikið nokkrum orðum að því, sem ritstjóri þekkts bandarísks frímerkja- blaðs segir um tilboð NF til safn- ara í Bandaríkjunum. í 3. tbl. NFT segir, að málið sé rætt í janúarhefti Sænska lands- sambandsins (1997). Ekki er ástæða til að taka hér upp nokk- uð beint úr því blaði að þessu sinni, enda að mestu samhljóða því, sem kemur fram í norska tímaritinu. Þá er tekið fram í NFT, að NF sé ekki í samtökum danskra frímerkjakaupmanna og því vonlaust fyrir menn að leita þangað með vandamál sín. Rit- stjórinn klykkir svo út með þess- um orðum: „Við vonum, að það, að við höfum beint athygli að þessu máli, geti orðið sem flest- um söfnurum til viðvörunar." Rétt er að minnast á enn eitt, sem fram kemur í NFT. í Ijós hefur einmitt komið, að NF hefur sent ýmsum „viðskiptavinum" óumbeðið frímerkjasendingar. Þannig fengu margir sænskir frí- merkjasafnarar haustið 1996 frá danska fyrirtækinu bréf um það, að það hefði myndað NF Exclus- ive Frimærkeklub, sem byði ákveðnum, útvöldum söfnurum frímerki, minnst 88.000 kr. á listaverði fyrir 594 kr. Svo segir orðrétt: „Auglýsingapakkinn verður nú sendur þeim söfnur- um, sem hvorki játa né neita sendingunni, í póstkröfupósti og þeim gert að leysa hann út með 650 kr.“ En hvað segii* svo þekkt og virt bandarískt frímerkjablað, Linns’ Stamp News, um sams konar viðskipti NF við banda- ríska safnara? Hér koma helztu ummæli ritstjórans í blaði frá 1. des. 1997. „Næstum í hverri viku fáum við bréf frá lesendum, þar sem þeir spyrjast fyrir um aug- lýsingapóst, sem þeir hafa fengið frá pakkakaupmanni í Hjprring í Danmörku. Póstboðið býður blöndu, sem virðist innihalda stórt „partí“ (lot) af sjaldgæfum frímerkjum og við háu verðlista- verði.“ Síðan kemur í blaðinu sýnishorn af jafnhástemmdum lýsingum á því, sem í boði er, og við höfum séð í Mbl. og eins í til- boðum þeim, sem íslenzkir frí- merkjasafnarar hafa fengið send í pósti. Svo segir orðrétt í blað- inu: „Sú spurning, sem lesendur bera venjulega fram, er þessi: Er þetta of gott til þess að geta verið satt? Svar okkar er einfaldlega já, það er of gott til þess að geta verið satt. - Eins og við höfum sagt æ ofan í æ á síðum Linn’s síðustu 30 árin, er enginn jóla- sveinn (Santa Claus) í frímerkja- söfnun. Þú færð það, sem þú borgar fyirir. - Sérhver, sem heldur, að það sé mögulegt að kaupa verðmæt frímerki í mikl- um mæli við verði, sem er minna en einn og hálfur af eins prósents verðlistaverði, á sennilega skilið það hlutskipti, sem hann á í vændum." Svo mörg eru þau orð ritstjórans. En svo heldur hann áfram og segir m.a.: „Þegar les- endur Linn’s kvörtuðu og voni óánægðir með þau frímerki, sem þeir fengu, og áttu svo í erfiðleik- um með að fá endurgreiðslu, tók- um við þátt í málinu. Við pöntuð- um m.a. einn pakka af þessu partíi (auðvitað undii- nafnleynd). - Þetta var stórt samsafn af drasli (junk). Eftir þetta höfum við neitað að taka auglýsingu frá þessu firma, enda þótt því hafi tekizt að komast um stuttan tíma inn í önnur frímerkjarit. Firmað notar nú næstum einvörðungu póstinn." Greinin endar á lat- neskum orðum „caveat emptor“, sem merkir: kaupandinn gæti sín. En snúum okkur loks hingað heim á Frón. Fyrir nokkram dögum fékk ég svo í pósti „glæsileg og há- stemmd tilboð“ frá NF og að mér sýnist öllu „fjölbreyttari" boð en fram kemur í auglýsingu í Mbl. Allt er það á dönsku. Má því lík- legt telja, að eigandi fyrirtækis- ins, sem virðist hvergi nefndur á nafn í tilboðum til okkar, hafi fengið einhvern til þess að þýða auglýsinguna á þokkalega ís- lenzku fyrir lesendur Mbl. Magni R. Magnússon frí- merkjakaupmaður, sem þekkir vel til í frimerkjaheiminum, hef- ur einnig fengið sams konar boð. Svo mun vera um fleiri safnara hérlendis. Magni hefur sagt mér sögur af skiptum manna hér á landi við þessa norður-józku frí- merkjaverzlun. Virðast þær eitt- hvað í líkingu við það, sem segir um reynslu Norðmanna, Svía og Bandaríkjamanna. Þá hefur NF haslað sér völl í Englandi. Magni hefur látið mér í té ljósrit af aðvöran úr PTS - News, sem er blað Alþjóðasam- taka frímerkjakaupmanna. Sjá meðfylgjandi mynd. Þar segir, að þau hafi fengið kvartanir um það frá söfnurum, að frímerkja- efni, sem þeim hafi verið sent frá margnefndu fyrirtæki, hafi ekki verið í samræmi við þær lýsing- ar, sem það gaf. Enn fremur kemur fram, að þeir hafi haft samband við Félag danskra frí- merkjakaupmanna (The Danish Philatelic Society) og fengið staðfest, að NF sé ekki í þeim samtökum. Þá er öllum þeim, sem hafa lent í vandræðum í skiptum við NF International, ráðlagt að snúa sér til Dönsku neytendasamtakanna, Amager- felledsvej 56, DK-2300, Kpben- havn, en þau hafa einmitt á liðn- um árum fengizt við mál, sem varðar NF. Þarflaust er að dvelja öllu lengur við auglýsingu NF í Mbl. og þau frímerki, sem eiga að vera í þessu „ótrúlega tilboði“ eða „dúndur verðsprengju“, eins og í auglýsingunni stendur sem stærðar fyrirsögn. Þessi orð eru hér sett á blað einungis til þess að benda lesendum á, hvaða reynslusögur erlendir frímerkja- safnarar hafa að segja um skipti sín við oftnefnt fyrirtæki. Jón Aðalsteinn Jónsson Eitt blað fyrir alla! IHngiwHiiMt -kjarnimálsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.