Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Ný Gullinbrú í Grafarvoginn bráðum ÞAÐ er næstum að bera í bakkafullan lækinn að fjalla meira um Gullinbrúna í fjöl- miðlum, en vegna at- burða undanfarinna daga er ástæða til að láta hér nokkur orð falla. Hinn 12. febrúar sl. komu þingmenn Reykjavíkur saman að beiðni minni vegna vega- og umferðarmál- anna í Grafarvogi. Allir þingmenn kjör- dæmisins voru sam- mála um að úr hinu af- leita ástandi í vega- málum hverfisins yrði að bæta svo fljótt sem unnt væri. Ymsar leiðir voru ræddar og benti Jón Rögnvaldsson að- stoðarvegamálastjóri á að það væri unnt að færa fjármagn milli verkefna í Reykjavík og flýta þannig fyrir framkvæmdunum við Gullinbrú. Hér er um að ræða flutning á hluta fjárveitingar vegna mislægra gatna- móta við Skeiðarvog til Gullinbrúarverks- ins. Leist þingmönnum vel á þessa tillögu og hefur hún verið kynnt í samgöngunefnd Al- þingis í tengslum við vinnuna við vegaáætlun og fengið jákvæðar Ásta R. Jóhannesdóttir undirtektir þar. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur einnig lýst ánægju sinni með þessa hugmynd, bæði í bréfi til samgönguráðherra 16. febrúar sl. og í fjölmiðlum. Samgönguráðherra tekur síðan í sama streng í Morgunblaðinu þriðjudaginn 24. febrúar. Samkvæmt þessu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir við Gullinbrú nú þegar. Allir sem málið varðar eru sammála um að það skuli hafa for- Allir sem málið varðar eru sammáia um að það skuii hafa forgang, seg- ir Asta K. Jóhannes- dóttir, og fjármagnið er tryggt. gang og fjármagnið er tryggt. Það er fagnaðarefni að nú er í sjónmáli lausn á þessu biýna hagsmunamáli Grafarvogsbúa og Reykvíkinga í bættri umferðar- menningu. Höfundur er alþingismaður i þing- fiokki jafnaðarmanna. ÍSLENSKT MAL GAMAN er að geta hvað eftir annað skýrt frá því, hversu vel er og víða unnið á sviði íslenskra fræða. Hvert stórvirkið af öðru berst mér í hendur, og nú síðast Tölvuorðasafn, en það er tíunda rit Islenskrar málnefndar. Þetta er reyndar þriðja útgáfa, hin fyrsta kom út 1983, en þessi nýja er margfóld að efni. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Islands tók bókina saman, en nefndina skipa Baldur Jónsson, Sigrún Helgadóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Örn Kaldalóns. Ritstjóri verksins var Stefán Briem. Nauðsyn þess að íslenska vel tölvumálið er auðsæ. Og okkur hlýtur að vera það metnaðannál að geta á tungu okkar eigin fjallað um allt hið nýjasta í tækni og vís- indum. Þeir sem að því stuðla með dugnaði og smekkvísi, eiga skilið virðingu okkar og þökk. I sama mund og ég sá Tölvuorðasafnið barst mér í hendur bréf frá Bjarna Sigtryggssyni í Kaup- mannahöfn, okkur að góðu kunn- um. Hann sendir mér dæmi úr dönskum blöðum sem sýna hvem- ig enskan veður uppi í máli frænda okkar, að því er virðist án mikillar fyrirstöðu. Bjami segir: „Með því að laga málfar nýrrar tækni að því máli, sem lifir á tungu þjóðar, komumst við næst því að skila hugsun okkar rétt til næsta manns. Með því einu, að varðveita málið, getum við ætlast til þess að koma hugsunum okkar og forfeðra okkar til næstu kyn- slóða.“ Undir þetta tekur umsjónar- maður heils hugar og veit að Bjami mun gleðjast, þegar hann sér Tölvuorðasafn. ★ Þjóðemishyggju þörftiumst vér einmitt að rækja án þurradrambs og hver undir sinni stjömu. í vinar-gervi sækir óvinur að öllu því sem vér hlutum og hann ekki Umsjónarmaður Gísli Jónsson 942. þáttur skilur. (Hannes Pétureson: Bréf um Ijóðstafi (lítið brot).) ★ I hebresku var til mannsnafnið Jeholianan, stundum stytt í Jo- hanan. Nafnið er talið merkja: „guð (Jehóva) hefur auðsýnt náð“. Nú skilst mér að þetta nafn hafi borist til Grikkja og þeim ekki lík- að endingin, heldur breytt því í það sem við skrifum Jóhannes. Látum við svo heita að nafninu fylgi ósk um náð og blessun guðs. Tveir menn með þessu nafni urðu snemma frægari en aðrir, og nefn- um við þá Jóhannes skírara og Jó- hannes postula. I ensku er nafn þeirra John. Þannig hefur farið um víða veröld, að nafnið hefur tekið á sig ýmsar gerðir, svo sem í frönsku Jean, írsku Sean, rúss- nesku Ivan, spænsku Juan. Vin- sælasta nafn á Islandi hefur öld- umsaman verið Jón. Á miðöldum styttu Þjóðverjar tíðum Jóhannes, tóku af ending- una, og varð gerðin Johann skjótt vinsæl meðal þýskumælandi manna. Hafa margir frægir Þjóð- verjar og Austumkismenn borið nafnið, svo sem Johann Strauss, en mikill siður var í Þýskalandi að hafa Johann íyrst af fleimefnum, svo sem Johann Sebastian (virðu- legur) Bach, Johann Gottfried Herder og Johann Wolfgang von Goethe. Þegar tvínefni tóku til muna að tíðkast á Islandi, var Jó- hann algengasta aðalnafn. Gerðin barst til okkar úr þýsku gegnum dönsku, og þetta gekk heldur seint. Gils Guðmundsson veit fyrstan Jóhann á íslandi hafa ver- ið sr. Jóhann Jónsson á Brjánslæk og í Otradal, fæddan um 1625. Ár- ið 1703 báru 11 íslendingar Jó- hannsnafn, dreifðir nokkuð um landið, en þó fjórir í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Tæpri öld síðar vora þeir 63, þar af 18 í Húnavatnssýslu. Svo tekur nú heldur að koma skriður á skútuna. Árið 1845 eru 388 (þar af 10 síðari nöfn), og var fjölgunin langörust á Norðuriandi, 71 í Eyjafjarðarsýslu, 68 í Skagafjarð- arsýslu og 59 í Húnavatnssýslu. Sóknin hélt áfram af miklum þunga. Árið 1910 eru 844, þar af 123 fæddir í Eyjafjarðarsýslu. Var nafnið þá nr. 9 meðal karla, 2,1%. Árið 1990 var Jóhann í 12. sæti, og í þjóðskránni þá ríflega hálft þriðja þúsund, þar af 558 sem svo hétu síðara nafni. Fylgir þeim vonandi náð guðs, eins og bænin í nafngiftinni hljóðar upp á. ★' „Margt bendir til þess að við munum velja enskuna til sam- skipta við aðrar þjóðir en berum við gæfu til að halda íslenskunni einnig? Til þess að svo verði dugir ekki að láta reka á reiðanum. Beita þarf skipulegri orðasmíð og tryggja að endurnýjun íslensk- unnar hafi undan ásókn enskunn- ar. Takist þar vel til gæti sambúð við sögu og náttúru landsins nægt til þess að við getum talað tungum tveim og verið á einu máli sem þjóð.“ (Sveinbjöra Bjömsson; Málfregnir 13.) ★ Vilfríður vestan kvað: Hann Sigurður sálugi á Vatni - seint held ég maðurinn batni - bæði konum og köllum illt gerði hann öllum af einstakri vandvirkni og natni. ★ Fyrir skemmstu fjallaði ég dá- lítið um kvenheitið Edda, og kom meðal annars fram sú skýringar- tilraun að nafnið merkti (lang)amma. Borg í Saudi-Arabíu heitir Jeddah. Erling Aspelund skaut því að mér að nema burtu j og h, svo að eftir stæði edda, en jeddah seg- ir hann að þýði móðir á arabísku. Þetta er skemmtilegt, en ég kann svo sem ekkert í arabísku. Þó er ég ekki frá því að þeir eystra hafi borgarheitið Juddah. Kveð ég lærðari menn að þessu máli. - kjarni málsins! Um „fanatík“ og fleira smávegis TÓNLISTARMAÐURINN Már Elíson hneykslast á skrifum mínum um ljóðhefðina og spyr hvort gamli torfbæjarstíllinn eigi enn að gilda á þessu sviði. - Það er kaldhæðnislegt að það er einmitt torf og torfusneplar, sem mér finnst táknræn uppi- staða í ýmsu prósarugli, sem sífellt er verið að hossa. Hinsvegar mætti spyrja tónlistarmann- inn, hvað 1.000 sinfóníu- hljómsveitir um víða veröld keppast við að hafa á sínum efnis- skrám. Það skyldi þó ekki upplýsast að þar bæri einna hæst glæsitónlist fyrri alda og síðan koma öll óperu- húsin, sem sífellt eru ótrauð við að gleðja fólkið með aldagömlum óperam, sem enn era í fullu gildi og fólk um veröld alla þreytist aldrei á að lofsyngja. Er þetta bara „fanatík" og „miðalda hugsjón" í tónlistinni? Allavega bláköld staðreynd. Þessu er að nokkra svipað farið í Ijóðlistinni. Hún er „klassísk" og heldur velli, þótt að henni sé sótt úr öllum áttum. Við höfum eignast heila kynslóð ljóðskálda, sem kröfðust formbylt- ingar í ljóðagerð og framkvæmdu hana. Voru þó flest býsna sam- bandslaus við þjóðina. Þau héldu vel saman, vora rauð og róttæk og dáð- ust hvort að öðru. Þau voru sæl í sinni trú. Þetta var þeirra hugsjón. Öllu verra er, ef þeim og öðrum róttæklingum hefur heppnast að af- siða ungu kynslóðina í ljóðagerð og rugla hana í ríminu. Væri til of mikils mælst að örfáum kennslustundum í íslensku í grannskólunum væri varið til að upplýsa æsku landsins um ljóð- stafi í íslenskri bragfræði - þjóðararfi okkar -. Þetta væri hægt að kenna á mjög einfaldan hátt um leið og bömin væru látin læra auðlærð ljóð, sem gætu örvað áhuga þein-a á Ijóðum. í grein minni í jan. sl. segi ég um grunnskóla kennslu: „Auk þess var ákveðið að íþyngja ekki börnum með því að láta þau læra ljóð utanað." Kennslumálin Einhver hámenntaðasti og virtasti íslensku kennari í MR, Ragnheiður Briem, upplýsir okkur um margvís- legan fróðleik og okkar stöðu í kennslumálum í Lesbók í jan. sl. „Böm eiga orðið eifitt með að tjá sig á móðurmálinu, orðaforðinn er svo rýr“ og tekur nokkur dæmi um það. Segir auk þess góða námsmenn slaka i móðurmálinu. „Það þarf að kenna miklu meira í íslensku en nú er gert, ekki síst yngstu nemendunum." Hún segir einnig: „Eitt versta slysið í grunnskólanum tel ég þá ákvörðun að nemendur skuli færast á milli bekkja, hvoi-t sem þeir ná prófum eða ekki. Það er góð- mennska á villigötum! Kennai-ar fylgja námsskrá en nemendur þurfa hvorki að læra efnið né standa sig fremur en þeir vilja. Það er á stakk og skjön við alla skynsemi og lífið utan skólastofunnar. Það er nefni- lega ekki hægt að falla í grunnskóla" . . . „Þetta er skortur á skynsemi í skólastarfí. Skyldi ekki vera sárs- aukaminna að setja eftir í bekk með sínum líkum en þurfa að afbera það á hverjum degi að afhjúpa fáfræði sína og skilningsleysi fyrir augum allra í bekknum." „Læt þessar til- vitnanir nægja. Afsiðun Afsiðun menntunar í grannskól- um hófst fyrir u.þ.b. 26 árum. Þá var flestu umsnúið af róttæku fólki og nýjum og oft fölsuðum kennslubók- um. í stærðfræði var jafnvel amast við því að nemendur lærðu marg- földunartöfluna, enda slíkt talið hamla vitsmunaþroska og utanbók- ar lærdómur algjörlega bannaður. í þessu sam- bandi kemur mér í hug viðtal í Mbl. 8.2. sl. við Kjartan Guðjónsson, mjmdlistarmann, sem er alltaf hressilegur og hreinskiptinn. „Kjartan er þeirrar skoðunar að þeir sem fást við myndlist verði að kunna að teikna sómasamlega. En sú skoðun hefir um all- langt skeið ekki átt upp á pallborðið. Og gamli formbyltingarmaðurinn upplifði það að vera tal- inn til verstu aftur- haldsmanna í myndlist. . . „Já, einn daginn hafði enginn not íyrir það sem ég gat kennt og kunni. Samkvæmt hinni nýju heimspeki þarf enginn lengur að kunna neitt, heldur bara að hafa hugmyndir. Það er ekki lengur kennt neitt fag . . . Það eru útskrifaðir 44 myndlistar- menn á ári! Megnið af þessu er nátt- úrlega píp útií loftið". Sem sé víða pottur brotinn! Gæti ekki verið að eitthvgð svipað hafi gerst í ljóðagerðinni? Áður ortu menn ljóð, sem þjóðin fagnaði og lærði. Nú skrifa menn prósa og upp- nefna hann ljóð. Og því miður er prósinn oft á lágu plani. Snúum okk- ur aftur að Má. Hann segir það „veruleikafirrta hugsun að halda því fram að bragreglur séu vísvitandi virtar að vettugi . . . „þetta er ein- ungis annað bragform í nútíma ljóðagerð.“ Skyldi tónlistarmaður- Áður ortu menn ljóð, sem þjóðin fagnaði og lærði, segir Guðmund- ur Guðmundarson. Nú skrifa menn prósa og uppnefna hann ljóð. inn ekki sakna hrynjandi eða hljóm- falls í nútímaljóðum? Er brageyrað bilað eða hvað? „Ungu prósaljóðskáldin passa sig einmitt á því að detta ekki ofaní gamla rímna-stuðla og höfuðstafa- hlóðapottinn, sem er löngu fullur af gömlum graut.“ Þessi gamli hlóða- pottur leynir sannarlega á sér í tón- listinni og innihaldið bragðbetra með nýjum útsetningum á hverju ári! í flutningi á klassísku tónverki getra feilnótur skemmt góða stemmningu. í ljóðagerð er engin ástæða til að fagna, þegar margar falskar nótur er slegnar samtímis! Stakan okkar hefir verið í háveg- um höfð alla tíð og flogið landshorn- anna á milli. Vissulega nýtur hún enn geysilegra vinsælda. Þegar lausavísna-gai-par mæta til leiks, er jafnan húsfyllir og mikil stemmning. í útvarpi og víðar hefir það hent, þegar slegið er fram fyrriparti af vísu, þá komi menn með rímaða en óstuðlaða botna. Slík má aldrei leyfa. Það má aldrei ske að þessari einstæðu og glæsilegu perlu í ís- lenskri ljóðhefð sé misþyi-mt. Verum einhuga í því að verja stök- una, sem er eitt síðasta vígi ljóðhefð- arinnai- og tryggjum að hortittasmið- ir taki ekki völdin, án þess að nokkur nenni svo mikið sem að hósta! Iiöfundur er fv. framkvæm da stjóri. Guðmundur Guðmundarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.