Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 60
80 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ STEINAR WAAGE I DAG SKÓVERSLUN Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ^ SKÓVERSLUN Sími 551 8519 Sími 568 9212 Tilboðsverð 3.995,- Teg. 3056 Stærðir: 36-46 Litur: Svartir „I’rosleaskeiði ellinnar ertt cngin fóst tahmörk sett oggamallmainr nýtnr sin vel rneðan hann gegnir skylditm sinnm og virðir dauðann að vettugi. Afþessu leiðir að ellin réynist jafiivel djarfari en teskau “ Um ellina — Marcús Túllíus Ciceró d. 45 f.Kr. „Hrafnaþing“ Ráðstefna um ný viðhorf í öldrunarmálum haldin í Kópavogi 7. mars 1998 í félagsheimilinu Gullsmára, Gullsmára 13 Dagskrá: Skráning kl. 13.15—14.00. Stjórnandi og umsjónarmaður ráðstefnunnar Sigurbjörg Björgvinsdóttir, forstöðumaður Gjábakka og Gullsmára. Riðstefnan sett Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri í Kópavogi. Ávarp Jóhanna Arnórsdóttir, fulltrúi Félags eldri borgara í Kópavogi. Sjálfstæði og aðstæður eldra fólks Vilhjálmur Árnason heimspekingur. Frumkvæði og forsjárhyggja Þorgeir Jónsson, læknir og eldri borgari í Kópavogi. „Hananúið“ í manneskjunni Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur. Gleðin í fyrirrúmi og hlýtt viðmót Guðrún Vigfúsdóttir, listvefari og eldri borgari í Kópavogi. Er sjálfræði aldraðra virt (lögum um málefni aldraðra? Ástríður Stefánsdóttir, læknir. Kaffihlé. Umræður og fyrirspurnir. Fyrir svörum sitja: Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Ásdís Skúladóttir, félagsfræðingur Ástríður Stefánsdóttir, læknir Guðrún Vigfúsdóttir, listvefari og eldri borgari Vilhjálmur Árnason, heimspekingur Þorgeir Jónsson, læknir og eldri borgari VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fátækt fólk ÞAÐ hringdi í mig fullorð- in kona og sagðist vera að selja myndbönd og geisla- diska fyrir félag sem héti „Fátæk börn á Islandi“. Þetta er nú varia í frásög- ur færandi nema af því að nafnið á félaginu og það sem konan hafði að segja um félagið kom við mig. Eg fór að spyrja konuna um þetta félag og hún sagði að það hefði verið stofnað í september á síð- asta ári og hefði allt söfn- unaifé í haust farið í það að styðja fátækar barna- fjölskyldur fyrir jólin viðs vegar um landið. Eg spurði þá konuna um hvort Félagsmálastofnanir og hjálparstofnanh' ættu ekki að sjá um þetta fólk og hvert sú hjálp sem það fengi þaðan væri ekki nóg. Svar konunnar þótt mér vel þess virði að það komi fram í blöðunum. Hún sagði að bætur frá félags- málastofnunum og stuðn- ingur frá hjálparstofnun- um hjálpaði vissulega ein- hverjum að framfleyta sér en það hjálpaði ekki fólki út úr vandamálum þeirra og því héldi það áfram að vera í sömu vandamálun- um ár eftir ár. Það væri hins vegar markmið þessa nýstofnaða félags að hjálpa barnafjölskyldum þannig að þau næðu sér á strik út úr uppsöfnuðum fjárhagsvandræðum og endurheimtu sjálfsvii-ð- ingu sína aftur. Verst væri að bakhjarl fátæks fólks á Islandi væri í raun enginn einn sterkur aðili. Hjálpar- stofnun kirkjunnar hefði brugðist fátæku fólki á ís- landi og safnaði eingöngu fyrir útlendinga og aðrar hjálparstofnanir væru fyrst og fremst að störfum rétt fyrir jól á ári hverju. Það héldu allir að fátækt fólk á íslandi væri ekki til lengur af því að það væri góðæri. Þetta væri mikill misskilningur að hennar mati. Þvert á móti yki góð- æri kjarabilið milli stétta og þjóðfélagshópa. Hinir ríku verða ríkari og hinfr fátæku verða fátækari. Mér þótti með eindæmum fróðlegt að heyra í þessari konu fjalla um þessi mál og ég hvet eindregið alla velmeinandi menn og kon- ur að kaupa geisladiska eða myndbönd af þessu fé- lagi fátækra barna á ís- landi. Guttormur Pálsson. Kastljós BYLGJA Sigurjónsdóttir hafði samband við Velvak- anda og vildi taka undir þá skoðun konu sem skrifaði í Velvakanda þriðjudaginn 24. febrúar sl. um að end- ursýna ætti Kastljós þátt- inn sem fjallaði um þung- lyndi okkar Islendinga sem var á dagskrá Sjón- varpsins nýlega. Hildur Helga skemmtileg HILDUR Helga Sigurðar- dóttir sér um þáttinn „Þetta helst“ 1 Sjónvarp- inu. Mig langar að segja að mér finnst hún skemmti- leg, skynsöm og hefur stórkostlegan húmor. Þættirnir hennar eru mjög skemmtilegir. Lára. Vantar upphaf og endi MIG langar að vita hvort einhver kann upphafið og endinn á þessu kvæði: Eyvindur gapti og góndi, stakk höndunum í vasann og spurði Hverertþú? Stelpan svarar Ég er Maríuungi móður minnar ... o.s.frv. Ef einhver kannast við eða kann kvæðið allt er sá beðinn að hafa samband í s: 554 1972. Tapað/fundið Taupoki með lykli GRÆNN taupoki með lykli í fannst við Hóla- brekkuskóla þriðjudaginn 24. febrúai'. Sá sem saknar pokans getur haft sam- band í s: 557 3468. Kjóll og taska FÖSTUDAGINN 13. febr- úar sl. tapaðist á Broad- way svartur síður kápu- kjóll með áföstum fjöðrum, einnig svört hliðartaska með briinu seðlaveski með skiliTkjum í. Ef einhver hefur orðið var við þessa hluti vinsamlega hafið samband í s: 566 8538. GSM-sími GSM-SÍMI fannst á horni Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar sl. mánudag 23. febrúar. Eigandinn get- ur vitjað hans í s. 554 3188. Gullhálskeðja tapaðist GULLKEÐJA úr 18 karat gulli sem er eins og hún sé snúin með áhangandi L og á ellinu er lítiH demantur, týndist íyrir tæpum mán- uði. Keðjan er mjög auð- þekkt íyrii' eigandann sem saknar hennar sárt. Ef ein- hver kannast við að hafa séð hálsmenið vinsamlega hafi samband í s: 553 6851. SKAK llmsjón Margcir Pétur.sson STAÐAN kom upp á opnu móti i San Vincent á Norð- ur-ítaHu, fyrr á þessu ári. Rússinn Igor Efimov (2.525) var með hvítt og átti leik gegn Hollend- ingnum Mark Van der Werf (2.420). 29. Hxe6! - Kxe6 30. Rxd5! - Rxd4 (Auðvitað ekki 30. - Kxd5 31. Dc4 mát eða 31. Bc4 mát) 31. Rxe3 - Hxc2 32. Bxd4 - Be5 33. Rxc2 - Bxd4 34. Bc4+ og svartur gafst upp. Úrslit mótsins urðu þessi: 1. Ro- bert Zelcic, Ki'óatíu 7!4 v. af 9 mögulegum, 2.-5. Igor, Novikov, Úkraínu, Thomas Luther, Þýskalandi, Igor Efimov og Reynaldo Vera, Kúbu 6Vz v. HVITUR leikur og vinnur. COSPER EINS og þið sjáið er hér ríkulegt rými fyrir tvær venjulegar manneskjur. Sýnishorn úr starfsemi eldri borgara í Kópavogi. a) Dansaðir vikivakar undir sjtórn Sigurbjargar Jóhönnu Þórðardóttur, eldri borgara. b) Upplestur — félagar úr Hana-nú. Niðurstöður. í samantekt ráðstefnustjóra. Ráðstefnuslit eigi síðar en kl. 17.00. Brynhildur Barðadóttir, öldrunarfulltrúi í Kópavogi. Ráðstefnugjald er kr. 500. Innifalið ráðstefnugögn og veitingar. Skráning í sima 554 3400. Nauðsynlegt er að áhugasamir skrái þátttöku sem fyrst þar sem húsið rúmar aðeins 200 manns. Kópavogsbær, Félag eldri borgara, Frístundahópurinn Hana-nú. Líf okkar ætti að vera ein samfella þar sem upphafið, meginkaflinn og lokakaflinn væru í fullkomnn jafnvægi. í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðla. Hentar vel til einangrunar kæli- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. ÞÞ &co Leitiö frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29,108 REYKJAVÍK, SÍMI 553 8640/568 6100. Víkverji skrifar... AÐ hefur varla farið fram hjá neinum að miklar hræringar hafa verið í verslun með raftæki á Islandi, ekki síst vegna tilkomu nýs stórmarkaðar með slíkar vörur í Kópavogi. Samkeppnin hefur greinilega farið harðnandi á þessum markaði undanfarin misseri til hagsbóta fyrir neytendur. Þessu ber að fagna því yfirleitt er það töluverð fjárfesting fyrir almenning að festa kaup á sjónvarpstæki, þvottavél, ísskáp eða öðrum slíkum tækjum. Að ekki sé nú talað um heildarkostnað allra þeirra tækja, sem nauðsynleg eru talin á heimil- um nú til dags. XXX NEYTENDUR eiii líka greini- lega farnir að gera auknar kröfur, ekki bara til verðs og gæða heldur einnig til þeirrar þjónustu, sem veitt er að loknum kaupum. Það er fátt eins hvimleitt og nýleg tæki sem bila. Það væri þá helst söluaðili, sem veitir lélega viðhalds- þjónustu. Greinilegt er að við val á heimilistækjum eru margir famir að taka tillit til þess við hverju er að búast ef eitthvað bjátar á. Víkverji ræddi á dögunum við konu sem lenti í því að þvottavél frá þekktum og virtum framleiðanda bilaði og mjög erfiðlega gekk að fá gert við hana. Þjónustulund fyrir- tækisins var lítil sem engin og fram- koma starfsmanna allt að því rudda- leg. Fjölskyldan var í þann mund að endurnýja öH heimilistæki í eldhúsi og var búin að ákveða að þau yrðu af sömu tegund og þvottavélin, enda vörumerki sem þau höfðu lengi not- að og verið ánægð með. Samskiptin við umboðsaðilann urðu hins vegar til þess að ákveðið var að skipta yfir í aðra tegund þegar eldhúsið var tekið í gegn. XXX RÚSSAR hafa á síðustu árum tekið upp lýðræðislega stjórn- arhætti en rússnesk stjórnmál eru þó greinilega enn með nokkuð öðru sniði en við eigum að venjast. Víkverja hefur þannig þótt nokkuð sérstök sú árátta rússneskra ráða- manna að bera vítur hver á annan fyrir opnum tjöldum með miklum tilþrifum og helst í beinni sjón- varpsútsendingu. Jeltsín Rúss- landsforseti er meistari slíkra leik- sýninga og mátti sjá dæmi þess nú í vikunni þegar hann kallaði ríkis- stjórn landsins fyrir í heild sinni til að láta hana svara til saka fyrir slælegan árangur við stjórn lands- ins á síðasta ári. Lét hann þess getið strax í upphafi að hann hygð- ist reka þrjá ráðherra úr stjórn- inni, þar sem þjóðin krefðist þess að hinum seku yrði refsað. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem for- setinn sviðsetur svipaðar uppá- komur. En það eru greinilega ekki ein- ungis rússneskir stjómmálamenn sem mega búast við því að sæta meðferð af þessu tagi. Þegar varn- armálaráðherra Bandaríkjanna hélt til Moskvu fyrir nokkrum vikum til að afla aðgerðum gegn írak stuðn- ings var hann skammaður í nærvist fréttamanna af hinum _ rússneska starfsbróður sínum. Oneitanlega öðruvisi pólitík en við eigum að venjast á Vesturlöndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.