Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 63 FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGSMYNDIR SÓNVARPS- Stöð 2 ► 21.00 Hvað svo sem annars má segja um Hvítingjann (Powder, ‘95) verður því seint hald- ið fram að hún sé klisjukennd eða fari troðnar slóðir. Vísindaskáld- söguleg hrollvekja um dreng með yfirnáttúrlega hæfileika sem fær bágt fyrir hjá samborgurunum. Oljósar Messíasarpælingar svífa yfir vötnum. Forvitnileg og óvenju- leg frá hendi leikstjórans Victors Salva, sem rústaði efnilegan feril með vondum málum. Með Sean Patrick Flannery í titilhlutverkinu, Mery Steenburgen, og hér gefst kostur á að sjá Lance Henriksen í nokkm-n veginn óbrjáluðum ham. ★★ Sýn 21.00^ Maðurinn sem féll til jarðar (The Man Who Fell To Earth ‘76) færir okkur einkum heim sanninn um að tónlistarmað- urinn David Bowie ætti fremur að fást við það sem hann gerir best. Láta leikinn lönd og leið. Hefur fátt til brunns að bera annað en út- litið og sterkan persónuleika. Eng- inn veit neitt um Thomas Newton (Bowie) og maður er jafnnær í myndarlok. Ein af slakari myndum Nicholas Roegs. Með Rip Tom. ★★ Sjónvarpið ► 21.15 Aðalpersón- urnar í Ást í meinum (Falling in Love, ‘84) eru harðgiftir einstak- lingar (Robert De Niro, Meryl Streep), sem kynnast af tilviljun og ganga lengra en æskilegt er. Eini tilgangurinn með myndinni er að reyna að hala inn á vinsældir þess- ara frábæru leikara sem hafa oft gert garðinn frægan. Það mislukk- ast, útkoman rétt í meðallagi, sem veldur vonbrigðum. ★★ Stöð 2 ► 23.00 Húsarinn á þak- inu (Le Hussard Sur le Toit, ‘96) er frönsk búningamynd frá öldinni sem leið, rómantísk og riddaraleg og Juliette Binoche fegurðin upp- máluð í miðjum stríðsátökum. Hús- arinn reynir að hafa uppi á manni hennar en ástin lætur ekki að sér hæða. ★★‘/2 Sjónvarpið ► 23.05 í Lafði Jane (Lady Jane, ‘86) segii- af titilper- sónunni Jane Grey (Helena Bon- ham Carter), sem komið er til valda aðeins 16 ára gamalli er Ját- varður VI. fellur frá. Halliwell hef- ur allt á homum sér og skilur ekk- ert í hvers vegna myndin var gerð né Carter valin. Þess má þó til gamans geta að hún er tilnefnd til Oskarsverðlauna í ár, svo Eyjólfur Næturlíf í Harlem Sýn ► 23.25 Áhugafólk um kvikmyndir kannast flest við hrakningasögu Titanic ums myndin hljóp af stokkunum. Hafði margoft sprengt allar fjárhagsáætlanir og tímamörk, miklar sögur fóm af sérvisku og þráhyggju Camerons að endurgera alla sviðsmuni og búninga sem nákvæmast. Þessi umræða minnti mjög á þá fádæma fjölmiðlaumfjöllun sem ríkti í kringum gerð Næturklúbbsins (The Cotton Club) þrettán árum áður. Hér var annar stórmyndaleikstjóri á ferð, sjálfur Francis Ford Coppola, eldheitur og eftirsóttur á hápunkti ferils síns. Umfjöllunarefni hans var einnig sótt í harmleik úr fortíðinni, þótt í minna mæli væri en hjá Cameron. Hann endursegir sögu eins frægasta næturklúbbs í Vesturheimi á bannárunum, The Cotton Club í Harlem, og nýtur til þess aðstoðar ekki ómerkilegri penna en Williams Kennedy. Því miður stóð myndin ekki undir væntingum. 50 milljón dalirnir sem hún kostaði að lokum (tvöföld áætlun) sýndu sig að nokkru leyti í magnaðri sviðsmynd og búningum, en dramað var veikara. Við AI segjum í Myndbandahandbókinni: Á bestu köflunum hrífandi kvikmynd um glæpi og refsingu, ástir og hatur og lífið á hinum fæga Cotton Club. Söguhetjurnar tvennir bræður. Aðrir hvítir (Nicholas Cafe, Richard Gere), hinir svartir (John og Gregory Hines). Gere, einn af hljómsveitarmeðlimunum, fellur íyrir stúlku mafíósans (Diane Lane). Gefum ★★★ Sæbjörn Valdimarsson STOÐVANNA er að hressast. Leikstjóri er Trevor Nunn. Maltin er hins vegar upprifinn og gefur ★ek41ek41 Sýn ► 23.25 Næturklúbburinn (The Cotton Club, ‘84). Sjá umsögn í ramma. Stöð 2^1.25 Á nálum (Panic in Needle Park, ‘71) er þeirrar undar- legu náttúru að vera endalaust að skjóta upp kollinum hér og þar. Því fer fjarri að það sé að verðleikum, þetta er meðalmynd, en hér er þó tekið á málum sem jafnan eru brennheit í umræðunni, eiturlyfja- neyslu ungs fólks. Myndin dregur nafn sitt af íyrrum illræmdum að- setursstað sprautufíkla í New York. Rakin niðurleið ungmenna uns botninum - heróíni - er náð. Ein fyrsta mynd Als Pacinos, sem greinilega tók Dustin Hoffman sér til fyrirmyndar á þessum árum. ★★ Stöð 2 ► 3.15 Úr fortíðinni (Out of Annie’s Past, ‘95) nefnist „huldu- mynd“ um konuna Annie sem farið hefur huldu höfði íyrir yfirvöldum, sem gruna hana um morð. Óprútt- inn einkaspæjari reynir að gera sér ástandið að féþúfu. IMDb gefur 6,2 Sæbjörn Valdimarsson Misheppnaður rússíbani Reiðufé í Las Vegas (Cold Cash in Las Vegas)_ TT;i s a r in y n (I >/2 Framleiðandi: Eilie Samaha og Avi Lerner. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Handritshöfundur: Bart Madison. Kvikmyndataka: Alan Caso. Tónlist: Robert O. Ragland. Aðalhlutverk: Peter Weller, Dennis Hopper, Tia Carrere, Peter Coyote. 90 mín. Bandarísk. Febrúar 1998. Bönnuð börnum innan tólf ára. Þessi aumkunarverða saga hefst á því að Rebecca Mereer (Carrere) kemur að sækja eiginmann sinn Ray (Weller) í fangelsi þar sem hann hef- ur dúsað fyrir óþekkt brot í fjögur ár, án þess að hafa svarað neinu þeirra fjölmörgu bréfa sem hún sendi hon- um. Ástæðan fyrir rittregðu Rays er þungamiðjan í sam- bandi þeirra hjóna snemma verður ljóst öð þau elskast enn þó þau séu á leið til Vegas að fá skilnað. Tveir sögu- þræðir til viðbótar eru kynntir í upp- hafi myndar. Annarsvegar er sýnt fram á að spilavítiseigandinn Atlas (Hopper) er vondur, nokkuð sem hefði mátt koma á framfæri með því einfaldlega að sýna andlit Hoppers. Hinsvegar kemur í ljós að önnur ill- ■nenni eru upptekin við að ræna spilavítið. Þræðir þessir fléttast svo saman eins og vera ber. Rússíbanar eru mjög áberandi í 'nyndinni og eiga að vera einskonar tákn fyrir hana. Eitt og annað minn- lr reyndar á tívolítækið volduga. Heilmikill hamagangur á sér stað UPP, niður og út í hött. Að lokum er tnaður hálf ringlaður í hausnum eins °S stundum þegar stigið er niður úr rússíbanavagni. En það er einn reg- tnmunur á þessu tvennu. Rússíbanar eru skemmtilegir en þessi bíómynd pínlega vond. Leikstjórinn Sidney J. Furie á að baki fjölda kvikmynda frá sjötta ára- tugnum og fram á þann tíunda. Hann þótti efnilegur einu sinni en langt er síðan nokkuð hefur komið frá honum af viti. Því er nánast óskiljanlegt hvernig honum hefur tekist að fá til liðs við sig alla þá fínu leikara sem hér koma fram. Þessi góði hópur nær þó engan veginn að bjarga þessari ómynd. Það stendur einfaldlega hvergi steinn yfir steini. Kannski er ég bara orðinn of gamall fyrir rússí- bana. En í stuttu máli: Áiii! Guðmundur Ásgeirsson í örfáa daga Allur barnafatnaður a Skíðaföt o.m.fl. 20-70% afsláttur af ööixim fatnaöi REYSTI VERSLANIR 19 - S. 568-1717 - Fosshálsi 1 S. 577-5858 Opið firá kl."í€,as _ 10-17 Opið Fosshálsi sunnudag frá kl. 13-17 RUSSELL ATHUETIC Fleecfatnaöur Bómullarfatnaður Columbia Sportswear Conipanjo Ulpur Vetdingar Húfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.