Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eggert Ólafsson var fæddur í Þjórsártúni, Rangár- vallasýslu, 17. nóv- ember 1909. Hann lést á Landspítalan- um 17. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur ísleifsson, Iæknir, frá Bartakoti í Selvogi, f. 17. janú- ar 1859, d. 19. mars 1943, og Guðríður Eiríksdóttir, f. á Minnivöllum á Landi 24. apríl 1869, d. 4. desember 1960. Systkini Eggerts voru Ingveldur Ólafsdóttir Loftsson, f. 1. septem- ber 1901, d. 26. febrúar 1995, Huxley Ólafsson, búsettur í Keflavík, f. 9. janúar 1905. Einn eldri bróðir, sem einnig hét Huxley, lést á barnsaldri, f. 21. júlí 1900, dáinn 20. febrúar 1904. Eggert kvæntist Sigríði Ástu Ás- björnsdóttur, Pálssonar frá Sól- heimum í Sandgerði, hinn 21. maí 1939. Sigríður var fædd 2. aprfl 1915. Hún lést 14. júlí 1985. Böm þeirra eru: 1) Ingi, f. 16. ágúst 1939, kvæntur Ágústu Höllu Jónasdóttur. 2) Kolviður Ásbjöra, f. 29. október 1942, d. 23. apríl 1944. 3-4) Tvíburarair Ásbjöra og Ólafur, f. 2. ágúst 1945. Ásbjörn, kvæntur Jennýju Elskulegur tengdafaðir minn, Eggert Ólafsson, er látinn 88 ára að aldri. Margar ljúfar hugsanir fara um huga minn þegar ég hugsa til baka. Margar ánægjulegar stundir áttum við fjölskyldan í Höfnunum með Eggerti og Sillu á meðan Silla lifði en hún lést árið 1985. Var það mikill missir fyrir Eggert og eftir það voru bömin hans honum allt. Egg- ert dvaldi oft á heimili okkar hjóna. Alltaf var hann jafn þægilegur í um- gengni á allan hátt. Mér fannst mjög gaman að gefa honum að borða og einnig leið mér vel þegar hann gisti hjá okkur, hann svo mik- ið þakklátur fyrir það, því þeir feðg- ar voru nánir og gátu þá átt sínar stundir saman. Hann bar mikla umhyggju fyrir allri sinni fjölskyldu og hringdi oft því hann vildi vita hvernig fólkinu sínu liði. Eggert hafði gaman af að ferðast. Meðan Silla konan hans lifði ferðuð- ust þau saman. Ég fékk að heyra ferðasögur og sjá myndir frá þess- um ferðalögum þeirra og var það mjög fróðlegt að heyra og sjá. Þau skipti sem hann ferðaðist með okkur bæði innanlands og er- lendis höfðu bæði hann og ég mjög gaman af þessum ferðum. Við Egg- ert gátum alltaf talað saman um allt mögulegt. Framhaldslíf var hann al- veg viss um enda væri þetta allt Karitas Ingadóttur, og Ólafur, kvæntur Kristjönu Björgu Gfsladóttur. 5) Signý, f. 28. mars 1947, gift Páli Bj. Hilmarssyni. 6) Páll Sólberg, f. 12. mars 1951, kvæntur Krist- jönu Margréti Jó- hannesdóttur. Sig- urður Ragnar Magn- ússon, f. 18. febrúar 1969, sonur Signýjar, var alinn upp á heim- ili Eggerts og Sigríð- ar. Unnusta Sigurðar er Magnea Grétarsdóttir. Eggert hóf búskap í Þjórsártúni 1938 en varð að hætta búskap vegna heilsubrests eiginkonu sinnar. Hann starfaði um tfma f Sandgerði en 1943 flytjast þau í Hafnir og bjuggu þar æ síðan. Hann rak fiskverkun í Höfnum, fyrst í félagi við aðra en síðar í eigin nafni. Eggert var oddviti Hafnahrepps um tveggja áratuga skeið og gengdi mörgum trúnað- arstörfum fyrir sveit sína. Síðustu árin bjó Eggert í íbúð að Háteigi 18, Keflavík, í sambýli við dóttur sína og tengdason. Útför Eggerts fer fram frá Ytri- Njarðvfkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugarði, Höfnum. saman hálftilgangslaust ef það væri ekki, eins og hann sagði við mig fyr- ir hálfum mánuði. Elsku Eggert minn, aldrei komstu tómhentur til mín; blóm- vendirnir sem þú komst með eru orðnir ansi margir og alltaf mundir þú eftir drengjunum mínum líka. Ég veit, Eggert minn, að þér leið vel á heimili Signýjar dóttur þinnar og fjölskyldu hennar og er þeim þakkað það sem þau gerðu fyrir þig enda gafst þú þeim margt á móti. Eggert var traustur vinur sem gott var að eiga að. Alltaf vildi hann hjálpa ef hann vissi að einhver átti í erfíðleikum. Þá stóð ekki á Eggerti að leggja sitt af mörkum ef hann gat. Margt væri hægt að segja merki- legra um Eggert Olafsson en ég læt aðra um það. Elsku Eggert okkar! Við kveðj- um þig með söknuði og þökkum þér allar ánægjustundirnar sem við höf- um átt saman á lífsleiðinni. Megi góður Guð geyma þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kristjana Björg Gfsladóttir. Á kveðjustund þegar ættingi eða vinur kveður þetta líf, koma upp í hugann ótal myndir og minningar frá liðnum tímum. Þetta á ekki síst við nú, því að í dag verður til moldar borinn tengdafaðir minn Eggert Ólafsson. Fyrir um 25 árum varð ég þeirrar gæfu njótandi að tengjast fjölskyldu Eggerts og Sillu. Bjuggu þau þá í Vesturhúsi í Höfnum. Rak Eggert þar fískvinnslu af miklum dugnaði og útsjónarsemi í um 20 ár eða frá 1960. Þegar Eggert var 73 ára hætti hann atvinnurekstri. Árið 1985 missir hann konu sína en hún hafði átt við erfið veikindi að stríða um langa tíð. Meðan á veikindum hennar stóð dvaldist hann að miklu leyti hjá syni sínum og tengdadótt- ur í Garðhúsum í Höfnum. Fluttist hann upp úr því til okkar hingað í Keflavík. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og fylgdist vel með af- komendumm sínum við leik og störf. Fengu dætur okkar ekki síst að njóta ástúðar hans og umhyggju. Kom þessi eiginleiki hans best í Ijós á meðan veikindi Hildar voru sem mest og átti hún hug hans allan. Var afar gott að vita af honum í litlu íbúðinni sinni niðri. Mörg áhugamál hafði Eggert og má þar nefna ferðalög tónlist og myndatökur. Fóru þau Eggert og Silla í margar ferðir bæði innan- lands og erlendis. Bar sennilega hæst ferð þeirra um Rínarlönd og Frakkland og voru ófáar lýsingarn- ar á því hvað bar fyrir augu í París. Eggert fór með okkur í margar ferðir um landið bæði til að dvelja í sumarbústað, tjaldi eða tjaldvagni. Naut hann mjög fegurðar landsins og þurfti ekki að hvetja hann mikið til að fara til fjalla eða út á nes til að skoða eitthvað sem ekki hafði borið áður fyrir augu. Kom þá berlega í ljós áhugi hans á myndatökum og hafði hann gott auga fyrir góðum myndefnum. Þegar ferðast var um Suðurland var minn maður á heima- velli og kunni hann skil öllum fjöll- um, hæðum, dölum og bæjum. Var einkar ánægjulegt að hlusta á lýs- ingar hans á þessu svæði, en Egg- ert var ættaður frá Þjórsártúni í Rangárvallasýslu. Margar ánægju- stundir áttum við saman í sumarbú- stað okkar enda naut hann þess að vera úti í náttúrunni. Eggert var mikill unnandi tónlist- ar og spilaði mikið á píanó. Gat hann gleymt sér við þá iðju langt fram á nætur. Hafði hann gott tón- listareyra og þegar hann kom af tónleikum talaði hann oft um hvort menn hefðu spilað músíkalskt. Eggert var mjög heilsuhraustur og má segja að hann hafi þrisvar lagst á sjúkrahús á sinni löngu ævi, enda hugsaði hann vel um heilsu sína. í seinni tíð þurfti hann æði oft að skreppa út í bæ eins og hann orð- aði það, og var hann þá að fara að hitta fjölskyldur sínar. Enduðu þessar ferðir mjög oft í Njarðvík hjá Óla og Döddu. Eggert minn. Þú varst aldrei í vafa um hvað tæki við eftir þetta líf. Nú hefur þú lokið hlutverki þínu hér og ert kominn til þinnar heittelskuðu Sillu. Hafðu þakkir fyrir allt sem þú gafst af þér og gerðir fyrir okkur. Við munum minnast þín með þakklæti og sökn- uði. Megi góður Guð blessa minn- ingu þína um alla framtíð. Þinn tengdasonur Páll Bj. Hilmarsson. Þegar ég minnist Eggerts frænda míns og fóðurbróður kemur upp í hugann ferð okkar 28. ágúst sl. Hann vildi koma munum í sinni vörslu, tengdum Þjórsártúni, í Hér- aðsminjasafnið að Skógum. Ég og bróðir minn buðum honum og föður okkar að aka þeim austur. Það var frábært veður þennan síðsumardag. Við fórum hægt yfir, skoðuðum Eyrarbakka og litlu eftirmyndimar af hinum stóru verslunarhúsum, meira en 200 ára gömlum, sem voru upprætt af síðustu kynslóð. Við fór- um fram hjá Urriðafossi og Þjót- anda, næstu bæjum við Þjórsártún, þar sem við stönsuðum, þar sem hæst sér yfir. „Hérna var austur- túnið,“ sagði Eggert. Við ræddum þá fyrirhuguðu virkjun Sætermoens og Éinars Benediktssonar, og hugs- anlegt rennsli Þjórsár að hluta til í neðanjarðargöngum austan Þjórs- ártúns. „Manstu eftir stelpunni í selskinnskápunni, sem var að eltast við hann Einar,“ sagði Eggert, og kímdi við. Sem á Eyrarbakka eru öll hin fyrri húsakynni eydd og horfin á Þjórsártúni. Aðeins að Skógum eru lítil brot hinnar stóru sögu Þjórsártúns, sem eitt sinn var helsta félagsmiðstöð Suðurlands, varðveitt. Þórður Tómasson í Skógum tók þeim bræðrum höfðinglega. Þótt hann væri að leiðbeina stórum gestahópum um safnið, gaf hann sér góðan tíma til að sýna þeim hús- gögnin frá Þjórsártúni, og stóru ljósmyndina af staðnum, tekna 1930, og hinum rómaða garði, sem Inga systir þeirra gerði. Öll her- bergi höfðu nafn, t.d. var eitt nefnt „templarinn". Stóra gestabókin er varðveitt að Skógum, m.a. með rit- hönd Hannesar Hafstein og Frið- riks VIII., en þeir gistu þar 8. ágúst 1907. Þórður bauð upp á kaffi, og að lokum sýndi hann okkur kirkjuna sína. Komnir niður á þjóðveg, þurft- um við að snúa við og kaupa filmu á hinum veitingastaðnum. Þar voni fáir gestir, síðasti opnunardagur. Píanóið dró Eggert að sér sem seg- ull. Hann lék nokkur lög af fingrum fram. „Þið stillið það kannske áður en ég kem næsta vor,“ sagði hann og kvaddi með virktum. Einar Benediktsson er talinn hafa gefið þessu nýbýli foreldra Eggerts nafnið Þjórsártún. Þar fæddist hann 17. nóvember 1909. Yngstur sinna systkina. Hann átti þar heima þar til í byrjun seinni heimsstyrjaldar, og stóð fyrir búi foreldra sinna síðustu árin. Hann hefði eflaust þá kosið að „una þar ævi sinnar daga“, en forlögin færðu honum annað hlutskipti á hendur. Hann fluttist til Hafna ásamt konu sinni og ungum syni, en jörðin var seld og foreldrar hans fluttu til Reykjavíkur. Þeir bræður reistu og ráku lítið frystihús i Höfnum. Þó að Eggert hefði ekkert kynnst fisk- verkun áður, kom það ekki að sök, því Eggert náði fljótt fullum tökum á rekstrinum, og hann gekk vel. Eftir tæp tíu ár seldu þeir húsið. Eftir það verkaði Eggert saltfisk, og kom sér síðan upp frystingu. Að auki vann hann upp úr 1970 rækju á Hellu, sem var handpilluð. Eftir yfir 40 ára farsælt starf sem fiskverk- andi, seldi hann sitt fyrirtæki 1984. Hann missti eiginkonu sína, Sigríði Ásbjörnsdóttur, Sillu, 14.7. 1985. Síðan 1988 bjó hann í sama húsi og Signý dóttir hans og tengdasonur, í eigin íbúð á Háteigi 18 í Keflavík, en þau litu til með honum. Éggert hélt sér vel, ók til hins síðasta sinni bifreið, og þurfti aldrei á stofnunum að halda. Hann var mikið snyrtimenni, tónlistarunn- andi og góður ljósmyndari. Hann greindist - of seint - með kransæðastíflu, svo vömum varð ekki við komið. Vammlaus maður og víta er kvaddur. Fyrir hönd okkar feðganna þakka ég honum sam- fylgdina. Fari hann í friði. Ámundi H. Ólafsson. Það er mjög skrítið að við skul- um vera að skrifa um þig, elsku afi. Þú varst alltaf svo hress og góður við okkur. Nú ert þú farinn frá okk- ur sem eftir emm til hennar Sillu ömmu. Alltaf vomm við velkomnar niður til þín í litlu íbúðina, hvort sem við vildum spila á píanóið eða hvað sem var. Þú tókst alltaf vel á móti okkur. Ætíð minnumst við þess þegar þú spilaðir fyrir okkur, t.d. „Birtist mér í draumi" eða fal- legu lögin sem þú samdir sjálfur og þótti okkur það mjög gaman. Og alltaf áttir þú til smá súkkulaðikúl- ur til að stinga í hönd okkar krakk- anna, sem vomm í kringum þig. Oft varst þú með áhyggjur af því hvort okkur væri kalt eða hvort við væmm svangar. Og þau vora ófá skiptin sem þú vildir skutla okkur á Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæhsfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. EGGERT ÓLAFSSON þann stað sem við vorum að fara til. Margar góðar stundir áttum við saman í sumarbústaðnum okkar og em minnisstæðir allir þeir leikir sem þú fórst í með okkur þar. Mun- um við geyma góðar minningar frá þeim dögum. í þeim erfiðleikum og veikindum sem hún Hildur lenti í stóðst þú alltaf eins og klettur við hlið okkar. Ætíð minnumst við þess að ef ein- hver var með flensu, höfuðverk eða magaverk, þá komst þú og straukst yfir þann stað þar sem sársaukinn var og yfirleitt skánaði verkurinn við þessa meðferð. Það gladdi mig mikið þegar ég var að fara til Frakklands síðasta sumar, þá komst þú með franka og gafst mér til viðbótar við gjaldeyr- inn, þú vildir ekki að mig skorti neitt. Alltaf komst þú með eitthvað sem kom á óvart, t.d. ef þú varst nýbúinn að versla eða hvað eina. Þú hjálpaðir mér oft með dönskuna sem var að vefjast fyrir mér. Ég og vinkona mín eram þér mjög þakk- látar fyrir það er þú varst að hjálpa okkur að æfa okkur fyrir jólaprófið. Það vom margar góðar stundir sem við áttum saman, elsku afi, og enn fleiri em óupptaldar því þær em óteljandi, en við munum alltaf minnast þeirra, t.d. allra ferðlag- anna út á land og margt fleira. Alltaf fannst okkur svo gott að hafa þig héma í húsinu, það byggði upp mikið traust og eram við því mjög þakklátar. Það verður aldeilis tómlegt í hús- inu okkar, að hafa þig, elsku afi, ekki hjá okkur. Ekki gmnaði okkur þegar við kvöddum þig í sjúkrabíln- um að kvöldi 15. febrúar að þú kæmir ekki heim til okkar á Há- teiginn aftur. En nú vitum við að þú ert búinn að hitta hana Sillu ömmu aftur og þér líður vel. Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Guð veri með þér og ömmu og blessuð sé minning ykkar. Þínar afastelpur, Jóhanna og Hildur. Elsku afi. Minningarnar streymdu fram í huga mér, daginn sem ég frétti að þú værir látinn. Fyrir aðeins tveimur vikum sátum við tvö frammi í eldhúsi, þar sem við ræddum um skólagöngu mína, en þú sýndir henni ávallt mikinn áhuga. Þegar ég hugsa til baka em það ekki síst samverastundir okkar í Höfnunum sem em mér kærar. Fyrir rétt um 10 ámm minnist ég þess þegar þú varst í sippó í kloss- unum þínum með mér og Guðnýju systur í bílskúmum heima. Það var atvik sem lýsti þér vel, alltaf eld- hress og léttur á fæti. Oft litum við systkinin til þín í Vesturhús, þar sem okkur var boðið inn í kaffi og alltaf áttir þú nammimola uppi í skáp sem gladdi okkur. Við áttum einnig stundir við píanóið þar sem þú spilaðir fyrir okkur, og ég bað þig að spila lagið sem þú spilaðir alltaf, það er lagið „Er birtist mér í draumi", en það var í miklu uppá- haldi hjá þér. Einnig er mér minn- isstætt þegar þú útbjóst handa mér te og ristað brauð með eplum og osti, í eitt af þeim fjölmörgu skipt- um sem ég var hjá þér. Sá „réttur" hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér alla tíð síðan. Afi minn, ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Þú varst einstakur afi. Ég mun sakna þín sárt en ég hef minningar um góðan afa til að ylja mér við. Ég veit að þið amma fylgist með okkur öllum af himnum og að einhvern tíma hittumst við aftur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guð geymi þig, elsku afi. Sigríður Ásta (Silla).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.