Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Mátturinn og stærðin Trúlega hefði Stehbi stóri aldrei lumbrad á litla bróður hans Stígs efStígur og vinir hans hefðu verið til- búnir að mæta honum saman við sandkassann. Þar með er þó ekki komin skýring á ofbeldishneigð og fúlmennsku Stefáns. Vinstrimenn svonefndir halda því stundum fram að Sjálfstæðis- flokkurinn íslenski hafí nærst á sundrungunni í röðum þeirra. Petta sjónarmið mun hafa komið fram í umræðum um það sem margir nefna í dag- legu tali „sameiningu á vinstri vængnum." Hugsunin virðist vera sú að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki svona stór og sterkur hefðu vinstriflokkarnh' mætt sameinaðir til leiks. Sjálfsagt stenst þessi skoðun skoðun. Skýi-ingin er þó í raun fui'ðulega ein- VIÐHORF fóld og vekur því grunsemdir. Eftir Asgeir Trúlega hefði Sverrisson gtebbi gtóri aldrei lumbrað á litla bróður hans Stígs ef Stíg- ur og vinir hans hefðu verið til- búnir að mæta honum saman við sandkassann. Þar með er þó ekki komin skýring á ofbeldishneigð og fúlmennsku Stefáns. Hið sama á við um Sjálfstæðis- flokkinn. Flokkurinn hefði trúlega ekki til að bera þann yfirburða- styrk og -stöðu sem hann nýtur í íslenskum stjómmálum ef vinstri- menn hefðu ekki mætt svo sundr- aðir til leiks sem raun ber vitni. Hins vegar er ekki þar með sagt að komin sé fi'am altæk skýring á þeim pólitísku staðreyndum sem við blasa. Sögulegar skýringar eru á klofningi íslenskra vinstrimanna. Hið sama á við um styrk Sjálf- stæðisflokksins, sem varð á mikil- vægu skeiði í þróunarsögu íslensks •samfélags eins konar sameiningai'- afl í þjóðfélaginu. Það sem furðu sætir og kallai' á sérstaka skýr- ingu er sú staðreynd að flokknum hefur tekist að njóta áfram þessar- ar stöðu þótt gífurlegar breytingar hafi orðið á samfélagi Islendinga. Sundrang vinstri aflanna dugar hvergi sem einhlít skýring á þessu ástandi. Hennar er trúlega miklu fremur að leita í þeim stefnumálum sem þessir flokkar hafa borið fram og í þeirri hug- myndafræði sem legið hefur þeim til grundvallar. Sjálfstæðisflokknum virðist hafa tekist í gegnum tíðina að staðsetja sig í miðjum straumi pólitískrai' hugsunar á Islandi. Hið sama hefur öðrum stórum flokkum, í flestum tilfellum jafnað- armannaflokkum, tekist í ná- grannalöndunum. Styrkur og stærð Sjálfstæðisflokksins segir því miklu meira um íslensku þjóð- ina en um flokkinn sjálfan. Vinstrimenn hafa boðið fram í kosningum hugmyndir sem stór hluti þjóðarinnar hefur ekki verið sammála. Svo er enn. Þetta á við um afstöðu vinstri- manna til utanríkis- og varnar- mála, markaðsirelsis, og alþjóða- samskipta. Þetta á við um afstöðu þeirra til málefna stóriðju og sér- lega fjandsamlegt viðhorf þeirra til skattborgaranna. Þetta á við um kröfur þeirra um þrotlausa út- þenslu velferðai'kerfisins í nafni „samneyslunnar" svonefndu. Vinstrimenn hafa beðið lægri hlut í þeirri hugmyndafræðilegu baráttu sem farið hefur fram á Is- landi líkt og í öðrum löndum. Um- ræðan um sameiningu á vinstri vængnum er öðram þræði sprottin af þeirri nauðsyn að flokkar þessir og er þá einkum horft til Alþýðu- flokks og Alþýðubandlags færi sig nær miðju stjórnmálanna. Deil- urnar sem kviknað hafa, sérstak- lega innan Alþýðubandiagsins, eru komnar til sökum þessa. Og það er af þessum ástæðum sem Fram- sóknai-flokkurinn telur sig ekki þurfa að leggja upp í þessa ferð. Þessir tveir flokkar nálgast miðjuna úr tveimur ólíkum áttum, Alþýðuflokkurinn frá hægri en bandlag alþýðunnar frá vinstri. Yngra fólk þrýstir á að flokkarnir verði færðh' nær miðju hinnar pólitísku hugsunar á Islandi í von um að með í farangrinum fylgi aukin áhrif. Gegn þessu berjast eldri flokksmenn og -leiðtogar, sem óttast um stöðu sína og bundnir eru samtökum sínum djúpum tilfmningalegum böndum. Unga kynslóðin er óþolinmóð og hefur því bundist samtökum um að ræna völdunum í flokkum þess- um undir gunnfánum sameining- ar. Trúlega verður þessi hugmynd aðeins að veruleika með þeim hætti og þvi kann hún að taka lengri tíma en margir hefðu ætlað. Sjálfstæðisflokknum hefur tek- ist að skilgi-eina sig með þeim hætti í íslenskum stjórnmálum að undi-un sætir. Líkt og Jafnaðar- mannaflokkai' á Norðurlöndum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið „fiokkur hinna góðu gjafa“ þegar það hefur þótt eiga við og fylgt stefnu sem í engu hefur skorið sig frá félagslegum baráttumálum jafnaðarmanna. Þegar þótt hefur henta hefur flokkurinn síðan skil- greint sig sem hægriflokk, sem berjist fyrir einstaklingsfrelsi og ftjálsu framtaki. Sú staðreynd að flokkm-inn hefur almennt og yfir- leitt ekki verið tilbúinn að ráðast með sama offorsi á skattgreið- endui' og önnur stjórnmálaöfl á Islandi hefur styrkt þessa skil- greiningu þegar nauðsyn hefur verið þar á. Því má vafalaust halda fram að Sjálfstæðisflokkurinn sé hægri- flokkur í íslenskum stjóramálum. Slík skilgi-eining tekur þó alltaf mið af pólitískum staðreyndum er- lendis. Hægriflokkai' í Evrópu hafa t.a.m. almennt haldið fram áþekkri stefnu í utanríkis- og varaannálum og yfirlýsingar sjálfstæðismanna um markaðinn og einstaklings- frelsið minna á stundum á baráttu- mál hægrimanna erlendis. Flokkurinn teldist hins vegar aldrei hægriflokkui' í nágrannaiíkj- unum og víða í Mið- og Austur- Evrópu væru ráðamenn í Sjálf- stæðisflokknum flestir taldir sósí- alistar. Um Sjálfstæðisflokkinn gildir almennt að hann getur ekki talist hægriflokkur í viðteknum skilningi þess orðs í Evrópu. Sjálf- stæðisflokkurinn er flokkur þjóð- legra íhaldsmanna. Þess vegna hefur honum tekist að renna sam- an við meginstef pólitískrar hugs- unai' á Islandi. Styrkurinn og stærðin er ekki eingöngu komin til sökum sundr- ungarinnar á vinstri vængnum. En Stebbi stóri er á stundum til- búinn til að láta litla bróður hans Stígs í friði ef ekki verður komist yfír nammi með öðru móti. Með fjórbura á brjósti ÉG VIL hvetja alla foreldra, sem eiga von á fleiri en einu barni til að velja brjóstagjöf því hún er ekki bara holl næring fyrir börnin, heldur felur hún í sér marga aðra mikilvæga þætti. Margar konur hafa haft tvíbura ein- göngu á brjósti fyrstu mánuðina með góðum árangri. Þegar barnið sýgur geirvörtuna losna hormón (oxytocin og prolactin). Oxytoxin veldur samdrætti í mjólkurkirtlunum sem ýtir mjólkinni niður að geirvörtun- um þannig að barnið geti náð henni. Oxytoxin veldur einnig sam- drætti í leginu og flýtir þannig fyr- ir því að það nái sinni fyrri lögun (og ekki veitir af eftir að hafa borið tvö börn). Prolactin hvetur mjólk- urframleiðsluna. Þvf meira sem börnin sjúga, því meira prólactin losnar sem örvar mjólkurfram- leiðsluna. Að leyfa bömunum að drekka sem oftast eykur fram- leiðsluna, en við að sleppa úr gjöf- um minnkar framleiðsla þessa hormóns og þar af leiðandi líka mjólkurframleiðslan. Prólactin hef- ur einnig róandi áhrif á móðurina og ekki veitir af því þegar tvö börn gráta í einu. Brjóstabörn eru oft heilbrigðari, þar sem brjóstamjólkin inniheldur mótefni. Börn fæðast ekki með fullþroskað ónæmiskerfi, en þau fá efni úr brjóstamjólk sem styrkir á ónæmiskerfí þeirra, veitir þeim vörn gegn ýmsum öndunar- og meltingarfærasýking- um og minnkar líkur á ofnæmi. Hægðir þeirra eru ekki eins ertandi og hægða- tregða er sjaldgæfari. Bi'jóstagjöf tryggir það að móðirin eyðir miklum tíma á hverj- um degi í að halda á og snerta börnin og fær þannig gott tæki- færi til að kynnast hvoru barni fyrir sig og læra á þarfir þess, en það tekur lengri tíma að kynnast tveimur einstaklingum en einum. Börnin verða líkamlega háð mæðrum sín- um, en þau hafa þörf fyrir að vera háð mæðrum sínum til að skapa með þeim öryggiskennd, einn lið- urinn í því að gera þau seinna að sjálfstæðum einstaklingum. Brjóstagjöf sparar tíma, það þarf ekki að blanda og hita mjólk á meðan börnin gráta og ekki að sótthreinsa neina pela á eftir (pel- arnir eru helmingi fleiri!). Brjósta- gjöf sparar einnig peninga, þar sem brjóstamjólk er ókeypis. Flestir eru líklegast hræddir um að hafa ekki næga mjólk, en heil- brigð móðir á að geta framleitt næga mjólk fyrir þrjú börn. Erfíð- ast er að fá helmingi meiri hvíld og hjálp. Allar mæður gætu þegið að- stoð eftir fæðingu og sérstaklega þegar um fjölbura er að ræða. Það er mikilvægt að þeir sem bjóða fram hjálp sína geri sér grein fýrir því að konan þarf aðstoð við heimil- isstörfin, ekki barnapössun, svo að hún hafí meiri tíma til að sinna Unnur B. Friðriksdóttir Lok brjósta- gjafar BRJÓSTAGJÖF er dýrmæt gjöf sem flest- ar konur fá að gefa á lífsleiðinni. Að gefa brjóst er að uppfylla líkamlegar og andlegar þarfír bamsins síns. En hversu lengi á brjósta- gjöf að vara? Æskilegt er að bijóstagjöf fái að vara eins lengi og hún gerir móður og barni gott. Flest börn gefa til kynna þegar þau eru tilbúin að draga úr eða jafnvel hætta á brjósti. Móðirin þarf að vera opin fyrir þessum merkjum frá barninu og byrja þá að draga úr brjóstagjöf- inni. Við getum verið viss um að þau hætta á brjósti eins fljótt og þau treysta sér til. Ung börn þrá að flytjast á hærra þroskastig og líkj- ast eldri fjölskyldumeðlimum. Rétt er að hafa í huga að markmiðið er ekki brjóstagjöf upp að ákveðnum aldri en Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHÖ) mælir þó með að brjóstagjöf sé ekki styttri en sex mánuðir. Brjóstagjöf byrjar hægt og rólega og er æskilegt að henni Ijúki á svipaðan hátt þ.e. að dregið sé smám saman úr henni og tíminn lengdur á milli gjafa. Það gefur móður og barni eðlilegan aðlögunar- tíma bæði fyrir sál og líkama. Meltingarfæri bama eru við- kvæm. Því þarf að fara gætilega þegar byrjað er að kynna fæðuteg- undii' fyrir barninu og fylgjast með áhrifum þeirra á litla kroppinn. Lík- aminn þarf líka sinn aðlögunartíma. Hormónastarfsemin breytist og vökvaþörfm minnkar svo eitthvað sé nefnt. Ef venja þarf barn af brjósti þarf að velja heppilegan tíma. Æski- legt er að barnið sé hraust og ekki að ganga í gegnum aðrar breytingar samhliða. Draga þarf úr brjósta- gjöfinni hægt og var- lega og eyða miklum tíma í samvistir við barnið á þessum álags- tíma þess, þegar það þarfnast þín hvað mest. Huga þarf vel að þörfum þess fyrir ör- yggi því brjóstagjöfín gerði það svo vel áður. Ef þú ert orðin mjög pirruð og neikvæð út í brjóstagjöfina, hugsaðu þá málið gaumgæfilega áður en þú hleypur í að venja barnið af í skyndi. Til þess að njóta þess að sinna og gefa barn- inu þínu brjóst þarf þér sjálfri að Markmiðið er alltaf að gera það sem er bæði best fyrir barnið, ------------------------- segir Guðrún Olafs- dóttir, og hina fjöl- skyldumeðlimina, þar með talda móðurina. líða vel. Þá komum við að einum mikilvægasta þætti brjóstagjafar, en hann er sá að mjólkandi móðir þarf að huga vel að líðan sinni og hennar nánustu þurfa að hvetja hana til þess. Fordómar í garð brjóstagjafar eru til. Flestum finnst yndislegt að Guðrún Ólafsdóttir börnunum, sértsaklega fyrstu vik- urnar á meðan fjölskyldan er að kynnast og aðlagast breytingun- um. Brjóstagjöf fjölbura krefst þcil- inmæði og skipulagningar. Ég mæli með því að foreldrar undirbúi sig strax á meðgöngunni, athugi hvaða möguleikar eru í boði og lesi sem mest um þessi mál. Mjólkur- pósturinn hefur gefið út nokkur blöð um brjóstagjöf tvíbura (4. tbl. 6. árg. og 3-4. tbl. 10. árg.), sem gefa góð ráð, m.a. um stellingar við að leggja samtímis á brjóst. I 3-4.tbl. lO.árg. er reynslusaga þrí- buramóður sem hafði sín börn ein- göngu á brjósti og þar er fjallað Flestir eru líklegast hræddir um að hafa ekki næga mjólk, segir Unnur B. Friðriksdótt- ir, en heilbrigð móðir á að geta framleitt næga mjólk fyrir þrjú börn. um brjóstagjöf fyrirbura (og í 1. tbl. 9. árg.) I Mjólkurpóstinum má einnig finna ýmsar aðrar fróðlegar greinar. Starfsemi Barnamáls verður kynnt í Hjallakirju 28. febrúar kl. 10-17 og ýmis fýrirtæki með þjón- ustu tengda meðgöngu, fæðingu og brjóstagöf munu kynna starfsemi sína. Barnamál starfrækir opið hús í Hjallakirkju fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar kl. 14-16, þar sem mæður geta komið með börn sín, borið saman reynslu sína og hlustað á stutt fræðsluerindi. Hjálparmæður eru alltaf tilbúnar að gefa góð ráð, miðla upplýsingum og styðja við foreldra. Höfundur er hjdlparmdðir og for- maður Barnamdls. sjá móður gefa ungbarni sínu brjóst en ef barnið er orðið stærra fara ýmsar raddir á kreik. Það getur því oft verið erftt að heyra í sinni innri rödd þegar aðrar raddir gerast há- værari. Móðirin þarf að gera það sem er henni eðlislægt, óháð því hvað ættingjar eða nágrannai' telja að sé best fyrir barnið. Markmiðið er alltaf að gera það sem er bæði best fyrir barnið og hina fjölskyldu- meðlimina, þar með talda móðurina. Sem hjálparmóðir hjá Barnamáli hef ég orðið vör við áhyggjur ný- bakaðra mæðra á því hvernig þær hætti með barnið á brjósti. Þær segja gjarnan: „Ég þarf að vera bú- in að venja barnið af brjósti áður en ég fer að vinna!“ Þessar áhyggjur byrja oft á fyrstu vikunum og spilla fyrir annars ánægjulegri brjósta- gjöf. Konum virðist almennt ekki vera kunnugt um að þær geta haldið eft- ir þeim gjöfum á sólarhring sem þær vilja. Þær geta þá jafnvel gefið barninu kvölds og morgna. Þegar lengd brjóstagjafar ber á góma þarf alltaf að hafa í huga að hvert barn er einstakt og hefur sínar sérstöku þarfir. Enginn efast um heilbrigði barna þó sum byrji að ganga og taka tennur snemma en önnur seint. Mæður, fínnum okkar eigin takt sem hentar okkur og barninu okkar og verum óhræddar við að fylgja honum. Starfsemi Barnamáls verður kynnt í Hjallakirju 28. febrúar kl. 10-17 og ýmis fyrirtæki með þjón- ust.u tengda meðgöngu, fæðingu og brjóstagöf munu kynna starfsemi sína. Barnamál starfrækir opið hús í Hjallakirkju fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar kl. 14-16, þar sem mæður geta koniið með börn sín, borið saman reynslu sína og hlustað á stutt fræðsluerindi. Hjálparmæður eru alltaf tilbúnar að gefa góð ráð, miðla upplýsingum og styðja við foreldra. Höfundur er innanhússarkitekt og hefur verið hjálparmóðir d vegum Barnamáls í tæp þrjú ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.