Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ t VIÐSKIPTI MÓÐURFÉLAG SAMSTÆÐA Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1997 1996 Rekstrartekjur 2.831,3 2.697,6 Rekstrarqjöld 2.711,6 2.570.9 Afkoma fyrir fjármagnsliði 109,7 126,7 Fjármunatekjur (tjármagnsgjöld) (3,8) (4.5) Hagnaður (tap) a< reglulegri starfsemi 105,9 122,3 Tekju- og eignarskattur 29.8 33,2 Niðurstaða fyrir áhrif dóttur- og hlutdeildar 76,1 89,1 Áhrif dóttur- og hlutdeildarfálaga 18.8 9.4 Hagnaður (tap) tímabilsins 94,9 98,4 Efnahagsreikningur 31.12/97 31.12/96 | Eignir: | Milljónir króna Veltuf jármunir 675,5 690,0 Fastafjármunir 951,9 1.037,8 Eignir samtals 1.627,4 1.727,8 1 Skuidir oo eiqid ié: \ 876,6 772,2 Hlutafé og eigið fé Langtímaskuldir 292,9 228,1 Skammtímaskuldir 457,9 727,5 Skuldir og eigið fé samtals 1.627,4 1.727,8 Sjóðstreymi Veltufé frá rekstri Milljónir króna 142,5 163,5 Nýsköpunarsjóður atvlnnulífsins selur 7,1% hlut í Islandsbanka Kauptilboði lífeyris- sjóðanna sjö tekið NÝSKÖPUNARSJÓÐUR at- vinnulífsins hefur tekið tilboði sjö lífeyrissjóða í 7,1% hlut sjóðsins í íslandsbanka. Tilboðið hljóðaði upp á gengið 3,41 og nam söluand- virði bréfanna liðlega 941 milljón króna. Páll Kr. Pálsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs, sagði að við ákvörðun sjóðsins hefði verið tekið mið af gengi á hlutabréfum bankans að undanförnu og mati á væntanlegri þróun á þessu ári. Hann sagði að stjórn sjóðsins hefði komist að þeirri niðurstöðu að hægt væri að fá örugga skamm- tímaávöxtun á þessa fjármuni í Tilboðið mjög vel viðunandi að mati framkvæmdastj óra sjóðsins öðrum eignum sem væru áhættu- minni heldur en bréfin í íslands- banka. Tilboðið hefði verið mjög vel viðunandi og sjóðurinn fengið góða ávöxtun í þann stutta tíma sem hann átti bréfin eða 12% mið- að við heilt ár. „Það þurfti að losa um fjármagn til að sjóðurinn hefði það til ráðstöfunar fyrir ný verk- efni. Auk þess vildum við ekki eiga svo mikið af stofnsjóðnum í einu fé- lagi,“ sagði hann. Stjórn Nýsköpunarsjóðs lét kanna það sérstaklega í nóvember sl. hvort markaður væri fyrir bréf- in erlendis, en sú athugun leiddi í ljós að hér var um of lítinn hlut að ræða. Páll sagði að stjórn Nýsköpunar- sjóðs hefði þegar samþykkt þátt- töku í þremur verkefnum með ákveðnum fyrirvörum. Ekki væri á þessu stigi hægt að segja frá því hverjir ættu í hlut, þar sem endan- leg afgreiðsla hefði ekki átt sér stað. ✓ Formennska í bankaráði Islandsbanka Afkoma Pharmaco svipuð milli ára Hagnaðurinn nam 95 milljónum HAGNAÐUR Pharmaco hf. nam tæpum 95 milljónum króna í fyrra, samanborið við 98,4 milljóna hagnað árið áður. Rekstrartekjur fyrirtæk- isins námu 2.821 milljón í fyrra og jukust um 4,5% á milli ára en rekstr- argjöld um 5,4% og námu 2.712 millj- ónum. Rétt er að hafa í huga að töl- umar eru ekki fyllilega samanburð- arhæfar þar sem miðað er við rekst- ur móðurfélags fyrir árið 1997 en rekstur samstæðu fyrir árið 1996. Hagnaður af reglulegri starfsemi dróst saman um 13,4% á milli ára og nam tæpum 106 milljónum króna í fyrra. Hlutdeild í afkomu dóttur- og hlutdeildarfélaga batnaði hins vegar verulega og tvöfaldaðist á milli ára, nam 18,8 milljónum í fyrra en 9,4 milljónum árið 1996. Samkvæmt ársreikningi voru eignir Pharmaco um 1.627 milljónir, skammtímaskuldir 458 milljónir og langtímaskuldir 293 milljónir. Eigin- fjárhlutfall var 54%, veltufjárhlutfall 2,3 og arðsemi eigin fjár í ársbyrjun 13,7%. Eins og komið hefur fram keypti Pharmaco um 7,5% hlutafjár í Lyfja- verslun íslands hf. í lok síðastliðins árs og er því stærsti hluthafi Lyfja- verslunarinnar. Kristján Ragnarsson nýt- ur stuðnings lífeyrissjóða KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs Islandsbanka, nýtur stuðnings lífeyrissjóðanna sjö, sem áttu hæsta tilboðið í 7,1% hlut Ný- sköpunarsjóðs í bankanum, til áframhaldandi formennsku í bankaráðinu. Eins og fram kemur í Morgun- blaðinu í dag hefur Nýsköpunar- sjóður tekið tilboði lífeyrissjóðanna sjö í bréfin. Um er að ræða hluta- bréf fiskveiðisjóðs sem komu í hlut Nýsköpunarsjóðs. Hefur Kristján Ragnarsson átt sæti í bankaráði íslandsbanka á undanfómum ár- um, m.a. í krafti þessara hluta- bréfa. Gefur áfram kost á sér til setu í bankaráði íslandsbanka Kristján segist hafa hugsað sér að gefa áfram kost á sér til setu í bankaráði íslandsbanka. „Ég býst við að ég hafi stuðning til þess. Ég met málið þannig að hinir nýju eig- endur bréfanna ætli sér ekki að breyta um stjóm í bankanum þrátt fyrir kaupin. Þessi 7% duga reynd- ar ekki ein og sér til að tryggja sæti en ég met það svo að stuðn- ingur við áframhaldandi setu mína í bankaráði sé nægilegur," segir Kristján. Þorgeir Eyjólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verzl- unarmanna, staðfestir þetta og segir engar breytingar fyrirhugað- ar á bankaráðinu. „Við erum rrýög sáttir við störf Kristjáns Ragnars- sonar í ráðinu og hann hefúr staðið sig vel sem bankaráðsformaður. Við vonum og gerum fastlega ráð fyrir að við njótum starfskrafta hans áfram í þessu embætti,“ segir Þorgeir. Nýja Pan Am flug- félagið gjaldþrota Miami. Reuters. Hagnaður Lands- bréfa 66 milljónir á síðasta ári PAN AMERICAN World Air- ways í Miami, arftaki hins heims- þekkta flugfélags og brautryðj- anda, hefur hætt öllu áætlunar- flugi og beðið um gjaldþrota- skipti. Pan Am var endurreist fyrir tveimur árum til að halda uppi af- sláttarferðum, en hefur barizt í bökk- um. Til að bæta stöð- una hefur verið reynt að fækka ferðum, breyta stefnu félags- ins í markaðsmálum, leggja flugvélum og laða að fjárfesta til að afla rekstrarfjár, en án árangurs. Mörg bandarísk flugfélög hafa náð sér eftir áfóll, þar á með- al Continental. Sérfræðingar hafa ekki viljað útiloka möguleika á umskiptum, en segja að eina fjöðrin í hatti félagsins sé Pan Am vörumerkið, sem stofnendur þess keyptu í fyrra. Gamla félagið hætti rekstri 1991. Öllum áætlunarferðum Pan Am, aðallega milli Suður-Flórída og norðurríkja Bandaríkjanna, verður aflýst á sama tíma og straumur ferðamanna til Flórída er mestur að vetrarlagi. Pan Am vöru- merkið eina fjöðrin í hatti félagsins Pan Am segir að tvær rekstr- areiningar hafi beðið um gjald- þrotaskipti í Miami, en að móður- fyrirtækið muni halda áfram að kanna möguleika á fjármögnun utanaðkomandi aðila eða sam- runa, „til að reyna að endurreisa flugfélagið í náinni framtíð". Fyrir viku stöðvaði Pan Am flug tveggja þotna af gerðinni Airbus 300, hætti flugi á nokkrum leiðum og sagði upp 225 starfs- mönnum í sparnaðarskyni. Félag- ið hafði þegar sagt upp 550 starfsmönnum síðan í september, þegar það eignaðist Camival Air, annað afsláttarflugfélag á Flórída. Nýlega tilkynntu leigusalar Pan Am að 4 milljónir dollara væru í vanskilum. Hörð samkeppni Síðan rekstur Pan Am hófst í septem- ber 1996 hefur félag- ið keppt við nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna. Sérfræðingur seg- ir að félagið hafi ver- ið eins og stórt flug- félag í fyrstu, en síð- an hafí það viljað draga úr kostnaði. Vegna harðrar sam- keppni hafi Pan Am að lokum orðið áætlunarflugfélag, sem hélt uppi ferðum milli New York og Miami, reyndi að innlima Carni- val-félagið, endurskipulagði þjón- ustu sína og réð nýjan forstjóra til starfa í fyrrahaust. Lokaverð hlutabréfa í Pan American lækkaði um 125 sent í 75. Bréfin komust í 13,375 dollara 27. september, daginn eftir að nýja Pan Am flugfélagið varð al- menningshlutafélag. REKSTUR Landsbréfa gekk vel á árinu 1997 og varð töluverður vöxt- ur í starfsemi félagsins. Hagnaður ársins varð sá mesti frá upphafi, eða 104,1 m.kr. fyrir skatta en 66,3 millj. kr. eftir skatta samanborið við 61,5 millj. kr. árið áður og 10,3 millj. kr. árið 1995. Heildarverðbréfaviðskipti Lands- bréfa námu 258 milljörðum kr. og jukust úr 137 milljörðum kr., eða uin 88% milli ára. Á árinu kynntu Landsbréf verð- bréfaviðskipti á Netinu í svonefndri Kauphöll Landsbréfa. Að því er fram kemur í frétt frá Landsbréfum var almenningi þannig í fyrsta sinn gefínn kostur á að eiga hlutabréfa- viðskipti á vefnum og samhliða að fá hlutabréfaeign sína uppfærða í takt við breytingar á markaðsvirði hluta- bréfa. Heildareignir í umsýslu og sjóða- stjórnun hjá Landsbréfum í árslok 1997 námu 59 milljörðum kr. og Athugasemd HANDSAL vill koma áréttingu á framfæri vegna fréttar, sem birtist í blaðinu á fimmtudag, um skulda- bréfaútboð fyrir ísafjarðarbæ. Það skal tekið fram að skuldabréfin hafa enn ekki verið skráð á Verðbréfa- þingi íslands. Hins vegar er stefnt að því að fá bréfin skráð á þinginu. höfðu hækkað um 19 milljarða kr. milli ára, eða um 48%. í árslok 1997 voru starfsmenn Landsbréfa 56. Heildareignir í árs- lok voru samtals 1.958 milljónir kr. og nam eigið fé Landsbréfa alls 287 milljónum kr. Arðsemþ eigin fjár eftir skatta var 29%. Á aðalfundi var samþykkt að greiða hluthöfum 7% arð. Landsbréf og Landsbankinn skipta með sér verkum í árslok 1997 var verkaskipting á milli Landsbréfa og Landsbankans endurskoðuð með hliðsjón af breyttu samkeppnisumhverfi með það að markmiði að treysta sam- keppnishæfni samstæðunnar. Meg- inbreyting á verkaskiptingu milli aðila felst í því að Landsbankinn yf- irtekur umsjón nýrra verðbréfaút- gáfa fyrir viðskiptavini samstæð- unnar svo og sölu til stofnanafjár- festa auk megin þátta fjárstýringar fyrirtækisins. Þeir starfsmenn Landsbréfa sem annast hafa þessa þætti í starfsemi félagsins hafa jafn- framt flutt sig um set til Lands- bankans. Rekstur Landsbréfa mun því eft- irleiðis einkum snúaBt um sjóða- stjórnun, fjárvörslu og skylda þjón- ustu við einstaklinga, lífeyrissjóði og fyrirtæki, en umsvif á þessum vettvangi hafa vaxið gríðarlega á undanförnum misserum. t I í l I I i I I I I t ! t i i-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.