Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fannst líða óratími meðan rútan rann Morgunblaðið/Birna Mjöl Atladóttir RIJTAN lá á hliðinni en virtist í fljótu bragði lítið skemmd. ÁRNI Einarsson, 25 ára gamall fiskverkamaður í Patreksfirði, annar tveggja farþega í rútunni sem rann á hliðinni um 50 metra leið niður hlíð milli Tálknafjarðar og Patreksfjarð- ar á miðvikudag, kveðst hafa verið að lesa þegar rútan fór út af veginum. Árni þeyttist úr sæti sínu yfir á hina hlið bílsins þegar hann lagðist á hliðina og skarst í andliti. Hinn farþeginn er faðir hans, Einar Jónsson, og sakaði hann ekki né heldur bíl- stjórann. „Það var mjög blint þegar þetta gerðist. Ég var að lesa í bók en varð ekkert sérstaklega óttasleginn meðan á þessu stóð. Það var helst rétt aðeins eftir á. Ég var í sætinu vinstra megin í rútunni og kastaðist fram fyrir föður minn sem sat í sætinu við hlið mér. Það þurfti að sauma nokkur spor því ég lenti með höfuðið á grind en það var svo merkilegt að það brotnuðu eng- ar rúður í bílnum," sagði Árni. Hann vildi ekki gera mikið úr meiðslum sinum. Líklega runnið um 50 metra „Ég veit ekki hve lengi rútan rann á hliðinni en hún fór ansi langa leið. Mér fannst líða óra- túni og ég beið alltaf eftir því að rútan ylti. Það gerðist sem bet- ur fer ekki, en liklega hefur hún runnið um 50 metra niður hlíð- ina,“ sagði Árni. Hann og faðir hans, Einar Jónsson, komu fyrr um daginn úr fiugi frá Reykjavík og var lent í Bfldudal. Árna fannst nóg um óróann í loftinu yfir Breiða- firði og sagði að flugvélin hefði tekið hressilegar dýfur. „Við þurftum að herða ólina,“ sagði Árni. Árni og faðir hans ásamt Torfa Andréssyni bflstjóra náðu að skríða upp á veginn og voru svo heppnir að eftirlitsmaður frá Vegagerðinni átti einmitt leið um veginn í sömu andrá og þeir komust upp á hann. Árni sagði að eftirlitsmaðurinn hefði ekki átt von á mannaferðum þarna. „Það var ekki mikil umferð á þessum slóðum. Ég var bara á strigaskóm og í jakka en bfl- stjórinn fór í kuldagalla sem hann hafði í bflnum. Pabbi var frekar vel klæddur. Það var erfitt að krafla sig upp hh'ðina, hún er brött og harðfennið mik- ið,“ sagði Árni. Árni fékk aðhlynningu á sjúkrahúsi og voru saumuð nokkur spor í höfuð hans. Hann fór siðan beint í löndun af spitalanum og var mættur aftur til vinnu á fimmtudags- morgun. Aukin samkeppni framundan á raftækjamarkaði eftir að ELKO opnar stórmarkað með raftæki Sumir umboðsmenn lækka verð til samræmis Sviptingar eru framundan á raftækjamark- aði í kjölfar opnunar stórmarkaðar með raftæki í dag, þar sem boðið er upp á flest- ar tegundir raftækja á mjög lágu verði. INNFLYTJENDUR og um- boðsmenn raftækja höfðu sum- ir hverjir brugðist við aukinni samkeppni á raftækjamarkaði með opnun stórmarkaðar ELKO með raftæki í dag með því að lækka verð til samræmis við það verð sem auglýst var í sérstöku auglýsinga- blaði fýrirtækisins, sem íylgdi Morg- unblaðinu í gær. Aðrir sögðust hins vegar bíða átekta og sjá hvert fram- haldið yrði áður en þeir gripu til að- gerða, að því er fram kom í samtöl- um sem Morgunblaðið átti við nokkra umboðsmenn raftækja í gær. Birgir Skaptason, framkvæmda- stjóri Japis, sem er umboðsaðili fyr- ir Sony og Panasonic, sagði að í auglýsingu ELKO væru tekin út nokkrar tegundir af tækjum og þau boðin á verði sem væri ekki í sam- ræmi við raunverðmæti, en Japis myndi bjóða sín tæki á sama verði og ELKO byði. „Þetta eru að vísu tímabundin tilboð og þeir taka fram að þau gildi á meðan birgðir endast eða einhverjir slíkir fyrirvarar eru settir. Það læðist náttúrlega að okk- ur sá grunur að þarna sé verið að ginna fólk inn á fölskum forsendum, það verður nú bara að segjast eins og er,“ sagði Birgir ennfremur. Hann sagði að á meðan ELKO byði vöruna á þessu verði og ætti hana til, mynd sama verð gilda í Japis. Svo dæmi sé tekið býður ELKO Sony KV29X1 29“ víðóma sjónvarpstæki á 69.900 krónur. Sama tæki kostaði 89.900 kr. í Japis fyrir lækkun í 69.900 kr. Birgir sagði að þarna væri um opnunartil- boð að ræða og hann gæti ekki séð að það væri líklegt að þetta verð endurspegli varanlega verðlagningu í þessari verslun ELKO. Japis hefði oft verið með tilboð af þessu tagi eins og til dæmis svokölluð hundadaga- tilboð. Þegar menn opnuðu nýja verslun væri ýmislegt gert til þess að draga fólk að og honum fyndist þetta verð bera þess merki. „Ég get alveg fullyrt að þetta er ekki það sem mætti kalla verðlistaverð í þessari verslun. Það er nokkuð ljóst,“ sagði Birgir. Auk framangreinds sjónvarps- tækis býður ELKO upp á Sony hljómtækjasamstæður og mynd- bandsupptökuvélar og Panasonic mjmdbandsupptökutæki. Birgir sagði að það væri alþekkt að þegar menn væru að koma nýir inn á markað væri settur í það ákveðinn fórnarkostnaður. Þetta kæmi þeim því ekkert á óvart. Þeir hefðu fylgst með því hvernig þessi verslunar- keðja ynni til að koma sér inn á markaðinn og þetta væri alveg í samræmi við þá aðferð sem þeir hefðu notað til þess annars staðar. Hann bætti því við að ELKO væri nú þegar stór viðskiptavinur Japis og hefði í aðdraganda opnunar sinn- ar keypt verulegt magn af vörum hjá Japis. Ekki viðgerðarþjónusta Morgunblaðið gerði í nokkrum tilfellum samanburð á því verði sem auglýst er í auglýsingablaði ELKO og á verði hjá umboðsmönnum þessara merkja. Nokkrum vand- kvæðum var bundið í sumum tilvik- um að finna nákvæmlega sömu tæk- in. Þannig er til dæmis auglýst þvottavél, uppþvottavél, eldavélaofn og helluborð frá Siemens í blaði ELKO, en það var einungis þvottavél ná- kvæmlega sömu gerðar sem fékkst hjá Smith og Norland, umboðsaðila Siemens hér á landi. Kostaði þvotta- vélin 49.800 kr. hjá Smith og Nor- land, en 39.900 kr. samkvæmt aug- lýsingu ELKO, eða tæpum tíu þús- und krónum minna. Jón Norland, framkvæmdastjóri Smith og Norland, sagði að þeir héldu alveg ró sinni þrátt íyrir þessi tilboð. Verslun ELKO væri að opna og byði tækin á niðursettu verði og þeir myndu bara fylgjast með hver þróunin yrði. Þama væri boðið upp á 4-5 tegundir tækja, en Smith og Nor- land væri með alhliða þjónustu fyrh- Siemens-tæki alls staðar á landinu og því væri ólíku saman að jafna. Jón sagði að Smith og Norland væri ekki í neinu samstarfi við þessa aðila og myndi ekki sinna við- gerðarþjónustu fyrir þessi tæki. Ekki væri búið að ganga endanlega frá hvernig að því yrði staðið, en Smith og Norland hefðu ekki tekið að sér neina þjónustu fyrir þessar vörur. „Við erum ekki yfirlýs- ingaglaðir hér í þessu fyinrtæki. Við hrópum ekki á torgum. Smith og Norland hefur verið með Siemens- einkaumboð á Islandi frá árinu 1920 og við verðum það áfram,“ sagði Jón. Hann sagði að Smith og Norland hefði byggt upp umboðsmannanet í kringum landið og þessir umboðs- menn hefðu séð um sölu og viðgerð- arþjónustu hver á sínun svæði. Svona stórmarkaður væri mikil ógn við slíkt umboðsmannakerfi, því ef hér yrði verðstríð, yrði mjög erfitt fyrir fyrirtæki að þjóna umboðs- mönnum og það ætti eftir að bitna á fólki úti á landi, sem myndi fá verri þjónustu fyrir vikið. Fólki gefin varan Bræðurnir Ormsson eru umboðs- aðilar fyrir AEG, Sharp, Pioneer og fleiri raftækjaframleiðendur. ELKO býður upp á nokkur tæki frá AEG, en við skjóta athugun fundust ekki nákvæmlega sömu tegundir tækja hjá umboðsmanninum. Andrés Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, sagði að ELKO virtist vera að gefa fólki vöruna með því að selja hana á þessu verði. Hann sagðist bíða eftir að sjá verðlagið á öllum vörum í búðinni. Það væri hæpið að bera saman auglýst verð á 2-3% af vöruúrvalinu þegar heildarmyndin lægi ekki fyrir. Maður þyrfti að sjá hver verðlagningin væri á hinum 97% af vörunum. Það væri eiginlega aðalatriðið. Andrés sagði að viðbrögð Bræðr- anna Ormsson myndu ráðast af heildarverðlagningunni hjá ELKO. „Hún getur ekki mótast í sjálfu sér af þessum einstöku vönnn sem þeir eru að tína út úr og „gefa“ innan gæsalappa. Ég kalla það að gefa vöru þegar það er ekki gert ráð fyr- ir því að hún borgi með álagning- unni laun starfsmannanna, húsa- leigu og annan beinan kostnað," sagði Andrés. Hann sagði að það væri alveg ljóst að ELKO væri með undirboð- um að reyna að ná stöðu á markaðn- um. Aðspurður hvort þeir myndu bjóða upp á þjónustu við þær vörur sem keyptar væru hjá ELKO, sagði hann að auðvelt væri að þjónusta vörur sem væru þær sömu og Bræðurnir Ormsson byðu upp á. Að sjálfsögðu bæru Bræðurnir Orms- son hins vegar ekki ábyrgð á þeim vörum sem ELKO flyttí inn, þó þar væri um að ræða vörumerki sem þeir hefðu umboð fyrir. Ef hins veg- ar væri um að ræða eðlilegt við- skiptaumhverfi, þar sem ELKO, með þetta nýja rekstrarform, legði á vörur sínar til þess að dekka kostnað, þannig að þeir að minnsta kosti ættu fyrir öllum rekstrarliðum, þá væru Bræðumir Ormsson hugsanlega tilbúnir til þess að skoða samstarf um þjónustu við þau vörumerki sem þeir hefðu umboð fyrir. Verðum með sam- keppnishæft verð ELKO býður einnig upp á vörur frá Philips, Whii-lpool og Sanyo, svo dæmi séu tekin, sem Heimilistæki hafa umboð fyrir. Þar má til dæmis finna myndbandstæki frá Philips, VR171, sem kostar 17.900 kr. Rafn Johnson, framkvæmdastjóri Heim- ilstækja, sagði að fyrirtækið hefði auglýst um þó nokkurn tíma að Philips-vörur fengjust ekki ódýrari annars staðar en hjá Heimilistækj- um og þeir myndu áfram standa við það fyrirheit. „Verðið hér verður sambærilegt við það sem ELKO er með. Það er ákveðin stefna hjá okk- ur,“ sagði Rafn. Hann sagði að þarna væri um að ræða sérstök tilboðsverð sem aug- lýst væru í þessu auglýsingablaði, en að öðru leyti lægi ekki fyrir hver verðstefna ÉLKO yrði. Það væri ekki annað vitað um verðlagninguna en það sem kæmi fram í þeim til- boðum sem auglýst hefðu verið í gær. Þau væru vissulega hagstæð, en Heimilistæki væru líka alltaf að bjóða hagstæð tilboð í þessum efn- um. Þarna væri stórt fyrirtæki og verslun á ferðinni og þessi sam- keppni kæmi til viðbótar þeirri sam- keppni sem væri fyrir á raftækja- markaði. Hörð samkeppni hefði ríkt á þessum markaði á undanfórnum árum og verð á raftækjum á Islandi hefði farið lækkandi í kjölfarið. Rafn bætti því við að Heimilis- tæki hefðu nýverið opnað nýja verslun, sem væri mun stærri en sú fyrri hefði verið. Þeir myndu stefna að því að veita þar góða og persónu- lega þjónustu sem væri kannski dá- lítið öðru vísi en gerðist í stórmörk- uðum. „Við stefnum áfram að því að bjóða verð sem er fyllilega sam- keppnishæft á markaðnum," sagði Rafn að lokum. Verða með lægsta verðið ELKO auglýsir einnig farsíma frá Nokia á 17.900 kr. Sama gerð af síma kostar hjá Hátækni, sem er umboðsaðili fyrir Nolda farsíma, 23.900 krónur. Gunnar Þór Þórðarson, markaðsstjóri hjá Há- tækni, sagði aðspurður hvernig þeir hygðust bregðast við þessari samkeppni fra ELKO að ekki væri búið að ákveða það ennþá. Viðbrögðin yrðu ein- hver, en fyrirtækið starfaði á dálítið öðrum vettvangi. Það væri mikið í þjónustu og væri með fullkomið við- gerðai-verkstæði. Gunnar sagðist hins vegar telja að það væri alveg ljóst að ELKO yrði með lægsta verðið. Eins og þeir segðu í auglýsingum sínum ætluðu þeir að vera með lægsta verðið og ef einhver lækkaði sig niður fyrir þá myndu þeir jafna það. Hann teldi því ekki að neinn myndi fara í beint verðstríð við þá. Ekki það sem mætti kalla verðlistaverð Heildar- myndin liggur ekki fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.