Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þórarinn E. Sveinsson kjörinn stjórnarformaður Osta- og smjörsölunnar Itök stærstu eigenda fyrirtækisins verði aukin ÞÓRARINN E. Sveinsson, mjólkurbússtjóri á Akureyri, var kjörinn stjómarformaður á aðal- fundi Östa- og smjörsölunnar sf. sem haldinn var í gær. Þórarinn var einn 70 umsækjenda um stöðu forstjóra fyrirtækisins, en eins og greint hefur verið frá ákvað stjóm þess að ráða engan þeirra og ráða Óskar H. Gunnarsson forstjóra áfram til næstu tveggja ára. Þórarinn sagði í samtali við Morgunblaðið að það myndi nú koma í sinn hlut að ráða nýjan forstjóra að þeim tíma liðnum og þess vegna komi hann sjálfur vart tU greina í starfið. Mikið var rætt um forstjóramálið á aðalfund- inum og sagði Þórarinn að ákvörðunin um að Óskar gegndi starfinu áfram til aldamóta stæði. „Það kemur í minn verkahring að verkstýra þessari stjórn næstu tvö árin og meðal annars að finna nýjan mann. Einnig þurfum við að fara í mjög stífa stefnumótunarumræðu um það hvernig við eigum að lifa eftir nýjum búvöru- samningi, en samkvæmt honum verður heild- söluverð gefið frjálst upp úr aldamótunum og auk þess þarf að bregðast við fjölda atriða,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að á aðalfundinum hefði verið samþykkt að skipa fimm manna nefnd til að end- urskoða samþykktir Osta- og smjörsölunnar út frá þvi sjónarmiði að atkvæðavægi verði í sam- ræmi við viðskiptahlutfall. I dag vegur eignar- hlutfall ákveðið í atkvæðavæginu en síðan vegur fjöldi bænda á bakvið mjólkurframleiðslu á móti. Þannig er t.d. atkvæðavægi kúabænda á Suður- Morgunblaðið/Kristinn ARI Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, t.v., og Óskar H. Gunnarsson, forsljóri Osta- og smjörsölunnar, slá á létta strengi á aðalfundi Osta- og smjörsölunnar í gær. landi meira en bænda í Eyjafirði þar sem fram- leiðslan er meiri hjá meðalmjólkurbúinu í Eyja- firði. „Menn vilja skoða það mjög alvarlega hvort þetta sé ekki bara gamaldags og úreltur hugsun- arháttur og að þeir sem noti fyrirtækið mest beri á því mesta ábyrgð og hafi mest ítök í því,“ sagði Þórarinn. Von á 100 hollenskum forstjórum VON ER á um eitt hundrað forstjór- um hollenskra stórfyrirtækja hingað til lands í júní nk. til að efna til við- skiptatengsla og kanna fjárfesting- arkosti hérlendis. Hópferðin er á vegum samtaka fyrirtækja í tveimur héruðum í norðanveróu Hollandi, Drenthe og Overyssel. Með í för verður m.a. Relus ter Beek, héraðs- stjóri Drenthe og fyrrverandi vam- armálaráðherra Hollands. Um 150 stórfyrirtæki og samtök atvinnurekenda eru aðilar að sam- tökunum og meginmarkmið þeirra er að efla atvinnulíf svæðisins, m.a. með því að auka viðskipti þess við önnur lönd. Samtökin gegna einnig hlutverki upplýsingamiðlunar á milli fyrirtækja og eru vettvangur skoð- anaskipta frammámanna þeirra. ■ Vilja stofna/19 ♦♦♦------- Fimbulkuldi við Mývatn RÚMLEGA 34 gráða frost mældist kl. 22 í gærkvöldi við Mývatn og er það samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar mesti kuldi sem mælst hefur í kuldakastinu undanfarið. Veðurstofan spáir hins vegar hlýn- andi veðri um helgina. Búast má við vaxandi suðaustanátt og hækkandi hitastigi á sunnudag en slyddu og síðan rigningu vestantil. Hiti verður á bilinu 0-4 gráður en áfram verður talsvert frost austanlands. Þrefalt fleiri gista hálendið en talið var GISTINÆTUR á hálendinu eru nær þrefalt fleiri en reiknað hefur verið með hingað til. Gistinætur út- lendinga á hálendinu voru 117 þús- und árið 1996 og gistinætur íslend- inga sama ár tæplega 80 þúsund. Þetta var ein niðurstaða könnun- ar meðal erlendra ferðamanna á Is- landi sumarið 1996, undir heitinu „Dear Visitors ‘96“. Um 45% er- lendra gesta á íslandi þetta sumar fóru upp á hálendi íslands og 28% gistu þar. Nær 80% gistinátta voru í vesturhluta hálendisins. í tillögum að skipulagi hálendisins til ársins 2015 er reiknað með að gistinætur allra ferðalanga á hálendinu séu nú um 70-80 þúsund á ári og áætlað er að gistinætur útlendinga þar, miðað við 6% aukningu á ári, verði orðnar 130 þúsund árið 2015. Miðað við svörin í könnuninni voru gistinætur útlendinga hins vegar um 117 þús- und árið 1996 og Hagstofa íslands áætlar gistinætur Islendinga á há- lendinu tæplega 80 þúsund árið 1996, eða alls um 200 þúsund. Rögnvaldur Guðmundsson ferða- málafræðingur, sem gerði könnun- ina, segir að skýringin á þessu mis- ræmi sé líklega sú, að skráning á gistingu í skálum og á tjaldstæðum sé takmörkuð og að auki gisti nokk- uð margir á víðavangi í óbyggðum, þ.e. utan skipulagðra dvalarstaða. Um 15% gistinátta á hálendinu reyndist til dæmis vera utan tjald- stæða. ■ Auðlindir/32 Morgunblaðið/Porkell Eyririnn afnuminn sem mynteining BLAÐINU í dag fylgir Lesbók Menning/listir/þjóðfræði. Meðal efnis er frásögn Ólafs Helga Kjartanssonar af kirkju- ferð að Stað í Aðalvík, samtal við Matthías Viðar Sæmunds- son um hvað er að gerast í bók- menntafræðunum og grein um Jóhann Sigurjónsson eftir Ey- þór Rafn Gissurarson. Sagt er frá Ijósmyndaranum Henri Cartier-Bressons, sem nú stendur á níræðu, fjallað um merkilegt hús á Akureyri, um- hverfismál og Bakkus í mál- verkaeign Listasafns íslands. VIÐSKIPTARÁÐHERRA kynnti á ríkisstjómarfundi í gærmorgun frumvarp sem felur í sér að 5, 10 og 50 aura mynt verði afnumin í viðskiptum þannig að krónan verði lægsta mynteining í umferð. Síðan gjaldmiðli íslands var breytt 1. janúar 1981 hefur verð- mæti krónunnar hundraðfaldast og verulega hefur dregið úr notkun aura í viðskiptalífmu. Nú er svo komið að ein króna er smæsta ein- ing í viðskiptum fjölmargra ein- staklinga, fýmirtækja og stofnana, meðal annars ríkissjóðs. Efnahags- leg áhrif afnáms eyris í viðskiptum eru talin vera hverfandi. Benedikt Amason, deildarstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneyti, segir að með frumvarpinu séu lagð- ar til breytingar á lögum um gjald- miðil íslands sem eru hliðstæðar þeim breytingum sem gerðar voru með lögum frá 1974, um að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind og greidd með heilli krónu. Með gjaldmiðilsbreyting- unni 1981 voru ofangreind lagaá- kvæði felld úr gildi. Fjárhæð undir 50 aurum fellur niður Benedikt segir að verði frum- varpið að lögum verði enginn skyldugur til að greiða fjárhæð sem reiknast fimmtíu aurar eða lægri fjárhæð. „Hins vegar verða allir skyldugir til að hlíta því að greiða fjárhæð sem reiknast fimm- tíu og einn eyrir eða hærri fjárhæð með heilli krónu. Þessi ákvæði girða þó ekki fyrir að einstakar einingar séu verðlagðar með því að tilgreina verð þeirra í aurum, til dæmis gengi erlendra gjaldmiðla, verð á hvem h'tra af eldsneyti, verð á hverja einingu af rafmagni, heitu vatni og svo framvegis.“ Þótt sláttu 5, 10 og 50 aura myntar verði hætt verður áfram gert ráð fyrir að eyrir verði til sem eining í gjaldmiðhnum. Benedikt segir að áfram megi þá verðleggja vörur og þjónustu í aur- um en heildaruppgjörsfjárhæð kröfu eða reiknings verði ávallt sléttuð út miðað við heila krónu. „Þetta hefur það í för með sér að í reikningum eru einstaka liðir í aurum en samtala reiknings verð- ur ávallt sléttuð út miðað við lægstu slegnu einingu og á þetta við hvort sem greiðsla fer fram í reiðufé eða á annan hátt,“ sagði Benedikt. Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi mun Seðlabankinn senda tillögu til viðskiptaráðherra um að allai- fjárhæðir verði greiddar í krónum. Tillagan tæki því gildi strax og ráðherra hefði staðfest til- lögu Seðlabankans. Lagt af stað á lands- æfingu LANDSÆFING Landsbjargar hófst í morgun og koma tæp- lega 600 manns að æfíngunni. Skráning gefur til kynna að hún verði sú fjölmennasta sem haldin hefúr verið til þessa. Um 350 manns tóku þátt í síð- ustu æfingu sem haldin var 1996. Æfíngar ná upp á Langjökul Björgunarmenn á siyóbílum, björgunarbifreiðum og vélsleð- um eru meðal þátttakenda ásamt þyrlusveit Landhelgis- gæslunnar, segir í fréttatil- kynningu. Æfíngunni er stjórn- að frá Varmalandi í Borgarfírði og nær æfingasvæðið um Norð- urárdal, upp á Holtavörðuheiði og allt upp á Langjökul. Æfíng- unni lýkur í kvöld. Á myndinni má sjá félaga í Iljálparsveit skáta í Kópavogi leggja af stað í gærkvöldi. t I 1 I I í i i i I í I í i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.