Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frama- dagar í Þjóðarbók- hlöðunni ATVINNULÍFSDAGAR há- skólanema, svokallaðir Frama- dagar, fóru fram í Þjóðarbók- hlöðunni í gærdag. AIESEC, alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema, standa fyrir Framadögum sem nú eru árviss viðburður. Á Framadög- um kynna fyrirtæki starfsemi sína og er markmiðið að efla tengslin milli háskólans og atvinnulífsins. Um 40 fyrirtæki kynntu starfsemi sína að þessu sinni fyrir háskólanemum. Myndin var tekin fyrir framan kynningarbás Morgunblaðsins á Framadögum síðdegis í gær. Frumvarp til laga um breytingar á læknalögum lagt fram í ríkisstjórn Tryggja, réttindi sjúklinga vegna meintra mistaka LAGT hefur verið fram í ríkisstjóminni frum- varp til laga um breytingar á læknalögum. Að sögn Þóris Haraldssonar, aðstoðarmanns heil- brigðisráðherra, fela breytingamar í sér ákvæði um hvemig fara skuli með mál vegna meintra mistaka við meðhöndlun sjúklinga, aukið eftirlit og skráningu og tryggja réttindi sjúklinga. „Þama er verið að koma á viðbragðskerfi inn- an stofnana og hjá embætti landlæknis þegar óvæntan skaða ber að höndum,“ sagði Þórir. ,Annars vegar til að tryggja að atvikin séu rannsökuð eins og nauðsynlegt er og hins vegar að tryggja að yfirvöld fái upplýsingar um atvik- in. í raun er um að ræða aukið eftirlit og að skráning verði til þess að bæta gæði heilbrigðis- þjónustunnar og tryggja réttindi sjúklinga." Gert er ráð fyrir að yfirlæknar og hjúkmnar- deildarstjórar beri ábyrgð á að atvikin séu strax tilkynnt til yfirstjómar viðkomandi stofnunar. Ferillinn er nákvæmlega skilgreindur og tekið fram hvemig fara skuli með tilkynningarnar auk þess sem gert er ráð fyrir að skýrsla um alla óvænta skaða og meðferð þeirra ásamt nið- urstöðu rannsóknanna sé send til landlæknis tvisvar á ári. Að sögn Þóris mun ráðherra síðar setja reglur um viðbrögð við rannsóknunum. Misbrestur á tilkynningum Nefndin sem samdi lögin aflaði upplýsinga um hvemig staðan er og var m.a. efnt til mál- þings um hvemig tekið væri á meintum mistök- um við meðferð, skráningu og tilkynningu. Sagði Þórir að fram hafi komið að misbrestur væri á tilkynningum og að fólk væri óöruggt um hvemig ætti að bregðast við auk þess sem skráning væri ekki fyrir hendi á öllum stofnun- um. „Þarna var gloppa og ekki samræmi í tilkynn- ingum,“ sagði hann. „Stóm stofnanimar hafa staðið sig vel en samt hefur skort á samræmi og ekki verið ömggt að þessi mál hafi fengið nógu góða rannsókn eða að þau séu rétt tilkynnt eftir alvarleika, þannig að yfirvöld hafi fengið upplýs- ingar um hvað hafi gerst svo hægt væri að bæta þar úr. Sem betur fer er ekki mikið um stór- vægileg læknamistök en það er talsvert um að kvartað sé undan óvæntum skaða og sumt á því miður við rök að styðjast en annað ekki.“ Morgunblaðið/Golli Ólafur Jóhann forstjóri Advanta Opinberri stýringu hætt á síldarútflutiiingi Síidarútvegsnefnd verði breytt í hlutafélag ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og athafnamaður, hefur ver- ið ráðinn forstjóri fjármálafyrir- tækisins Ad- vanta í Banda- ríkjunum. Advanta er al- hliða fjármála- fyrirtæki með um sex milljónir viðskiptavina og um 4.100 starfs- menn. Það þjón- ar einstakling- um og smærri fyrirtækjum á sviði krítarkortavið- skipta, húsnæðislána, kaupleigu, trygginga og innlána og er eitt það stærsta sinnar tegundar í Banda- ríkjunum. Ólafur Jóhann tekur einnig við stjómarformennsku í fjárfestingarfyrirtækinu Advanta Partners. Ólafur Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið að starfið legðist vel í sig. Mikil gróska væri hjá Ad- vanta og það væri spennandi að koma að vexti fyrirtækisins. Hann kvaðst einnig hafa samið um það við stjómendur fyrirtækisins að hann ynni aðeins þijá daga í viku, þeir dagar yrðu að vísu langir en hann myndi þannig áfram hafa svigrúm til að sinna ritstörfúm. FRUMVARP til laga um stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun tveggja sjóða til sfldar- rannsókna og nýsköpunar og þró- unarverkefna í þágu sfldarútvegs hefúr verið lagt fram í ríkisstjóm. Að sögn Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra er verið að breyta fyrirtækinu í hlutafélag og um leið fella niður opinbera stýr- ingu á útflutningi á sfld. Þorsteinn sagði að í samræmi við gildandi lög um sfldarútvegs- nefnd yrðu þau fyrirtæki hluthafar sem selt hafa í gegnum nefndina á undanfomum árum. „Sá hluti eig- infjár, sem kominn er frá fyrir- tækjum sem hætt em rekstri, fer í stofnun sérstaks sjóðs undir Haf- rannsóknastofnun til sfldarrann- sókna,“ sagði hann. „Þá fer einnig hluti af eigin fé í að stofna sjóð til að örva nýsköpun og þróunarverk- efni í sfldarvinnslu." Eigið fé sfld- arútvegsnefndar er 500 milljónir og hluti þess mun renna til sjóð- anna. Ekki verið ríkisfyrirtæki Eins og fram hefur komið í frétt Morgunblaðsins samþykkti stjóm síldarútvegsnefndar samhljóða til- lögu frá formanni neftidarinnar, Gunnari Flóvenz, um að stofnun- inni yrði breytt í hlutafélag í eigu saltenda. í tillögunni kom fram að þar sem litlar líkur væra á að sfld- arútvegsnefnd gæti áfram veitt er- lendum saltsíldarkaupendum, sem semja um kaup sín með fyrirvara- samningum, tryggingu fyrir því að ekki verði síðar boðin sams konar síld á viðkomandi markaði á lægra verði, og með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á útflutnings- og sölufyrirkomu- lagi, samþykkti sfldarútvegsnefnd að stofnuninni yrði breytt í hlutafé- lag í eigu saltsfldarframleiðanda og lög um nefndina og útflutning á saltaðri síld yrðu felld úr gildi. „Sfldarútvegsnefnd hefur aldrei verið rfldsfyrirtæki þó að hún hafí starfað samkvæmt sérstökum lög- um um útflutning á saltaðri sfld,“ sagði Gunnar. Morgunblaðið/Þorkell SIGURBORG Borgþórsdóttir fagnaði eiginmanni sínum, Jóni Svan- þórssyni, er hann kom til landsins í gær eftír rúmlega þriggja mánaða ferð og um 5000 km akstur í jeppaleiðangri um Suðurskautslandið. Hestur aflífaður og krufínn á Tilraunastöðinni að Keldum Sýktur hestur drapst á Akranesi HESTUR drapst í hesthúsi á Akranesi eftir að hafa verið með sóttina í nokkra daga. Að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar, héraðsdýralæknis, verður hestur- inn krafinn í dag. Annar hestur sem veikst hafði af hitasótt var af- lífaður og krafinn á Tilraunastöð Háskólans að Keldum á fimmtu- dag. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir sagði að nokkur erting hefði verið í gömum og aftur úr melting- arvegi eins og gjaman er þegar um veirasýkingu er að ræða. Hesturinn á Akranesi var búinn að vera veikur og með svipuð ein- kenni og aðrir sýktir hestar í sama húsi. Gunnar Öm segir ljóst að veiran drepur ekki hesta en ef eitt- hvað annað amar að hestinum gæti þessi sýking ráðið úrslitum um að hesturinn verði veikari eða drepst. Á miðvikudag var hinn hestur- inn, sem kom frá Kjarri í Ölfusi, með 40,6 stiga hita en á fimmtudag var hann með 39,6 stig. Tekinn var fjöldi sýna til vefjaskoðunar og segir Sigurður að það muni að öll- um lýkindum taka upp undir viku að rannsaka þau. Þá liggur hugs- anlega fyrir hvort um veirasýk- ingu er að ræða eða eitthvað ann- að. Auk þess sem rannsókn sýn- anna fer fram að Keldum, vora sýni send til Svíþjóðar, þar sem svipuð tilfelli hafa verið að koma upp. Svo virðist sem tekist hafi að hefta útbreiðslu hitasóttarinnar, sem herjað hefur á hross á Suð- vesturlandi að undanfómu, eftir því sem fram kemur í yfirlýsingu frá Halldóri Runólfssyni yfirdýra- lækni. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að ekki hefðu greinst fleiri tilfelli utan svæða sem vitað væri að veikin hefði komið upp á. Þá hefði komið í ljós að tilfelli sem kom upp í Eyjafirði og talið var að gæti verið hitasóttin, væri af öðr- um toga. Heppn- aðist vel í alla staði JÓN Svanþórsson, annar íslensku jeppamannanna sem tóku þátt í sænskum vísindaleiðangri til Suðurskautslandsins, kom til ís- lands í gær og sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri stór- kostleg tilfinning að vera kominn heim eftír vel heppnaðan leið- angur í alla staði. Toyota-jepp- arnir hefðu staðið sig með mestu ágætum og aðeins smávægileg vandamál komið upp. „Þetta gekk allt nyög vel og bílamir virkuðu vel. Við lentum að vísu í basli með gormana sem brotnuðu en það kom okkur mjög á óvart því það hafði aldrei gerst hér heima,“ sagði Jón. Freyr Jónsson, félagi Jóns í leiðangrinum, er enn í Höfða- borg þar sem hann mun koma jeppunum í gám og senda þá til íslands. Hann kemur heim á mið- vikudag. Eldurí Snæfelli ELDUR kom upp í togaran- um Snæfelli SH 740 um klukkan 13.30 í gær þar sem hann lá við Ægisgarð. Eldur- inn kviknaði í lest skipsins, en þar höfðu menn verið að vinna að breytingum og er talið að eldsupptök megi rekja til logsuðutækis. Kælipressur höfðu verið settar í skipið og verið var að einangra með plastefni sem neisti hljóp í, með þeim afleið- ingum að eitraður reykur, svartur og þykkur, myndaðist. Slökkviliðið í Reykjavík fór á staðinn og vora reykkafarar sendir inn í skipið. Eldurinn var þá í lest og við hliðina á vélarrúmi þar sem mikill elds- matur er fyrir hendi. Menn- imir, sem höfðu verið að störf- um í skipinu, komust klakk- laust á brott og era ekki taldir hafa verið í mikilli hættu. I f i L i I L I í í >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.