Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ f FRÉTTIR Danskt kosningamál VONANDI taka Ingibjörg og Árni ekki upp á því í hita leiksins um borgina að hrella húsdýrin okkar með pólitískum bangsimonum. Hæstiréttur sýknar íslenska ríkið af kröfum Kans ehf. Skylt að hafa eftirlits- mann um borð á Flæmska hattinum HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað ís- lenska ríkið af kröfu Kans ehf. um að ekki sé skylt að hafa eftirlits- mann frá Fiskistofu um borð í m/s Kan þann tíma sem skipið er að veiðum á Flæmska hattinum. I dómsorðum er íslenska ríkinu gert að greiða Kan ehf. 200 þús. með dráttarvöxtum frá 29. ágúst 1996 til greiðsludags en málskostnaður í héraði er felldur niður. Þá er Kan ehf. gert að greiða íslenska ríkinu 150 þús. í málskostnað fyrir Hæsta- rétti. Kan ehf. taldi útgerðinni ekki skylt að hafa eftirlitsmann frá Fiskistofu um borð þann tíma sem veitt var á Flæmska hattinum og krafðist að auki viðurkenningar á að Fiskistofu væri óheimilt að hafa víð- tækara eftirlit með veiðum skipsins heldur en heimilt er að hafa með ís- lenskum skipum innan landhelginn- ar. Krafíst var rúmlega 2,3 millj. króna bóta auk dráttarvaxta og greiðslu fyrir málskostnað fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Islenska ríkið krafðist staðfest- ingar á áfrýjuðum dómi að öðru leyti en því að það yrði sýknað af öllum kröfum. Þá var krafist greiðslu málskostnaðar íyrir Hæstarétti. Til vara var krafist EIGENDUR hússins í Austurstræti, þar sem áður var verslun Egils Jacobsen, hafa ákveðið að gefa innréttingarnar úr versluninni á Árbæjarsafn. Eigendumir höfðu upphaflega hug á því að koma innréttingunum í verð en Örn Jacobsen, einn eigendanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að lítil viðbrögð hefðu orðið við auglýsingu þeirra þess efnis í siðasta mánuði. Eitthvað af skúffum og hillum hefði að vísu selst en megnið af hillum hefði verulegrar lækkunar á fjárkröfum Kan ehf. og að útgerðin yrði dæmd til greiðslu málskostnaðar. Ákvæði um eftirlit Hæstiréttur kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að í heildarlögum um fiskveiðar utan íslenskrar lögsögu séu ákvæði um veiðieftirlit. Þar komi fram að eftirlitsmönnum Fiskistofu sé heimilt að fara í eftir- litsferð með íslenskum skipum við veiðar utan íslensku lögsögunnar og að lagaákvæði um að stjórn fisk- veiða og lög um fullvinnslu afla um borð í veiðiskipum skuli gilda um eftirlit með framkvæmd laganna eftir því sem við eigi. Auk þess skuli ráðherra með reglugerð gera ís- lenskum skipum að sæta því eftir- liti, sem kveðið er á um í samning- um, sem ísland sé aðili að. Hafi með milliríkjasamningi eða öðrum skuldbindingum verið samið um að eftirlit með veiðum skuli vera með þeim hætti að eftirlitsmaður skuli vera um borð þá skuli útgerð skipanna greiða 15 þús. fyrir hvem dag sem skipið stundar þær veiðar. Þá skal útgerð skips greiða fæði veiðieftirlitsmanns og sjá þeim end- urgjaldslaust fyrir aðstöðu meðan þeir stunda eftirlitsstörf um borð. Árbæjarsafni gefnar innréttingar hins vegar farið á haugana. í kjölfarið tóku eigendumir síðan þá ákvörðun að gefa allt það bitastæðasta á Árbæjarsafn. „Ég held að kaupmannasamtökin og Árbæjarsafn ætli að reyna að koma upp verslunarminjasafni Því sé ótvíræð heimild samkvæmt lögum um að haga veiðieftirliti utan lögsögu með þeim hætti sem nú sé gert. Frelsi ekki takmarkað Þótt eftirlitið leggi vissar kvaðir á þá sem stunda þessar veiðar, er ekki talið að verið sé að takmarka frelsi til að stunda atvinnu svo brjóti gegn stjómarskránni. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að vera eftir- litsmanna sé til þess fallin að raska friðhelgi einkalífsins, heimilis og fjölskyldu. Ekki er fallist á að með því að greiða fæði eftirlitsmannsins og sjá honum fyrir aðstöðu um borð sé verið að brjóta lög um að koma löggæslu og eftirliti yfir á þann sem sætir því hverju sinni. Um sé að ræða ákveðna tilhögun á endur- gjaldi vegna veittrar þjónustu og því ætlað að standa undir kostnaði að hluta við veiðieftirlitið. Útgerðar- menn hafi beina hagsmuni af eftir- litinu, sem er í þágu útvegs og í samræmi við ákvæði laga um stjómun fiskveiða. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómaramir Pétur Kr. Hafstein, Guðrún Eriendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Hrafn Bragason. árið 2000 og þess vegna fóru velflest búðarborð og gamlir peningakassar upp á Árbæjarsafn. Við erum í raun afar ánægðir með þessi málalok." Margrét Hallgrímsdóttir, borgarminjavörður, sagði í samtali við Morgunblaðið að best væri nú, þegar hægt væri, að geyma muni á súium upprunalega stað. Innréttingamar úr Jacobsen- húsinu ættu samt örugglega eftir að nýtast Árbæjarsafni sem Bók um þroska og hegðunarvanda barna Dulin fötlun sem verður að grein- ast í bernsku verið ROSKI og hegðunarvandi heitir bók í ritröð Uppeldis og menntunar sem kemur út í næstu viku. Bókafor- lagið Una gefur bókina út en höfundar eru Málfríður Lorange og Matthías Kristiansen, sem bæði starfa í norrænum nefnd- um fagfólks, sérfræðinga og foreldra um böm og unglinga sem greinst hafa með athyglisbrest með of- virkni og einkenni mis- þroska. Segir Málfríður að bókinni sé ætlað að upplýsa uppeldisstéttir svo þeim reynist auðveldara að þekkja einkennin og bregð- ast rétt við. - Hvers vegna er verið að gefa þessa bók út? „Það vantaði aðgengileg- ar upplýsingar og fræðslu um böm með þennan vanda og þótt mikið hafi skrifað um hann á erlendum tungumálum vantaði samantekt á íslensku. Ritið er einkum ætlað kennumm, leikskólakennurum, öðm fagfólki sem starfar að upp- eldismálum og foreldmm." - Um hvað er tjalhð nákvæm- lega? „Bókin er um 60 síður og skipt í kafla þar sem fjallað er um sex mismunandi þroskatmflanir; at- hyglisbrest með ofvirkni, Tourette- heilkenni, þráhyggju og áráttu, misþroska, sértæka námsörðug- leika og ójTta námsörðugleika. I viðauka er síðan nokkurs konar ráðabanki, til dæmis fyrir kennara, þar sem lýst er hvemig þeir eiga að bregðast við þessum bömum í skólastofunni til þess að fyrir- byggja vandamál." - Hversu algengar eru þessar þroskatruflanir hérlendis? „Það em ekki til íslenskar far- aldsfræðilegar rannsóknir en ef miðað er við erlendar tölur er tíðni athyglisbrests með ofvirkni um það bil 4% og tíðni þráhyggju á bilinu 0,5% til 2%. Þessi þroskafrávik era þess eðlis að bömin em yfirleitt með eðlilega greind, sum með mjög góða greind, en þau standa sig hins vegar oft ilia í námi og hegðun þeirra er getur verið óskiljanleg öðm fólki. Þetta er dulin fótlun sem fólk áttar sig í raun og veru ekkert á. Sum þessara barna greinast því mjög seint og jafnvel ekki fyrr en á unglingsáram." - Eru slík þroskafrávik með- fæddur galli? „Orsakimar em alltaf líffræði- legar og meðfæddar þótt verið geti að bamið hafi orðið fyrir einhvers konar áfalli. Það er alls ekki hægt að kenna um slæmu uppeldi, lé- legri kennslu eða einhverju í að- stæðum þessara barna. Það er mis- jafnt hver orsökin er, oft er það ekki vitað nákvæmlega, en stund- um má sjá svipuð einkenni hjá öðr- um í fjölskyldunni ef grannt er skoðað. Þetta em truflanir sem ekki var farið var að gefa gaum fyrr en tiltölulega nýlega svo þeir sem eldri em hafa kannski aldrei fengið greiningu." - Hvemig vegnar fólki sem er að kljást við þennan vanda án þess að hafa fengið greiningu ? --------- „Erlendar rannsóknir hafa sýnt að margir þeirra sem ekki fá við- eigandi meðferð eigi við mjög alvarlega erfið- leika að stríða þegar þeir fullorðn- ast. Bæði hafa þeir farið illa út úr skóla og mörgum er hættara en öðram við því að lenda í ógöngum félagslega, meðal annars vegna vímuefnaneyslu. Einnig má nefna kvíða og þunglyndi sem gerir vart Málfríður Lorange Oft talað um óþekkt, leti og greindarskort ► Málfríður Lorange fæddist í Reykjavík árið 1951. Hún lauk stúdentspróíl frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1971 og embættisprófi í sálarfræði frá Árósaháskóla árið 1980. Hún iagði jafnframt stund á fram- haldsnám í kli'nískri taugasál- fræði barna í Hollandi 1995 og 1996. Málfríður starfaði á Fræðsluskrifstofu Norðurlands- Vestra 1982-1987, sem forstöðu- maður sálfræðiþjónustu, og var siðan yfirsálfræðingur á sál- fræði- og sérkennsludeild Dag- vistar barna í Reykjavík 1987- 1996. Frá 1996 hefur hún gegnt starfi sálfræðings á Barna- og unglingageðdeild Landspítal- ans. Málfríður á þrjú börn og maki hennar er Hilmar Péturs- son líffræðingur. við sig strax á unglingsámm. Þetta er í raun mjög alvarlegt vandamál því ástand bamanna er oft misskilið ef þau fá ekki grein- ingu.“ - Hverju eiga foreldrar og kennarar að vera vakandi fyrir? „Við lýsum því hvemig einkenn- in birtast í hegðun svo foreldrar geti áttað sig á því hvort bamið á við vandamál að stríða. Hins vegar er lögð áhersla á það að foreldrar sem hafa áhyggjur af þroska og hegðun bama sinna leiti til sér- fræðinga, til dæmis bamalækna eða sálfræðinga. Það er svo mikil- vægt að greina vandann sem fyrst.“ - Er hægt að hjáipa þessum bömum og hvenær koma einkenn- in íljós? „I mjög alvarlegum tilfellum má sjá einkenni við 2-4 ára aldur en oft greinist vandamálið ekki fyrr en börnin era 8-9 ára. Það fer samt eftir því um hvers konar þroskatruflun er að ræða. Ein- kennin hafa samt sem áður verið til staðar um einhvem tíma og misskilin á þann veg að bamið sé óþekkt, latt eða ekki vel gefið. Meðferðin er þrenns konar, það er lyfjameðferð sem gagnast ágæt- lega í sumum tilvikum, einnig er mjög mikilvægt að foreldrar fái fræðslu og ráð um þær uppeldis- aðferðir sem best er að beita. Barna- og unglingageð- deildin er til dæmis með níu vikna námskeið fyr- ir foreldra barna og unglinga með ofvirkni. I þriðja lagi er mjög mik- ilvægt að bömin fái viðeigandi kennslu í skóla. Það er mjög brýnt að ráðstafanir séu gerðar í bernsku og ef þessi böm fá viðeig- andi meðferð em allar líkur til þess að þau geti lifað góðu lífi. Það er margt hægt að gera til hjálpar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.