Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 11 FRÉTTIR Framkvæmdastjóri NORA og stjórnarformaður nýstofnaðs olíufélags í Færeyjum Ef olía finnst mun vinnan skila okkur mikilli þekkingu Morgunblaðið/Þorkell KJARTAN Hoydal, fi amkvæmdastjóri Norrænu Atlantshafsnefndar- innar og stjórnarformaður hins nýstofnaða færeyska olíufélags Atl- antic Petroleum. „ÞAÐ eru miklar væntingar meðal almennings í Færeyjum vegna olí- unnar - hvort sem hún svo finnst eða ekki,“ segir Kjartan Hoydal, stjórnarformaður hins nýstofnaða olíufélags í Færeyjum, Atlants Kol- vetni, eða Atlantic Petroleum. Félagið var stofnað í febrúar sl. og að því standa átján stærstu fyrir- tæki eyjanna. Eigið fé er 25,5 millj- ónir danskra króna, eða jafnvirði um 268 milljóna íslenskra króna, en ætlunin er að selja almenningi hlutabréf fyrir 30 milljónir danskra króna til viðbótar. Félagið verður að öllu leyti færeyskt og enginn, hvorki einstakiingur né fyrirtæki, má eiga meira en 20% hlut. Auk þess að vera stjórnarformað- ur Atlantic Petroleum er Kjartan Hoydal framkvæmdastjóri Nor- rænu Atlantshafsnefndarinnar, NORA, en hún starfar samkvæmt áætlun Norrænu ráðherranefndar- innar um svæða- og byggðasam- vinnu og í henni eiga sæti fulltrúar Færeyja, Grænlands, íslands og strandhéraða Noregs. Nefndin tók við af Vestnorden-nefndinni svoköll- uðu en hún var lögð niður í ársbyrj- un 1996. Þjóðirnar skiptast á að fara með forystu í nefndinni og er núverandi formaður hennar Guð- mundur Amason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu. Einna mestur áhugi á NORA meðal Islendinga Heildarráðstöfunarfé nefndai-inn- ar er að sögn Kjartans rúmar 50 milljónh- íslenskra króna á ári. Markmiðið er að efla samstarf inn- an svæðisins þannig að það komi sem flestum til góða og styðja við atvinnu- og byggðaþróun innan svæðisins. Megináhersla er lögð á fimm verkefnasvið; sjávarútveg og umhverflsmál sjávar, ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni, verslun og iðnað, landbúnað og jarðrækt. „A síðasta ári voru veittir styrkir til 17 verkefna og þar af tóku íslend- ingai' þátt í 15. Arið áður, 1996, vora 20 verkefni styrkt, þar af 15 með þátttöku Islendinga. Hver styrkur getur numið allt að hálfri milljón danskra króna, eða rúmlega fimm milljónum íslenski'a ki'óna. A síðasta ári bárast um 60 umsóknir, flestar hverjar afar áhugaverðar,“ segir hann og bæth' við að áhuginn virðist vera einna mestur meðal Islendinga. „011 hafa þessi lönd þörf fyrir að breikka atvinnugi'undvöll sinn og efla nýsköpun. En þó held ég að Grænlendingar og Færeyingar læri mest af þessu samstarfí. Það að við höfum fengið Noreg með í sam- stai-fíð gerir að verkum að við fáum aðgang að mjög stóru rannsókna- og atvinnuumhverfí sem getur verið mjög áhugavert fyrir okkur að tengjast og fylgjast með.“ Kjartan segir hitt starfíð sitt, sem stjórnarformaður nýja færeyska ol- íufélagsins, ekki alveg óskylt aðal- starfínu hjá Norrænu Atlantshafs- nefndinni. „Það snýst jú um að nýta náttúruauðlind sem er raunar ekki endurnýjanleg. Það snýst líka um að meta áhættu, þó að þar séu mun stærri peningaupphæðir á ferðinni," segir hann. Þar sem færeyska olíufélagið er ekki nógu stórt til að standa eitt að olíuborunum er ætlunin að efna til samstarfs við önnur olíufélög, en stóru alþjóðlegu olíufélögin sem sýnt hafa olíuvinnslu við Færeyjar áhuga hafa líka flest sameinast í hópa eða samsteypur til þess að dreifa áhættunni. Þannig hafa 18 ol- íufélög sameinast í 6 samsteypur en aðeins 6 félög standa stök utan þeirra. Fjölbreyttari grundvöllur fyrir færeyskt atvinnulíf Nú fer að styttast í, eftir miklar rannsóknir, að fyrsta lota leyfisveit- inga geti hafist en þá verður alþjóð- legum olíufélögum gefinn kostur á að bjóða í þau svæði í færeyskri lög- sögu sem þau hafa áhuga á að bora á. Kjartan gerir ráð fyrir að leyfin verði boðin út í haust en hvort farið verður að bora eftir olíunni þegar á næsta ári eða síðar er enn ekki fylli- lega ljóst. Og hvenær eða hvort eitt- hvað kemur upp er enn óljósara. Kjartan talar a.m.k. enn mjög varlega um „mögulega" eða „hugs- anlega“ olíuvinnslu við Færeyjar. Hann leggur áherslu á að óháð því hvort olía finnist muni vinnan í ki'ingum rannsóknirnar og leitina að henni skila Færeyingum mikilli reynslu og þekkingu, ef rétt er á spilum haldið, og þar með muni skapast fjölbreyttari grundvöllur fyrir færeyskt atvinnulíf. Þannig muni Færeyingar, þegar þeir hafa aflað sér nauðsynlegrar þekkingar á þessu sviði, einnig geta tekið virkan þátt í olíuiðnaði nágrannalandanna. Forseti íslands Gefur Clinton Is- lendinga- sögurnar ÍSLENDINGASÖGURNAR voru gefnar forseta og vara- forseta Bandaríkjanna við há- tíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands afhenti íslend- ingasögurnar í enskri þýð- ingu, sérstaklega bundnar inn í viðhafnarskinn og með sér- stakri skrautritun sem /orset- inn undimtaði. Helgi Agústs- son ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins tók við gjöfinni en Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Was- hington, mun síðan afhenda gjöfina í Washington. Bill Clinton og A1 Gore munu nú geta kynnt sér af eigin raun frásagnir af landa- fundum Leifs Eiríkssonar í Vesturheimi, íslenskan bók- menntaarf og íslenska þjóð- veldið. Frumvarp til búnaðarlaga rætt á Búnaðarþingi BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótels Sögu sunnu- daginn 8. mars, klukkan 14. Ari Teitsspn, formaður Bændasam- taka Islands setur þingið og Guðmundur Bjarnason, land- búnaðarráðherra flytur ávarp. Samkór Mýramanna flytur nokkur lög. Steinunn Sigurðar- dóttir rithöfundur flytur hátíð- arávarp og minnist Halldórs Kiljans Laxness. Eftir síðdegis- kaffi verður tískusýning á ullar- yörum frá Handprjónasambandi Islands. Landbúnaðarráðherra veitir bændum viðurkenningar fyrir vel unnin störf og að lok- um flytur Anna Stefánsdóttir, búnaðarþingsfulltrúi, ljóð. Þing- setningin er öllum opin. Frmnvarp til nýrra búnaðarlaga Mörg mál liggja fyrir þinginu. Fyrst má telja frumvarp til nýrra búnaðarlaga sem er til meðferðar á Alþingi og mótar stefnu um samninga og fjár- framlög til fagþjónustu, jarða- bóta og búfjárræktarstarfs sem gert er ráð fyrir að samið verði um til fimm ára í senn. Þá verða lögð fram drög að nefndaráliti um stefnumótun í umhverfismálum og vistvænum framleiðsluháttum. Einnig er lögð fram skýrsla nefndar á vegum landbúnaðarráðherra um samþættingu rannsókna, leið- beininga og fræðslu í landbún- aði. Frumvarp um þjóðlendur til meðferðar Fyrir þinginu liggja ýmis önnur frumvörp sem eru til meðferðar á Alþingi og ber þar hæst frumvarpið um þjóðlendur og í framhaldi af því er frum- varp til sveitarstjórnarlaga sem kemur inn á skipulags- og stjórnsýslumál á hálendinu. Einnig eru fjögur frumvörp um eignarhald auðlinda í jörðu, vatnsréttindi o.fl. Loks má nefna frumvarp til laga um dýralækna og heilbrigðisþjón- ustu við dýr. Þarna má einnig nefna þingsályktunartillögur um eflingu sauðfjárbúskapar í jaðarbyggðum og framleiðslu ís- lenskra matvæla á forsendum sjálfbærrar þróunar. Auk þessa hafa borist ýmis erindi frá búnaðarsamböndum og búgreinasamtökum. Þar er komið inn á lífeyrismál, rekstr- arkostnað og álögur á landbún- aðinn og ýmislegt fleira mætti telja, s.s. lagasetningu um ný- gerðan samning um starfsskil- yrði mjólkurframleiðslu og til- lögur um breytingar á tilfærslu greiðslumarks í sauðfjárrækt. Aætlað er að Búnaðarþingi ljúki laugardaginn 14. mars. HONDA 4 d...y r a 1 . 4 S i 9 0 h e s1ö f l Traustur bíll fyrir ungt fólk á ölLum aldri Innifalið í verði bílsins UOOcc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4 Loftpúðar tyrir ökumann og farþegaí Rafdrifnar rúður og speglarf ABS bremsukerfi4 Samlæsingar 4 14" dekk4 teppasett 4 Ryðvörn og skráning4 Útvarp og kassettutæki4 Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.550.000,- 115 hestöfl Verð á götuna: 1.455.000,- Sjálfskipting kostar 1 00.000,- Fjarstýrðar samtæsingar 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- 0 HONDA Sími: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.