Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 14

Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 BILAR MORGUNBLAÐIÐ Honda stefnir að aukinni hlutdeild í Evrópu Svo virðist sem bflaverksmiðjur í Asíu stefni allar á stærrí hlut á Evrópumarkaði. Jóhannes Tómasson nam þessi viðhorf á bílasýningunni í Genf þar sem fram komu ýmsar bílagerðir og aðgerðir verksmiðj- anna til að fanga evrópska kaupendur. SÍÐASTLIÐIÐ ár var eitt það besta hjá Honda í Japan. Heildarsala jókst um 11%, fór í 2,3 milljónir bfla. Rúm- lega 800 þúsund seldust heima fyrir, milljón í Banda- ríkjunum og í Evrópu jókst sala um 15%. Nobuhiko Kawamoto, forstjóri Honda, sagði árið framundan erfitt vegna óvissu í efnahagsmál- um í Asíu. Á bás Honda í Genf gat að líta þrjá hugmyndabfla, J- VX, J-JW og J-BX og verður litið nánar á þá tvo fyrr- nefndu. J-JX kemur líklega á markað eftir tvö ár en hinir eftir rúmt ár og eins og aðrir japanskir bílaframleiðendur stefnir fyrirtækið að enn meiri hlutdeild í Evrópu, m.a. með tilkomu þessara bíla. J-WJ er mannhæðarhár og reisulegur bfll, tæplega fjög- urra metra langur, með jeppalagi og aldrifinn. Að- alátakið er á framásnum við venjulegan akstur en þegar á þarf að halda bætist afturás- inn við. Vélin er fjögurra strokka 1,5 lítra og segir í upplýsingum verksmiðjunnar að J-WJ sé hannaður fyrir skemmtilegheit í akstri, með öllum helsta öryggisbúnaði, svo sem hemlalæsivörn og líknarbelgjum en bíllinn er þriggja dyra. J-VX hugmyndabíllinn er svipaður hinum að lengd en mun lægri og öllu framúr- stefnulegri. Hann á að verða einn af sportbflum næstu ald- ar, léttbyggður vetnisbíll, sem á að geta farið 100 km á þremur eldsneytislítram. Bfllinn er tveggja manna en völ er á aftursætum fyrir tvo ef kaupendur vilja bílinn út- búinn þannig. J-VX bíllinn á að verða sportbfll næstu aldar, segja tals- menn Honda verksmiðjanna. Morgunblaðið/jt NÆR á myndinni er smábfllinn sem Tata hyggst koma á markað á næsta ári og íjær er Tata Safari jeppinn. EITT af því forvitnilega í Genf voru bílar frá Tata, stórfyrirtæki í Ind- landi sem starfað hefur í yfir 100 ár og framleitt bíla síðustu ijóra áratugina. Fyrstu samgöngutækin sem Tata fram- leiddi voru eimreiðar en síðan hefur fyr- irtækið fært út kvíarnar og kemur nú víða við. Til þessa hafa Tata bflar einkum verið fluttir til Afríku- og Asiulanda en nú eru þeir einnig að sækja til Evrópu- landa. Tata átti tæknisamstarf við Daimler- Benz samsteypuna árin 1954 til 1969, m.a. um framleiðslu á meðalstórum vöru- bflum og rútum, en hefur síðan staðið á eigin fótum í hönnun sinni og fram- Ieiðslu. Eru nú framleidd bæði stærstu at- vinnutæki sem og fólksbflar og jeppar - Og eimreiðar áfram - og starfar þessi deild fyrirtækisins undir nafninu Telco. Á litlum sýningarbás fyrirtækisins í Genf gat að líta fólksbfla og jeppa. Ann- ars vegar var um að ræða frumgerð smá- bfls sem Indverjar hafa hannað með að- stoð Itala og virðist hinn snotrasti bfll. Hann er framdrifinn, fimm manna og fimm dyra, með 1,4 lítra og ljögurra strokka og 60 hestafla bensínvél eða 54 hestafla dísilvél. Hann er einnig snyrti- legur að innan en einfaldur í sniðum og er ekki búinn líknarbelgjum eða hemla- læsivörn. Reiknað er með honum á mark- að á næsta ári og verður framleiðsluget- an kringum 150 þúsund bflar. Tvær jeppagerðir Þá framleiðir fyrirtækið Tata Telcosport, tveggja dyra aldrifsbíl og svo lengri útgáfu Tata Safari og var hann einnig í Genf. Þar er á ferðinni ásjálegur jeppi með tveggja lítra 137 hestafla bens- ínvél eða 90 hestafia dísilvél með for- þjöppu. Bíllinn er sjö manna eða fimm manna og þá með allgóðu farangursrými. Fyrirtækið rekur fjórar bílaverksmiðj- ur í Indlandi en þar fyrir utan er á verk- efnaskrá þess framleiðsla á stáli, margs konar tæknibúnaði, efnaiðnaður, orku- mál, verkfræðiráðgjöf og hönnun og land- búnaðarvörur, nánast allt sem nútíma- þjóðfélag þarf á að halda. Veltan á síðasta ári var sem svarar vel yfir 600 milljörðum króna. Fram til þessa hefur helsti útfiutn- ingsmarkaður Tata bflanna verið í lönd- um Asíu og Afríku og eitthvað í Eyjaálfu. Nýlega hafa þeir þó einnig verið kynntir á Spáni, ítaliu, Grikklandi, Bretlandi og Benelux-löndunum. Reiknar fyrirtækið með að tvöfalda útflutning sinn, sem hófst árið 1961, úr 10% heildarframleiðslunnar í 20 eigi síðar en 2001. Framleiðslugetan í atvinnubflum hefur verið 215 þúsund stykki á ári. Telco telst vera tíundi stærsti framleiðandi heims á atvinnubflum. * * - * ■ ■ ■ HONDA sýndi hugmyndabfla og er J-WJ bfllinn líkastur jeppa enda aldrifinn. Yaris og Lexus IS200 á markað eftir ár LEXUS IS200, lúxusbfll af meðalstærð, og smábíllinn Yaris vora kynntir á sér- stökum fundi hjá Toyota í byrjun vikunnar í tengslum við bflasýninguna í Genf. Báðir eru þeir væntanlegir á markað eftir rúmt ár og segja talsmenn umboðsins hérlendis að Yaris verði góð viðbót fyrir Toyota í smá- bílasamkeppnina. Yaris var einnig sýndur á bflasýning- unni en nánari sýning á IS200 bíður betri tíma. Með Lexus IS200 verður einkanlega stefnt á markað í Evrópu. Hann er íburðar- minni og styttri en Lexus- gerðirnar GS300 og LS400 og vænta má þess að hann verði talsvert ódýrari. IS200 gerðin verður með sex strokka og tveggja lítra vél og verður í boði sjálf- skipting eða sex gíra hand- skipting, sem ætti að vera mjög skemmtilegur kostur ef miðað er við reynsluna af þeini 6 gíra skiptingu sem er í einni Corollu gerð- inni. Lexus IS200 er 4,4 m langur, 1,72 m breiður og 1,41 á hæð og hjólhafið er 2,67 metrar. Á fundinum í Genf kom fram að Lexus, sem verður afturdrifinn, verður fram- leiddur í Bretlandi og sett- ur á markað fyrri part næsta árs. Er einnig búist við honum hingað til lands og gæti Lexus þá komist á blað á markaði hérlendis. Talsmenn Toyota búast við 25 þúsund bíla sölu en IS200 er stefnt á keppi- nauta eins og 3-línuna hjá BMW eða C-línunni hjá Mercedes Benz. Stóðst elgsprófið Yaris er önnur áhuga- verð nýjung frá Toyota og verður bfllinn framleiddur í Japan og að auki frá árinu 2001 í nýrri verksmiðju fyrirtækisins í Frakklandi. Forráðamenn Toyota telja INNRI svipur Yaris er ekki síður frumlegur en útlitið. að Yaris geti aukið smá- bflasölu fyrirtækisins úr 379 þúsund bílum á síðasta ári uppí um 600 þúsund bíla kringum aldamótin. Yaris er byggður á Fun- hugmyndabflunum og var í Genf sýndur í nokkurn veg- inn endanlegri mynd. Ein- hverjar smábreytingar gætu þó orðið áður en loka- útgáfan kemur á markað, að sögn fulltrúa Toyota á fundinum. Yaris er 3,61 m að lengd, 1,65 á hæð og 1,49 m breið- ur og verður því einn stysti smábfllinn en hærri og að- spurðir sögðu Toyota-menn að hann hefði staðist elgs- prófið. Yaris verður búinn nýrri eins lítra, fjögurra strokka og 16 ventla vél. Bfllinn er allur hinn frísk- legasti í útliti og ekki síður að innan og verður spenn- andi að fylgjast með ár- angri hans þegar sala hefst. LEXUS IS200 heitir ný gerð f lúxusbflaflokki Toyota sem kemur á markað eftir ár og er ekki síst stefnt á Evrópumarkað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.