Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 15

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 15 MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Há- degistónleikar og fyiirlestur í kirkjunni kl. 12. Sunnudaga- skóli á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 11 á morgun, bama- og ung- lingakór kirkjunnar syngur. Hátíðarmessa kl. 14, lok kirkju- viku. Sr. Gísli Gunnarsson á Sauðárkróki predikar. Óskai- Pétursson syngur. Einar Bjamason, formaður sóknar- nefndar, flytur ávarp. Bibh'u- lestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmu- morgunn frá 10 til 12 á miðviku- dag, Miehael Clausen barna- læknir kemur í heimsókn. Föst- uguðsþjónusta kl. 20.30 á mið- vikudag. Fyrh-bænaguðsþjón- usta kl. 17.15 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Kirkju- skóli barnanna kl. 13 í dag, laugardag, foreldrar hvattir til að koma með börnum sínum. Messa verður kl. 14 á sunnu- dag. Sr. Jónína Ellsabet Þor- steinsdóttir ft-æðslufulltrúi predikar. Eftir messu er kirkjugestum boðið til samvem í safnaðarsal kirkjunnar en þar mun sr. Jónína flytja fræðslu- erindi um unglingsárin og for- varnir. Vænst er þátttöku fermingarbama og foreldra þeirra. Fundur æskulýðsfé- lagsins er kl. 17 á sunnudag. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á sunnu- dag, almenn samkoma kl. 17, Níels Jakob Erlingsson talar. Unglingasamkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánu- dag. HVÍTASUNNUKIRK JAN: Aðalfundur safnaðarins kl. 12 í dag, laugardag, sameiginlegt borðhald. Fjölskyldusamkoma kl. 14 á sunnudag, G. Theodór Birgisson predikar, krakka- kirkja og bamapössun á með- an. Bænastundir kl. 14 á þriðju- dag og fimmtudag, krakka- klúbbur á miðvikudag kl. 17.15, morgunbænastund kl. 6-7 á fóstudagsmorgun, unglinga- samkoma kl. 20.30 um kvöldið. Vonarlínan; 462 1210 með upp- örvunarorð úr bibliunni. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á sunnudagskvöld, almenn samkoma kl. 20.30, ræðumaður Jón Viðar Guðlaugsson. Fund- ur í yngri deild kl. 17.30 á mánudag. Kynnir Niflheim DAVID Hebb er bandarískur lista- maður sem hlotið hefur styrk frá Fulbright-stofnuninni til að vinna að verki sínu, Niflheimur. Hann dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins við undirbúningsvinnu. Niflheimur er þrívíddarinnsetning sem er hluti af stærra útilistaverki sem heitir Ygg- drasill og er byggt á goðafræði. Verkið verður sett upp í Hrísey í sumar. David mun kynna verkið með fyrirlestri og myndum í Ketilhúsinu kl. 17. á morgun, sunnudaginn 8. mars og þar verður hluti verksins til sýnis. ------------- Portrett í Ljósmynda- kompunni SÝNING á verkum „Spessa“, Sigur- þórs Hallbjömssonar ljósmyndara verður opnuð í Ljósmyndakompunni í Kaupvangsstræti á morgun, laug- ardaginn 7. mars kl. 14. Sýningin ber yfirskriftina „Portrets". Spessi er fjölhæfur Ijósmyndari sem þekktur er fyrir portretljós- myndir sínar sem og myndir af stöð- um og hlutum og segir í frétt af sýn- ingunni að venjulegt fólk verði að hetjum og hversdagslegustu staðir og hiutir verði einstakir og áhuga- verðir í myndum hans. _ Morgunblaðið/Kristján JON Birgir Guðmundsson, forstöðumaður útibiís Ráðgarðs á Akureyri. Ráðgarður opnar skrifstofu á Akureyri RÁÐGARÐUR hefur opnað útibú í Skipagötu 16 á Akureyri. en með þessu skrefí stefna forsvars- menn félagsins að því að komast í nánara samband við fyrirtæki og einstaklinga á Norðurlandi og geta þannig boðið betri þjónustu á sviði ráðgjafar og starfsmanna- ráðninga. Ráðgarður var stofnaður árið 1985 og veitir fyrirtækið fjöl- þætta ráðgjafaþjónustu m.a. á sviði rekstrarráðgjafar, starfs- mannaráðgjafar og einnig á rannsóknarsviði. Hjá Ráðgarði starfa nú 22 starfsmenn auk könnunarfólks. Félagið starfrækir einnig dóttur- fyrirtækið Ráðgarð Skiparáðgjöf sem veitir þjónustu við hönnun, útboð og aðra þjónustu tengda sjávarútvegi. Mikil þróunarvinna hefur farið fram hjá Ráðgarði á sviði gæða- stjómunar, uppbyggingu gæða- kerfa og við gerð markmiða- tengdra ábataskiptikerfa. Hafa starfsmenn Ráðgarðs aðstoðað 15 af þeim 21 íslensku fyrirtækja sem fengið hafa ISO 9001 vottun. Starfsmenn Ráðgarðs á Akur- eyri verða tveir í fyrstu og er forstöðumaður skrifstofunnar á Akureyri Jón Birgir Guðmunds- son rekstrarráðgjafi sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í tvö ár. Fyrirtækið hefur verið í ömm vexti og umsvif og fjölbreytni þjónustunnar hafa aukist jafnt og þétt. Einn liður í þeirri þróun er opnun skrifstofunnar á Akureyri. Utibúið mun veita ráðgjöf á öll- um þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. Stefnt er að því að byggja upp öfluga ráðningar- þjónustu á Akureyri og em ein- staklingar því hvattir til að skrá sig hjá Ráðgarði. Skrifstofan er opin frá kl. 9 til 12.30 og 13 til 15.30 alla virka daga. Vetraríþrótta- miðstöð Islands 50 millj. í skauta- hús STJÓRN Vetraríþróttamið- stöðvar Islands hefur sent bæjarráði Akureyrar bréf þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að leggja fram á næstu árum 50 millj- ónir króna til byggingar skautahúss á Akureyri náist samningar milli Akureyrar- bæjar og Skautafélags Ákur- eyrar um rekstur, uppbygg- ingu og eignarhald á mann- virkjum. Á fundi bæjarstjómar Akureyrar í vikunni urðu mikiar umræður um tillögu fjögurra bæjarfulltrúa þess efnis, að byggð verði tvö íþróttamannvirki, annars veg- ar yfirbygging yfir knatt- spymuhús og hins vegar skautahöll. Skýrt kom fram í þeim umræðum að skauta- höllin er framar á forgangs- lista bæjaiyfirvalda. Og kona varð til ANNA Gunnlaugsdóttir mynd- listarmaður opnar sýningu í galleríi Svartfugli í Grófargili á Akureyri á alþjóðadegi kvenna, sunnudaginn 8. mars kl. 14. Þetta er 9. einkasýning Önnu og ber hún yfirskriftina Og kona varð til. Kynnir hún þar hug- myndir sínar um guðdóminn á kvenlegri hátt en tiðkast hefur í aldanna rás og gömul minni eru endurskoðuð, en myndlistar- maðurinn kveðst skoða guðs- ímyndina sem milda, ástrika en sterka konu. Öll verkin eru unnin með akrýllitum, kísil og finmuldu gleri á mashonít og eru þau gerð á síðustu þremur árum. Sýningin er opin frá kl. 15 til 18 frá þriðjudegi til föstudags og um helgar frá kl. 14 til 18. Sýn- ingin stendur yfir til 29. mars næstkomandi. AKUREYRARBÆR UMHVERFISDEILD Verkstjóri — Flokksstjórar Verkstjóri og flokksstjórar óskast til starfa í sumar við unglingavinnu, skólagarða og sumarvinnu 16 ára unglinga. Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri og hafa reynslu af verkstjórn/flokksstjórn og garðyrkjustörfum. Upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofu umhverfis- deildar í síma 462 5600 og í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 462 1000. Umsóknarfrestur er til 18. mars nk. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmarmastjóri. Islensk kirkju- tónlist á Kirkjuviku KIRKJUVIKA hefur staðið yfir í Akureyrarkirkju og er þetta í tuttugasta sinn sem hún er haldin. Henni lýkur á morgun, sunnudag með fjölskylduguðsþjónustu. Dag- skráin hefur verið fjölbreytt og vel sótt, en m.a. hefur verið efnt til fyr- irlestra og tónleika. Meðal atriða var flutningur Margrétar Bóasdótt- ur, sópransöngkonu og Björns Steinars Sólbergssonar, organista á íslenski kirkjutónlist, en þau fluttu íslensk þjóðlög og tónverk eftir nokkur íslensk tónskáld. Morgunblaðið/Kristján Auglýsing um lausar iðnaðar- og þjónustulóðir Lausar eru til umsóknar 10 iðnaðar- og þjónustulóðir í 1. áfanga Krossaneshaga. Stefnt er að því að lóðimar verði byggingarhæfar 1. júlí 1998. Mæliblöð verða tilbðúin 20.03.1998. Umsóknareyðublöð, upplýsingar um lóðimar og bygginga- skilmálar fást hjá byggingafulltrúaembættinu á Akureyri. Umsóknum skal skilað til byggingafulltrúa, Geislagötu 9, Akureyri, fyrir 30. mars 1998. Byggingafulltrúi Akureyrar. Atvinnumálaskrifstofa Iðnþróunarfélag Akureyrar Eyjafjarðar Námskeið um stjórnun og rekstur smáfyrirtækja Námskeiðið er samtals 35 klukkustundir og stendur yfir helgarnar 14. og 15. mars og 21. og 22. mars. Á námskeiðinu verður fjallað um gerð viðskipta- og markaðsáættana, rekstrar- og áætlanagerð, reikningsskil, form fyrirtækja, skattamál, bókhald, fjárhagsáætlanir og styrktarumhverfi fyrirtækja. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Sævar Kristinsson og Sigurður Arnórsson rekstrarráðgjafar frá Iðntæknistofnun íslands. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Skráning þátttakenda er i síma 462 1701.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.