Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÁ ÞVÍ um miðjan janúar- mánuð hefur opinber um- ræða hér í Bandaríkjunum líkzt brjálæðingahæli munurinn er bara sá að varla hefur verið mögulegt að greina á milli sjúk- linganna og hinna sjálfskipuðu varða andlegrar heilsu Bandaríkjanna, blaðamannanna. Þeir sóru sig saman í einn múg sem vildi hengingu án dóms og laga. Skinhelgi þeirra er blygðunarlaus. Umræðum, sem létu hórumömmu í New Orleans fara hjá sér, fylgja hræsnisfullar harmatölur yfir því að börn skuli þurfa að hlusta á annað eins. Bandarískir blaðamenn eru í raun og veru uppblásin núll - þeir burðast ekki með mikla þekkingu á þjóðar- sögu okkar, ruglaðir í ríminu vegna þess hve efnahagskerfíð og þjóðfé- lagið er orðið flókið og undir niðri fyllilega meðvitaðir um það hve inn- antómar klisjur þeirra eru. Hefðu þeir verið fréttaritarar í Massachu- setts 1773 hefðu þeir sennilega misst af „teveizlunni", þegar borgarar Boston sökktu frekar innfluttu tei í höfnina en að greiða toll til brezku krúnunnar - þeir hefðu sennilega ekki haft áhuga á öðru en slúðri úr ríkisstjórasetrinu. Saga Bandaríkjanna er fuli af and- legu og líkamlegu ofbeldi. Galdra- réttarhöldin í Salem 1692 áttu sér veraldlegan eftirleik í amerísku byit- ingunni, þegar sá hluti íbúanna sem vildi haida tryggð við Bretland - sem var um þriðjungur - sætti ofsóknum. Útlendinga- og uppreisnarlöggjöf hins nýja lýðveldis svipti stuðnings- menn frönsku byltingarinnar öllum borgararéttindum. Kaþólikkar urðu fyrir ofbeldisfullu hatri í garð að- komufólks og sama þurftu seinna asískir innflytjendur að þola. Þegar verkalýðshreyfingin var í mótun var hún meðhöndluð sem forboði öng- þveitis; fyrstu kvenfrelsissinnamir voru álitnir ógnun við samféiagið. Og á McCarthy-tímanum í upphafi kalda stríðsins voru grundvallarréttindi borgaranna fótum troðin. Hin ameríska kirkja Forsetinn er sem þjóðhöfðingi hinn táknræni æðstiprestur hinnar amerísku kirkju. Trúarjátning þess- arar kirkju hefur ætíð verið umdeild. Fylgismenn Jeffersons, sem voru áhangendur landbúnaðarsamfélags með innansveitarlýðræði, stóðu and- spænis fylgismönnum Hamiltons, sem vildu miðstýrt viðskiptalýðveldi. Andstæðingar og verjendur þræla- halds elduðu grátt silfur saman fram í rauðan dauðann, eins og síðar fylgj- endur og andstæðingar sambúðar kynþáttanna í landinu. Hvítir mót- mælendur, sem aðhylltust kynþátta- hyggju, fundu hugmyndinni um fjöl- þjóðlegt samfélag allt til foráttu. Og stjórnmál síðustu tíma markast að miklu leyti af baráttu okkar félags- lega þenkjandi lýðræðissinna og kristnu meðborgara gegn hinú ofur- máttuga auðvaldi. Enginn forseti Bandaríkjanna göt- ur flutt prédikun, sem öll þjóðin er sátt við. Eitthvert .orð, einhver, hugs- un, mun óhjákvæmilega espa ein- hvern hluta hennar upp á móti hon- um. Nærri allir forsetar, jafnvel slíkir Skipulagt fár BAKSVIÐ Hvaða hvatir liggja að baki ofsóknum and- stæðinga Bills Clintons? Hinir meintu verðir siðgæðisins vilja flæma forsetann úr embætti í þeim tilgangi að eyðileggja stjórnarstefnu hans og afnema velferðar- kerfi Bandaríkjanna. Þetta skrifar Norm- an Birnbaum, prófessor í félagsvísindum við Georgetown-háskólann í Washington. „HINN sérlegi saksöknari beitir aðferðum lögregluríkis" skrifar Bimbaum um Kenneth Starr. Reuters afburðamenn eins og Abraham Lincoln og Franklin Roosevelt, urðu fyrir barðinu á fyrirlitningu, háði og fjandskap. Lincoln, McKinley og Kennedy féllu fyrir hendi tilræðis- manna; það var reynt að ráða Frank- lin Roosevelt, Ronald Reagan og jafnvel hinn meinlausa Gerald Ford af dögum. Konungsmorð að fomum helgisið er hluti af lífinu í hinu of- urnútímalega lýðveldi. Hræsnisfull hreintrúarstefna Við hin efnahagslegu kjarnaátök 20. aldar bættist menningar- og trú- arbragðastríð Bandaríkja smáborg- anna gegn stórborginni; stríð þröng- sýnnar dreifbýlishyggju gegn heims- borgarahyggju, hinna strangtrúuðu gegn veraldlegri _ fjölhyggju. Enn þann dag í dag er við veigamiklar leifar hinnar bandarísku hreintrúar- stefnu að etja -• én undir því hugtaki skiljum við hina skelfilegu tilhugsun að einhver kunni einhversstaðar að lifa góðu lífi. Margir hreintrúarfor- kólfarnir lifa reyndar einkalífi sem ekki stenzt þá staðla sem þeir reka áróður fyrir opinberlega. Þegar nýr hópur fulitrúadeiidarþingmanna repúbiikana steyptist yfir Was- hington 1994, menn sem vildu vernda hin hefðbundnu fjöiskyldugildi gegn meintum erkióvinum þeirra, gat dá- góður hluti þessa hóps ekki staðizt freistingar stórborgarlífsins. Mál- flutningur þeirra varð aðeins hávær- ari við það, en hjónabönd þeirra biðu skipbrot. Þjóðin meðvituð um breyzkleika Clintons - en kýs hann Bill Clinton hefur tvisvar hlotið kosningu þjóðar, sem er sér vel með- vitandi um að hann hefur ekki haldið því fram að hann sé helgur maður. Betri hlið persónu hans (það er því miður til önnur hlið á henni) stendur fyrir sættir kynþáttanna, menningar- légt umburðarlyndi og Hnitmiðaða ■ notkun ríkisvaldsins til að vemda hina öldruðu, ungu, fátæku og sjúku. Fjandmenn hans eru sjálfskipaðir Kristsmenn, sem hafa trú sem er laus við hvers konar samúð eða ná- ungakærleik. Þeir eru trylltir haturs- menn, eins og þessi Senator Sántor- um frá Pennsylvaníu, sem lýsti þjóð- ina „úrkynjaða" vegna þess að hún sýndi of mikla samkennd með forset- anum að hans mati. Þessir menn tala hins vegar í mesta lagi fyrir munn 30% þjóðarinn- ar. Siðferðilegri hneykslan þeirra yf- ir meintum hliðarsporum Clintons í einkalífinu var hleypt upp í því skyni að koma gangi stjórnmálanna úr far- vegi sínum, til þess að setja kreppu á svið sem ætlað er að flæma forsetann úr embætti. Þessi aðför minnir á McCarthy-fárið fyrir hálfri öld. Hinir fjársterku aðilar sem standa straum af málsóknarkostnaði Paulu Jones og styðja rannsóknarrétt hins sérskipaða saksóknara Kenneths Starrs, hafa tekið heimsmynd lægri millistéttar í þjónustu sína. StaiT þakkar embætti sitt aldraðri klíku dómara og stjómmálamanna frá suð- urríkjunum. Háskólakennarastaða, sem Starr getur gengið inn í hvenær sem hann vill, nýtur rausnarlegs fjár- stuðnings stofnunar, sem berst ann- ars fyrir afnámi fyrirtækja- og tekju- skatta og afnámi bandaríska velferð- arkerfisins. Fé þessarar stofnunar er ættað frá afkvæmi kola- og stálbar- ónanna í Pennsylvaníu, óbilgjörnustu fulltrúum amerísks snemmkapítal- isma. Aðferðir lögregluríkis Pólitísk sannfæring og hegðun fjármagnara Starrs veitir okkur for- smekkinn að því bakslagi, sem við yrðum fyrir ef efnahagskreppa dyndi yfir. Hinn sérlegi saksóknari beitir jú aðferðum lögregluríkisins: Leynileg- um útsendurum (agents provoca- teurs), uppljóstrurum, löglegri fjár- kúgun. Eins og er líta flestir Bandaríkja- menn áskanirnar á hendur forsetan- um annað hvort tortryggnum augum, eða eru þeirrar skoðunar að einkalíf hans sé og eigi að vera hans mál og eiginkonu hans. Þeir dæma hann eft- ir pólitískum verkum hans. Hneyksi- ismálin sem flett hefur verið ofan af úr einkalífi Kennedys hafa kennt þeim eitt: Ef ástarævintýri JFK hindruðu hann ekki í því að finna lausn á Kúbudeilunni, hvers vegna ætti hin frekar aumingjalega eftiröp- un Bills Clintons á æskuátrúnaðar- goði sínu að spilla getu forsetans til að láta meira fé í menntamál? Mikilvægasta spurningin, sem þessi kreppa vekur, er önnur: Er op- inber umræða í Bandaríkjunum raunveru lýðræðisleg? Hin afbakaða persónugerving og ómerkilegheit sem hafa einkennt umræðuna undan- famar vikur styrkja tilhneigingar sem hafa gert vart við sig í áratugi. Margir Bandaríkjamenn eiga í mikl- um erfiðleikum með að setja eigið líf í víðara samhengi í effiahagslegu og félagslegu tilliti. Efitil vill er jfirleitt sú hugmynd, að til sé ein bandarisk þjóð ekki leng- ur annað en tálsýn. Hinir ýmsu íbúa- hópar lifa við mismúriandi söguskoð- un, að vísu hlið við hhð, én í hæsta máta völtu samlífi. Staðreyndir og uppspuni, skemmtun og upplýsing, list og vísindi, metnaðarfull menning og hversdagsleg söluvara blandast í eina heildarmynd, sem allt þjóðfélag- ið mótar sameiginlega, en streitist á móti. Gallar og kostir Clintons Clinton hefur oft farið í taugarnar á gagni'ýnendum sínum innan Demókrataflokksins - mér líka. Að hann skuli ekki vera fær um að halda loforð, tilhneiging hans til að fórna hvaða grundvallaratriði sem er fyrir málamiðlun, ef þannig ber undir. Clinton hagar sér eins og hann vilji koma mótmælendatrú sinni í jafn- vægi við nýtt tilbrigði við orð Lúthers. í stað þess að segja „Hér stend ég! Ég get ekki annað,“ virðist hann hrópa til heimsins: „Hér stend ég og hreyfi mig ekki fyrr en einhver hrindir mér.“ í þjóðfélagi, sem hefur gleymt stói-um hluta fortíðar sinnar, sem tekur stöðugum breytingum í félags- legri samsetningu, sem skapar millj- ónir nýrra ögrana á hverjum degi og mótleiki við þeim, finnst þessum mót- mælanda sem sótti jesúíta-háskóla - þessi sveitadrengur sem stundaði nám við Yale og Oxford, þessi ríkis- stjóri lítils ríkis sem komst í hæsta embætti þjóðarinnar í fyrstu tilraun, þessi 52 ára gamli maður, sem getur sett sig í spor unglinga og barna - hann vera á heimavelli í hinni hnatt- rænu átthagafiiTÍngu nútímans. Sá hluti þjóðarinnar, sem er sárast þjak- aður af heimóttarskap, hefur ástæðu til að hata hann: Þessi dreifbýlismað- ur er sannarlega búinn að koma sér vel fyrir í stórborginni. Hvar er hneykslunin? í forsetakosningaslagnum 1996 tjáði frambjóðandi repúblikana, Ro- bert Dole, beizkju sína yfir því að fjármálahneyksli í kring um kosn- ingabaráttu demókrata skyldu ekki hvekkja kjósendur verulega. „Hvar er hneykslunin?" spurði hann. Svarið er einfalt. Kjósendur þurftu ekki á neinum háskólagráðum að halda til að geta sagt sér að repúblikanar væru að minnsta kosti jafnspilltir. Hálfu öðru ári síðar gæti vel farið svo, að leifar heilbrigðrar skynsemi bjargi Clinton frá því að þurfa að sæta ákæru fyrir meinta óviður- kvæmilega kynlífshegðan. í orðaskakinu um einkalíf forset- ans hafa stjórnmál og andstæða þeirra sameinazt í eitt. Þjóð, sem álít- ur kynlífssiðferði leiðtoga sinna vera eitthvað sem varði alla, en ekki ójöfn tækifæri til mannsæmandi lífs, verð- ur fyrir afturfór - ekki aðeins hvað varðar félagslegan vanþroska, heldur kúgun. Það vakti undrun - og aðdáun - sumra að hinn umsetni forseti skyldi flytja stefnuræðu, þar sem hann kynnti nokkrar mikilvægar hug- myndir um útvíkkun velferðarríkis- ins. Þetta jók vilja almennings til að verja Clinton gegn óvinum hans. Ef til vill á þjóðin sér enn von um lausn frá þessu fári og að hún geti bundið enda á það. Grein þessi birtist fyrst í Der Spiegel Millifyrirsagnir eru Morgunblaðsins. Suharto fái „sérstök völdu akarta. Reuters. , ;.4; , ÓSKILGREIND „sérstök völd“ til handa Suharto, forseta Indónesíu, samkvæmt frumvarþi til nýrra laga um öryggismál,; vérðá iéinungis not- uð í neyðartilvikum- efiógn stafar að einingu ríkísins, að"því er leiðtogar stjórnarflokksins, Golka, sögðu í gær. Golka-leiðtogarnir sitja nú, ásamt fleirum, f'und Þjóðarráögjafarsam- komunnar. Lagafrumvarpið verður rætt á fundum sérstakra nefnda sem í eiga sæti fulltrúar allra fimm flokkanna er sitja samkomuna, og verður væntanlega samþykkt á fundi á mánudagskvöíd. Marwah Daud Ibrahim, yfirmað- ur vísinda- tækni- og utanríkismála- deildar Golka, sagði í gær að sam- kvæmt lögunum yrði forsetinn að taka tillit til stjórnarskrárinnar, rík- ishugmyndafræðinnar, gildandi laga og réttinda borgaranna. Þess vegna væru þessi „sérstöku völd“ ekki ótakmörkuð. Indónesísk stjórnvöld sögðu í gær að tafir á greiðslu framlags frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF), samkvæmt samningi um efnahags- aðstoð, myndu bitna á gengi sa- asískra gjaldmiðla. Þá yrðu innflutt matvæli niðurgreidd til þess að matarverð yrði lægra, en sam- kvæmt skilmálum samnings Indónesa við IMF er niðurgreiðsla óheimil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.