Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 30

Morgunblaðið - 07.03.1998, Page 30
30 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ TXturn 200 Mhz MMX 32 mb SDRAM 3200 MB U-DMA 15" skjár Ati Xpression 3Dbooster 2mb 24 hraða geisladrif Soundblaster 16 180 wött 33.6 bás fax & símsvari 4 mán. hjá Margmiðlun Windows 95b & bók Win 95 lyklaborð & mús Bókin um Windows 95 Epson 400 prentari og kapali þessi vél á aðeins... 129.990 itf o JediKnight viðbóí MystetyofSi II' Miiiirm TexMurphy Overseer 49.990 '3 Schneider MONTANA Flatur SUPER Blackline myndlampi - Nicam Stereo 2 x 35 wött - Textavarp, Scart tengi - k stöðvainnsetning - Fjarstýring ofl. - Virkadaga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 www.bttolvur.is - B.T. Tölvúr Grensásvegur 3 - Sfmí 588 5900 Fax 588 5905 -k}arnimálsim! ÞEIR SEM leikið hafa Quake II í korti með OpenGL-stuðningi gleyma þeirri upplifun seint. Á myndinni til vinstri er skjámynd úr Quake II með venjulegri grafik í Matrox Milleninum-korti, en til hægri með OpenGL í Diamond Monster 3Dfx korti. Lífgað upp á skrapatólið TOLVUTÆKNIN æðir áfram og kostar mikla vinnu og djúpa vasa að fylgjast með af einhverju viti. Ekki geta nema stöndugir keypt allt það nýjasta jafnóðum og það berst á markað og oft getur verið erfítt að ákveða hvaða leið eigi að fara þegar á að klastra upp á gamla skrapatólið, eða er kannski vænlegast að kaupa nýtt? Sumir eru sífellt að bíða eftir að tölvumar lækki eða nýja tæknin komi á markað; hafa margir beðið frá því 80386-örgjörvamir leystu af hólmi 80286. Erfiðast eiga þó leikjafíklar því þróunin er hvergi örari en þar Ein besta leið leikjafíkla til að lífga upp á heimilistölvuna er að fá sér þrívíddar- skjákort. Árni Matthí- asson veltir fyrir sér ólíkum forritunarskil- um, stöðlum og skjákortum. og hvað á að gera; kaupa meira minni, hraðvirkari örgjörva, betra skjákort, öflugra hljóðkort eða stærri slgá, svo dæmi séu tekin. I tölvuleikjum nútímans skiptir grafíkin æ meira máli, kemur reyndar fyrir að hún virðist skipta meira máli en leikurinn sjálfur en það er önnur saga. Leikimir gera og sífellt meiri kröfúr til örgjörva, minnis og skjástýringar, að ekki sé talað um þegar menn eru að keyra leiki sem þarfnast beinlínis þrí- víddarkorts og þeim fer fjölgandi sem ekki er hægt að keyra nema með aðstoð þess. Þegar kemur að því hvað eigi að kaupa vandast síðan valið, því ekki er bara að þrívíddarkortin séu nánast óteljandi heldur nota þau og ólík örgjörvasett og staðla. Ekki er það þó frágangssök, því gott þrívíddarkort getur aukið til muna vinnsluhraða tölvu í leik með mikilli þrívíddargrafík, því það tekur við ýmsum útreikning- um sem örgjörvinn þarf annars að sinna. Ólíkir staðlar Helstu þrívíddarstaðlar eru í raun aðeins tveir, þó grúi staðla sé til og reyndar sífellt að bætast við. 3Dfx hefur notið vinsælda fyrir for- ritunarskil, Glide API, sem sniðin em beint að viðkomandi örgjörva og fyrir vikið vita forritarar ná- kvæmlega að hverju þeir ganga. Direct3D API frá Microsoft er aft- ur á móti ekki bundið neinum ör- gjörva, því er ætlað að vera eins konar allsherjarlausn. Fyrir vikið veit hönnuður ekki hvemig ör- gjörvasett á eftir að keyra leikinn og hverju það getur skilað. Enn önnur forritaskil em OpenGL, sem á rætur að rekja til Silicon Grap- hics-vinnustöðva. OpenGL eru reyndar einn veigamesti grafík- staðallinn, ekki síst eftir að OpenGL útgáfa kom á markað af Quake og ein að skýringunum á vinsældum 3Dfx-korta er að fram- leiðandi þeirra var fljótur að koma Spurt og svarað Spurt: Eg hef nokkrar spurningar sem gam- an væri að fá svar við. Eru nokkur svindl til í Dark Reign- og Jim Worm-leilqunum? Vit- ið þið hvenær Star Craft-leikur- inn kemur út? Araar Ólafsson Svar: Ekki er mikið um svindl í Dark Reign, en finna má lítið forrit til að breyta geymdum leikjum. Það heitir einfaldlega drcheat.exe og hægt er að finna það á slóðinni http:/ /www.avault.com/cheat/ drmcheat,- asp. Einnig má fara eftirfarandi leið: í skráasafninu Dark Reign'iD- arki'Shell, sem ætti að hafa orðið til þegar leikurinn var settur inn, er skrá sem heitir shellcgf.h. taktu afrit af henni til vara, dragðu hana til að mynda-í aðra möppu og haltu niðri Ctrl-hnappi til að færa hana ekki. Smelltu síðan á upprunalegu skrána með hægri takka músarinnar veldu Properties og taktu hakið af sem er við Read-only. Kallaði skrána síðan upp í Notepad eða álíka textavinnsluforriti og þar er liður sem heitir Menu Mission Buttons. Undir þeim lið er líh- an #defme BTN-MISSION-COEF- FICIENT 150. Breyttu gildinu 150 í 157 og línan sé ,því þannig: #defíne BTN-MISSION-COEFFICIENT 157. Vistaðu skjalið og hakaðu síðan við Read-only aftur. Næst þegar leikurinn er ræstur er hægt að velja sér orruslu með þvLað smella á svindlhnapp sem kemur n'éðst til vinstri á skjáinn. m k4 Reyndar er hægt að breyta mun fleiri skrám í því skráarsafni, til að mynda má efla vopn og veij- ur með því að opna units.txt og breyta gildum þar. Það borgar sig þó alltaf að afrita allar skrár áður en farið er að krukka í þær. Til gamans má geta þess að á eftir tólfta borði er aukaborð. Þvi má ná fram með því að fara í borðavalmyndina eftir að hafa lokið tólfta borði og smella á gorminn. Ekki kemur fram í bréfínu hvort verið sé að biðja um svindl í PC-útgáfu Eart- hworm Jim, en gengið út frá því að að svo sé. I fyrri leiknum eru eftirfarandi svindl slegin inn eftir að leikurinn hefur verið stöðvaður með því að slá á p-hnapp: ITSAWONDERFUL gefur aukalíf, POP- QUIZHOTSHOT 1.000 skot, JUSTWHAT- YOUSEEPAL plasmabyssu, THRE- EMILEISLAND, hámark af lífi og orku, ONANDONANDON hámarks framhald, GETTHECHEESETOSICKBAY veitir að- gang að öllum borðum, HATMAN breytir Jim í spýtukarl, FESTERING gefur honum rauðar krullur, BLOATED svartar, PUS- FILLED fálmara, SWEATY risavarir og MALFORMED gleraugu. Pseinni leiknum gilda eftirfarandi svindl: BOOSTER gefur fulla orku, LUEH- MANN gerir Jim ósýnilegan, JUST CUT TO THE END sýnir endi leiksins. Hægt er að fara í borð með því að slá inn eftirfarandi leyniorð, eitt fyrir hvert borð: FRUIT, DUBLIN, HOFFMAN, ABROWN, SHINY SHINES, MORTIFICATOR, QUIZ SHOW, BLUE, MORRISON, CARLOSR, GOMBA og CHASE. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Blizzard, sem framleiðir Starcraft, er leikur- inn væntanlegur í haust, en í einni tölvu- leikjaverslun var því haldið fram að hann myndi berast versluninni á næstu vikúm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.