Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 31
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 31 á markað OpenGL-rekli. Framan af glímdu Microsoft og SilioconGraphics um forritunar- skilin, en skammt er síðan fyrir- tækin féllust í faðma og lýstu því yfír að þau myndu þróa í samein- ingu forritunarskil sem sameina myndu það besta frá báðum og kallast Farenheit. Réð vísast mestu um sinnaskipti Microsoft að fyrirtækinu gekk illa að afla stuðnings við Direct3D, enda skil- in meingölluð og óstöðug framan af. Þau skjákortafyrirtæki sem veðjuðu á Direct3D fóru illa út úr klúðri Microsoft, til að mynda þau sem framleitt hafa skjákort með Rendition-örgjörvanum, því þó hann sé í fremstu röð hvað varðar hraða og gæði, eru flestir leikir sem eitthvað kveður að með OpenGL- eða Glide-stuðningi. Annar framleiðandi sem setti traust sitt á Microsoft og Direct3D, nVidia, sem framleiðir geysiöflug örgjörvasett, RIVA 128, greip til þess fyrir skemmstu að smíða OpenGL-rekil þvert ofan í fyrri yfírlýsingar. Öruggast að halda sig við 3Dfx Glide eða OpenGL Sem stendur er öruggast að halda sig við þrívíddarkort sem styðja 3Dfx Glide-staðalinn eða þá OpenGL. Ekki er vert að horfa of mikið til AGP-gagnagáttarinnar, sem sérhönnuð er fyrir skjákort, því fá kort eru á markaði sem nýta AGP og yfírleitt er nóg að notast við PCI-skjákort. Aila jafna er í tölvum tvívíddarkort, iðulega sem innbyggt á móðurborði, en fjöl- margir hafa og keypt sér sérstök slík skjákort. Til eru kort sem eru beggja blands, þ.e. tvívíddar- og þrívíddar örgjörvasett á einu og sama kortinu, en þykja yfirleitt ekki reynast eins vel og tvö sér- sniðin kort. Það getur reyndar skipt töluverðu að vera með gott tvívíddarkort, því þrívíddarkortið getur þá nýtt það til að flýta fyrir vinnslunni. Best er að halda sig við kort sem byggja á Voodoo örgjörvasettinu frá 3Dfx, því það hefur töluverða markaðsyfírburði sem stendur og í ljósi þess að væntanleg er ný út- gáfa Voodoo-settsins, Voodoo2, sem fengið hefur frábæra dóma, er eins víst að 3Dfx eigi eftir að halda forystunni enn um sinn. MARGMIÐLUN „ ... í þröngum buxum, bleikum, þröngum stutt- ermabol með einhverri mynd á bakinu sem líkist helst hauskúpu á belju ..." Snjóbretti og bleik- ir stuttermabolir? LEIKUR Cool Boarders 2, leikur fyrir Play Station. Uep Systems og Sony gefa út. ÞEGAR Cool Boarders eitt kom út fyrir um tveimur árum flýttu snjóbrettaáhugamenn sér út í næstu tölvubúð til að kaupa leik- inn, en því miður gerðu það ekki margir aðrir. Nú hefur komið út framhald af þessum frábæra snjó- brettaleik og nefnist það Cool Bo- arders 2. í Cool Boarders 2 er hægt að gera mun fleiri „trick“ í loftinu og öll upplausn er mun betri. A móti kemur að röddin sem sagði álit sitt í fyrri leiknum er verri en nokkru sinni, enn eitt dæmið um hvernig framleiðendur á allskyns vörum reyna að höfða til ungra krakka með snjóbrettum og hjólabrettum en misskilja algjörlega hvað krakk- ar ffla. Þegar þú nærð góðu „tricki“ í loftinu kemur ein sú allra leiðin- legasta rödd sem heyrst hefur og öskrar orð eins og „extreme dude“ eða „way cool“. Ef það er það sem höfðar til krakka á aldrinum 12-18 ára segi ég mig hér með úr þeim flokki. Einnig finnst mér óraunverulegt þegar snjóbrettamaður fer upp í fjallið í þröngum buxum, bleikum þröngum stuttermabol með ein- hverri mynd á bakinu sem líkist helst hauskúpu á belju, rennir sér upp brekkuna og stekkur tugi metra upp í loftið á litlum hól eða fer mörg heljarstökk langt upp í loftið þegar maður rennir sér á 20 kílómetra hraða i illa gerðum og kassalegum „half-pipe“, en þetta eru nokkrar af slæmum hliðum leiksins. Cool Boarders 2 er dæmi um al- gjörlega misheppnaða vöru þar sem framleiðendur og hönnuður hafa ekki hugmynd um A: Iþrótt- ina. B: Klæðnaðinn og C: Hvað hún snýst um eða hvað krakkamir sem „ffla“ snjóbretti „ffla“. Eitt af fáu góðu við þennan leik er það að hægt er að velja keppni milli tveggja spilara, möguleiki sem ekki var í fyiri leiknum. Þar sem greinarhöfundur er mikill snjóbrettaáhugamaður leyf- ir hann sér að segja að enginn sannur snjóbrettamaður ætti að kaupa sér þennan leik en sá hópur fólks sem er ekki á snjóbretti en klæðist þannig fötum og lætur sig dreyma ætti endilega að kaupa hann. Ingvi M. Árnason að er bæði ódýrt og þægilegt að leigja bílaleigubíl til að aka á út á Keflavíkurflugvöll. Pú færð bílinn daginn fyrir brottför og notar hann í öllum snúningunum sem fylgja utanlandsferðinni - ná í gjaldeyri, vegabréf ... Bílnum skilar þú síðan á flugvellinum og nýtur þess að fljúga áhyggjulaus út í heim. Það kostar aðeins 3.100 kr. að leigja bílaleigubíl i minnsta flokki í einn sólarhring. Innifalið 100 km akstur ogVSK. FLUGLEIÐIR Bílaleiga Sími: 50 50 600 - Fax: 50 50 650

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.