Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 FERÐAMAL MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ 1996 var gerð könnun meðal erlendra ferðamanna á íslandi, undir heitinu „Dear Visitors ‘96“. Könnunin var m.a. styrkt af Rann- sóknarráði íslands, Ferðamálasam- tökum Islands og ferðamálasamtök- um landsbyggðarkjördæmanna. Svarendur í könnuninni voru 1740, en þeir voru spurðir við brottför frá landinu í Leifsstöð, eða á Seyðisfirði ef þeir ferðuðust með Norrænu. Með könnuninni var hægt að kort- leggja dreifingu gesta um landið, kanna ástæður þeirra fyrir íslands- ferð, hvernig þeir ferðuðust, hvort þeir nutu leiðsagnar, hvar þeir gistu, hver útgjöld þeirra hefðu ver- ið og hvert viðhorf þeirra til lands og þjóðar væri. Jafnframt var gerð könnunin „Góðir íslendingar ‘96“, til að fá fram sömu upplýsingar frá íslenskum ferðamönnum og hefur verið unnið úr flestum þeirra upp- lýsinga sem þar komu fram. Mikilvægi gistinátta Rögnvaldur Guðmundsson hefur unnið úr niðurstöðum könnunarinn- ar. Hann segir að í ljós hafi komið að það gefi mjög villandi mynd að einblína á fjölda erlendra ferða- manna til íslands, miklu nær sé að miða við gistinætur þeirra hér á landi. „Þegar við lítum á gistinætur sést að ferðaþjónusta hér á landi horfir ef til vill of mikið til ferða- manna frá Bandaríkjunum. Þeir skila hlutfallslega mun minni fjár- munum til landsins en gestir frá Norðurlöndum og Mið-Evrópu og koma í skemmri ferðir en aðrir ferðamenn; gista að meðaltali í 7 nætur. Algengt er að þeir haldi sig að mestu í Reykjavík, en skreppi í dagsferðir, til dæmis til Þingvalla eða Gullfoss og Geysis.“ Rögnvaldur segir að ein skýring- in á þessu sé sú, að Bandaríkja- menn eigi styttra sumarfrí en Evr- ópubúar. „Þessu fáum við ekki breytt. Bandaríkjamenn staldra stutt við hér á landi af því að þeir eiga bara tveggja vikna frí. Um þriðjungur þeirra gistir skemur en 4 nætur. Þeir eyða að vísu mest allra þjóða, um 20 þúsund krónum á dag, sé flugfargjald meðtalið, en aðrir ferðamenn, sem eyða allt nið- ur í 10-14 þúsund krónum á dag, vinna það upp og vel það með því að vera lengur. Meðalaldur banda- rískra ferðamanna er hærri en ann- arra, þ.e. fólk þaðan er fremur kom- ið í álnir og eyðir því meiru. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að líta á dagseyðslu þeirra og draga þá ályktun að þeir séu bestu ferða- menn sem við fáum.“ Norðurlandabúar halda sig einnig mikið í þéttbýli, en hins veg- ar ferðast aðrar þjóðir meira um landið. Bandaríkjamenn og Norður- landabúar skila því miklu til ferða- þjónustunnar í þéttbýli, en í dreif- býli voru gestir frá Mið- og Suður- Evrópu með um og yfir 60% gistin- átta. Hagsmunir þéttbýlis og dreif- býlis fara ekki saman að þessu leyti. Dreifíng eftir ferðamáta Þeir sem koma í hópferð til lands- ins dvelja að meðaltali í 11,5 nætur hér og fara mikið á sömu staðina, en ferðist fólk á eigin vegum dreifist það meira um landið. „Ferðamenn á eigin vegum voru með yfir 70% gistinátta ferðamanna á Vestfjörð- um, svo dæmi sé tekið,“ segir hann. „Við hljótum að velta því fyrir okk- ur hvort markaðssetning sé á rangri leið og hvort ekki þurfi að auka áherslu á að dreifa ferðamönn- um betur um landið. Flugfarþegar á eigin vegum dvelja hér um 12 nætur en farþegar með Norrænu að með- altali í 18 nætur og dreifast best allra um landið. Það er stundum sagt að farþegar með Norrænu bruni strax burt frá Austfjörðum, en það er ekki rétt þvi þeir voru með um 30% gistinátta í Múlasýsl- um. Jákvæð áhrif Norrænu-gesta vekur þá spurningu hvort ekki er grundvöllur fyrir rekstri íslenskrar farþegaferju." Menning, saga og íslenskir vinir Sú niðurstaða Rögnvaldar vekur athygli, að Bandaríkjamenn og Norðurlandabúar hafa svipuð Allir gestir ! Næturgestir Hlutfall allra sumargesta árið 1996 Samtals 103.000 gestir KORTIÐ sýnir ferðir erlendra sumargesta um ísiand árið 1996 og hve hátt hlutfall gisti á hverjum stað. 97% allra ferðamanna komu til Reykjavíkur og 86% gistu þar, en þðtt 53% svarenda færu um Borgarfjarð- ar- og Mýrasýslu þá gistu þar aðeins 17%. Auðlindir og ferðaþj ónustan ✓ Islendingar þurfa að kortleggja auðlindir sínar í ferðaþjónustu, svo hægt sé að skipuleggja hana til framtíðar. Rögnvaldur Guðmunds- son, ferðamálafræðingur og verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Islands, segir í samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur að lítil fagleg umræða sé innan íslenskrar ferðaþjónustu. áhugamál og gista á svipuðum stöð- um. Þeir hafa einnig meiri áhuga á menningu og sögu lands og þjóðar en aðrir. „Ferðamenn frá þessum löndum gista fremur á vandaðri gististöðum. Norðurlandabúar eru helmingur allra þeirra ferðalanga, sem gista hjá vinum sínum hér á landi, en næst koma Bandaríkja- mennimir. Þetta skýrist líklega af því, að Islendingar hafa gjarnan sótt framhaldsmenntun sína til þessara landa, þeir kynnast heima- mönnum og bjóða þeim í heimsókn. Um helmingur ferðamanna segir að íslenskir kunningjar hafi kveikt hjá þeim áhuga á íslandi. Þessi tengsl við vini og kunningja koma einnig í ljós þegar ferðamenn eru spurðir hver hafi verið helsti hvati að ferð þeirra hingað. 68% allra ferðalanga telja að óbyggðir íslands hafi ráðið nokkru um för þeirra og þar af telja 58% óbyggðirnar hafa verið ráðandi þátt. Tæpur helmingur Norður- landabúanna í þessum hópi telur óbyggðirnar hafa verið ráðandi og það sama á við um Bandaríkja- menn, en þessi tala fer í um 70% hjá íbúum Benelux-landanna og Bret- lands.“ Þarf að taka mið af ólíkum þörfum ferðamanna Ferðamenn segjast einnig hafa fræðst um ísland af handbókum og greinum í erlendum blöðum og tímaritum. „Beinar auglýsingar skila ekki endilega mestu og þessi svör vekja spurningu um hvort ekki ætti að leggja meiri áherslu á að fá erlenda blaðamenn til landsins og styðja útgáfu vandaðra ferðahand- bóka um land og þjóð. Það væri líka áhugavert að gera tilraun með tvenns konar landkynningarbæk- linga til að byrja með, annars vegar Morgunblaðið/Þorkell RÖGNVALDUR Guömundsson ferðamálafræðingur. íyrir Bandaríkjamenn og Norður- landabúa og hins vegar fyrir aðra ferðalanga, því áhugamálin eru mis- jöfn. Ferðamálaráð hefur lengi gef- ið út einn bækling á mörgum tungu- málum, en hann er ekki miðaður við ólíkar þai-fir ferðamanna eftir markaðssvæðum. Þá er auðveldara en áður að vera með mismunandi áherslur í landkynningu á Netinu." Rögnvaldur kveðst vonast til að könnun sín nýtist til að breyta áherslum í ferðaþjónustu. Hann hefur þegar unnið skýrslur fyrir nokkra landshluta og er að ljúka vinnu við aðra. „Ýmsir landshlutar eru að velta fyrir sér stefnumótun í ferðaþjón- ustu og geta nýtt þessar niðurstöð- ur við þá vinnu. Eg held að málin hljóti að komast á rekspöl núna, því við sameiningu æ fleiri sveitarfé- laga hafa þau fengið það bolmagn sem þau þurfa til að ráðast í úrbæt- ur. Ahuginn er vaxandi og það er býsna margt hægt að gera. Eitt lítið og ódýrt atríði er til dæmis að halda dagsnámskeið fyrir alla þá sem veita ferðamönnum þjónustu, hvort sem er á gististöðum, veitingahús- um eða vegasjoppum, svo þeir fái örlitla fræðslu um þarfir ferða- manna. Eins er mikilvægt að ein- stakir staðir og svæði kynni gestum sérkenni sín.“ Gistinætur á hálendinu margfalt fleiri en talið var í könnun Rögnvaldar kom fram, að gistinætur á hálendinu eru nær þrefalt fleiri en reiknað hefur verið með. „Um 45% erlendra gesta á ís- landi sumarið 1996 fóru upp á há- lendi íslands og 28% gistu þar. Nær helmingi fleiri gistu á vesturhálend- inu en því austanverðu og nær 80% gistinátta voru í vesturhlutanum. í tillögum að skipulagi hálendisins til ársins 2015 er reiknað með að gistinætur allra ferðalanga á há- lendinu séu nú um 70-80 þúsund á ári og áætlað er að gistinætur út- lendinga þar, miðað við 6% aukn- ingu á ári, verði orðnar 130 þúsund árið 2015. Miðað við svörin í könn- uninni voru gistinætur útlendinga hins vegar um 117 þúsund árið 1996 og Hagstpfa Islands áætlar gistinætur íslendinga á hálendinu tæplega 80 þúsund árið 1996. Margt bendir því til þess að gistinætur á hálendinu hafi verið um um 200 þúsund árið 1996. Skýringin á þessu misræmi er líklega sú, að skráning á gistingu í skálum og á tjaldstæð- um er takmörkuð og að auki gista nokkuð margir á víðavangi í óbyggðum, þ.e. utan skipulagðra dvalarstaða. Um 15% gistinátta á hálendinu reyndust til dæmis vera utan tjaldstæða." í könnuninni var spurt um af- stöðu ferðalanga til hálendisins og kom í ljós að útlendingar voru flest- ir á móti því að vegir yrðu bættir og kjósa sem minnstar breytingar á hálendinu. Þeir vilja gjarnan að þar séu upplýsingaskilti, fjallaskálai', tjaldstæði, óuppbyggðir malarvegir, brýr og áningarstaðir, en eru lítt hrifnir af virkjunum (8%), há- spennu- eða símalínum (15%), mal- bikuðum vegum og hótelum eða gistiheimilum á fjöllum. íslenskir ferðalangar, sem spurðir voru að því sama, gátu fremur sætt sig við virkjanir (34%) og línur (25%), en lögðu mesta áherslu á fjallaskála, brýr, fræðsluskilti og tjaldstæði. Hótel eða gistiheimili áttu minnstu fylgi að fagna. „Erlendir gestir kvarta nokkuð undan að geta hvergi keypt matvæli á ferðum um óbyggðir. Þeir ferðast oft allt öðruvísi en Islendingar, sem bruna frekar um á bfium. Útlend- ingamir em kannski á göngu dög- um saman og þeh' telja lágmarks- þjónustu að geta keypt mat. í ferða- þjónustunni er að þessu leyti gengið út frá forsendum Islendinga, ekki erlendra gesta.“ Borga ef féð renriur til endurbóta í könnun sem Rögnvaldur vann fyrir sveitarfélög í uppsveitum Ár- nessýslu sumarið 1996 voru útlendir og innlendir ferðamenn spurðir hvort þeir væru tilbúnir til að greiða fyrir aðgang að Geysi. í báð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.