Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMAL LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 33 um hópunum var meirihluti (54%) fylgjandi gjaldtöku, ef hún skilaði sér í endurbótum á svæðinu. „Sjálf- ur er ég hlynntari því að leitað verði eftir frjálsum framlögum ferða- manna. Það væri miklu ódýrara en að koma upp innheimtu. Ef settur væri upp áberandi en smekklegur söfnunarkassi, með upplýsingum um í hvað peningarnir renna, þá tel ég að ýmsir létu smápeninga af hendi rakna af virðingu fyrir staðn- um. Ef hver gestur sem kemur að Geysi gæfi 50 krónur fengjust 7!/2 til 10 milljónir á ári og munar um minna. Með því móti mætti stór- auka fræðslu og upplýsingar til ferðamanna, sem mikill skortur er á. Þetta mætti til dæmis einnig gera við Dimmuborgir. Mörgum er mjög illa við þá hugmynd að þurfa að greiða fyrir aðgang að náttúruperl- um, en þetta mætti vissuléga reyna.“ Þar sem margir ferðamenn lýsa áhuga á að kynnast menningu og sögu þjóðarinnar telur Rögnvaldur brýnt að stórbæta fræðslu og upp- lýsingar á því sviði. „Hér á landi eru ýmis menningar- og sögusvæði, sem útlendingar fara gjarnan um án þess að gista þar. Borgarfjörður, Húnaþing og Skagafjörður eru dæmi um slík svæði. Þar er sagan við hvert fótmál, en ferðalangar staldra lítið við. Víða um land er einnig mikið verk óunnið við að merkja staði.“ Kortlagning auðlinda forsenda uppbyggingar Rögnvaldur segir að kortleggja þui’fi auðlindir íslendinga í ferða- þjónustunni, svo hægt sé að vinna skipulega að frekari uppbyggingu hennar. „Við þurfum að eiga greið- ari aðgang að upplýsingum um hvar fornminjar er að fínna, hvar fom- sögurnar okkar gerðust, hvar helstu skáld þjóðarinnar bjuggu og fleira í þeim dúr. Til að kortleggja þessar menningarauðlindir okkar og auðlindir í náttúrunni þarf sam- starf fræðimanna á ýmsum sviðum, enda er þetta mjög þverfaglegt við- fangsefni. Öll umræða um framtíð- arskipulag ferðaþjónustunnar verð- ur mjög máttlaus án slíkrar kort- lagningar. Það er til dæmis ekki hægt að segja endalaust að það megi ekki skipuleggja hálendið, ef rökin eru þau ein að enn eigi eftir að kanna til hlítar hvaða verðmæti felast þar fýrir ferðaþjónustuna. Þessa vinnu verður að ráðast í af krafti og framsýni." Rögnvaldur segir að mikið af þessum upplýsingum sé þegar til, en þær þurfi að samræma og bæta í eyðurnar. „Við getum hæglega byrjað á einu eða tveimur svæðum til að öðlast reynslu og yfirfært svo aðferðafræðina á önnur svæði. Ég tel mjög mikilvægt að ýmsir sér- fræðingar, til dæmis ferðamála- fræðingai', náttúrufræðingar, sagn- fræðingar, jarðfræðingar, fornleifa- fræðingar og aðrir starfi að þessu verkefni, því um leið eykst skilning- ur þeirra á ferðaþjónustunni." Fé til að kosta grunnvinnu og rannsóknir af þessu tagi liggur ekki á lausu, að sögn Rögnvaldar. „A meðan stefnumótun er losaraleg fæst lítið fé í þetta, enda gera menn sér ekki nægjanlega grein fyrir að þessi vinna skilar arði þótt síðar verði. Það vakti til dæmis athygli að í stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnu- lífsins er enginn fulltrúi ferðaþjón- ustunnar. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt að nýir sjóðir af þessu tagi komi að uppbyggingu allra mikilvægustu atvinnugreina í land- ínu. Sífellt er talað um bjarta fram- tíð ferðaþjónustunnar; í henni felist vaxtarbroddur í atvinnulífi lands- manna. A sama tíma eru mörg fyr- irtæki í ferðaþjónustu á brauðfót- um. Þessi atvinnugrein er sjálf- sprottin, hún þarf aukinn stuðning og faglega uppbyggingu. Við getum ekki lengur byggt heila atvinnu- gi-ein á fáeinum, ki'aftmiklum eld- hugum hér og þar á landinu." Lítil samstaða í ferðaþjónustu Skortur á samstöðu innan ferða- þjónustunnar er vandi, að mati Rögnvaldar. „Ferðamálaráð hefur það hlutverk að kynna landið, en ALGENGT er að Bandaríkjamenn haldi sig að mestu í Reykjavík, en skreppi þaðan í dagsferðir. Þeir og Norðurlandabúar gista því sfður úti á landi en aðrir ferðamenn. GESTIR frá Suður-Evrópu ferðast víðsvegar um landið og gista þar miklu fremur en Bandaríkjamenn. Ástæður íslandsferðar - eftir markaðssvæðum Norður- lönd Mið- Evrópa Bene- lux Bret- land Suður- Evrópa Norður- Ameríka Allir íslensk náttúra 89% 96% 95% 83% 96% 81% 91% Óbyggðir íslands 59% 66% 86% 77% 71% 55% 68% Ró og friður 27% 55% 66% 59% 59% 39% 52% Hreint vatn og loft 34% 53% 51% 50% 57% 48% 50% Menning og siðir 36% 32% 27% 43% 35% 51% 36% Norræn saga 44% 28% 18% 26% 22% 47% 30% Bjartar nætur 9% 27% 20% 28% 22% 35% 23% Reykjavíkursvæðið 30% 17% 23% 25% 9% 51% 23% Öryggi 8% 24% 14% 21% 22% 26% 20% Heimsókn 22% 10% 8% 13% 6% 26% 13% Ákveðnir viðburðir 14% 7% 6% 5% 5% 8% 7% Áætluð heildarútgjöld erlendra sumargesta 1996 eftir markaðssvæðum 6.000 milljón kr. 5.000 ERLENDIR ferðamenn gefa upp ýmsar ástæður fyrir íslandsferð, íslenska náttúru og óbyggðir landsins, þeir sækjast eftir friði og ró, hreinu vatni og lofti svo fátt eitt sé talið. Staðgreitt Fyrirfram Norður- Mið- Bene- lönd Evrópa lux 1080 I Bret- land i 1 1030 420 740 Aðrir HVER dagur íslandsferðar kostar Bandaríkjamenn að jafnaði 20 þús- und krónur, gesti frá Norðurlönd- um og Bretlandi ríflega 15 þúsund krónur og gesti frá Mið-Evrópu, Benelúx-löndunum og Suður-Evr- ópu 13-14 þúsund krónur. Dæmið snýst við þegar litið er á heildarút- gjöldin, sökum þess að gestir frá Norður-Ameríku dvelja hér helm- ingi skemur en gestir frá Mið-Evr- ópu, Benelúx-löndunum og Suður- Evrópu. hér starfa t.d. einnig landshluta- samtök í ferðaþjónustu og þau vinna saman innan Ferðamálasam- taka Islands. Þessir aðilar vinna nær ekkert saman að heildarmark- aðssetningu á landinu annars vegar og einstökum landshlutum hins veg- ar. Við höfum ekki enn komið á gæðaflokkun gististaða, þótt tillög- ur þar að lútandi séu nú að líta dagsins ljós. Alvarlegur annmarki á þeim tillögum virðist mér vera að ekki er gert ráð fyrir flokkun gisti- staða sem eru minni en 8 herbergi. Þetta útilokar fjölmarga gististaði bænda og heimagistingu í þéttbýli. Hérna era gististaðir reknir undir heitinu hótel án þess að geta staðið undir nafngiftinni. Þetta á til dæmis við um ýmte „sumarhótel" á lands- byggðinni. Utlendingar líta ekki á þau sem hótel í þeim skilningi sem lagður er í það orð erlendis, þar sem herbergjum fylgir ekki bað.“ Rögnvaldur segir að hið sama eigi við um tjaldstæði. „Ferðamenn þurfa að greiða sama gjald á tjald- stæðum, sem bjóða upp á mjög mis- jafna þjónustu. Það er mjög alvar- legur brestur í ferðaþjónustunni að menn innan hennar skuli ekki hafa komið sér saman um flokkun gisti- staða. Þetta á að vísu ekki við um Félag ferðaþjónustu bænda. Bændagistingin hefur síðan þróast yfir í að bjóða upp á fjölbreyttari gistimöguleika. Nú er sjaldgæfara að gist sé í rámi í íbúðarhúsi bænd- anna, heldur hafa þeir einnig reist sveitahótel, gistiheimili og smáhýsi á jörðum sínum.“ Islenskir leiðsögumenn fá ágæta einkunn hjá erlendum ferðamönn- um, en erlendir leiðsögumenn þykja þó standa sig ívið betm'. „Utlend- ingar vilja helst fá upplýsingar um náttúruna og staðina sem þeir ferð- ast til, en í öðra sæti er löngun þeirra til að fræðast um daglegt líf Islendinga. Þeim þætti hefur ferða- þjónustan ekki sinnt sem skyldi.“ Bæta þarf starf upplýsingamiðstöðva Kröfum markaðarins er heldur ekki sinnt að því er varðar upplýs- ingamiðstöðvar víða um land. „Upp- lýsingamiðstöðvarnar dreifa bæk- lingum og selja minjagripi, en það er miklu sjaldgæfara að þar sé hægt að bóka bílaleigubíla, gistingu og fleira í þeim dúr. Flestir íslensku ferðamannanna, sem spurðir voru, vildu hafa minjagripasölu í upplýs- ingamiðstöðvunum, en aðeins þriðj- ungur útlendinganna. Þeim finnst þessir munir of dýrir miðað við gæði en vilja gjarnan fá ýmsa bók- unarþjónustu í miðstöðvunum. Við þurfum líka að samræma þjónustu upplýsingamiðstöðvanna." Rögnvaldur hefur ýmislegt fleira við faglegt starf innan ferðaþjónust- unnar að athuga. Hann telur að minna hafi komið út úr stefnumót- unarvinnu samgönguráðuneytisins en vonir stóðu til þrátt fyrir tveggja ára starf og telur til dæmis skjóta skökku við að í vinnuhópi, sem skip- aður var til að fjalla um rannsóknir og menntun í ferðaþjónustunni, hafi enginn ferðamálafræðingur átt sæti þrátt fyrir óskir þar um. „Stað- reyndin er sú að fagleg umræða í greininni hefur verið í lágmarki, en ýmis merki eru um vakningu í þess- um efnum. Framtíðin er björt ef menn bera gæfu til þess að standa saman.“ Heimamenn íyóta góðs af upplýsingum Rögnvaldur Guðmundsson, sem jafnframt rekur fyrirtækið „Rann- sóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunn- ar, Iýkur á næstu vikum við skýrslu um Islendinga á ferð um Island sumarið 1996, skýrsla um erlenda og innlenda gesti á hálendinu liggur fyrir og einnig skýrslur um Suðui'- land, Norðurland eystra og Vest- firði. Skýi'slur um Vesturland, Norðurland vestra og Austurland eru væntanlegar í þessum mánuði. Heimamenn í hverjum landshluta styrkja þá vinnu og fá í staðinn 30 eintök af skýrslunni. Þær upplýs- ingar, sem þar leynast, vonast Rögnvaldur til að þeir geti nýtt til uppbyggingar ferðaþjónustu í sinni heimabyggð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.