Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 34

Morgunblaðið - 07.03.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Félagslega íbúðakerfið - Aðalatriði og aukaatriði MIKILVÆGT er í þeirri umræðu sem nú fer fram um breytingu á félagslega íbúða- kerfinu að greint sé á milli aðal- og aukaat- riða. Á undanförnum ár- um hefur aðstoð hins opinbera færst í æ ríkari mæli í gegnum vaxtabótakerfið, sem bæði er auðvelt í framkvæmd og sveigj- anlegra en það kerfi sem stuðst hefur verið við að hluta vegna fé- lagslegra eignaríbúða. Vaxtabótakerfið veitir einnig aðstoð til þeirra sem fá niðurgreidda vexti í gegnum félagslega eignaríbúðakerf- ið. Pannig fær fólk miðað við núver- andi kerfi sambland af þessu tvennu. Ekki liggja fyrir upplýsing- ar um þá heildaraðstoð, sem fólkið fær, þ.e. eigendur félagslegra eignaríbúða. Upplýsingar um vaxta- bætur til þess fólks, sem einnig fær niðurgreidda ekki tiltækar. vexti, eru Ætla má að stór hluti Haraldur L. Haraldsson Vaxtabætur og vaxta- niðurgreiðslur Til að gera sér frekari grein íyrir núverandi fyr- irkomulagi er rétt að skoða bæði kerfin frekar. Á árinu 1996 voru greidd- ar vaxtabætur að upp- hæð 3,3 milljarðar kr. (1997 3,5 milljarðar kr.) Samkvæmt upp- lýsing- um frá embætti ríkis- skattstjóra fengu 47.133 einstaklingar þessar greiðslur, eða að meðal- tali 70.034 kr. hver ein- staklingur. (Árið 1997 fengu 48.946 einstaklingar þær, eða að meðaltali 70.648 kr.) Þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda hjóna eða sambýlisfólk, sem fengu vaxtabætur, eru þessir aðilar taldir hér sem tveir einstaklingar. Þannig voru vaxtabætur að meðaltali á hjón/sambýlisfólk, sem fengu vaxta- bætur á árinu 1996,140.068 kr. þeirra sem fá félags- lega aðstoð í formi niðurgreiddra vaxta, segir Haraldur L. Haraldsson, fái einnig vaxtabætur. ISLEJVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 934, þáttur AF HVERJU segjum við aldrei að einhver sé veginn og þung- vægur fundinn? Það er svo al- gengt að segja hið gagnstæða: að vera veginn og léttvægur fund; inn. Ekki var nú fróðlega spurt. I Daníel 5 í Gamla testamentinu er sagt frá samnefndum spámanni sem var herleiddur frá Gyðinga- landi til Babýlonar. Þar réð ríkj- um drambsamur konungur sem sumir nefna Belsazar, aðrir Balt- hasar. Það nafn merkir: „Bal (guð) verndi nafn þitt“. En el í Daníel vísar hins vegar til guðs þeirra í Gyðingalandi, sbr. Mika- el, Elías, Raphael o.s.frv. Balthasar konungur var að veislu, þegar ókenndir fingur tóku að rita torkennileg tákn á salarþilin. Kunni þau enginn að ráða, uns Daníel hinn herleiddi var til kvaddur og heitið miklum launum, sem hann að vísu hirti lítt um. En letrið tjáði svo: „Guð hefur talið ríkisár þín og leitt þau til enda. Þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn. Ríki þitt er deilt og gefið Medum og Pers- um.“ Hér var farið eftir texta Biblí- unnar, útg. 1912, og leturbreyt- ingin var gerð hér. Þetta rifjaðist allt upp fyrir mér, þegar ég var að lesa hina stórgóðu bók Rætur málsins eftir Jón G. Friðjónsson sem ég nefni í heiðurs skyni. Þá rifjaðist líka upp fyrir mér hið kraftmikla kvæði Benedikts Sveinbjamarsonar Gröndals, það sem við lærðum við móðurkné og ber yfirskriftina Balthasar. Því lýkur svo: Veginnertuávogarskál, vísir hár, og léttur fimdinn, dyrum fyrir er dauðastundin, drambið lækkað, töpuð sál. Milli Persa og Meda er ríki mærri skipt af drottins hönd; þú ert ei spurður þér hvurt líki. Þannig ræð ég orðin vönd.“ Feigur jöfur hélt sitt heit, huldi Dam'el tignarklæði; konungsdrambsins ógnar æði ei hinn næsta morgun leit. Sðmu nótt var vísir veginn, veltist blóð um gullna rönd; (jósin dóu, lögð og slegin, lygi ei ritar drottins hönd. Aðeins tveir íslendingar hétu spámannsnafninu Daníel 1703, og það varð ekki tiltakanlega al- gengt fyrr en hin síðustu ár, eða eftir 1980. Árið 1982 voru 24 sveinar skírðir Daníel og 1985 ekki færri en 37. Þá var nafnið í 20. sæti á skímarlista sveina. En svo brá við síðast liðið ár, að Dan- íel var komið í þriðja sæti aðal- nafna (fyrra nafns, fyrsta nafns) piltbarna á eftir Aron og Jón, og hefðu það einhvern tíma þótt tíð- indi um nafnið Aron. ★ Jón Þórarinsson tónskáld hringdi til mín og minntist á málgalla sem angrar okkur báða. Á stuttum tíma, að við ætlum, hafa mjög margir tekið upp á því að beygja karlkynsnafnorðið grátur eins og hlátur. Menn segja þá til dæmis að stutt sé á milli hláturs og ?gráturs. Jón kannaði þetta mál og fann ískyggilega mörg dæmi meðal yngra fólks. Umsjónarmanni þykir því rétt að ítreka: Hlátur beygist eins og aldur: hlátur, hiátur, hlátri, hlát- urs. Með öðmm orðum: r-ið er stofnlægt. Grátur beygist hins vegar eins og faldur: grátur, grát, gráti, gráts. Þarna er r-ið ekki stofnlægt. Það er því stutt á milli hláturs og gráts. Umsjónarmaður þakkar Jóni Þórarinssyni sleitulausa varð- stöðu um móðurmálið. Hennar er full þörf. ★ Sveinberg Laxdal í Túnsbergi hefur miklar áhyggjur af mörgu sem miður fer í fjölmiðlum, en að- alerindi hans var að fá nákvæm- lega höfð þau orð sem lögð eru í munn Snorra goða Þorgrímssyni, þegar jarðeldur stefndi á bæ Þór- odds goða í Ölfusi, fóður Skafta, þegar kristin trú var boðuð á sjálfu alþingi. Þessi ummæli hafa verið höfð á fleiri vegu en einn, en í þeirri út- gáfu Kristni sögu, sem ég hef fyrir framan mig núna (frá 1946), stendur: „Um hvað reiddust goðin, þá er hér brann hraunið, er nú stönd- um vér á.“ Þess má kannski geta, að mörgum öldum seinna tróð maður sér inn á mælendaskrá í veislu og mælti: „Fyrst ég hef verið beðinn að segja hér nokkur vel valin orð, vil ég taka mér í munn orð hins vitra manns, þau er mælti á alþingi forðum Jón Arason, sá er drekkt var í Goða- fossi: „Hverju reiddust goðin, þegar hér brann undir oss.“„ ★ Viðtengingarháttur getur verið svolítið varasamur. Oft er hann hafður til þess að tákna það sem er skilyrðisbundið, en ekki ævin- lega. Eg held við finnum undir eins að eitthvað er athugavert við að segja: ?ef hann komi á morg- un. Þama notum við framsögu- hátt: ef hann kemur á morgun. Sama á við um aðrar sagnir. Þess vegna segjum við: Ef þetta er á sínum stað, ekki ?ef þetta sé á sínum stað. Við gætum kannski orðað þetta svo, að í skilyrðis- setningum, tengdum með ef, væri ekki notaður viðtengingarháttur í nútíð, heldur framsöguháttur. Mér dettur þetta í hug vegna orða sem mér voru hermd eftir viðmælanda í útvarpi: „ef það sé talva á heimilinu". Þetta var ekki gott, því að ofan á viðtengingar- háttinn bætist að maðurinn sagði ?talva, ekki tölva. Nýyrði Sigurð- ar Nordals er tölva, en ekki ?talva, svo sem eðlilegt er, því að v hafði tilhneigingu til þess að breyta a í ö. En út af viðtengingarhættinum kemur svo hin sígilda vísa, sem eignuð er Drífu Viðar: Ef að sé og ef að mundi átta fætur á emurn hundi. Ef að mundi og ef að sé átta fætur á einu fé. * Hlymrekur handan kvað: Um Ferdínand fæ ég þá vissu að hann forðist að gera alla skyssu; hann fer ekki víða til að fá sér hið blíða og er bar’ úti um eina trissu. ★ „í maí og júní 1992 keypti ákærði tvö hross í tvennu lagi.“ (Hæstaréttardómar 1997, bls. 1265.) í töflu 1 eru framangreindar upp- lýsingar teknar saman vegna ársins 1996: ársskýrslu Húsnæðisstofnunar ríkis- ins það ár kemur fram að hlutdeild Byggingasjóðs verkamanna í rekstr- arkostnaði Húsnæðisstofnunai' ríkis- ins var 138,2 millj. kr. Á árinu voru niðurgreiddir vextir vegna félags- legra eignar- og leiguíbúða 1.320 millj. kr. Rekstrarkostnaðurinn er því um 10,5%, sem hlutfall af vaxta- niðurgreiðslunni. Samkvæmt upplýsingum frá Byggingasjóði verkamanna voru 838 millj. kr. af framangreindum 1.320 TAFLA 1. Fjárhagsl. stuðningur Fjöldi styrkþega Meðaltal stykþega Styrkv. til hjóna/samb.f. Byggingasj. verkam. 838 millj. 5.764 lántakendur 145.385 kr. pr. lánt. 145.385 kr. Vaxtabætur 3.301 millj. 47.133 einstaklingar 70.034 kr. pr. einstkal. 140.068 kr Samkvæmt upplýsingum frá Hús- næðisstofnun ríkisins var fjöldi lán- takenda vegna félagslegra eignarí- búða um áramótin 1996/1997 5.764. Hjón og sambýlisfólk eru talin sem einn lántakandi. Til samanburðar fengu 47.133 einstaklingar vaxtabæt- ur á árinu 1996, sbr. framanritað. Vextir vegna félagslegra eignarí- búða voru niðurgreiddir um 838 millj. kr., eða 145.385 kr. að meðaltali á hvern lántakanda árið 1996. Þetta er sá fjárhagslegi stuðningur sem Byggingasjóður verkamanna veitti á árinu vegna félagslegra eignaríbúða. TAFLA 2. Sýnir skiptingu vaxtabóta á milli tekjuhópa 1994-1996. Tekjub. Vaxtab. Hlutf. Vaxtab. Hlutf. Vaxt. Hlutf. þús. 1994 skipt. 1995 skipt. 1996 skipt. 0-2.000 1.379.515.800 50,5% 1.523.197.300 50,4% 1.608.378.900 48,7% 2.000-3.000 782.114.900 28,4% 854.432.800 28,3% 912.229.300 27,6% 3.000-4.000 401.741.200 14,6% 432.329.200 14,3% 505.333.300 15,3 4.000.> 192.996.600 7% 213.001.000 7% 274.990.200 8,3% Samt. 2.756.368.500 100% 3.022.960.300 100% 3.300.931.700 100% Heimild:Þjóðhagsstofnun Eins og tafla 2 sýnir eru um 50% af vaxtabótum greiddar til einstak- linga eða hjóna/sambýlisfólks með tekjur undir 2 millj. kr. Þetta er að hluta til sama fólkið og fær niður- gi-eidda vexti í gegnum félagslega eignaríbúðakerfið. Ætla má af þessu að stór hluti þeirra, sem fá félagslega aðstoð í formi niðurgreiddra vaxta, fái einnig vaxtabætur. Þannig er stuðningur eins og fram kom hér að framan til sama einstaklings orðinn með tvenn- um hætti, annars vegar niðurgreidd- ir vextir og hins vegar vaxtabætur. Vekja ber athygli á því að þeir sem voru með 2 millj. kr. í tekjur á árinu 1996 fengu samtals í vaxtabæt- ur um 1,6 milljarða kr. Til saman- burðar voru niðurgreiddir vextir hjá Byggingasjóði verkamanna vegna félagslegra eignaríbúða um helmingi lægri upphæð, eða 838 millj. kr. Þannig má ljóst vera að vaxtabóta- kerfið er nú þegar að veita mun meiri fjárhagslegan stuðning til lág- tekjufólks en veittur er með niður- greiddum vöxtum i gegnum Bygg- ingasjóð verkamanna og með minni tilkostnaði. Rekstrarkostnaður hvors kerfís í framhaldi af framanrituðu er eðlilegt að skoða hver var rekstrar- kostnaðurinn við að greiða niður vexti um 838 millj. kr. í félagslega eignaríbúðakerfinu á árinu 1996 og við greiðslu vaxtabóta að upphæð 3,3 milljarðar kr. sama ár. V axtaniðurgreiðslur Ekki liggja fyrir nýrri tölur um rekstrarkostnað en frá árinu 1996. í millj. kr. vaxtaniðurgreiðslum vegna félagslegra eignaríbúða, sem gerir 63,5% af heildarniðurgreiðsl- unni. Þessi hluti er hinn eiginlegi fjárhagslegi stuðningur félagslega eignaríbúðakerfisins við íbúðarkaup- endur. Ef gert er ráð fyrir að rekstrar- kostnaður Byggingasjóðs verka- manna skiptist á milli lánaflokka í sömu hlutföllum og vaxtaniður- greiðslurnar hefur rekstrarkostnað- urinn við að greiða niður þessar 838 millj. kr. verið 87,8 millj. kr. á árinu 1996, eða eins og áður sem hlutfall af niðurgreiðslunni um 10,5%. Ekki er hægt að álykta annað en að hér sé um óeðlilega háan kostnað að ræða, sem betur væri varið sem beinn stuðningur við íbúðakaupendur. Auk þessa fellur til nokkur kostn- aður hjá sveitai’félögum vegna rekst- urs húsnæðisnefnda og því sem þeim fylgir. Vaxtabætur Eins og fram kemur hér að fram- ,an voru greiddir út um 3,3 milljarðar kr. 1 vaxtabætur á árinu 1996. Ut- reikningur vaxtabóta fer að mestu fram á vélrænan hátt í gegnum skattakerfið. Ekki liggja fyrir tölur um kostnaðarauka í skattakerfinu vegna útreiknings á vaxtabótum, en ætla verður að um óverulegan við- bótai’kostnað í skattkerfinu sé að ræða. Að lokum má geta þess, að samkvæmt ríkisreikningi 1996 nam rekstrarkostnaður allra skattstofa á landinu það ár 505 millj. kr. Höfundur er hagfræðingur. Samþykkt stjórnar Sýslumannafélags Islands Ómaklega vegið að dómsmálaráðherra STJÓRN Sýslumannafélags íslands hefur sent frá sér eftirfarandi sam- þykkt þar sem meðal annars segir, að stjórnin telji ómaklega hafa verið vegið að vilja dómsmálaráðherra til réttarbóta innan löggæslu og ákæru- valds. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra hafi unnið markvisst að slíkum breytingum. Samþykkt stjórnar Sýslumannafé- lags íslands fer hér á eftfr í heild: ,Á undanförnum árum hafa verið gerðar víðtækar breytingar á réttarvörslu- kerfi landsins. Aðdragandi breyting- anna er allnokkur en segja má að vinna við þær hafi hafíst á árinu 1987 með samningum frumvarps til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. Breytingum þessum er enn ekki lokið en nú þegar hafa verið lögfestar viðamiklar breytingar sem allar horfa til verulegrar réttarbótar jafnt á sviði réttarfars, dómstóla, fangelsismála, ákæruvalds og lög- gæslu. Alþingi hefur á undanförnum árum markað löggjafarstefnuna. Dóms- málaráðherrar, núverandi og fyrr- verandi, hafa unnið að breytingunum með það fyrir augum að bæta og efla réttarvörslukerfi landsins og réttar- öryggi borgaranna. Til samræmis við löggjafarstefn- una hafa á síðustu misserum átt sér stað umfangsmiklar breytingar á lög- gæslu- og ákærumálum. Allar miða þessar breytingar að því að styrkja löggæslu og ákæruvald með það að markmiði að auka skilvirkni þessara þátta réttarvörslukerfisins ásamt því að efla réttaröryggi borgaranna. Að þessum breytingum hefur dómsmálaráðherra Þorsteinn Páls- son unnið markvisst. Nýverið hafa komið upp mál á fyrri árum sem hafa orðið til þess að ásetningur dómsmálaráðhera til end- urbóta í löggæslunni hefur verið dreginn í efa og hann legið undir ámæli vegna trúnaðar síns við lög- regluna. Án þess að lagt sé efnislegt mat á þau mál er helst hafa verið til umfjöllunar er ljóst að framganga dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi hefur fyrst og fremst miðað að því að efla og styrkja þenn- an þátt réttarvörslukerfisins. Með þetta í huga og þá gagnrýni sem dómsmálaráðherra hefur sætt vegna starfa lögreglunnar þykir stjórn Sýslumannafélags Islands ómaklega vegið að vilja dómsmála- ráðherra til réttarbóta innan lög- gæslu og ákæruvalds."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.