Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 35

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Hvers vegna Garðabæj arlisti EINS og irarn hefur komið í fréttum hefur nýlega verið stofnað bæjarmálafélag í Garðabæ undir heitinu Garðabæjarlistinn, sem bjóða mun fram við bæjarstjómarkosn- ingar í Garðabæ í maí n.k. Forgöngu um stofnun Garðabæjar- listans höfðu félög Al- þýðubandalags- og Al- þýðuflokksmanna í Garðabæ en til liðs við félagið hafa gengið Garðbæingar úr öllum Halldór S. flokkum og utan Magnússon flokka, menn og konur sem telja þörf á því að breyta áherslum í stjórn bæjai-ins. Sjálfstæðismenn hafa ávallt haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn Garðabæjar og því markað stefn- una í málefnum bæjarfélagsins. Með Garðabæjarlistanum er komið á fót bæjarmálaafli sem myndað Vaxtagjöld Garðabæj- ar, segir Halldór S. Magnússon, nema um 40 þúsundum króna á hverja fjölskyldu á ári. meira tilmæli flokks- formannsins um að bjóða skyldi fram B- lista sem víðast heldur en hagsmuni félag- hyggjufólks í Garða- bæ. Greinilega hefur komið fram undanfai'- ið að fjöldi framsókn- armanna hefur orðið fyrir vonbrigðum með þessa afstöðu foryst- unnar og því ákveðið að ganga til liðs við Garðabæjarlistann í komandi bæjarstjórn- arkosningum. getur mótvægi gegn hinni ægi- sterku stöðu sjálfstæðismanna í Garðabæ. Það voru að sönnu veru- leg vonbrigði að forystumenn Framsóknar í Garðabæ skyldu ekki vilja taka þátt í stofnun Garðabæjarlistans en velja í þess stað þann kost að bjóða fram sér- staklega. Með þvi draga þeir veru- lega úr líkum á því að takast megi að fella meirihluta sjálfstæðis- manna. Þar sem góð samvinna hef- ur verið allt núlíðandi kjörtímabil meðal fulltrúa minnihlutaflokk- anna í bæjarstjórn Garðabæjar, fulltrúa Alþýðubandalags, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks kom verulega á óvart að Framsóknar- menn í Garðabæ skyldu meta Ungt fólk hefur orðið að flýja úr Garðabæ En af hverju skyldu menn vilja breyta einhverju í Garðabæ? Er þetta ekki ágætur bær þar sem mönnum líkar vel að búa? Rétt og satt að mörgu leyti. En þó aðeins fyrir þá sem eiga þess kost að búa þar. Fjöldi ungs fólks sem alið er upp í Garðabæ og hefur viljað koma sér upp eigin húsnæði þar á undanförnum árum hefur þurft að leita í önnur bæjarfélög þar sem í Garðabæ hafa ekki verið neinar lóðir til nýbygginga. Sama máli hefur gegnt um hagkvæmar leiguí- búðir fyrir ungt fólk, þær hefur ekki verið að fá í Garðabæ. Afleið- ing hvors tveggja kemur greinilega fram þegar skoðuð er aldursskipt- ing íbúa Garðabæjar en þar eru stór skörð í aldurshópnum frá 23- 32 ára samanborið við aðra hópa. Skortur á byggingarlóðum kemur líka fram í því að meðan íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 3,6% frá 1. desember 1995 til 1. desember 1997 og íbúum Kópavogs um 12% þá fjölgaði íbúum Garða- bæjar um 0.5% eða um 41 íbúa. Ekkert fé til framkvæmda Fjármálastjórn Garðabæjar er verulegt áhyggjuefni einkum fyi'ir þær kynslóðir sem eru að vaxa úr grasi. A sama tíma og tekjur bæj- arfélagsins hækka verulega þá er svo komið að rekstarafgangur til framkvæmda er enginn. Svo mjög hefur bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins skuldsett bæj- arsjóð að þegar greiddir hafa verið vextir og afborganir af lánum þá er nákvæmlega ekki króna eftir til framkvæmda. Allt fé til fram- kvæmda verður því að taka að láni. Samkvæmt fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir því að auka skuldir bæjar- félagsins um 111 milljónir króna á þessu ári. Er því von að spurt sé hver eigi að borga þær skólabygg- ingar sem nú eru að rísa. Og svarið er einfalt: Kostnaðinum er velt yfir á komandi kynslóðir, börnin og unglingarnir sem stunda munu nám í þessum skólum á næstu ár- um, þau munu þurfa að greiða lán- in, sem tekin hafa verið, þegar þau komast á fullorðinsár. Samkvæmt fjárhagsáætlun þessa árs nema vaxtagjöld 86 millj- ónum króna og eru þriðji stærsti gjaldaliður bæjarins eða sem svar- ar til um 40 þúsund króna á hverja fjölskyldu í Garðabæ. Verði áfram haldið á sömu braut verður þess ekki langt að bíða að vaxtagjöld verði jafnhá og öll framlög til fé- lagsþjónustu í Garðabæ. Garðabær í fremstu röð Nýlega birtist í Morgunblaðinu samanburður yfir leikskólagjöld í einstökum bæjarfélögum hér á landi. Þeim sem þekkja stefnu bæj- arstjórnarmeirihlutans í Garðabæ kom ekki á óvart að þar er Garða- bær í fremstu röð. Leikskólagjöld í Garðabæ eru með þeim hæstu sem þekkjast. Aðeins í 3 bæjarfélögum af 21 sem tekin eru með í þessum samanburði eru almenn leikskóla- gjöld hærri en í Garðabæ. Stefnumið Garðabæjarlistans eru í grundvallaratriðum andstæð stefnu Sjálfstæðisflokksins í þeim málum sem hér hefur verið drepið á og fjölmörgum öðrum. Við viljum leggja áherslu á fjölskylduvænt samfélag þar sem skapaðar séu fyrirmyndaraðstæður til búsetu fyrir fólk á öllum aldri, fram- kvæmdir bæjarins miðist fyrst og fremst við þarfir íbúanna, hagsýni sé gætt í fjármálum og byrðum sé jafnað á réttlátan hátt. Höfundur er varabæjarfulltrúi AI- þýðuflokksins í Garðabæ. 67 milljarðar ÞAÐ VAR ekki ég, heldur Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, sem vakti fyrst máls á miklum afskriftum og útlánatöpum banka- og sjóðakerf- isins í þingræðu árið 1994. Fjár- hæðin, sem hún benti á, að farið hefði forgörðum árin 1989-1993, var 40 milljarðar króna. Hún gat að vísu ekki gengið að þessum upplýsingum öllum á einum stað, heldur þurfti hún að viða þeim að sér með allnokkrum erfiðismunum og raða þeim saman, en hún lét það þó ekki aftra sér. í framhaldi af þessu lagði ég til, að „fram fari opinber rannsókn óvilhallra aðila á því, með hvaða hætti Seðlabankinn hefur rækt lögboðna eftir- litsskyldu sína á liðn- um árum. Slík rann- sókn gæti verið liður í starfi þeirrar nefndar, sem Ingibjörg Sólrún Gísladótth' og flokks- systur hennar hafa lagt til á alþingi, að þingið skipi. I nefndar- starfinu þyrfti meðal annars að gera sérstaka úttekt á því, að hversu miklu leyti ókeypis úthlut- Hnignun Seðlabankans virðist ekki bundin við stjórnmálamennina í bankastjórninni, segir Þorvaldur Gylfason, heldur virðist skemmd- in vera byrjuð að breið- ast út í embættis- mannahópinn. un aflakvóta til útvegsfyrirtækja hefur verið notuð til að hylja fjár- málakreppuna með því að gera fyrirtækjunum kleift að standa í skilum við banka og sjóði, sem hefðu komizt í enn meiri kröggur að öðram kosti. í nefndinni þyrfti að vera erlendur sérfræðingur til aðhalds og eftirlits.“ Þorvaldur Gylfason Villandi umræða um störf borgar FIMMTUDAGINN 22. janúar sl. birti Morgunblaðið grein eftir Guðrúnu Agústs- dóttur, forseta borgar- stjórnar, undir heitinu „Tvær tillögur alls á heilu kjörtímabili". I grein sinni gagnrýnir borgarfulltrúinn sjálf- stæðismenn fyrir að hafa „aðeins flutt tvær tillögur til ályktunar í borgarstjórn“ eða svo- kallaðar dagskrártil- lögur á þessu kjör- tímabili. Hún getur þess hins vegar ekki, að R-listinn hefur ekki flutt neina dagskrártillögu á sama tíma. Eina dagskrártillagan á þessu kjörtímabili, sem komið hef- ur frá einstakhngum á R-listanum fluttu þau Árni Þór Sigurðsson og Sigi'ún Magnúsdóttir hálfum mán- uði fyrir nýafstaðið prófkjör R-list- ans. Af áðurnefndri grein Guðrúnar mætti ætla, að dagskrártillögur væru mikilvægur mælikvarði á pólitíska virkni og málefnalega vinnu borgarfulltrúa. Þeir sem þekkja til mála vita þó betur. Langflestar tillögur í borgarstjórn Reykjavíkur eru ræddar undir fundargerðum borgar- ráðs, en þá hafa tillög- urnar oft verið fluttar áður í hinum ýmsu nefndum borgarinnar. Einnig hafa tillögur verið fi-umfluttar á fundum borgarstjórn- ar án þess að vera undir sérstökum dag- skrárlið, t.d. tillaga borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um héraðslæknisembætt- ið í Reykjavík á fundi borgarstjórnar 5. jan- Ólafur F. úar 1995. Sú tillaga Magnússon var lögð fram undir fundargerð borgar- ráðs frá 20. desember 1994. Forseti borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, veit þetta mætavel. Hún veit það líka, að nýlega gerðu fulltrúar R-listans tillögu sjálf- stæðismanna um breikkun Gullin- brúar að sinni. R-listinn hafði fellt sams konar tillögu í skipulags- nefnd níu mánuðum áður. Þannig finnst Guðrúnu Ágústsdóttur og fé- lögum hennar í R-listanum ágætt að leita í smiðju borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þegar hentar en saka síðan sjálfstæðismenn um að leggja ekki fram neinar tillögur í borgarstjóm! Langflestar tillögur í borgarstjórn, segir Qlafur F. Magnússon, eru ræddar undir fund- argerðum borgarráðs. Guðrún Ágústsdóttir talar mikið um hlutverk „stjórnar" og „stjórn- arandstöðu" í borgarstjórn. Sem betur fer starfa kjörnir fulltrúar í nefndum borgarinnar oft saman að því, að bæta hag og öryggi borgar- búa, án tillits til þess hvort þeir eru í „stjórn“ eða „stjórnarand- stöðu“. Þannig starfaði t.d. um- ferðarnefnd borgarinnar, þar til hún var lögð niður í lok ársins 1996 og sameinuð skipulagsnefnd. Þær tillögur, sem undirritaður flutti í umferðarnefnd voru yfírleitt sam- þykktar samhljóða. Sumar þessara tillagna eru í dag komnar á fram- kvæmdastig eða fullunnar. Dæmi um það er nýleg framkvæmd til að tryggja öruggar gönguleiðir yfir Bústaðaveg vestan Grensásvegar, á móts við Gróðrarstöðina Grænu- hlíð. Mesta umbun kjörinna full- trúa er oft sú, að sjá miklilvæg mál fá framgang. Mér þykir rétt að rifja upp ástæðuna fyrir gagnrýni Guðrúnar Ágústsdóttur og félaga hennar á sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Sjálfstæðismenn fluttu um það til- lögu í borgarstjórn af mjög svo gefnu tilefni, að borgarfulltrúar settu sjálfum sér sömu reglur og öðrum varðandi takmörkun á reykingum í borgarstjórnarhús- inu. Viðbrögð vinstri manna í borgarstjórn við tillögu sjálfstæð- ismanna um að borgarstjórn Reykjavíkur skyldi vera reyklaus vinnustaður einkenndust af gríni og útúrsnúningum og alls engri málefnalegri umræðu! Þessu var síðan fylgt eftir með því að gefa í skyn, að sjálfstæðismenn flyttu engar markverðar tillögur í borg- arstjórn Reykjavíkur, sem er fjarri sanni. Borgarfulltrúar R-Iistans hafa kosið að svara málefnalegri tillögu okkar sjálfstæðismanna í borgar- stjórn með villandi umræðu um störf borgarfulltrúa. Eg vona að með framansögðu hafi tekist að varpa réttu ljósi á störf og tillögu- flutning kjörinna fulltrúa Reykvík- inga, sem fela í sér annað og meira en pólitískar skylmingar „stjórnar" og „stjórnarandstöðu". Höfundur er læknir og varaborgar- fuUtrúi í R eykjavík. Þessi tillaga birtist hér í blaðinu 22. maí 1994, og hún er endur- prentuð í bók minni Síðustu forvöð (1995, bls. 75-76). Nærri má geta, að tillaga Ingibjargar Sólnínar og þeirra var ekki samþykkt í þinginu. Enn eru tölur um afskriftir banka og sjóða ekki aðgengilegar á einum stað, sannarlega ekki í Hagtölum mánaðarins, þar sem þær ættu þó heima til aðhalds og áminningar innan um aðrar helztu staðtölur um íslenzk efnahags- mál. Nei, áhugamenn um málið þurfa held- ur að hafa fyrir því að grafa þessar tölur upp úr frumgögnum á víð og dreif í hvert skipti, sem málið ber á góma, en þeir hafa þó, sumir a.m.k., þ.á m. ég sjálfur, notið góðfúslegi'ar aðstoðar Seðlabankans í þessu skyni. Síðasta eftir- grennslan mín leiddi í ljós, að árin 1987-1996 voru afskriftir tap- aðra útlána 67 millj- arðar ki'óna. Eg nefndi þetta í hátíðaiTæðu í Háskóla Islands á fullveldisdaginn 1. desember s.l. og aftur hér í Morgunblaðinu 18. janúar og sagð- ist þar sjá fyrir mér viðbrögðin, sem það vekti t.d. í Danmörku eða Svíþjóð, ef stjórnvöld þar yrðu ber að því að bera ábyrgð á, að bankar og sjóðir hefðu tapað jaftmrði einnar milljónar króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það er einmitt fjárhæðin, sem hefur farið í súginn í banka- og sjóðakerfinu hér heima síðan 1987, enda þótt gjafakvóti hafi verið notaður í stór- um stíl til að breiða yfir brestina. I ljósi nýrra upplýsinga um áfram- haldandi afskriftir leyfði ég mér að ítreka tillögu mína um opinbera rannsókn. Þessir 67 mOljarðar eru raun- venilegt tap og engin reiknings- brella. Þetta er fé, sem sumum við- skiptavinum bankanna var afhent, en þeir skiluðu ekki til baka. Eg efa þó ekki, að viðtakendur fjárins hafi notið þess vel. Fólkið í landinu ber skaðann og á eftir að bera hann lengi enn m.a. með því að greiða óeðlilega háa vexti af útlán- um og fá óeðlilega lága vexti af innlánum. Nú hafa tveir embættismenn Seðlabankans birt langa grein um afskriftir lánastofnana eins og í andmælaskyni hér í blaðinu (19. febrúar). Þar staðfesta þeir þó töl- ur mínar og tímasetningar í einu og öllu, enda átti ég ekki á öðru von, því að ég fékk upplýsingarnar allar í Seðlabankanum; þetta eru opinber gögn. Mér kemur það þess vegna svolítið á óvart (og þó ekki), að þeir skuli ljúka gi'ein sinni með brigzlum um „vanþekkingu“ og „þráhyggju", þótt ég sé að vísu orðinn vanur þvílíkum málflutningi úr Seðlabankanum ekki síður en t.a.m. úr herbúðum þeirra, sem stýra landbúnaðarmálum þjóðar- innar, enda ei'u þetta svo að segja sömu mennirnir. Eg er allavega hættur að þekkja þá í sundur. Þetta sýnist mér þar að auki vera vottur um það, að hnignun Seðlabankans undanfarin ár sé ekki bundin við stjórnmálamenn- ina í bankastjórninni, heldur virð- ist skemmdin vera byrjuð að breiðast út í embættismannahóp- inn. Við þessu var að búast. Þessi smithætta er ein af mörgum brýn- um ástæðum þess, að seðlabankar þurfa að vera óháðir stjórnmála- mönnum, en jafnframt ábyrgir gagnvart almenningi, ekki síður en t.a.m. dómstólar, fjölmiðlar og há- skólar. Höfundur er prófessor.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.