Morgunblaðið - 07.03.1998, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.03.1998, Qupperneq 44
y 44 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BJARNI ÞÓRÐARSON + Bjarni Þórðar- son var fæddur á Reykjum á Skeiðum 1. apríl 1914. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 1. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. 19.2. 1879 í Sandlækjar- koti í Gnúp., d. 15.11. 1980, og Þórður Þor- steinsson, f. 9.7. 1877 á Reykjum á Skeið- um, d. 26.3. 1961. Bjarni var sjötti í röð þrettán systkina. Hann bjó alla sína ævi á Reykjum á Skeiðum og stundaði þar bú- skap. Hinn 26.12. -1948 giftist Bjarni Sigurlaugu Sigurjónsdóttur, f. 20.9. 1926 í Hraunkoti í Gríms- nesi, og eignuðust þau sex börn. Þau eru: 1) Magnea, skólaliði á Selfossi, f. 2.11. 1948, gift Böðvari Guðmundssyni, skóg- fræðingi, f. 20.7. 1949, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 2) Kristjana, f. 8.2. 1950, d. 4.6. 1957. 3) Guðrún, hjúkrunar- fræðingur, f. 12.5. 1951, gift Árna Svavarssyni, teppa- hreinsunarmanni, f. 11.5. 1953, og eiga þau tvö börn. 4) Þór- dís, leikskólakenn- ari, f. 31.8. 1953, gift Ara Einarssyni, bú- fræðingi, f. 6.3. 1950, og eiga þau eitt barn. 5) Sigrún Ásta, garðyrkjufræðingur, f. 7.5. 1955, gift Hauki Haraldssyni, bú- fræðingi, f. 21.7. 1956, og eiga þau þrjú börn. 6) Rúnar Þór, bú- fræðingur, f. 7.10. 1956, kvæntur Ingibjörgu Pálsdóttur, hús- freyju, f. 21.3. 1960, og eiga þau þijú börn. títför Bjarna fer fram frá Skál- holtskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elskulegur tengdafaðir minn Bjarni Þórðarson á Reykjum er , látinn og þar með er farinn einn L ljúfasti og þægilegsti maðurinn sem ég hef hitt um ævina. Það verður að vera annarra að rekja ævisögu þessa merka bónda frá fæðingu hans til þessa dags. Ég vil hins vegar leyfa mér að draga hér nokkur minningarbrot fram í dags- ljósið sem mér koma í hug á þess- um tímamótum og rifjast upp við 23 ára samskipti við hann. Það voru erfið spor fyrir mig borgar- barnið að ganga á fund tilvonandi tengdaföður og móður sumarið — 1975, en þá kom ég í fyrsta sinn á torfuna á Reykjum. Þessi ótti minn reyndist reyndar aiveg óþarfur því mér var ákaflega vel tekið af bæði Bjarna og Sillu. Það er mér í fersku minni hversu skilyrðislaust Bjarni tók mér, er við ræddum saman í fyrsta sinn en ekki lengi, því fljótlega var tekið til hendinni við heyskapinn sem var fjörlegur á þessum tíma enda var heyjað sam- eiginlega á bæjunum þremur og mikið af fólki. Bjami Þórðarson var handlaginn, vinnusamur og ákaflega hlýr í við- móti öllu. Það var einhver sérstakur blær á öllu hans fasi og hver sá er átti fund með honum fann það. Þetta varð til þess að börn sóttu til hans og ég er viss um að allir þeir vinnumenn sem hann hafði hjá sér í gegnum tíðina hafa fundið þetta líka. Þá var hann sérlega laginn og þolinmóður við dýrin sem hlýtur að hafa komið sér vel fyrir bóndann. Bjami gerði ekki tilkall til þess að stjórna, hann var hinsvegar þessi þögli stjómandi sem smitaði út frá sér með vinnusemi til annarra. Þetta var sérstakur styrkur hans. Bjami var handlaginn eins og fyrr sagði og eitt af verkum hans ásamt annarra má sjá í landi Reykja en það em Reykjaréttir. Réttirnar vora allar endurbyggðar fyrir nokkrum árum í upprunan- legri mynd, stein fyrir stein. Bjarni var fenginn til þess að vinna að þessu verki á sínum tíma. Þá má geta sér til að hans stóra og kröft- ugu hendur hafi þar komið að góð- um notum. Hin hliðin á Bjama var að hann var félagslyndur fjölskyldumaður og hafði yndi af því að skemmta sér. Hann naut sín allra best með vinum og vandamönnum og þá gjarnan syngjandi. Oft fann ég fyr- ir þessari glettni hans, til að mynda einu sinni sem oftar þegar öll fjöl- skyldan var að fara á sveitaball. Silla og dæturnar voru allar svo uppteknar að hafa sig til og Rúnar og við tengdasynirnir einnig. í miðjum hamaganginum stóð Bjarni úti á gólfi og sagði þessi fleygu orð: „Hver lætur mig standa hér óklæddan." Þetta varð til þess að dætur hans flykktust að honum til að aðstoða hann við að klæða sig. Þá glotti Bjarni til mín. Ekki var þetta vegna þess að hann gat það ekki sjálfur, heldur er ég viss um að honum þótti gott að finna fyrir því að hann tilheyrði þessari fjöl- skyldu. Þegar stór fjölskylda lifir í svona miklu návígi þá eðlilega gengur á ýmsu en aldrei minnist ég þess að hafa séð Bjarna skipta skapi. Það var einfaldlega ekki hans háttur. Þegar árin færðust yfir og Rúnar tók við búinu þá dró Bjarni sig hægt og rólega til hlés þótt hann fylgdist grannt með syni sínum, enda átti búskapurinn hug hans allan. Hin Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein- ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. síðustu ár þegar enn dró af þreki hans tók hann sér gjarnan bók í hönd eða þá að hann fylgdist vel með íþróttum í sjónvarpi. Það má kannski segja að hann hafi snúið hlutverkunum við. Áður fyrr dró hann að sér unga fólkið með viðmóti sínu og athafnasemi, en endaði á því að dragast að unga fólkinu og íþróttum, eða þar sem lífið og fjörið var. Með þessum örfáu línum vil ég minnast Bjarna Þórðarsonar með söknuði og um leið þakklæti fyrir þau kynni sem ég hafði af honum. Ég veit að margir munu syrgja vandaðan og hlýjan mann. Sigur- laugu og öllum öðram aðstandend- um vil ég votta mína dýpstu samúð og bið æðri máttarvöld að styrkja þau og styðja á erfiðum dögum. Árni Svavarsson. Ó, ást sem faðmar allt! í þér minn andi þreyttur hvílir sig, þér fús ég offra öllu hér, í undradjúp þitt varpa mér. Þín miskunn lífgar mig. Ó, fagra lífsins Ijós, er skin og lýsir mér í gleði og þraut, mitt veika skar það deyr og dvin, ó, Drottinn minn, ég flý til þín, í dagsins skæra skaut. (Þýð. Sveinbj. Sveinsson.) Við frændsystkinin á Reykjum erum alin upp sem í einni fjöl- skyldu þar sem bræðurnir Bjarni, Ingvar og pabbi bjuggu í þríbýli á Reykjum. Hver þeirra hafði sitt bú, en heyskapur og ýmis önnur verk voru unnin í samvinnu. Við lærðum að vinna með þeim öllum. Þú, Bjarni, varst vinnusamur og jafnframt kröfuharður um að öll verk væru samviskusamlega unnin. Það var alveg ótrúlegt hvað þú um- barst okkur, því ekki var hugurinn alltaf við vinnuna þegar við voram mörg saman. Þú varst glaðsinna maður og hafðir gaman af því að vera með fóiki í leik og starfi á meðan heilsa og þrek leyfðu. Söng- elskur varst þú og hafðir sérstak- lega gaman af því þegar fólk kom saman og tók lagið. Þú hafðir góða tenórrödd. Minnist ég eins réttar- dags að við vorum stödd vestri, en svo kölluðum við heima hjá ykkur Sillu, og var sungið í nokkuð hárri tónhæð að þér varð að orði. „Ætlið þið alveg að sprengja mig gamla manninn?" En þú, Bjarni, stóðst fyrir þínu. Það var mikið lán fyrir þig að Sig- urlaug Sigurjónsdóttir kom til for- eldra minna sem kaupakona. Þið ragluðuð saman reytum ykkar og hófuð búskap á loftinu vestrí hjá afa og ömmu. Ykkur varð sex barna auðið, en misstuð eina dóttur ykkar af slysfóram í æsku. Það var ykkur erfið lífreynsla. Það var svo ykkar happ að þegar dró að starfslokum tóku Rúnar og Inga við búinu hjá ykkur. En þú gast áfram sinnt ýms- um léttum störfum við búskapinn, gefið kindunum í gamla fjósinu og farið niður í fjós og sópað hjá geld- neytunum og gefið þeim. Það átti ekki við þig að vera í iðjuleysi. Stundum komst þú til mín í kaffi fyrir hádegi og sagðir þá: „Ég á svo sem ekkert erindi núna.“ Við sátum svo og spjölluðum um daginn og veginn yfir kaffibolla. Ég vil svo að lokum þakka þér sérstaklega fyrir hvað þú komst oft yfir til pabba síðustu árin sem hann lifði. Hann lá fyrir en þú sast hjá honum og höfðuð þið alltaf um nóg að tala, hvort heldur var um daglegt líf, búskap eða gamla daga. Bjarni virtist sáttur við að þessari jarðvist væri að ljúka. Ég vil fyrir hönd mömmu, systk- ina minna og fjölskyldna þakka þér, Bjarni, fyrir allt. Og þér, Silla mín, og fjölskyldu þinni vottum við okkar dýpstu samúð. Bergljút Þorsteinsdóttir. I dag kveðjum við föðurbróður okkar Bjarna Þórðarson, bónda frá Reykjum á Skeiðum. Nú era farnir tveir af gömlu bændunum á Reykj- um, sem voru fastastæðan í upp- vexti okkar frændsystkina á hlað- inu. Bjarni var vinnunnar maður og vildi ekki vera eftirbátur annarra. Hann gekk ungur að slætti í kappi við eldri bræður sína. Það kom snemma í ljós að líkamlegt atgervi hans og hreysti var óvenju mikið og var af mörgum talinn hafa verið sterkasti maður á Suðurlandi. Á yngri árum var Bjarni reyndar þekktur aflraunamaður og var gjarnan valinn til að verja sóma sinnar sveitar á því sviði. Jafnvel á efri árum stóð hann yngri mönnum fyllilega á sporði í erfiðisvinnu, eins og kom svo vel í ljós við endur- hleðslu Reykjarétta í kringum 1980. Framan af ævi var Bjarni mest 1 foreldrahúsum, vann við búskapinn og fór á vertíðar eins og ungir menn gerðu gjarnan á þeim tíma. Hann var kominn á fertugsaldurinn þegar Silla kom sem kaupakona að Reykj- um, kát og fjörag. Þau felldu hugi saman og settust í búið hjá afa og ömmu. Bjarni hafði einstakt lag á skepnum, hændi þær að sér og kenndi þeim meira en flestir höfðu lag á. Hann sá einnig um að gera við vélarnar á bænum, sem óneitanlega mæddi mikið á í hita leiksins um há- bjargi-æðistímann. Bjarni hafði ákveðnar skoðanir sem byggðust á hefðbundnum ís- lenskum gildum fyrri tíma. Oft átt- um við fjörugar samræður við hann um lífið og tilverana. Hann sneri gjarnan á okkur með beinum tilvitn- unum til náttúrannar, þegar við ungar og ákafar reyndum að leiða hann í allan sannleika um breytt hlutverk kynjanna. Eitt sinn sagði hann þessa fleygu setningu: „Reyn- ið þið, stelpur mínar, að venja lamb undir hrút!“ Bjarni hafði lag á að gera sér dagamun. Hann kunni vel að meta gleðskap, og oft nötraði gamla húsið á Reykjum af söng á réttardaginn. Á slíkum stundum brosti Bjarni frændi gjarnan breitt. Við kveðjum Bjarna föðurbróður okkar og vitum að hann var sáttur við að fara, sá lítinn tilgang í þessari jarðvist, svo ónýtur til verka sem hann var orðinn. Við sendum Sillu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabarni innilegustu sam- úðarkveðjur. Erna, Guðrún, Steinunn og Sveinn Ingvarsbörn. Áfram líður tíminn, já, árin líða fljótt og undrandi við Eum oft til baka. Við höfum marga perlu í minnissjóðinn sótt og minningarnar bjartar völdin taka. Pað er gott að vermast við vináttunnar bál, já, verma sig við hlýjar andans glæður. Þá er engu líkara en þögnin fái mál þá fínnum við að drottinn öllu ræður. (Hörður Zóphaníasson.) Látinn er góður vinur minn, bóndinn Bjarni Þórðarson á Reykj- um á Skeiðum. Ég eignaðist hann Bjarna að vini, þegar ég 13 ára gömul réð mig í kaupavinnu til þeirra hjónanna Sigurlaugar Sigur- jónsdóttur frænku minnar og Bjarna fyi’sta búskaparárið þeirra. Hjá þeim var ég síðan öll sumur fram að tvítugsaldri. Öll árin síðan höfum við haft mikil og góð sam- skipti. Þegar ég giftist var Hilmar, maðurinn minn, kallaður fyrsti tengdasonur þeirra. Seinna, þegar okkar börn komu var fljótlega farið með þau í sveitina og hjá Sillu og Bjarna á Reykjum fengu þau öll að dveljast í lengri eða skemmri tíma og þar kynntust þau dýrunum og sveitastörfunum. Bjarni fæddist á Reykjum og þar bjó hann alla sína ævi. Hann fór að vísu nokkrar vertíðar á sjó og tvo vetur stundaði hann nám við Laug- arvatnsskóla. Við lát Bjarna hrann- ast upp minningar frá árunum mín- um hjá þeim hjónum. Bjarni var góður húsbóndi og bamgóður mjög. Börn þeirra Sillu og Bjarna fædd- ust eitt af öðru árin sem ég var hjá þeim og finnst mér ég eiga svolítið í þeim öllum. Börnin eru : Magnea, Kristjana, Guðrún, Þórdís, Sigrún Ásta og Rúnar Þór. Kristjana drakknaði í Reykjahvernum aðeins sjö ára gömul. Það var okkur öllum mikið áfall. Rúnar Þór hefur tekið við búinu af foreidrum sínum. Bjarni var sérlega laginn að tala við börn og unglinga og í endur- minnmgunni fmnst mér hann hafa kennt mér margt. Hann sýndi okk- ur börnunum og unglingunum alltaf virðingu og traust og hef ég reynt að líkjast honum í mínu starfi. Á Reykjum var margbýlt á þess- um áram. Bræðurnir Þorsteinn, Bjarni og Ingvar bjuggu þar, hver með sína fjölskyldu. Foreldrar þeirra, Guðrún og Þórður, bjuggu þar einnig með bömum sínum, Vil- hjálmi og Sigríði. Laufey Ása dóttir þeirra kom á hverju sumri til að vinna við heyskapinn. Við dvöldum líka þarna sumar eftir sumar sömu unglingarnir svo vel hefur okkur líkað vistin. í dag er næsta kynslóð Reykjaættarinnar tekin við búunum að mestu leyti. Það var oft margt fólk úti á túni við heyskapinn á góðviðrisdögum því þá heyjuðu allir bændurnir sam- an. Eins og nú var oft gestkvæmt á Reykjum og mörgum gestanna fannst gaman að grípa í hrífuna. Var þá stundum verið að kasta fram fyrri pörtum og botna vísur meðan verið var að rifja stóra flekkina. Bjami var fróður maður og fylgd- ist mjög vel með. Hann las bækur í frístundum sínum og hafði mest gaman af þjóðlegum fróðleik og bókum um náttura landsins. Hann var mjög snyrtilegur í umgengni við búið sitt og var alltaf að hlúa að dýr- unum og dytta að hlutunum í kring- um sig. Handverk hans sjást víða, m.a. var hann fenginn til að vinna við upphleðslu Skeiðarétta á 100 ára afmæli þeirra. Við Hilmar og börnin okkar þökkum Bjarna fyrir vináttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Sillu og allri fjölskyldunni sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Bjarna kveðjum við með þessum erindum eftir Snon-a Hjart- arson: Blessað veri grasið sem grær kringum húsin bóndans og les mér ljóð hans, þrá og sigur hins þögula manns. Blessað veri grasið semgræryfirleiðin, felur hina dánu friðiogvon. Blessað veri grasið, blessað vor landsins. Þórdís Katla Sigurðardóttir. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesú í þína hönd síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pétursson.) Ég á fjölda minninga um hann afa minn og nú þegar hann er látinn rifjast upp fýrir mér margar af þeim góðu stundum sem ég átti með honum. Afi leyfði manni alltaf að vera með sér og iðulega trítlaði lítil mannvera á eftir honum út í fjós eða fékk að fara með í fjárhúsin að gefa. Þar fékk hún ábyrgðarmikið starf hverju sinni, að passa að ekki flyti upp úr vatnsdöllunum, sópa saman moði eða standa fyrir ef skilja þurfti tvær eða þrjár kindur frá hinum. Það gat nú gengið brösótt því þær voru stundum svo frekar og ákveðn- ar að stelpuhnokkinn lá stundum eftir á fjárhúsgólfinu. Þá var bara að reyna aftur. Þetta var nú ekki alltaf eintóm sæla og það kom fyrir að tár runnu niður kinnarnar sem voru strokin burt í flýti með hönd- um eða úlpuerminni og kom afi þá til hjálpar. Afi hafði gaman af öllum dýrum. Hann gældi við þau, klóraði og strauk og stundum fengu þau eitt- hvað gott hjá honum úr lófa. Það eru forréttindi að fá að umgangast afa sinn eins og ég fékk. Hann kenndi mér meira en ég hafði gert mér grein fyrir og það nýttist mér oftar en ég hafði hugsað út í. Ég syrgi afa minn og fátt fær mig huggað. En með tímanum mun sorg víkja fyrir söknuði og þá er gott að eiga minningar til að gleðja sig við, því þær tekur enginn frá okkur. Guð geymi hann afa minn. Kristjana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.