Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.03.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR HELGIGÍSLASON + Guðmundur Helgi Gíslason, Völlum, Garði, var fæddur á Brekku í Garði 7. október 1926. Hann lést á Sjúkrahúsi Keflavík- ur 25. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru: Ingibjörg Þorgerður Guð- mundsdóttir, f. 3.8. 1898 á Brekku í _ Garði, d. 28.9. 1936 og Gísli Matthías Sigurðsson, bóndi, f. 13.7. 1895 í Reykja- vík, d. 7.7. 1982. Þau hjónin bjuggu í Miðhúsum, Garði. Systk- ini hans voru: 1) Jóhanna Guðný, f. 24.6. 1920, d. 20.7. 1923. 2) Þór- ir Guðmundur, f. 1922, d. 14.11. 1923. 3) Guðmundur Jóhann Sveinn, f. 26.8. 1923. 4) Haraldur Helgi, f. 19.9. 1924, d. 27.4. 1974. 5) Þórhildur, f. 12.9. 1925. 6) Svava, f. 1.12. 1927. 7) Alla Mar- grét, f. 28.12. 1928. 8) Ingibjörg, f. 13.1. 1930. 9) Reynir, f. 20.4. 1931. 10) Magnús, f. 5.8.1932. 11) Eyjólfur, f. 28.4. 1934. 12) Ingi- björg Anna, f. 15.6. 1935. 13) Stúlkubarn, f. 28.9. 1936, d. 28.9. 1936. Hinn 22. desember 1950 kvæntist Guðmundur Helgi Guð- flnnu Jónsdóttur frá Miðhúsum í Garði, f. 30.1. 1925. Foreldrar hennar voru: Marta Jónsdóttir frá Einholti 1 Biskupstungum, f. 16.11. 1902, d. 3.2. 1948 og Jón Guðlaugur Kristinn Eiríksson, útvegsbóndi, frá Meiðastöðum í Garði, f. 25.10. 1902, d. 14.12. 1983. Guðmundur Helgi og Guð- finna bjuggu á Völlum í Garði. Börn þeirra eru: 1) Marta, f. 17.9. 1950, kennari, gift Kjart- ani Steinbaeh raf- magnstæknifræð- ingi, f. 16.12. 1949. Börn þeirra eru: Karólína, f. 13.4. 1974, Brynjar, f. 29.1. 1979, og Örvar, f. 6.8. 1993. 2) Ingi- björg Jóhanna liús- móðir, f. 9.12. 1951, gift Ólafi Erni Ing- ólfssyni hagfræð- ingi, f. 9.6. 1951. Barn þeirra er Hrund, f. 6.5. 1985. 3) Jón, f. 14.3. 1953 plöntulífeðlisfræðingur, kvæntur Jónínu Margréti Sæv- arsdóttur, myndlistarmanni og kennara, f. 7.8. 1954. Börn þeirra eru: Þórleifur, f. 14.11. 1975, og Þöll, f. 12.10. 1978. 4) Sigrún, f. 3.8. 1955, sagnfræðingur, gift Einari Inga Magnússyni sálfræð- ingi, f. 6.10. 1953. Börn þeirra eru: Guðmundur Helgi, f. 9.11. 1980, Magnús Sigurjón, f. 13.7. 1982, Þorleifur, f. 23.3. 1989 og Atli Þór, f. 3.5. 1993. 5) Þorleifur Stefán, 1.2. 1957 líffræðingur, kvæntur Ingibjörgu Sigurðar- dóttur kennara, f. 21.7. 1957. Börn þeirra eru: Sigurður James, f. 20.12. 1980, Elín, f. 21.7. 1984, Kári, f. 21.7. 1984, Bjarki, f. 22.3. 1993 og Bjartur, f. 5.1. 1995. Guðmundur Helgi starfaði við bústörf og sjómennsku framan af og sem verkamaður hjá Islensk- um aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli fram til ársins 1988. Utför Guðmundar Helga fer fram frá Útskálakirkju, Garði, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Mamraa, segðu okkur sögur frá því þegar þú varst lítil," eru yngri synir mínir vanir að segja þegar lagst er til hvflu að kvöldi. Og oftar en ekki þurfti að segja frá afa; það var nefnilega svo ótrúlegt að afí hefði getað þetta og hitt í gamla daga, og þeir vildu heyra meir og meir. Þeir höfðu þekkt afa sinn alla sína tíð með súrefniskútinn í eftir- dragi og því ótrúlegt að hann hefði nokkum tíma verið öðruvísi. En þrátt fyrir þær hömlur var lundin svo ljúf að hann laðaði að sér ung- viðið, tók upp greiðuna sína greiddi hár á höfði, stakk tyggigúmmíi upp í litla munna, gantaðist, lét pening í vasa, hafði böm í fangi og skildi og skynjaði þarfir þeirra svo vel. Aldrei mátti mismuna eða misbjóða þeim. Einhverju sinni birtist hann með nýtt bamahjól. Jú, eitt barna- barnið hafði aldrei fengið nýtt hjól og úr því vildi hann bæta. Þannig var pabbi, fjölskyldan var honum allt og fyrir hana lifði hann. Hann kaus að veita, þá var hann sæll. Já, þegar ég var lítil og pabbi gat allt, það vildu börnin nú heyra. Þegar pabbi tók sumarfrí, þá viss- um við að sumarið og sólskinið var komið. Nú var hægt að fara að slá og störfín voru stórra og smárra. Við vorum ekki há í loftinu þegar við fengum þá virðingarstöðu að ganga á eftir sláttuvélinni og sparka slægjunni frá óslægjunni, svo að ljárinn ætti greiðan aðgang að næsta „hring“ og ekki þyrfti að stoppa. En þegar þess reyndist GUÐJÓN HALLDÓRSSON + Guðjón Halldórs- son fæddist í Reykjavík 5. júní 1915. Hann lést á Landakotsspítala 18. febrúar síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Fossvogs- kirkju 26. febrúar. Foreldrar Guðjóns voru Halldór Sigurðs- son úrsmiður, ættaður úr Rangárþingi, og kona hans, Guðrún Ey- mundsdóttir, ættuð úr Vopnafirði. Að loknu bamaskóla- námi réðst Guðjón starfsmaður í banka og vann á þeim vettvangi síð- an meðan aldur leyfði. Hann hófst fe- þar til mannvirðinga og trúnaðar og varð skrifstofustjóri og seinna að- stoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs ís- lands. Naut hann álits og trausts yf- irboðara sem viðskiptavina enda prýðilega verki farinn, skrifaði gull- fallega rithönd og var allra manna háttprúðastur og samviskusamast- ur. Guðjón kom og mjög við sögu í ■» félagslífí bankamanna. Skólaganga Guðjóns Halldórssonar reynd- ist stutt, en að henni lokinni varð hann sér úti um ágæta menntun með tímakennslu og sjálfsnámi. Hann var ritfær vel og hagorð- ur, las mikið og eign- aðist stórt og vandað bókasafn sér til fróð- leiks og skemmtunar. Af fagurbókmenntum las hann einkum ljóð, og var Stefán frá Hvítadal eftirlætis- skáld hans alla tíð. Hann unni og leiklist og myndlist en þó sér í lagi tónlist. Munu kunnugii- einróma um hversu listrænn og smekkvís hann var og geðfelldur í samskipt- um. Guðjón Halldórsson var ekki mikill á velli, fremur lágur vexti og grannur, en hann eins og stækkaði í fjölmenni, sviphreinn og fagur- eygur, mæltur manna best í ræðu og lestri og söngmaður góður. Hann var alvörugefinn, stilltur og hófsamur en gerðist léttur í skapi ekki þörf var klifrað upp á traktor- inn, sest hjá pabba og tekið í stýrið með sælubros á vör. Og allar frí- stundir vildi hann eiga með okkur. Hann kenndi okkur öllum að tefla og alltaf var hægt að hlaupa til hans og biðja um aðstoð í hverju sem var. Svo uxum við systkinin úr grasi og við hlutverki okkar í hey- skap tóku frændur og frænkur, þá nágrannabörnin og loks barna- börnin. Hvenær sem pabbi var á traktornum sást lítið andlit ein- hvers staðar í nánd, sem fylgdi honum svo inn í kaffi. Allt var gert að leik, ekkert þras og fjas. Fjöl- skyldulífið gaf honum allt. Hann mundi tímana tvenna og vissi hvað það var að standa aleinn. Ef til vill þess vegna hafði hann ríka þörf fyrir að skapa stórt og líflegt heimili, því auk fjölskyldunnar, dvaldi annað fólk á heimilinu, af ýmsum ástæðum, í lengri eða skemmri tíma. AJlt slíkt þótti sjálf- sagt, þótt róðurinn hafi oft verið þungur. Hann ólst upp í Miðhúsum, Garði. Foreldrar hans voru Gísli Matthías Sigurðsson úr Reykjavík og Ingibjörg Þorgerður Guðmunds- dóttir frá Brekku í Garði. Þau eign- uðust 14 börn. Tvö elstu bömin dóu með stuttu millibili, er þriðja bamið var nýfætt. Síðan komu þau hvert af öðru og var pabbi fjórða elsta barn þeirra sem lifðu. Tóku þau öll snemma virkan þátt í hinu daglega amstri og í stað þeirrar tækni sem við þekkjum nú gegndu hestarnir því hlutverki og nautið „Geysir“ var tamið og notað til ýmissa þarfa- verka, m.a. beitt fyrir plóg. Allt gekk sinn vanagang þar til að ógæf- an dundi yfir. Amma deyr af bams- fómm ásamt nýfæddu barni frá 11 litlum börnum og eiginmanni, að- eins 38 ára gömul. Þá var elsta barnið aðeins 13 ára gamalt. Langamma, Jóhanna Sólveig Hern- itsdóttir, móðuramma barnanna, kom þeim til hjálpar en tveimur ár- um síðar kom annað áfall: Berklar. Pabbi var fluttur helsjúkur með brjósthimnubólgu á St. Jósefs spít- ala í Hafnarfirði. Samtímis kom í ljós að afi var með berkla og þurfti að leggjast á Vífilsstaðaspítala. Þar af leiðandi leystist heimilið upp og yngstu börnunum, sem ekki höfðu sýkst, var komið fyrir á öðrum heimilum í Garðinum. A spítalanum i Hafnarfirði lá pabbi svo máttfar- inn að mánuðum saman sté hann vart fram úr rúmi. Þar var hann al- einn og yfirgefinn, lítill drengur og óviss um alla sína framtíð enda tæpast hugað líf. Smám saman náði hann sér þó á strik og var hann þá fluttur á Vífilsstaðaspítala. Þar náði hann að styrkjast líkamlega og andlega en annað lunga hans hafði og glaður í bragði á vinafundi. Víst var hann stundum einþykkur og alltaf staðfastur og róttækur, en framganga hans og atferli ein- kenndist af kurteisi og siðfágun. Hygg ég leitun á betra dreng, ein- lægari og raunsannari en Guðjóni Halldórssyni. Við Guðjón kynntumst fyrir röskum sextíu árum og urðum strax aldavinir. Treystust þau bönd einnig við það að konur okkar voru jafnaldra stöllur og skólasystur af Snæfellsnesi. Sennilega hefur Guð- jón verið mér nálægastur og hug- þekkastur allra vandalausra manna. Ekkja Guðjóns Halldórssonar er Hallbjörg Elímundardóttir frá Hellissandi. Böm þeirra eru þrjú: Guðrún Margrét, Gylfi Már og Guðný Sigurlaug. Guðjón Halldórsson gekk í félag- ið Akóges í Reykjavík 26. febrúar 1951. Starfaði hann þar eins og best verður á kosið í 47 ár og vald- ist að lokum heiðursfélagi. Guðjón naut mikilla vinsælda félaganna í þessum margbreytta hópi. Hann unni Akóges af heilum hug og taldi sig jafnan eiga þeim félagsskap þakkarskuld að gjalda. Sárt er að sakna hans en gott að hafa þekkt slíkan mann og verið honum samferða. Helgi Sæmundsson. þó skaðast varanlega. Félagsskap- urinn var mikill og góður og sam- skipti milli sjúklinga, starfsfólks og lækna með ólíkindum jákvæður. Pabbi átti sér þó þann draum að einhvern daginn næði fjölskyldan saman á ný í Miðhúsum. En svo átti ekki eftir að verða. Það varð honum áfall, þótt segði hann fátt, er jörðin var seld, því þá fyrst átti hann hvergi heima. Afi átti eftir að verða lengi á Vífilsstöðum og gerðist þar vinnumaður, þegar hann hafði náð heilsu. Þar sem hugur hans allur var hjá sjúklingunum, lagði hann alla sína orku í að stytta þeim stundir og gleðja. Hann setti upp innanhússhljóðkerfi og spilaði plöt- ur fyrir sjúkiinga, sem segja má fyrstu einkavæddu útvarpsstöð á landinu. Þegar pabbi útskrifaðist af Vífils- stöðum, 15 ára gamall, eignaðist hann heimili hjá séra Eiríki Brynj- ólfssyni, presti á Utskálum í Garði og konu hans, Guðrúnu Guðmunds- dóttur frá Gerðum í Garði. Þau reyndust pabba afskaplega vel. Þar urðu líka fyrstu kynni hans af mömmu, Guðfinnu Jónsdóttur frá Meiðastöðum í Garði. Hún átti eftir að verða hans besti vinur og félagi út h'fið og standa sem klettur við hlið hans í gegnum öll hans veik- indi. Þau reistu sér hús í landi Meiðastaða og þar eignaðist hann fjölskyldu, sem hann hlúði að með svo undurblíðri lund. Hann lagði áherslu á mikilvægi menntunar og studdi börn sín heils huga til náms. Hann sjálfur hafði misst af því tækifæri. Þess í stað var sjálfs- menntun hans mikil; hann las mikið og fylgdist grannt með heimsmál- unum, var fjölfróður um menn og málefni og hafði unun af því að segja frá. Þótt pabbi gengi aldrei fyllilega heill til skógar hlífði hann sér aldrei við vinnu. Lengst af stundaði hann sitt aðalstarf hjá ís- lenskum aðalverktökum á Keflavík- urflugvelli. Auk þess tók hann tii- fallandi aukastörf til að drýgja tekj- ur heimilisins og ekki má gleyma tímaírekum og bindandi búrekstri, þótt ekki væri hann stór í sniðum, því á Völlum voru nokkrar mjólk- andi kýr í áratugi og vaxandi kart- öflurækt. Arið 1988 gaf hitt lungað sig og hann missti alveg heilsuna en þurfti þó ekki að dvelja langdvölum á sjúkrastofnunum, þótt hann hafi þyrft að fara þangað ótal sinnum. Heima við fékkst hann við margt eftir því sem heilsa og kraftar leyfðu. En aldrei var hann þó sælli en þegar hann fékk börn og barna- börn í heimsókn og það brást ekki að þótt við börnin kæmum færandi hendi, fórum við klyfjuð til baka. Þannig var það fram á hans síðasta dag. Elsku mamma, við öll söknum hans svo sárt en þinn missir er mestur. Og eins og þú sagðir sjálf áttir þú ekki þá hugsun sem hann vissi ekki um. Slíkt var ykkar sam- band. Það mun ylja þér. Guð blessi minningu hans. Sigrún. Elskulegur tengdafaðir minn er látinn. Mig langar í örfáum orðum að þakka fyrir hlýju og kærleik hans sem ég og mínir nutu frá fyrstu kynnum. Mummi, eins og hann var kallað- ur í fjölskyldunni, var hæglátur maður og dulur og flíkaði ekki til- finningum sínum, en hafði ríka kímnigáfu og oft brá fyrir stríðnis- glampa í augum. Hann var einstak- lega laghentur og allt lék í höndum hans og vinnusamur var hann alla tíð. Það sem þó skipti hann mestu máli var fjölskyldan, eiginkonan, börnin og tengda- og barnabörnin. Það leyndi sér ekki að þar fór mað- ur með hjarta út gulli. Börn úr öll- um áttum hændust að honum, þau fundu hlýju hans og í ófá skipti laumaði afi tyggjópakka eða góð- gæti í lófann. Og ekki gleymdi hann yngstu barnabörnunum. Allir áttu að vera jafnir. Oft var greiðan hans afa dregin upp úr vasanum og rennt blíðlega í gegnum mjúkt hár- ið á einhverri lítilli manneskju sem leitaði til hans. Mummi var afar stoltur af börn- unum og barnabömunum og gladd- ist yfir öllum afrekum þeirra, stór- um sem smáum, og fylgdist vel með lífi hvers og eins. Hann veitti okkur öllum ríkulega af ljúfmennsku sinni. Nú hefur lúinn líkami fengið hvfld og samfylgd okkar við Guð- mund Helga er lokið. Elsku Finný mín, ég kyssi þig og faðma. Missir þinn er sár en ljósið og ylurinn frá fallegum og björtum minningum um góðan mann munu geymast eins og glitrandi perlur í hugum ókkar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ingibjörg Sigurðardóttir. Elsku afi okkar. Fráfall þitt kom eins og reiðar- slag yfir okkur öll. Þú varst búinn að vera slappur í nokkur ár og við þökkum fyrir þau ár sem við höfð- um þig hjá okkur. Þú náðir að kynnast yngstu barnabörnunum og þau munu eflaust minnast þín sem afans með tyggjópakkana og greiðuna. Við eldri krakkarnir munu ætíð minnast þín með sökn- uði um góðan og yndislegan afa sem gerði allt fyrir okkur og sást til þess að allir fengju jafnt af öllu. Það var alltaf einn punktur sem við hlökkuðum til á sumrin en það var þegar við hjálpuðum þér og ömmu í heyskapnum og sátum á kerrunni. Við elstu fengum stund- um að sitja í fanginu á þér og stýra traktornum. Það voru yndislegir tímar. Þú varst mikill áhugamaður um íþróttir, það var ósjaldan sem þú sast uppi í kvistherbergi að horfa á hinar margvíslegu íþróttir í sjónvarpinu. Þú horfðir oft á okk- ur í fótbolta og hafðir gaman af. Það var synd að þú skyldir aldrei hafa getað stundað íþróttir sjálfur en þó upplifðir þú þær í gegnum okkur og sjónvarpið. Við gleymum aldrei sögunum, bröndurunum og prakkarastrikum sem þú sagðir okkur frá unga aldri. Ferðirnar út á Garðskaga voru alltaf eftirminni- legar þegar við lékum okkur í fjör- unni og sendum flöskuskeyti svo og ferðirnar út á bryggjuna til að dorga með þér. Þú varst alltaf til staðar og hugsaðir fyrst og fremst um alla aðra en sjálfan þig. Öryggi okkar var þér alltaf mikilvægt og við gátum alltaf leitað til þín ef eitthvað var að. Þú leyndir á þér og vissir alltaf meira en þú lést í ljós, hlustaðir og leyfðir okkur að tala. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Eg er svo nærri að hvert eitt ykkar tár, snertir mig og kvelur, þótt látinn þig mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug. Sál mín lyftist upp í mót til Ijóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Það er sárt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að sjá þig aft- ur eins og þegar þú stóðst alltaf úti á tröppum og vinkaðir þar til við vorum farin. Þú munt alltaf lifa í hjarta okkar og við vitum að þú munt vaka yfir okkur. Við vitum að þér líður betur núna eða eins og Kahlil Gibran sagði: „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns.“ Megir þú hvfla í friði. Fyrir hönd barnabarna þinna, Brynjar, Magnús, Guðmundur og Sigurður. Það var sárt að fá fréttir af and- láti svila míns, Guðmundar Helga Gíslasonar frá Völlum í Garði. Þótt við í fjölskyldunni höfum um árabil getað hvenær sem er átt von á slík- um fréttum af Mumma, eins og við kölluðum hann alltaf, snerti það okkur Rúnu djúpt að hann hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.