Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 07.03.1998, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASGEIR SALBERG KAR VELSSON + Ásgeir Salberg Karvelsson fæddist á Kýrunn- arstöðum 19. ágúst 1941. Hann lést á héimili sínu 23. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jens Karvel Hjartarson, bóndi á Kýrunnarstöðum, f. 13.9. 1910, og kona hans, Svava Jónea Guðjónsdóttir, kennari og hús- freyja, f. 20.8. 1903, d. 20. mars 1989. Ásgeir var elstur fimm systkina, þau eru: Hjördís, f. 15.11. 1942, Sigríður Guðborg, f. 13.6. 1944, Hrafnhildur, f. 7.6. 1945, Bjarni Ásberg, f. 26.12. 1946. Ásgeir var ókvæntur og barnlaus og bjó all- an sinn aldur á Kýrunnarstöðum. Útför Ásgeirs fer fram frá Hvammskirkju í Dölum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann Ásgeir á Kýrunnarstöðum er dáinn en ég á eftir að átta mig á því. Hann hefur bara alltaf verið parna í sveitinni á Kýrunnarstöðum og því hef ég aldrei leitt hugann að því að einn daginn yrði hann kannski ekki lengur þar þegar ég kæmi til að taka til hendinni við bú- störfin með honum. Nú er Ásgeir ekki lengur hér og þá er líklegast rétt að ég láti falla nokkur orð um leið og við kveðjum hann öll sömul. Sumt hefði ég mátt vera búin að segja og þá við hann sjálfan en nú er það að verða of seint svo ég segi það öllum hinum. Eitt er það atvik sem ég man vel eftir og met mikils. Það var dag einn þegar Ásgeir var að sá í ný- rækt og ég stuttur horfði á og lærði til búskapar. Við vorum bara tveir þarna á þessari nýrækt og höfðum flutt áburðinn og grasfræið á stað- inn í Land Rovernum. í miðju kafi við sáninguna kallar Ásgeir til mín út úr dráttarvélinni og segir að ég verði að færa Land Roverinn út fyr- ir girðinguna. Það fór einhver und- arleg tilfinning í gegnum mig allan því ég hafði aldrei keyrt bíl áður heldur bara horft á það gert. Þarna treysti Ásgeir mér fyrir því að keyra bflinn sinn þó svo ég hefði aldrei sýnt fram á það að ég gæti keyrt bíl. Ég kom bflnum út fyrir með glæsibrag og sjálfs- traustið hafði heldur betur aukist hjá stutta bílstjóranum. Gott vega- nesti það til allra verka og þess vegna þakka ég fyrir það traust sem mér var þama sýnt. Það er líka annað at- vik sem ég veit ekki hvort ég hef nokkum tímann þakkað Ásgeiri almennilega fyrir. Þegar ég kom í fyrsta skipti vestur með konuna mína hana Nad- ine, sem þá var einungis konuefni mitt, vildi Ásgeir endilega taka myndarlega á móti henni. Eitthvað vafðist kökubaksturinn fyrir honum og svo í þokkabót var konuefnið frönsk stúlka og því varð að tala annað mál en íslenska tungu. Það tókst honum svo eftirminnilega að mér finnst rétt að það viti það allir. Hann fór til Búðardals og keypti stóra rjómatertu. Mér hefði ekki sjálfum dottið neitt betra í hug, takk fyrir okkur. Ég verð annars að segja að þetta dæmi með rjómatertuna var svo sem ekkert einsdæmi. Ásgeir vildi nefnilega vera höfðinglegur og rausnarlegur og að sama skapi kunni hann að meta rausnarskap annarra. Honum varð tíðrætt um fólk og það var eftirtektarvert hvernig hon- um tókst alltaf að draga fram betri hliðina á fólkinu. Það var oft svona aðdáunartónn í röddinni þegar hann sagði frá einhverju í fari fólks sem honum líkaði. Þannig var Ásgeir hjálpfús ef leitað var til hans og lá þá ekki á liði sínu, enda vel liðinn. Mér verður hugsað til allra þeirra sem þreyta sig á því að láta sér mis- líka við fólk. Eg held að Ásgeiri hafi tekist að leiða hjá sér það sem hon- um mislíkaði í fari fólks og það með- al annars gerði það að verkum að á sama hátt líkaði fólki vel við hann. Margt annað líkaði Ásgeiri betur en bústörfin. Hann var safnari og safnaði bókum og sjaldgæfum pen- ingum. Safnið var ekki stórt en hann hafði greinilega gaman af bók- inni og hafði lesið þær margar. Við bústörfin höfum við streðað saman mörg vor og sumur. Þau áttu kannski ekki vel við hann, enda þótt hann væri bæði sterkur og gæti vakað á vorin eða þegar þurfti, en þolinmæðin við að sinna skepnunum var áreiðanlega meiri en margur býr yfir. Þannig saknar heimilis- hundurinn Arthúr Ásgeirs svo ekki verður um villst. Það eru ekki allir sem ná slíku sambandi við málleys- ingja. Fyrir nokkrum árum dó amma en henni þótti mjög vænt um Ásgeir. Nú eru þau saman að nýju í lífi að loknu þessu. Takk fyrir samveruna Ásgeir. Kveðja frá Rannsý, Karvel og Svövu. Ingimundur Þór Þorsteinsson. Elsku Ásgeir frændi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért horfinn af sjónarsviðinu svo snemma. En þú munt lifa í huga mínum. Ég veit líka að þér mun h'ða vel við hliðina á ömmu. En nú þegar þú ert farinn rifjast upp ótal minn- ingar. Við áttum margar ógleyman- legar stundir saman. Þegar ég var fyrir vestan unnum við mikið sam- an. Sérstaklega var gaman í sauð- burðinum á vorin og í heyskapnum á sumrin. Minningarnar frá þessum tíma eru dásamlegar og þetta er vafalaust einn skemmtilegasti tími lífs míns. Við gerðum mjög oft að gamni okkar, hlógum, sungum sam- an, tefldum og spjölluðum saman um allt milli himins og jarðar. Við héldum stundum upp á afmæli okk- ar saman því við áttum sama af- mælisdag. Það var líka einstakt að fara með þér í bíltúr. Það voru engir venjulegir bfltúrar því við fórum alltaf eitthvað óvænt. Það var líka mikil tilhlökkun þegar maður vissi að þú værir að koma í bæinn og myndir kannski gista heima hjá okkur. Þá beið ég eftir að geta farið með þér í bíltúr _um bæinn, á hina og þessa staði. Ég man til dæmis þegar þú komst í bæinn sumarið 1993. Þá fórum við ásamt Ingþóri í Hvammi í bfltúr um Suðurnes um hánótt. Ég man líka þegar ég fór með þér vestur í júní 1992 og á leið- inni ætluðum við í veislu á Akranesi. En þegar þangað var komið var engin veisla, hún hafði verið viku áður eða átti að vera viku seinna. Einu sinni kom ég vestur að kvöldi til og þá varst þú að fara í Búðardal á söngskemmtun hjá karlakórnum Fóstbræðrum. Ég fór með þér og á leiðinni heim stoppuðum við í Hvammi og þar tefldum við margar skákir við Ingþór og komum ekki heim fyrr en mjög seint. Svona gat þetta verið stundum, alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt kom upp á. Einmitt svona einstök atvik sem áttu sér stað voru hvað skemmtileg- ust. Þú varst sérstaklega þægilegur persónuleiki og hafðir mikinn áhuga á þjóðmálum. Tímunum saman gát- um við spjallað saman um allt mögulegt, jafnvel fram eftir nóttu. Þú varst mikill húmoristi og ég hafði mjög gaman af þínum húmor. Það var alveg sama hvað það var, þú gast gert grín að öllu. Ég man t.d. á reyklausa daginn þegar þú sjálfur sem aldrei reyktir, fékkst þér vindil. Þú fræddir mig mikið um allt mögulegt og hafðir góða frá- sagnargáfu. Þú sagðir oft að ég ætti að verða prestur, þú ætlaðir síðan að koma og heimsækja mig, prest- inn. Þú hafðir mikinn áhuga á námi mínu og hvattir mig áfram. Fyrir það er ég einstaklega þakklátur og það gladdi mig mikið þegar þú hringdir í mig til að óska mér til hamingju með stúdentsprófið, dag- inn sem ég útskrifaðist. Elsku Ásgeir frændi. Ég get ekki með orðum lýst hve góður frændi þú varst. Það var alltaf gaman að vera með þér og minningarnar eru ótalmargar sem ég geymi. Ég sakna þín mikið en í huga mínum verður þú alltaf með mér. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Ég bið líka guð að blessa og styrkja elskulegan afa minn sem tekur þessu með æðruleysi. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er ver. Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið það líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Megi góður guð blessa þig og varðveita, elsku frændi. Þinn systursonur, Karvel Aðalsteinn Jónsson. Elsku frændi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ég var bara lítil stelpa þegar ég fór að vera í sveitinni hjá ykkur afa. Þegar ég læt hugann reika rifjast upp margar góðar minningar. Alltaf þegar við systkinin fórum vestur með rútunni varst þú kominn í Búð- ardal að taka á móti okkur, það brást aldrei. Og brosandi út að eyr- um. Ég man líka eftir því hvað þú passaðir alltaf upp á að ég væri vej klædd þegar við fórum í fjárhúsin. I sauðburðinum vaktir þú yfir fénu á nóttunni og það var svo spennandi þegar þú komst að vekja okkur á morgnana og sagðir okkur hvað margar hefðu borðið um nóttina. Að loknum erfiðum vinnudegi, sett- umst við niður og drukkum „kvöld- kaffi“ og þá var hlegið mikið og spjallað og duttu upp úr þér ein- staklega hnyttnar athugasemdir og tilsvör. Takk fyrir allt sem þú gafst mér. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Egveiteinn að aldri deyr dómur um dauðann hvern. (Ur Hávamálum.) Megi guðs englar vaka yfir þér og varðveita þig. Þín frænka, Guðlaug Stella. Elsku frændi. Ég varð mjög sleg- inn er pabbi sagði mér að þú værir látinn, svo snögglega og ég hef hugsað mikið um þig síðan. Ég á margar góðar minningar um þig, þegar ég var í sveitinni hjá þér og við vorum að vinna saman í sauð- burðinum, heyskapnum og mörgu öðru. Ég man að ég var eins og far- fugl, ég varð að komast úr bænum og í sauðburðinn á vorin. Þá var ekkert betra en að koma til þín í sauðburðinn, losna frá skólabókun- um og vinna skemmtilega vinnu úti í náttúrunni. Ég var i sveit hjá þér og afa stóran hluta úr níu sumrum eða síðan ég var sjö ára og tel það hafa verið gott veganesti fyrir mig. Þegar við unnum saman vorum við oft að kveðast á og þú fræddir mig um skemmtilegt mannlíf og söguleg INGIBJÖRG ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR Elsku mamma. Með þessum bæn- um, sem þú kenndir okkur þegar við vorum lítil og við fórum með saman, viljum við kveðja þig að sinni. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, Faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesú, andláts orðið þitt í mínu hjarta ég geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna ég burt úr heimi. (Hallgr.Pét.) Guð geymi þig. Stefán og Halldóra. Mín fyrstu kynni af Ástu voru þegar konan mín, Stella, bauð mér heim til að kynnast móður sinni, sem taldist sjálfsagður hlutur í þá daga. Síðan eru liðnir þrír áratugir. Ég var hálfsmeykur, en lét til leið- ast. Þessi ótti var að sjálfsögðu al- ger fjarstæða, því þótt Ásta virtist við fyrstu kynni vera köld, þá var reyndin önnur. Ásta var hjartahlý kona og sérlega greiðvikin. r 3lómat>úðin > sKom V*. Símh 554 0500 y Það hefur verið erfitt fyrir konu á þessum tíma að annast tvo ung- linga og koma þeim til manns, en það gerði Ásta með mestu prýði, þrátt fyrir knöpp kjör og lítinn munað. Þegar litið er yfir farinn veg er margs að minnast. Mér er afar minnisstæð ferð sem við fórum um Evrópu vorið 1977. Þá vorum við hjónin svo að segja nýflutt til Lúx- emborgar með elsta son okkar. Við vorum að koma undir okkur fótun- um og fjárhagurinn ekki sem best- ur, eins og þeir þekkja sem hafa flutt utan og byrjað upp á nýtt. Bíllinn sem við fórum á í fyrr- nefnda ferð var komin til ára sinna sem og hjólhýsið sem var í eftir- dragi. Þessi ferð var ævintýri lík- ust, sér í lagi fyrir Ástu, því þetta var nýr heimur og frábrugðinn heimahögum hennar í Miðfirðin- um. Segja má að hún hafi séð allt það sem meginlandið hefur upp á að bjóða, allt frá snjógangaakstri í Ölpunum, þrumuveðri og hagli við Como-vatnið á Italíu, gondólaferð um götur Feneyja upp í kalda og hráslagalega ferð niður í hella Lubljana. Allt þetta drakk hún í sig og naut í hvívetna og minntist oft á þessa ferð. Það gat kastast í kekki milli okk- ar Ástu, því ekki var hún skaplaus. En þegar dagur var allur, þá var allt komið í sinn gamla farveg. Ásta var gamansöm og gat séð hlutina í skoplegu ljósi. Ásta var afar handlagin. Á árum áður vann hún við saumaskap. Hún var mjög vandvirk og bar hand- bragð hennar því vitni. Síðustu árin, þegar heilsan tók að gefa sig, dvaldi hún oft hjá Stef- áni syni sínum og Guðrúnu Krist- ínu í Hábænum. Ásta keypti hús norður á Laugarbakka og þar hugðist hún njóta elliáranna í ná- lægð við æskustöðvar þeirra systk- ina, en mikill samgangur var á milli þeirra. Oft sá hún um heimilið hjá Páli bróður sínum þegar mikið var um að vera, svo sem við heyskap eða sláturgerð. Síðustu árin, þegar heilsu Ástu tók að hraka það mikið að hún var ekki fær um að vera ein lengur, fluttist hún á sjúkra- og elliheimil- ið á Hvammstanga. Vil ég, fyrir okkar Stellu hönd, færa öllu starfs- fólki þar hjartans þakkir fyrir elskulega viðkynningu og alla þá aðstoð og hjúkrun sem Ásta fékk á heimilinu. Þegar við fórum þaðan eftir heimsóknir okkar varð okkur alltaf að orði hvað Ásta væri í góð- um höndum. Ég bið algóðan Guð að taka þessari góðu konu opnum örmum og veita henni frið, eftir oft á tíðum erfitt strit hér á meðal vor. Hvfl í friði, Ásta mín. Sigþór. Vertu yfir 6g allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson.) Elsku amma. Guð geymi þig. Ásta Björk. Ástu kynntist ég á fimmta ára- tugnum, í gegnum þáverandi mann hennar, Ásgeir Þorleifsson, síðar + Ingibjörg Ásta Stefánsdóttir fæddist á Mýrum, Vestur-Húnavatns- sýslu 24. aprfl 1917. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu á Hvammstanga 25. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Ástu voru Stefán Ásmundsson, f. 8. september 1884, d. 3. ágúst 1976, og Jónúia Pálsdóttir, f. 14. maí 1888, d. 15. nóvember 1955. Systkini hennar eru Páll, f. 6. mars 1918, Ása Guðlaug, f. 7. júlí 1925, Helga Fanney, f. 11. júlí 1926, og Erla, f. 27. júm' 1929. Sambýlismaður Ástu var Ás- geir Þorleifsson, en þau slitu sam- vistir. Börn þeirra eru: 1) Stefán Ásgeirsson, f. 9. júlí 1947, vél- sljóri hjá Cargolux, maki Guðrún Kristín Antonsdóttir, f. 27. október 1945, kenn- ari, dóttir þeirra er Aðalheiður Stella. Börn Stefáns: Jóhann Ingi, verkstjóri, og Þórunn Elfa, nemi. Barnabarn Hjörtur Freyr. 2) Halldóra Ásgeirsdóttir, f. 2. maí 1949, flugfreyja, maki Sigþór Óskars- son, f. 9. febrúar 1949, flugsljóri hjá Cargolux. Börn þeirra eru Óskar Bragi, Ásgeir og Ásta Björk, nemar. Barna- börn: Sigþór og Eh'sa Björk. Útför Ingibjargar Ástu fer fram frá Melstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit á Mýrum. Crjíírykhjur Upplýsingar í símum 9 562 7575 & 5050 925 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA 1 HOTEL LOFTLEIÐIR a * ICCt-AMOAI* HOTELS ( ( ( ( < ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.